Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 25 LISTIR Handbragð meistarans gaumgæft ÞESSI listunnandi gaumgæfir handbragð meistara Picassos á sýn- ingu á verkum hans úr safni Heinz Berggruens, sem opnuð hefur verið í Berlín í gær. Verkið á myndinni ber titilinn „Svipmynd af konu í gulri peysu“. Berggruen er frægur listaverkasafnari, en hann ólst upp sem gyðingur í Berlín unz hann flýði undan ofsóknum naz- ista til Bandaríkjanna, þar sem hann hóf listaverkasöfnun sína. Safn hans verður til sýnis í Berlín næstu 10 árin. 50 milljóna króna meistaraverk London. The Daily Telegraph. Tíminn flýgur # 'S Arngunnur Ýr: Tempus Fugit VI. Olía á striga, 1996. OÞEKKTUM indverskum rithöfundi hefur tekist að selja útgáfuréttinn að óbirtri fyrstu bók sinni fyrir sem nemur um 50 milljónir ísl. kr. Um er að ræða 280 síðna skáldsögu „The God of Small Things“ eftir Arund- hati Roy, 36 ára, frá Nýju-Dehli. Roy hefur notið góðrar aðstoðar David Godwin, umboðsmanns í London, sem hefur haft veg og vanda að því að koma handritinu á framfæri á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann fékk það í hendur. Godwin bauð handritið stærstu útgáfufyrirtækjum Breta, sem kepptust um það en Flamengo-útgáf- an sem hreppti hnossið, greiðir yfir 15 milljónir fyrir. Dæmi eru um hærri greiðslur fyrir „sölubækur" en vart fyrir bókmenntaverk. Roy sendi Godwin handritið í apríl og hann las það strax daginn eftir. Fimm dögum síðar stóð hann fyrir utan heimili Roy og krafðist þess að fá að gerast umboðsmaður hennar, heillaður af sögunni. Gert er ráð fyrir að bókin komi út í júní á næsta ári. Hún gerist í Ker- ala á Suður-Indlandi og segir frá því er tvíburar verða vitni að dauða ií- tillar frænku sinnar. Handritið hefur hlotið einróma lof þeirra sem lesið hafa og hefur það verið sagt „meist- araverk". Kvað útgáfustjóri Picador alla þá sem urðu að láta í minni pok- ann fyrir Flamengo, sjá eftir bókinni. Svo virðist sem bók Roy sé enn eitt dæmið um það hversu hrifinn breski bókmenntaheimurinn er af höfundum af indverskum uppruna. Nefna má Salman Rushdie, V.S. Naipaul, Vikram Chandra, Rohinton Mistry, Amitav Ghosh og Amitav Chaudhuri. Random House í Bandaríkjunum greiðir um 10 milljónir fyrir útgáfu- réttinn og útgáfur í Þýskalandi og Ítalíu greiða svipaðar fjárhæðir. Þá hafa útgáfufyrirtæki í Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Grikklandi, Kanada og á Spáni, svo nokkur lönd séu nefnd, tryggt sér útgáfurétt. Roy, sem hefur samið handrit að kvikmyndinni „Electric Moon“, var fjögur ár að skrifa bókina. Hefur hún lýst furðu sinni á þvi hversu hratt hlutirnir hafa gengið fyrir sig, á sex vikum hafi útgáfurétturinn verið seldur til 13 landa. Hún er hógværð- in uppmáluð er hún minnir á að tísku- fyrirbrigði komi og fari og að þær upphæðir sem hún hafi fengið fyrir bókina, segi ekkert um gæði hennar. MYNPUST Ilafnarborg MÁLVERK Arngunnur Ýr/Helga Magnúsdóttir. Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 16. september; að- gangur kr. 200, sýningarskrá kr. 150. ÞÆR tvær listakonur sem hér sýna byggja verk sín báðar á þeirri náttúru, sem við öll hrærumst í. En samhengið nær ekki mikið lengra; á meðan önnur er að takast á við hin beinu sjónhrif birtunnar, sem hún hefur kynnst suður við Miðjarðarhaf, er hin að benda á innra eðli og hverfulleik þess lands, sem við byggjum. Árangurinn er ólík myndgerð og efnistök, sem þrátt fyrir allt fara vel saman, því þar birtast tvær sjálfstæðar sýnir á þá jörð, sem er upphaf og endir alls lífs okkar. Arngunnur Ýr Hringrás náttúrunnar í einu eða öðru formi hefur löngum verið und- irstaða þeirrar myndlistar, sem Arngunnur Ýr hefur verið að fást við. Þannig hafa t.d. ris og hnignun gróðurs, dags og nætur, veðra- brigða og sjávarfalla verið áberandi í þeim myndaflokkum, sem hún hefur sýnt á síðustu árum. Með þá forsögu í huga er viðfangsefni hennar hér mjög eðlilegt; nú lítur hún til landsins sjálfs, og þeirrar hringrásar sem það gengur stöðugt í gegnum. í inngangi í sýningarskrá bendir Jón Proppé réttilega á, að það felst rnikil þversögn í á hvern hátt ís- lensk myndlist hefur almennt litið til landsins: „Fjöllin standa í flestum myndum þung og fullgerð, eilíf viðmiðum í hverfulleika mannlífs- ins. Andspænis náttúrunni - segja þessar myndir - erum við smá og forgengileg." Samt sem áður er það mótunin og umbreytingin sem helst biasir við þegar landið er skoðað; runnin hraun, sorfin gljúfur, horfnir jöklar og risin lönd eru allt um kring - og hið eina sem hér skiptir máli er sú tímaviðmiðun sem við notum til að skilgreina hversu „nýlega“ slíkar breytingar hafa orðið. Það er væntanlega fyrir slíkar hugrenningar sem listakonan hefur valið sýningu sinni yfirskriftina „Tempus fugit“ - hratt flýgur stund. í skilningi jarðsögunnar er mannsævin aðeins augnablik; ár- þúsundin marka nýlega viðburði, og því má segja að geysilegar breyt- ingar hafi orðið í mótun landsins á skömmum tíma. Þetta sýnir Arngunnur Ýr okkur fram á með nokkrum myndröðum, þar sem hún byggir ýmist á grein- ingu þess sem hefur gerst eða spá- ir fyrir um hið ókomna. Hún bygg- ir myndir sínar á því sem kalla mætti vísindalegan grunn; kort, skjálftarit, annálar, fræðilegir text- ar og formúlur mynda undirstöður, sem hún vinnur út frá. Myndaflokk- urinn „Umbreyting" felst í teikning- um listakonunnar ofan í kort, þann- ig að til verða ný fjöll, jöklar og strandlínur; „Úr eldfjallaröðinni“ sýnir hina miklu fjölbreytni sem er að finna í gerð eldstöðva hér á landi, og „Óvissumæling" byggir á grunni nákvæmra sírita, sem mæla stöðugt hveija hreyfingu jarðskorpunnar undir fótum okkar. Síðastnefndi myndaflokkurinn er afar sterkur í heild sinni, þar sem hver teikning byggir á þéttri hrynj- andi skjálftamælinganna og þeirra mögujegu hreyfínga, sem þar má lesa. ímyndir fjallanna falla vel að þessari bylgjuhreyfíngu, og má vísa til verka nr. 43 og 44 sem vel heppn- aðra verka á þessum grunni. Myndaflokkurinn „Tempus Fug- it“ er þungamiðja sýningarinnar og fær besta rýmið. Hér liggja textar og formúlur fræðiritgerða og ann- ála að baki, en á yfirborðinu blasa við eldfjöll, gígaraðir og aðrar ímyndir þeirra afla, sem móta land- ið. Hinn dumbaði guli litur sem hér ræður mestu minnir á þann hita elds og eimyiju, sem þessi sköpun fer fram við; hér eru að verki öfl sem maðurinn, verk hans og ævi- skeið, verða næsta lítilmótleg við hliðina á. Það er sterkur og persónulegur heildarsvipur yfir þessari sýningu, jafnframt því sem einstök verk njóta sín með ágætum. Jón Proppé bendir í inngangi sínum réttilega á að verk listakonunnar séu óður til náttúrunnar, „djörf tilraun til að fanga flókinn veraldarskilning á léreft." Meira verður tæpast farið fram á. Helga Magnúsdóttir í Sverrissal hefur Helga Magnús- dóttir sett upp sautján olíumálverk sem hún hefur unnið á síðustu tveimur árum. Kveikjan að þessum verkum var dvöl hennar á Kapathos í Eyjahafi. Lífið á þeim slóðum hefur mótast að miklu leyti af ofurvaldi trúar- bragða og áminning um forna menningartíma er á hveiju strái, hvort sem er á grísku eyjunum eða á meginlandi Litlu-Asíu. Þeir sem þangað koma hljóta þó ætíð að minnast þess með hvaða hætti sterk birtan, sem ræður ríkjum þarna við botn Miðjarðarhafsins, mótar landið jafnt sem fólkið sjálft. Skiljanlega verka slíkar aðstæð- ur sterklega á hugi listafólks, og þau málverk sem Helga sýnir eru gerð undir áhrifum þessarar birtu Eyjahafsins. I flestum verkanna er þó aðeins um óbeinar tilvísanir að ræða; þekkjanleg viðfangsefni koma aðeins fyrir í nokkrum mynd- um, t.d. nr. 9 og 10, þar sem vísað er til daglegs lífs íbúa eyjarinnar, og þá með mun skarpari litanotkun en einkennir verk listakonunnar að öðru leyti. Mun fleiri verk byggja á svipuð- um vinnuaðferðum og hafa ein- kennt listsköpum Helgu á fyrri sýn- ingum. Hér er vísað til vandaðrar uppbyggingar mjúkra en óhlut- bundinna litbrigða, þar sem hvert lag litarins verður að kvikum þætti i þeirri titrandi heildarmynd, sem málverkin skapa. Mögnuð birtan kemur sterklegá fram í ýmsum til- brigðum gula litarins, eins og t.d. í „Ljósin sjö“ (nr. 1), þar sem vax- andi styrkur litarins ber með sér ólíkar tíðir dagsins; slík festing dagsstundar er jafnvel enn gleggri í „Morgunn" (nr. 3). Þrátt fyrir hita gula litarins er það enn frekar hinn fjölbreytti blámi hafsins, sem hefur setið í minningu listakonunnar, og skilar sér til áhorfenda í mörgum mynd- anna á sýningunni. Haf, kvöld og fjarlægar sýnir koma fram í ýmsum tilbrigðum bláa litarins, sem er sí- kvikur í meðförum Helgu; undir honum glittir í þau undirdjúp, sem bíða ógnandi eftir því að yfirborðið verði svipt ljóma sínum. Þegar tvær heildstæðar og vand- aðar sýningar er að finna í sama sýningarhúsi, eins og gerist hér, er fuli ástæða til að hvetja menn til að njóta vel og líta við á sýningar- tímanum. Eiríkur Þorláksson Morgunblaðið/Jón Svarsson HÖRÐUR Torfason á sviði Borgarleikhússins. Syngjandi skáld _________TONLIST______________ Borgarlcikhúsió HAUSTTÓNLEIKAR HARÐARTOFASONAR Árlegir hausttónleikai' Harðar Torfasonar haldnir í Borgarleikhúsinu. Hörður var einn fyrir hlé en eftir hlé voru honum til aðstoðar Hjörtur Howser, Jens Hansson, Björgvin Gísla- son, Friðrik Sturluson og Eysteinn Eysteins- son, aukinheldur sem Magnús R. Einarsson lék á mandólín í einu lagi. Áliorfendur voru ríflega 500 í Borgarleikhúsinu 6. september. HAUSTTÓNLEIKAR Harðar Torfasonar eru jafnan með helstu tónlistarviðburðum hvers árs og hefur svo verið um árabil. Þegar Hörður bjó erlendis voru þeir aðdá- endum hans kærkomið tækifæri að heyra hvað hann var að fást við þar ytra og eftir að hann sneri heim aftur gefa þeir kost á að heyra uppskeru sumarsins og yfirleitt hvað væntanlegt er frá honum á plast þeg- ar nær dregur jólum. Að þessu sinni kynnti Hörður meðal annars lög af nýútkominni breiðskífu sinni, Kossinum, aukinheldur sem hann lék eldri lög í bland. Hörður hefur tónleika sína gjarnan kafla- skipta og svo var einnig að þessu sinni, þar sem hann byijaði tónleikana einn síns liðs með kassagítarinn í einfaldri lýsingu og svartar ábreiður yfir rafhljóðfærunum á sviðinu. Hörður Torfason hefur verið kallaður nestor íslenskra trúbadúra eða farandsöngv- ara og víst að hann fór fyrstur um landið sem syngjandi skáld, einn með gítarinn og söguljóð í farteskinu, ólíkt þeim sem kalla sig trúbadúra í dag en eru margir ekki nema gangandi skemmtarar. Fyrri hluti hausttónleikanna var og frábært dæmi um trúbadúrsöng, þar sem Hörður fór á kostum í gítarleik og söng, lék á strengi gleði og gáska eða trega og sorgar og áhorfendur voru ýmist hugsandi og þegjandalegir eða skellihæjandi. Áberandi var hve Hörður var afslappaður, textar vandaðir og gítarlínur leikandi, sérstaklega í nýrri lögunum. Eftir- minnileg eru lög eins og Hefndin og Sá besti, sérstaklega áhrifamikið lag með hrollköldum texta, enda sendi Hörður börn í salnum fram á meðan hann flutti það. Eftir hlé komu til liðs við Hörð tónlistar- menn sem leika með honum á plötunni nýju. Lögin voru og öll af þeirri plötu, reyndar í sömu röð og á plötunni, utan eitt sem var á fyrri hluta tónleikanna. Heldur var léttara yfir þessum hluta, þó ekki væri minna umleikis í textum og laglínum, og víða sprett úr spori. Af einvalaliði tónlistarmanna var Hjörtur Howser kjölfestan, en innlegg Jens Hanssonar var og skemmtilegt, til að mynda eftirminnilegur saxófónleikur í laginu um Reykjavík. Best eftir hlé var Englaakur sem á eflaust eftir að heyrast oft í útvarpi. Loka- lag eiginlegra tónleika var sálmurinn Ég er sem Hörður flutti með Hirti á píanó; sterkt lag í eftirminnilegum flutningi. Sem lokapunktur var síðan Ég leitaði blárra blóma í svellandi rytmablúsútgáfu, en tíminn var of knappur fyrir meira þó áliorf- endur hefðu eflaust viljað fá annan eins skammt til. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.