Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 31
fHttrgnnfrlftfetfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMSTARFA
SVIÐIVÍSINDA
MEÐ STUTTU millibili hefur verið skýrt frá tveimur
merkum vísindaverkefnum á sviði læknisfræði, sem
íslenzkir vísindamenn vinna í samvinnu við erlenda starfs-
bræður, augnrannsóknum með Japönum og flogaveiki-
rannsóknum, sem Bandaríska heilbrigðisstofnunin kostar
með 150 milljón króna framlagi. Forvígismenn í lækna-
stétt og margir íslenzkir vísindamenn hafa lengi haft á
orði, að ísland sé kjörið til vísindarannsókna á ýmsum
sviðum, ekki sízt í læknavísindum, vegna þeirrar sérstöðu
sem m.a. felst í smæð þjóðarinnar og þess, hve auðvelt
er að rekja ættir manna langt aftur í tímann. Auk þess
má minna á, að sjúkraskrár hafa verið færðar hér lengur
en víða annars staðar, menntunarstig þjóðarinnar er hátt
og færni íslenzkra vísindamanna viðurkennd.
Fyrir skömmu hófst á augndeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur á Landakoti viðamikil rannsókn á áhrifum útfjólublárr-
ar geislunar á augu í samvinnu við japanska vísinda-
menn. Augu 1.100 hundruð íslendinga 50 ára og eldri
verða rannsökuð nákvæmlega í því skyni að leita að
áhættuþáttum vegna augnsjúkdóma og m.a. eru kannað-
ir lífshættir almennt, fæðuval og þá sérstaklega venjur
fólks er lúta að sól og ljósalömpum. Rannsóknin beinist
sérstaklega að þremur augnsjúkdómum, sem hrjá fólk
eftir fimmtugt, skýmyndun á augasteini, gláku og elli-
hrörnun í augnbotnum.
Um þetta segir Friðbert Jónasson, yfirlæknir augndeild-
ar á Landakoti:
„Það, sem við erum fyrst og fremst að gera, er að
reyna að átta okkur á dreifingu og eðli þessara þriggja
meginsjúkdóma og hins vegar að leita að forvörnum til
að koma í veg fyrir þá.“
Augnrannsóknirnar eru umfangsmiklar og vinna að
þeim sjö Japanir og nær tuttugu Islendingar, augnlækn-
ar, hjúkrunarfræðingar og aðstoðarfólk. Kostnaður er
áætlaður um 18 milljónir króna og greiða Japanir um
80% kostnaðarins. Styrktaraðili rannsóknarinnar er jap-
anska fyrirtækið Nidek, sem er eitt helzta fyrirtæki í
framleiðslu augntækjabúnaðar. Það lánar þrjú tölvusneið-
myndatæki, sem hvert kostar um tólf milljónir króna, en
aðeins eitt slíkt tæki er til á Norðurlöndum, í Stokkhólmi.
Af þessu má sjá, að rannsóknir sem þessar færu ekki
fram á íslandi nema vegna samvinnu við erlenda vísinda-
menn og fyrirtæki. íslendingar verja einfaldlega ekki slík-
um fjármunum í afmarkaðar vísindarannsóknir sem þess-
ar, því þeir telja sig hvorki hafa mannafla né peninga
aflögu. Það byggist hins vegar á misskilningi, því takist
vísindarannsóknirnar vel munu þær skila sér margfalt til
baka. Framfarir í læknavísindum eru að sjálfsögðu mikil-
vægasti árangur slíkra rannsóknarverkefna og þar með
lækning sjúkra, en jafnframt geta þær leitt til efnahags-
legs ávinnings. Vonandi verður því áframhald á slíku
samstarfi.
SKOLARNIR
OG UMFERÐIN
UM HELGINA varð alvarlegt umferðarslys á Vestur-
landsvegi við Keldnaholt, er tveir bílar, sem voru
að mætast, skullu saman. Sex manns voru í bílunum og
var allt fólkið flutt í slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
kona og barn lífshættulega slösuð, en aðrir mikið slasaðir.
Um síðastliðin mánaðamót hófst skólaganga þúsunda
skólabarna. Þessi árgangur er einhver sá fjölmennasti,
sem hafið hefur skólagöngu um árabil. Þessir litlu Islend-
ingar eru fullir væntinga, nú þegar þjóðfélagið í fyrsta
sinni leggur þeim á herðar þær skyldur að læra og nema.
Ökumenn verða að sýna aðgæzlu, varkárni og tillits-
semi, þegar ekið er um nágrenni skólanna, því að þar eru
á ferli viðvaningar i umferðinni.
Ökumenn verða að hafa þetta hugfast, því að ekki má
treysta því, að börn meti aðstæður ávallt rétt eða að þau
skynji þá hættu, sem getur verið yfirvofandi. Viðbrögð
barns við hættu geta verið röng í augum fullorðins fólks.
Því er aldrei nægilega brýnt fyrir ökumönnum að sýna
árvekni og aðgæzlu þegar skammdegið færist yfir og skól-
ar eru að byrja. Verndum börnin og forðumst slysin.
ÍSLAND OG LIECHTENSTEIN
Nýtt álver og stækkun járnblendiverksmiðjunnar þyrfti um 1.350 GWst raforku
Nauðsynlegt
aðhalda
EES á lofti
*
Samskipti Islands við Liechtenstein, einkum
á sviði Evrópska efnahagssvæðisins, voru í
brennidepli er Andrea Willi, utanríkisráðherra
Liechtenstein, sótti landið heim fyrir helgina.
Auðunn Arnórsson hitti hana að máli.
Morgunblaðið/Sigurgeir
DAGSKRÁ heimsóknar Andreu Willi, utanríkisráðherra Liechten-
stein, samanstóð ekki eingöngu af formlegum viðræðum við ís-
lenzka ráðamenn. Einn dagur var helgaður náttúruskoðun í Vest-
mannaeyjum. Hér mundar Willi lundaháf í Álsey.
HÉR er gesturinn með fríðu föruneyti Álseyinga og starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Willi stendur
fyrir miðju. Sér á hægri hönd hefur hún Hannes Hafstein, sendiherra, og Georg Kr. Lárusson, sýslu-
manninn í Vestmannaeyjum, á þá vinstri.
LIECHTENSTEIN og Island
geta að lítt athuguðu máli
virzt eiga fátt sameiginlegt.
Liechtenstein er landlukt
furstadæmi í Mið-Evrópu, 160 km3
að stærð, en Island stór eyja úti í
miðju Atlantshafi. Þegar betur er að
gáð, er þó ýmislegt sem tengir þessi
tvö annars svo ólíku lönd. Helzti
hlekkurinn milli þeirra er samstarfið
á vettvangi Fríverzlunarsamtaka Evr-
ópu, EFTA, og Evrópska efnahags-
svæðisins, EES, en þau mynda ásamt
Noregi EFTA-„stólpa“ EES á móti
hinum 15 aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins, ESB. ísland og Liechten-
stein eru jafnframt einu EFTA-þjóð-
irnar, sem aldrei hafa sótt um aðild
að Evrópusambandinu.
Dagana 5. til 8. september var ut-
anríkisráðherra Liechtenstein, Andrea
Willi, í opinberri heimsókn hér á landi.
Hún endurgalt þar með heimsókn
Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráð-
herra, sem fór til Liechtenstein í marz
sl. Reyndar er Willi, auk þess að vera
ráðherra utanríkismála, ábyrg fyrir
menningar- og íþróttamálum, að
ógleymdum ungmenna-, fjölskyldu- og
jafnréttismálum. í ríkisstjóm Liecht-
enstein sitja fimm ráðherrar. Þeir eru
kjörnir af þinginu, sem 25 manns
skipa. Þingkosningar eru á fjögurra
ára fresti; þær næstu fara fram í febr-
úar nk. Tveir flokkar skipta með sér
öllum þingsætunum á sitjandi þingi,
utan eins. 13 þingmenn tilheyra
Föðurlandsflokki (VU), 11 hinum
Fijálslynda Borgaraflokki (FBP) og
einn er óháður. Þrír ráðherranna eru
fulltrúar þess fyrrnefnda og tveir hins
síðamefnda.
Willi, sem er einn þriggja ráðherra
meirihlutaflokksins, tók við ráðherra-
embætti í desember 1993. Þar áður
hafði hún verið um árabil í utanríkis-
þjónustu furstadæmisins og tekið m.a.
virkan þátt í samningaviðræðunum
um aðild Liechtenstein að EFTA og
EES. Nokkrir fundir samningavið-
ræðna þessara fóru fram hér á landi,
svo Willi hefur að eigin sögn haft góð
kynni af Islandi og Islendingum á
undanförnum árum.
Hinn formlegi hluti dagskrár heim-
sóknar hennar til Islands mótaðist því
að miklu leyti af umræðum um sam-
starfið innan EES. En auk þess ræddi
hún við íslenzka ráðamenn, þeirra á
meðal Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra og Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra, m.a. um möguleika á tengsl-
um landanna á menningar- og íþrótta-
sviðinu.
Jákvæð reynsla af EES
Liechtenstein gerðist fullur aðili að
EFTA árið 1991 og að EES
þann 1. maí í fyrra, 16
mánuðum eftir að EES-
samningurinn gekk í gildi.
Willi segir reynsluna sem
fengizt hafi af EES hingað
til vera mjög jákvæða. Þegar eitt ár
var liðið frá EES-aðild Liechtenstein
í vor, birti ríkisstjómin niðurstöður
könnunar, sem hún hafði látið gera
meðal atvinnurekenda og almennings
í landinu til að meta reynsluna af
EES. Eins árs reynsla sé þó of stutt
til að draga einhveijar algildar álykt-
anir, segir ráðherrann.
í stuttu máli sagt voru niðurstöður
könnunarinnar þær að allir sáu ávinn-
ing í aðildinni, sem þó hafði verið
umdeild. Vorið 1995 var haldin þjóðar-
atkvæðagreiðsia um hana. Heitast var
deilt um það, hversu langt Liechten-
stein gæti gengið í að veita þegnum
hinna EES-landanna atvinnu- og bú-
seturétt, sem er kjarni ákvæðanna um
fijálsa fólksflutninga innan EES. Nú
þegar eru um 38 af hundraði íbúa
Liechtenstein af erlendum uppruna,
en um 60 af hundraði launþega í land-
inu eru útlendingar. Flestir þeirra búa
nærri landamærunum, í Austurríki og
Sviss. Þar sem íbúar Liechtenstein
borga mjög litla skatta er mikil ásókn
í að öðlast búseturétt þar. Liechten-
stein fékk tímabundna undanþágu frá
búseturéttarákvæðinu, sem tryggði
meirihlutastuðning við EES-aðildina í
þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar sem
undanþágan er ekki varanleg - hún
verður endurskoðuð á næsta ári - er
búseturéttarmálið ennþá áhyggjuefni
margra.
En þrátt fyrir þetta er almenn
ánægja með EES-aðildina í Liecht-
enstein. Ánægjan er einkar mikil
meðal iðnrekenda; að sögn Willi hefðu
tvö mikilvæg iðnfyrirtæki flutt megin-
hluta starfsemi sinnar til ESB-lands,
ef EES-aðildin hefði ekki komið til.
Fjármagnsþjónustufyrirtækin, sem
skila stórum hluta þjóðartekna Liec-
htenstein, höfðu verið alluggandi um
sinn hag, en eru samkvæmt könnun-
inni sátt við reynsluna fram að þessu.
Fyrir smáríki eins og
Liechtenstein felst líka mik-
ill pólitískur ávinningur í
EES-aðildinni. „Þessi jafn-
réttháa þátttaka okkar í
stofnunum EES og í smíði
nýrrar löggjafar í Brussel styrkir
stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis,“
segir ráðherrann. „Þetta fyrsta ár
aðildarinnar fólst þátttakan að mestu
í yfirtöku löggjafar Evrópusambands-
ins fyrir innri markaðinn. Það var
mikið átak, einkum fyrir þingið, en
við höfum á þessu eina ári afgreitt
um 80% hennar. Vonir standa til að
hún muni hafa náðst öll um næstu
árarnót."
Mikilvægi pólitískra
skoðanaskipta
Willi átti vinnufund með hinum ís-
lenzka starfsbróður sínum á fimmtu-
dag. Hún segir þann fund hafa verið
mikilvægan fyrir sig, þar sem Island
fer nú með forsætið í EES-nefnd
EFTA-ríkjanna, en Liechtenstein tek-
ur við því um næstu áramót. Hún
segir Islendinga hafa sinnt forsætis-
hlutverkinu af myndarskap og skyn-
semi og því sé henni fengur í að kynn-
ast reynslu íslendinga af hlutverkinu.
Hún segir að EFTA-ríkjunum sé
mikill akkur í að halda EES á lofti
við fulltrúa ESB-ríkjanna á sem flest-
um vígstöðvum. í þessu sambandi
hafi hin svokölluðu pólitísku skoðana-
skipti ráðamanna EES-ríkja sérstaka
þýðingu, að hennar mati. EES-samn-
ingnum fylgir yfiriýsing um pólitísk
skoðanaskipti í utanríkismálum „með
það fyrir augum að koma á nánari
tengslum í sameiginlegum hagsmuna-
málum“, eins og segir orðrétt í yfirlýs-
ingunni. í samræmi við yfirlýsinguna
hittast utanríkisráðherrar EES-
EFTA- og ESB-ríkjanna á fundum
sameiginlegu EES-nefndarinnar á
hálfs árs fresti. Mikilvægasta skrefíð,
sem að mati Willi hefur verið stigið
í þessu sambandi frá því EES-samn-
ingurinn gekk í gildi, er að - fyrir
frumkvæði íslendinga - hefur því
verið komið á, að hin pólitísku skoð-
anaskipti fari fram ekki ein-
vörðungu á stigi utanríkis-
ráðherra, heldur einnig á
stigi ríkisstjórnarleiðtoga.
Slíkur fundur fór fram í
fyrsta sinn er ríkisstjórnar-
leiðtogar Noregs, Islands og Liecht-
enstein hittu leiðtoga fiestra ESB-ríkj-
anna auk forseta framkvæmdastjórn-
ar ESB í Visby á Gotlandi í maí sl.,
en þangað sóttu leiðtogarnir fund
Eystrasaltsráðsins. Willi ítrekar mikil-
vægi samráðs EES-ráðamanna á
þessu hæsta stigi ákvarðanavalds, til
þess að viðhalda vitund leiðtoga ESB-
ríkjanna um Evrópska efnahagssvæð-
ið.
Önnur mál halda ESB-ríkjunum
mjög uppteknum þessi misserin; Aust-
ur-Evrópuríkin þrýsta á um að gerast
ESB-aðilar sem fyrst - endurskoðun
grundvallarsáttmála sambandsins og
stofnanauppbyggingar þess er í gangi
á ríkjaráðstefnu ESB, og aðildarríkin
eru þar að auki að búa sig undir efna-
hags- og myntbandalag Evrópu
(EMU). Það sé því skiljanlegt, að hafa
verði fyrir því að halda EES á lofti,
og til þess séu hin pólitísku skoðana-
skipti ómetanleg.
Menningar- og íþróttatengsl
En tengsl Islands og Liechtenstein
takmarkast ekki eingöngu við sam-
starfið innan EES. Heimsókn Willi
hófst á heimsókn hennar ásamt fylgd-
arliði í Listasafn íslands, þar sem hún
hitti nokkra fulltrúa íslenzkrar mynd-
listar. I samræðum við Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra var ákveðið
að stefna að auknum tengslum land-
anna á sviði menningarmála. íslenzk-
um tónlistarmönnum hefur verið boðið
til Liechtenstein og til stendur að
halda þar íslenzka kvikmyndahátíð
bráðlega, að sögn Wilii.
Á komandi vori mun þar að auki
koma hópur íþróttamanna frá Liec-
htenstein til íslands til að taka þátt
í smáþjóðaleikunum, þar sem íslend-
ingar verða gestgjafarnir í þetta sinn.
Á smáþjóðaleikunum reyna íþrótta-
menn frá átta evrópskum smáþjóðum
með sér, auk íslands og
Liechtenstein eru það Lúx-
emborg, Malta, Kýpur, San
Marino, Monaco og And-
orra. Leikarnir fara fram á
tveggja ára fresti. Næst á
eftir Islandi fara þeir fram í Liecht-
enstein, árið 1999.
Willi segist einnig hlakka til að fá
íslenzka landsliðið í knattspyrnu í
heimsókn, en ísland og Liechtenstein
eru í sama riðli í undankeppni heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu og
munu því landslið þjóðanna reyna
tvisvar með sér í vetur.
Mikill ávinn-
ingur í EES-
aðildinni
Menningar-
og íþrótta-
tengsl aukin
Snör handtök nauð-
synleg í orkuöflun
Auknar líkur eru nú taldar á því að viðræður
íslenskra stjómvalda við bandaríska fyrirtækið
Columbia Ventures Corporation vegna álvers
á Grundartanga muni leiða til jákvæðrar niður-
stöðu. í samantekt Halls Þorsteinssonar
kemur fram að verði af uppsetningu álversins
og stækkun jámblendiverksmiðjunnar þurfi
að ráðast í risavaxnar virkjanaframkvæmdir
á næstu árum.
FULLTRÚAR Landsvirkjunar
og iðnaðarráðuneytisins
áttu fund með stjórnendum
Columbia Ventures í síðustu
viku um rafmagnsverð og orkusölu-
skilmála vegna 60 þúsund tonna ál-
vers á Grundartanga og segist Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra bjart-
sýnni á lausn málsins eftir fundinn.
Viðræðum verður haldið áfram á
næstu vikum.
Columbia Ventures keypti 60 þús-
und tonna álver í Þýskalandi á síð-
asta ári, en það hefur nú verið tekið
niður og bíður þess að verða reist á
nýjum stað. Álverið þarf rúmlega 900
GWst rafmagns á ári, og heildarfjár-
festing við að reisa það á Grundar-
tanga er áætluð 150-175 milljónir
dollara, eða um 9,9-11,5 milljarðar
króna.
Afkoma Járnblendiverksmiðjunnar
hf. á Grundartanga hefur verið góð
á þessu ári og fyrstu sex mánuði
ársins nam hagnaðurinn rúmlega 400
milljónum króna. Athuganir á því að
stækka verksmiðjuna eru nú í fullum
gangi, að sögn Jóns Sigurðssonar
framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en
ákvörðun verður tekin um það í vetur
hvort þriðji bræðsluofninn verður
settur þar upp. Ef ráðist verður í
stækkun verksmiðjunnar verður ofn-
inn tekinn í notkun á árinu 1999, en
hann þyrfti um 450 GWst á ári. Sam-
tals væri orkuþörf vegna ofan-
greindra framkvæmda á Grundart-
anga því um 1.350 GWst á ári og
myndu nauðsynlegar virkjanafram-
kvæmdir kosta um 20 milljarða króna.
Orkugetan eykst um
660 GWst á næsta ári
Framleiðsla í nýjum steypuskála
ÍSALs hefst í júlí á næsta ári, þrem
mánuðum á undan því sem upphaf-
lega var ráð fyrir gert. Með stækkun-
inni eykst framleiðslugeta álversins
úr 100 þúsund tonnum á ári í um 160
þúsund tonn, og nemur raforkuþörf
nýja kerskálans 950 GWst á ári.
Samkvæmt upplýsingum Þorsteins
Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa
Landsvirkjunar, er talið að um 730
GWst af forgangsorku verði til reiðu
í raforkukerfinu á næsta ári, en til
að útvega það sem á vantar fyrir ál-
verið í Straumsvík og anna orkuþörf
almenningsveitna fram til aldamóta
hefur verið ráðist í framkvæmdir við
orkuöflun sem að mestu verður lokið
við á næsta ári og eykst orkugeta
raforkukerfisins með þeim um 660
GWst.
Þorsteinn bendir á að þörf sé fyrir
snör handtök í orkumálum ef af upp-
setningu álvers Columbia Ventures
og stækkun verksmiðju Járnblendifé-
lagsins á Grundartanga verður. Fari
svo er reiknað með að Reykjavíkur-
borg hefji raforkuframleiðslu á
Nesjavöllum og setji þar upp tvo 30
MW hverfla og ætti fyrri hverfillinn
að geta hafið framleiðslu á haust-
mánuðum 1998 og sá síðari um ára-
mótin 1998-1999. Viðræður standa
nú yfir milli Reykjavíkurborgar og
Landsvirkjunar um hvernig fram-
leiðslu og orkusölu frá Nesjavöllum
yrði háttað.
Nú er unnið að því að setja upp
aðra vélasamstæðu Kröfluvirkjunar,
en samstæðan hefur legið
ónotuð frá byggingartíma
virkjunarinnar. Er ætlunin
að auka uppsett afl í
Kröflu úr 30 MW í 45 MW
með því að afla viðbótar-
gufu. Verði af ofangreindum fram-
kvæmdum á Grundartanga myndi
Landsvirkjun ráðast í lokaáfanga í
aflaukningu Kröfluvirkjunar úr 45 í
60 MW og gerð Hágöngumiðlunar
sem skilar um 200 GWst á ári, og
er gert ráð fyrir að hægt verði að
ljúka þessum framkvæmdum í árslok
1998. Þá myndi Landsvirkjun ráðast
í 125 MW virkjun við Sultartanga í
Þjórsá, sem hafið gæti rekstur ári
seinna.
Úrskurður umhverfisráðherra um
mat á umhverfisáhrifum vegna fram-
kvæmda við gerð Hágöngumiðlunar
er væntanlegur í lok september, og
til að auka viðbragðsflýti Landsvirkj-
unar er vinna þegar hafin við gerð
útboðsgagna vegna Hágöngumiðlun-
ar og Sultartangavirkjunar. Þá fara
rannsóknir á Kröflusvæðinu fram á
næstunni til að ákvarða hvar best
er að bora eftir háþrýstigufu til þess
að fá fullt afl í hverflana tvo í stöð-
inni.
Ýmsir iðjukostir í athugun
Fimm ár eru nú liðin frá því síð-
ast fóru fram samningar við Atlant-
álhópinn svonefnda um byggingu
álvers á Keilisnesi. Fyrirtækin sem
að þessu verkefni standa, Alumax,
Hoogovens og Granges, ákváðu fyrr
á þessu ári að hefja endurskoðun í
samvinnu við Landsvirkjun og ís-
lensk stjórnvöld á fyrri áætlunum
um þetta verkefni, og að sögn Þor-
steins munu fyrirtækin taka afstöðu
til þess síðar í vetur hvort
hagkvæmt sé að reisa álver
á Keilisnesi í áföngum á
árunum 2001 til 2003. Ál-
verið þyrfti um 5.000
gígawattstundir árlega, en
framleiðslugeta þess yrði rúmlega
300 þúsund tonn á ári.
Ýmsir fleiri stóriðjukostir eru nú í
athugun hjá Markaðsskrifstofu iðn-
aðarráðuneytisins og Landsvirkjunar
og fleiri aðilum. Þeirra á meðal er
kínverskt álver upp á nokkra tugi
þúsunda tonna og er talið hugsanlegt
að farið verði út í sameiginlega hag-
kvæmniathugun íslendinga og Kín-
veija á byggingu þess. Sendinefnd á
vegum stærsta málmvinnslufyrirtæk-
is Kína kom hingað til lands í fyrra-
haust til að kynna sér aðstæður og
íslensk sendinefnd fór til Kína síðast-
liðið vor til viðræðna við fulltrúa
stjórnvalda og forystumenn í áliðnaði
og að skoða kínversk álver. Síðan þá
hefur verið skipst á upplýsingum um
tæknileg atriði.
í lok síðasta mánaðar lauk að
mestu leyti hlutafjáraukningu sem
íslenska magnesíumfélagið hf. réðst
í vegna síðari hluta hagkvæmni-
athugunar á byggingu magnesíum-
verksmiðju á Suðurnesjum, en gert
er ráð fyrir að niðurstaða hag-
kvæmniathugunarinnar liggi fyrir í
lok janúar næstkomandi. Er gert ráð
fyrir að bygging verksmiðjunnar
muni kosta um 30 milljarða króna
og framleiðslugeta hennar yrði um
50 þúsund tonn á ári, en það nemur
um 15% af heimsframleiðslu mag-
nesíums í dag.
Samstarfsaðilar Hitaveitu Suður-
nesja og fleiri íslenskra aðila í þessu
verkefni eru þýsk, rússnesk og kana-
dísk fyrirtæki, en ef af
byggingu verksmiðjunnar
verður liggur fyrir hluta-
fjárloforð frá dótturfyrir-
tæki þýska stórfyrirtækis-
ins Preussag Anlagenbau.
Fyrirtækið Zinc Corporation of
America, ZCA, hefur kannað mögu-
leika á starfsemi sinkverksmiðju á
Grundartanga eða í Gufunesi. Sam-
kvæmt forathugun fyrirtækisins þyk-
ir hagkvæmasti kosturinn að byggja
hér 100 þúsund tonna rafhitunarverk-
smiðju og um 25 þúsund tonna
sinkoxíðverksmiðju, auk þess að reisa
verksmiðju sem sæi að mestu um
forvinnslu á hráefni, en sinkverk-
smiðjan myndi byggja á endurvinnslu.
Orkuþörf verksmiðjunnar er talin 400
Gígawattstundir á ári. Bakslag kom
hins vegar í þetta mál eftir að reglur
sem leyfa förgun úrgangs með sinki
tóku gildi í Bandaríkjunum, en það
gerir það að verkum að útvegun hrá-
efnis fyrir verksmiðjuna yrði erfiðari
og dýrari.
Norska fyrirtækið Hydro Alumin-
ium, sem er dótturfyrirtæki Norsk
Hydro, hefur verið í sambandi við
Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar og lýst
áhuga á að kanna hagkvæmni þess
að byggja hér álver sem yrði hugsan-
lega að verulegu leyti í eigu ís-
lenskra aðila. Hydro Aluminium á
hlut í álveri í Noregi á móti Alu-
suisse og hafa forráðmenn fyrirtæk-
isins komið oft hingað til lands á
undanförnum árum til að kynna sér
aðstæður.
Nokkrir bandarískir fjárfestar í
pappírsiðnaði hafa lýst áhuga á að
kanna möguleika á að reisa pappírs-
verksmiðju hér á landi og ef af því
verður er um að ræða 30-40 milljarða
króna stofnfjárfestingu og fram-
leiðslu á rúmlega 200 þúsund tonnum
af gæðapappír á ári. Aflvaki hf. hefur
unnið að undirbúningi þessa máls en
rætt hefur verið um að verksmiðjan
yrði staðsett í nágrenni Straumsvík-
ur. Pappírsframleiðsla krefst bæði
mikillar raf- og gufuorku en hráefni
til framleiðslunnar yrði innflutt tijá-
kvoða.
Þann 4. júlí síðastliðinn var stofnað
samstarfsfélag iðnaðarráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðar-
bæjar um undirbúning jarðgufuveitu
til iðnaðar við Straumsvík, en áhugi
á samstarfinu vaknaði vegna fyrir-
spurna frá erlendum aðilum um að-
stöðu til að reisa og reka stóriðjuver
hér á landi sem nýttu mikið magn
jarðgufu til framleiðslunn-
ar auk raforku og er papp-
írsverksmiðjan meðal þess
sem til athugunar er.
Að lokum má nefna að
stálverksmiðjan í Hafnar:
fjarðarhrauni stendur enn og hefur
komið fram einhver áhugi á að hefja
rekstur hennar að nýju.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar
er þörf á endurbótum á rafbúnaði
verksmiðjunnar svo hægt verði að
selja henni rafmagn án þess að það
valdi truflunum hjá öðrum viðskipta-
vinum Landsvirkjunar.
Keyptu 60
þúsund
tonna álver
Hagnaðurinn
rúmlega 400
milljónir