Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 35

Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Engjavegiir Reykja- víkur er langur og lest- arferðir í lamasessi FJARLÆGÐ milli heimilis og vinnustaðar í borg má líkja við engjaveg í sveit. Væri hann langur, þótti það galli og jarðir jafnvei metnar til færri hundr- uða. Engjasláttur stóð þó einungis fjórar vikur ár hvert, en vinnustaði sækja menn 48 vikur ár hvert. Vegalengd í Reykjavík frá heimili til vinnustaðar er löng því að byggð er úr hófí dreifð. Það er því brýnt að samgöngur um hana séu greiðar ög hag- kvæmar. (Þótt hér verði einkum rætt um ferðir til og frá vinnustöðum, þyrfti og í auknum mæli að beina annarri umferð til SVR. Þar kæmi í góða þágu nútímatækni, auglýsingar og áróður, sem stjórnir SVR hafa snið- gengið með öllu.) í Árbók Reykjavíkurborgar stendur 1995: „Lausleg athugun bendir til að meðalljarlægð milli heimilis og vinnustaðar sé 5-6 km.“ í sömu heimild er talið að rúmlega 41 þús. bílar séu notaðir til að komast daglega þessa 12 km. Allur þessi bílaurmull hellist út á götur borgarinnar samtímis kvölds og morgna, en þær eru eng- an veginn sniðnar að slíkri umferð. Má ekkert á bjáta að ekki skapist algjört öngþveiti. Eina úrræðið væri, ef bílaeigendur teldu það fýsi- legri kost, að fara með strætisbílum í og úr vinnu en skildu sína eftir heima. Að því bæri stjórn SVR að vinna af viti og framsýni. Það er ekki nóg „að sporna við aukinni umferð einkabíla" svo sem formað- ur umferðarráðs Reykjavíkur orðar það í grein í Mbl. þ. 16.7. sl. Stræt- isvögnum verður að fjölga en einka- bílum að fækka. Það er líka til nokk- urs að slægjast: Fullhlaðinn strætis- bíll rúmar 70 manns en í flestum einkabílum er bílstjórinn einn. Bíleigandi sem tæki sér far með strætsivagni í og úr vinnu í stað þess að aka einn í eigin bíl, yrði að kaupa tvo farmiða daglega. Þeir kosta nú sem næst jafnt og þrír lítrar af bensíni, sem sjálfsagt eydd- ust þessa 12 km í innanbæjarakstri þegar umferðarþungi er sem mest- ur. Er þá vantalið slit á bíl, geymsla daglangt nærri vinnustað og tjóna- hætta í umferð. Hér væri því um ágóða en ekki tap að ræða. Hagnað- ur almennings yrði þó sýnu meiri. Rekstrarhalli SVR minnkaði svo og viðhald gatna, mengun yrði þolan- legri og slysum fækkaði. í harðnandi samkeppni við einka- bíla virðist stjórn SVR hreinlega hafa lagt árar í bát og látið skeika að sköpuðu. Árið 1981 voru farþeg- ar með SVR liðlega 11.200 í þúsundum tal- ið en 1991 800. Einu viðbrögð ráðamanna voru að fækka ferðum, sem líkja mætti við að míga í skóinn sinn sér til hita. Sennilega hefði rétta svarið verið að iijölga ferðum. Sumar ráðstafanir virðast fár- ánlegar, líkast því að um skemmdarstarf- semi væri að ræða. Lít- ið dæmi er leið 1. Hún þjónaði gamla bænum austan Lækjar. Far- þegar voru aldrei fleiri en svo að vel rúmuðust í tuttugu manna bíl. Þegar bílar svo stækkuðu, urðu götur of þröngar og vagnar þessir hrökkluðust út á jaðra svæðisins þar sem þeirra er engin þörf, enda þar aðrir vagnar fyrir. Skrönglast þeir nú oft með í harðnandi samkeppni við einkabíla, segir Jón A. Gissurarson, virðist stjórn SVR hreinlega hafa lagt árar í bát. einn eða tvo farþega innanborðs - stundum engan. Fleira mætti tína til í líkum dúr, þótt hér verði staðar numið. Fyrir nokkrum mánuðum voru fargjöldin með SVR hækkuð. Slíkt er ráðamönnum ekkert gamanmál og síst vænlegt til kjörfylgis í næstu kosningum. Hér var því brýnt að fara að með gát. í stað þess að láta þessa hækkun bitna jafnt á öllum, voru tveir hópar, gamalt fólk og krakkar, valdir úr. Þeirra hlutur skyldi mestur. Forystukonur R-listans gætu hafa hugsað sem svo: Ýmsir þess- ara gamlingja verða komnir út af kjörskrá í næstu kosningum en margir krakkanna ekki inn á hana vegna æsku. Hér er því fæstum atkvæðum stefnt í voða. Þetta er eina framlag R-listans til umferðarmála í Reykjavík á þessu kjörtímabili sem nú er hálfnað. Væri nú ekki rétt að láta Gallup kanna viðhorf bílaeigenda í Reykja- vík til SVR og leiða í ljós hveiju breyta þyrfti svo að þeir teldu sér hag í að aka í almenningsvögnum í og úr vinnu? Síðan mætti fela kunnáttumönnum frá Flugleiðum og eða Eimskip að hrinda þeim breytingum í framkvæmd. Þeir búa yfir þekkingu og reynslu sem að gagni kæmi. Höfundur er fv. skólastióri. Jón Á. Gissurarson PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER pflSWfflWTOWiiWSflSflfHI’PfSSHfilPPWHfilf NS 60 > • Magnari: 2x30w (RMS, 1kHz, 6Q) • Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni • Geislaspilari: • Segulbandstæki: Tvöfalt • Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) NS-1 A N-160 > • Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz, 6Í1) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 35w (DIN) N -760 A • Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 80) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur HJMflifl • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) < N -260 • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£1) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) HUOMVEKI .../ gæðaflokki! N -460 • Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£1) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) • Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz,) fram, 1x55w (RMS, 100Hz) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur • Segulbandstæki: Einfalt „Slot ln“ • Hátalarar: Tvískiptir, auk bassa Umbo&smenn um land allfr Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Laufið, Bolungarvík.Hljómborg, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Tónspil, Neskaupsstaö. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. ÞÝNUDA6AR HJÁ INGVARI & GYLFA il® í Miklu Irvau Mjúkar dýnur, stórar dýnur, litlar dýnur, tvöfaldar dýnur, einfaldar dýnur, þykkar dýnur, þunnar dýnur, gormadýnur, svampdýnur, fjaöurdýnur, góðar dýnur, ódýrar dýnur, dýnur fyrir börn, dýnur fyrir fullorðna, dýnur fyrir alla, dýnur fyrir þig. Er ekki kominn tími til að endurnýja dýnugarminn? Líttu við hjá okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig! x-AÖ \J» Góðanóttádýnu frá okkur! Póstsendumum land allt! Grensósvegí 3, 108 Reykjavík. Sími: 568 1 144. Fax: 588 8144. NÝTT ÚTLIT S:5 8 8 73 73 I Hönnun: Gunnar Steinþórsson / FfT / BO-08.96-Pioneer/Hljómtækl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.