Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 40

Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR JÓHANNESSON + Ólafur Jóhann- esson frá Svín- hóli fæddist á Haf- þórsstöðum í Norð- urárdal 15. maí árið 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 28. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóhannes Ólafsson, bóndi og kennari, og kona hans Hall- dóra Helgadóttir. Ólafur fluttist með foreldrum sínum að Svínhóli í Miðdölum árið 1919 og ólst þar upp. Eftir- lifandi systkini hans eru: Helgi, f. 11.10. 1915, Jón, f. 6.10. 1917, Ragnheiður, f. 30.12. 1919, og Kristín, f. 11.3. 1927. Látin eru: Guðný, f. 24.5. 1907, Guðbjörg, f. 10.8. 1913, og Óskar, f. 30.12. 1921. Ólafur lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1944 og 1946 hóf hann búskap á Svínhóli ásamt móður sinni. Arið 1950 hætti hann búskap og fluttist til Reykjavíkur. Þar og í Mosfellsbæ vann hann við ýmis störf til starfsloka. Ólafur var ókvæntur og barnlaus. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar til að skrifa nokkur orð um móðurbróður okkar Ólaf Jóhannesson, eða Óla frænda eins og við kölluðum hann oftast. Það er mest vegna þess að hann var svo góður frændi. Eins og í svo mörgum öðrum fjölskyldum þar sem eru ógiftir og barnlausir karlar, eða konur, skapast ágæt tengsl milli þeirra og barna annarra fjölskyldu- meðlima. Við eigum því margar minningar frá uppvexti okkar og fullorðinsárum sem tengjast þessum góða frænda okkar. Eins og hjá þorra landsmanna á þessum aldri lágu ræturnar, sem aldrei slitnuðu, í sveit. Þótt fyrstu árum væri eytt í Norðurárdal voru sterkustu tengslin þó ávallt við Miðdalina. Eftir nám í héraðsskól- anum í Reykholti og síðar Handíða- skólanum í Reykjavík var að lokum ákveðið að stefna á búskap á Svín- hóli og tekið próf frá Bændaskólan- um á Hvanneyri. Lík- lega voru það tengslin við heimahagana frek- ar en sérstakur áhugi á bústörfum sem réðu þessu vali, enda urðu það ekki mörg ár sem Óli stóð fyrir búi. Smíð- ar, ritstörf og marg- háttuð félagsstörf voru honum hugleiknari og það varð til þess að hann eftirlét Óskari bróður sínum jörðina. Eftir það bjó Óli lengi í Mosfellssveit og síðan Reykjavík og starfaði lengstum við smíðar, innheimtu- og afgreiðslustörf, lengi hjá Iðnaðar- deild SÍS og síðast Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Oli var alla tíð mjög áhugasamur um allt mannlíf og þjóðlíf. Hann fylgdist með uppvexti frændsystkina og dáðist að dugnaði ungu kynslóð- arinnar við að afla sér menntunar, lífsviðurværis og húsnæðis. Ekki síst minnumst við umræðna um þjóðfé- lagsmál þegar fjölskyldan kom sam- an við hin ýmsu tækifæri. Þá talaði Óli með hárri röddu og hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum. Ávallt bar hann þá hag þeirra sem minna mega sín mest fyrir bijósti, var „sósíalisti" af hugsjón og tilfinn- ingu og dáðist að þeim íslendingum sem stóðu í fylkingarbijósti fyrir baráttu verkafólks fyrr á tímum. Ekki boðaði hann þó byltingar eða þjóðskipulag austantjaldsríkja. Á yng^ri árum mun Óli m.a. hafa verið í framboði til Alþingis vestur í Döl- um, og hefði vafalaust sómt sér vel á vettvangi stjórnmálanna. Á síðari árum ræddi hann á heldur lægri nótum og taldi framgang og umræðu þjóðfélagsmála heldur hafa útvatn- ast. Þó fann maður enn gamla neist- ann þegar honum fannst óréttlætið keyra úr hófi. Óli talaði alltaf af mikilli virðingu og hlýju um foreldra sína og upp- vöxt vestur í Dölum. Hann unni sveitinni eins og svo margir sem á miðjum aldri þurfa að flytja þaðan og í þéttbýlið. Ávallt kenndi hann sig við æskuheimilið og skrifaði meira að segja á jólakort til vina og ættingja: Olafur Jóhannesson frá Svínhóli. Oft sagði hann að tíminn á Svínhóli hefði verið hans bestu ár. í fallegri blómabrekku ofan við A GOÐU VERÐI O LeJM TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA LEGSTEINAR 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 bæinn, Kastalabrekkunni, hvíldist hann oft frá amstri dagsins og lét sig dreyma - tilfinningaríkur hug- sjónamaður eins og hann lýsti sér sjálfur. Líklega sótti hann þau ein- kenni einkum til móður sinnar, Hall- dóru ömmu okkar, sem var hag- mælt gæðakona, ákaflega næm fyr- ir allri náttúrufegurð. Oli var alltaf mikill félagsmálamaður, þótt við þekkjum þá sögu ekki mjög vel. Oft minntist hann starfa í ungmennafé- lagshreyfmgunni fyrir vestan og okkur er ekki grunlaust um að þar hafí hann ósjaldan lagt hönd á plóg. Hann átti létt með mál, bæði í ræðu og riti. Þann tíma sem hann bjó í Mosfellssveit stóð hann fyrir marg- víslegu félagslífi, m.a. frægum álfa- brennum. Bæði þar og fyrir vestan var hann driffjöður í leikstarfsemi og vakti daga og nætur við uppsetn- ingu leiksýninga. Ekki er unnt að ljúka minningar- brotum um Óla frænda án þess að minnast á þá reglusemi og snyrti- mennsku sem einkenndi allt hans far. Hann hafði gaman af því að föndra við ýmsa hluti, smíða og lag- færa, og vildi hafa fallegt í kringum sig. Þótt hann safnaði ekki auði eða eignum var allt hans nánasta um- hverfi vel búið, allt á sínum stað og haganlega fyrir komið. Við minn- umst ávallt líkansins af Svínhóls- bænum sem Óli smíðaði og gerði að jólahúsi sem vakti aðdáun ungra sem aldinna sem til hans komu á jólum. Óli fór ekki víða, en það er eftirminnilegt að hafa fengið að heyra hann lýsa þeirri borg er hon- um þótti paradís líkust, það er Vín- arborg. Borgin með valsana og bló- magarðana, tijágöngin og hallirnar, kirkjurnar og söfnin, já, þessi borg var Óla að skapi. Ávallt var Óli snyrtilegur til fara þótt gengið væri til misjafnlega þrifalegra verka gegnum árin. Við höfum heyrt að eins hafi það verið við búskapinn á Svínhóli, allt skyldi vera í röð og reglu og snyrtilega gert. Þannig einkenndist allt hans líf af reglu- semi, einlægni við menn og náttúru og áhuga á fólki og þátttöku í lífi þess og störfum. Það var alltaf mik- ið og gott samband milli hans og Rögnu móður okkar og þannig fylgdist hann vel með okkur og við með honum. Við viljum epda þessi minningar- orð okkar um Óla frænda með sama JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR + Jóhanna Vil- hjálmsdóttir fæddist í Sandfells- haga í Oxarfjarðar- hreppi í N-Þingeyj- arsýslu 24. október 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 29. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Jóhönnu voru Vilhjálmur Benediktsson bóndi í Sandfellshaga, f. 10. maí 1879, d. 26. mars 1938, og Júl- íana Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. september 1888, d. 8. apríl 1928. Systkini Jóhönnu voru: Þóra Sigurveig, f. 20. júní 1914, d. 4. júlí 1943, Aðalbjörg f. 19. október 1917, d. 11. febrúar 1991, Björn, f. 26. febrúar 1919, d. 27. mars 1968, Þorbjörg, f. 19. apríl 1921, Margrét Helga, f. 21. desember 1923, Hulda Júlíana, f. 7. júní 1927. Hálfsystkin Jóhönnu, samfeðra, voru: Sigurpáll, f. 15. júní, 1933, d. 21. september 1994, Maren, f. 17. júlí 1934. Jóhanna eignaðist eina dóttur, Maríu, f. 18. september 1939. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma, nú kveðjum við þig með söknuði. Margar minningar vakna um þann tíma sem við vorum að alast upp. Þegar við áttum heima á neðri hæðinni hjá þér á Lyngheiðinni vannsts þú sem matráðskona í Mjólk- urbúinu og fengum við stundum að heimsækja þig í eldhúsið þar og allt- af var gaman þegar þú komst heim með mjólkurbílnum eftir vinnu á daginn. Margar eigum við minningarnar um jólaboðin sem þú hélst alltaf á jóladag. Þegar þú fluttist til Reykjavíkur í nokkur ár fengum við oft að heim- sækja þig og stundum að gista. Fórum með þér í strætó í vinnuna þegar þú vannst í eldhúsinu á Borg- arspítalanum. En svo fluttir þú aft- ur til okkar á Selfoss: Þegar við eignuðumst okkar börn Faðir hennar var Friðþjófur Ólafsson frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 11. júlí 1917, d. 10. júlí 1985. María er gift Helga Helgsyni, f. 22. júlí 1937. Þau eiga fimm börn og ellefu barnabörn. Jóhanna giftist 31. desember 1947 Páli Júliusi Pálssyni, f. 6. júlí 1916, d. 22. desember 1959, frá Eystra-Fróðholti í Rangárvallasýslu. Þau bjuggu á Kirkjulandi í Lan- deyjum 1943-1946 og í Eystra- Fróðholti 1946-1950, en flutt- ust þá til Selfoss. Þau eignuðust tvo syni, Vilhjálm Þór Pálsson, f. 18. mars 1944, kvæntur Þór- unni Þórhallsdóttur, f. 19. febr- úar 1948, þau eiga einn son og tvö barnabörn; Sigurpál Karl Pálsson, f. 26. júlí 1947, d. 21. október 1947. Jóhanna vann lengst af hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Útför hennar fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fylgdist þú vel með og vildir fá að vea með í að gæta þeirra þegar á þurfti að halda, sem oft kom sér vel. Ófáar voru stundirnar sem við áttum hjá þér og vorum ætíð vel- komin og ekki síður langömmubörn- in sem veittu þér mikla ánægju þeg- ar þau heimsóttu þig. Nú kveðjum við þig með sökn- uði. Megi Guð geyma þig. Jóhann, Grétar, Kári, Bjarki, Katrín, Kristín og fjölskyldur. Mig langar að skrifa fáein orð um elskulega móðursystur mína sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf eftir skammvinn veikindi. Hún var þó þeirrar gæfu aðnjótandi að vera heilsuhraust allt sitt líf þar til síðast- liðið vor er hún veiktist skyndilega. Hefur það eflaust fallið henni þungt að vera upp á aðra komin þar sem hún vildi alltaf vera að rétta öðrum hjálparhönd. Hún Nanna, eins og hún var köll- uð, var svo gefandi öllum er á vegi hennar urðu með gamansemi sinni, gestrisni og velvild í garð annarra. Æskuminningar mínar sem tengjast Nönnu eru þær þegar hún kom norður til foreldra minna á Raufarhöfn. Þá var mikil tilhlökkun í bæ, engu líkara en að hátíð væri að nálgast. Eg fann, sem lítið barn, hve barngóð hún var og laðaðist ég hætti og hann ritaði ætíð undir kveðjur til okkar: Þín einlæg, Hreinn, Hanna Dóra, Birgir og fjölskyldur. Ég kynntist Ólafi fyrir 50 árum er Helgi bróðir hans kvæntist Þóru systur minni. Hann var þá á besta aldri, fullur af hugsjónum og fram- tíðardraumum. Ólafur fluttist til Reykjavíkur árið 1950 en átti um tíma heima á Blómsturvöllum í nágrenni Reykja- lundar þar sem hann vann um skeið. Heilsu hans hrakaði síðustu áratug- ina og þoldi hann ekki erfiðisvinnu en vann innheimtu- og verslunar- störf og síðast í Múlalundi og þar var hann einnig í dagvistun síðustu ár. Hann unni átthögum sínum mjög og fylgdist alltaf vei með því sem þar gerðist. Hann var ókvæntur og bamlaus, en ræktaði vel fjölskyldu- böndin og var mikill vinur vina sinna enda var hann umvafinn ástúð sinna nánustu til hinstu stundar. Hann lést eftir stutta sjúkdómslegu. Blessuð sé minning hans. Hörður Þorleifsson. því að henni. Þetta kom einnig síðar fram hjá börnunum mínum. Eftir að ég var kominn með íjöl- skyldu og farinn að búa á Laugum, lá leiðin oft til Nönnu austur á Sel- foss, er við fórum suður til Reykja- víkur. Alltaf var jafngott að koma til Nönnu og sagði hún mér margar sögur af Viihjálmi afa, því hún vissi hve gaman ég hafði af þeim, þar sem móðir mín hafði verið svo ung þegar hann dó, en Nanna mundi hins vegar vel eftir honum. En svo kvað við annan tón síðast þegar ég fór suður í ágúst sl. Þá lá leiðin ekki lengur til Nönnu aust- ur á Selfoss heldur heimsótti ég hana nú á Reykjalund. Við mamma og Hulda móðursyst- ir mín heimsóttum hana þangað 16. ágúst síðastliðinn. Var greinilegt að gengið var á þrek og mátt þessarar dugmiklu konu. En mér er það minnisstætt að Nanna hafði í raun og veru lítið breyst. Hún hafði alla tíð viljað hafa allt svo snyrtilegt í kringum sig og enn var hún að, því að þarna sat hún með teppi sem hún reyndi að slétta úr þótt máttur- inn í höndunum væri farinn að minnka. Er við kvöddumst með trega fundum við að þetta væri ef til vill hinsta sinni. Elsku Naima, minning þín er ljós í lífi mínu. Ég sendi börnum þínum, fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Ég minnist þín með virð- ingu og þökk fyrir allar góðu stund- irnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Krislján Guðmundsson. Nú ertu leidd mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Með þessum ljóðlínum og þeim sem á eftir fara viljum við kveðja þig elsku langamma. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert nú og að þú fylgist með okk- ur öllum. Minningin um þig lifir áfram með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku langamma, við söknum þín og þökkum þér allt. Systkinin, Heiðmörk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.