Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 43

Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 43 Islandsmetín stóðust metamótið HESTAR Kj óa v c11 i r Metamót skeiðfélag-sins SKEIÐFÉLAGIÐ og ýmsir áhuga- samir keppnismenn stóðu nú öðru sinni fyrir svokölluðu „metamóti“ þar sem farið er nokkuð frjálslega með gildandi reglur og ýmsar nýj- ungar reyndar. Sem sagt nokkurs- konar tilrauna- eða þreifingarmót. Engin íslandsmet hafa verið sett á þessum mótum en vallarmetin fuku í bæði 150 og 250 metra skeiði þann- ig að hægt er að segja með réttu að mótið hafi staðið undir nafni þótt meginmarkmiðið hljóti að vera að koma gildandi Islandsmetum fyrir kattarnef. Gæðingakeppni mótsins var með erlendu sniði, svo kyndugt sem það nú er. Keppnin fór fram á beinni braut, bæði forkeppni og úrslit. Vera kann að keppendur kunni betur við þetta form, en frá sjónarhóli áhorf- andans er hér farið 20 ár aftur á bak og að mati margra ekki ástæða til að „prófa" slíkt fornaldarform. Þá fékk hjálmaskyldan frí og sömu- leiðis reglur um fótabúnað og pískur- inn leyfður. En keppnin sjálf var spennandi. Þórður Þorgeirsson mætti með fjórðungsmótajaxlinn Seim frá Víðivöllum fremri til leiks og eftir forkeppni virtist allt stefna í sigur þeirra þótt ekki væri forskot- ið mikið. Ekki varð raunin þó sú, því Sigurður Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli, sem hefur verið í örri framför í sumar, náðu betur hylli dómaranna og hlutu sigurinn og utanlandsferð í kaupbæti. Hér hefði getað farið á hvorn veginn sem var, kannski spurning um smekk. Tíu hestar voru í úrslitum og var keppn- in jöfn, einkunnir 4. til 10. hests frá 8,28 til 8,33, sem segir sína sögu um keppnina. Einnig var mjótt á munum í B- flokki að því undanskildu að sigur- vegararnir Þórður Þorgeirsson og Laufi frá Kollaleiru höfðu nokkra yfirburði í einkunn. Þeir sigruðu einnig í töltkeppni mótsins og þar voru yfirburðir þeirra enn meiri. Ljóst er að hjá góðum knapa er Laufi hestur í algerum sérflokki. Þess ber að gæta að hesturinn er aðeins sex vetra gamall. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GLAÐIR og sigurreifir að loknu velheppnuðu móti tóku knapar á móti verðlaunum sínum með bros á vör. Frá vinstri Logi og Spengjuhvellur, Erling og Funi, Páll Bragi og Viljar, Ragnar og Hjörtur og Hulda og Kolur. PRINS frá Hörgshóli og Sig- urður Sigurðarson höfðu sig- ur í A-flokki eftir spennandi keppni við Seim og Þórð. Tímar í skeiðinu voru heildina séð prýðilegir miðað við að mótvindur var í flestum sprettum. Vallarmet var sett í 150 og 250 metrunum. Lúta frá Ytra-Dalsgerði sigraði í 150 metrunum á 13,96 sek. sem er besti tími sumarsins á þessari vegalengd og máske hugsanlegt að Lúta og Þórður Þorgeirsson geti höggvið nærri meti á næsta ári. Sprengju- hvellur frá Efstadal sem Logi Lax- dal sat að venju var í sérflokki í 250 metra skeiðinu og setti einnig vallar- met, 22,09 sek. Var það eini alvöru tíminn á þessari vegalengd. Þá voru gerðar tilraunir með 100 metra flug- skeið, þar sem einn hestur fór í brautina í senn og ræst með fljót- andi ræsingu, þ.e. hesturinn kemur á ferð á ráslínu. Þarna er skeiðvega- lengdin sú sama og í gæðingaskeiði en knapar þurfa aðeins að hugsa um að halda hrossinu á skeiði og það fari sem hraðast. Niðurtaka og niðurhæging er aukaatriði. Þessi keppni fór fram eftir að myrkur var skollið á en kom ekki að sök því brautin á Kjóavöllum er upplýst. Erling Sigurðsson og Funi frá Sauðárkróki vann á hiut- kesti með tímann 7,70 en í auka- spretti sem ekki gilti til verðlauna náði hann bestum tíma 7,40 á El- vari frá Búlandi. Þátttaka í metamótinu var mjög góð að þessu sinni og undirstrikar enn frekar þörfina fyrir þessum hau- stauka hestamennskunnar og er það nú spurning hvort ekki megi keppa fram í miðjan september. Ljóst er þó á þessari stundu að keppnistíma- bili hestamanna 1996 er lokið, en hestamenn þurfa að huga að því hvort ekki sé full ástæða til að lengja tímabilið enn frekar en gert hefur verið. Valdimar Kristinsson Metamót á Kjóavöllum A-flokkur gæðinga 1. Prins frá Hörgshóli, eigandi Þorkell Traustason, knapi Sigurður Sigurðarson, 8,58. 2. Seimur frá Víðivöllum fremri, eigandi Inga J. Kristinsdóttir, knapi Þórður Þorgeirs- son, 8,66. 3. Magnús frá Steinum, eigandi Axel Geirs- son, knapi Vignir Siggeirsson, 8,39. 4. Mósart frá Grenstanga, eigendur Auðun og Gréta, knapi Ragnar Olafsson, 8,33. 5. Stjörnu-Fákur frá Viðvík, eigandi og knapi Guðmundur Einarsson, 8,30. 6. Demantur frá Bólstað, eigendur Elsa og Pjetur, knapi Elsa Magnúsdóttir, 8,32. 7. Tímon frá Lýsuhóli, eigendur Margrét og Agnar, knapi Erling Sigurðsson, 8,29. 8. Freyja frá Múlakoti, eigendur Pétur Jök- ull og fjölskylda, knapi Guðmar Þ. Péturs- son, 8,31. 9. Váli frá Nýjabæ, eigandi og knapi Elías Þórhallsson, 8,28. 10. Gormur frá Aðalbóli, eigandi og knapi Höskuldur Þráinsson, 8,28. B-flokkur gæðinga 1. Laufi frá Koilaleiru, eigandi Ilans Kjer- úlf, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,70. 2. Feldur frá Laugamesi, eigendur Erling Sigurðsson og Snúlla Einarsdóttir, knapi Erling Sigurðsson, 8,57. 3. Númi frá Bergþórshvoli, eigandi og knapi Ragnar Ólafsson, 8,46. 4. Gandur frá Fjalli, eigandi Gunnar Vals- son, knapi Sölvi Sigurðarson, 8,49. 5. Kraki frá Reykjavik, eigandi Bjöm Ást- marsson, knapi Olil Amble, 8,42. 6. Fiðringur frá Ögmundarstöðum, eigandi Ingólfur Jónsson, knapi Viðar Ingólfsson, 8,40. 7. Prati frá Stóra-Hofi, eigandi og knapi Davíð Matthíasson, 8,43. 8. Spuni frá Syðra-Skörðugili, eigandi og knapi Guðmar Þ. Pétursson, 8,41. 9. Tölt 1. Þórður Þorgeirsson á Laufa frá Kolla- leiru, 8,41. 2. Sölvi Sigurðarson á Gandi frá Fjalli, 7,37. 3. Erling Sigurðsson á Feldi frá Laugar- nesi, 7,05. 4. Olil Amble á Kraka frá Reykjavík, 6,8. 5. Sigurður V. Matthíasson á Þræði frá Beinárgerði, 6,63. 6. Ragnar Hinriksson á Leista frá Búðar- hóli, 6,41. Skeið 250 metrar 1. Sprengju-Hvellur frá Efstadal, eigandi og knapi Logi Laxdal, 22,09. 2. Funi frá Sauðárkróki, eigandi Margeir Þorgeirsson, knapi Erling Sigurðsson, 23,70. 3. Viljar frá Möðruvöllum, eigandi og knapi Páll Bragi Hólmarsson, 23,95. 4. Hjörtur frá Ketilsstöðum, eigendur Hjört- ur Bergstað og Ragnar Hinriksson, knapi Ragnar Hinriksson, 24.05. 5. Kjölur frá Stóra-Hofi, eigandi Hinrik Bragason, knapi Hulda Gústafsdótir, 24,08. Flugskeið 100 metrar 1. Funi frá Sauðárkróki, eigandi Margeir Þorgeirsson, knapi Erling Sigurðsson, 7,70. 2. Glaður frá Sigríðarstöðum, eigandi og knapi Hafsteinn Jónsson, 7,70. 3. Elvar, knapi Erling Sigurðsson, 7,71. 4. Kolur frá Stóra-Hofi, eigandi Hinrik Bragason, knapi Hulda Gústafsdóttir, 7,80. 5. Mósart frá Grenstanga, eigendur Auðun og Gréta, knapi Ragnar Ólafsson, 7,80. t Okkar ástkæri faðir, uppeldisfaðir, bróðir, mágur, vinur, tengdafaðir og afi, SVAVAR GESTS, Miðleiti 3, Reykjavík, lést í Landspítalanum 1. þessa mánaðar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjúkrunarfólki og læknum í Landspítal- anum, heimahjúkrun Karitas og öðrum er önnuðust hann er þökkuð eindæma umhyggja og hjartahlýja. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir um að hafa Krabba- meinsfélagið í huga. Bryndís Svavarsdóttir, Hjördis Svavarsdóttir, Hörður Svavarsson, Gunnar Svavarsson, Máni Svavarsson, Nökkvi Svavarsson, Hólmfríður Á. Bjarnason, Gyða Erlingsdóttir, Aðalsteinn Dalmann Októsson, Tómas Grétar Ólason, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR STEINARS PÁLSSONAR fisksala, Þorsteinsgötu 13, Borgarnesi. Marfa Ragnheiður Elbergsdóttir, Hreiðar Þórðarson, Þórey Einarsdóttir, Einar Ingi Hreiðarsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Hörður Helgi Hreiðarsson. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinarhug við andlát og útför EINARS SÆVARS KJARTANSSONAR. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Sá er ekki ríkur sem mikið á heldur hinn sem gefur mikið. Ingibjörg Gisladóttir, Gísli Dan Einarsson, Elín Salka Einarsdóttir, Jón Kjartan Einarsson, Kjartan Kristófersson, Hafdfs Guðmundsdóttir, Gfsli Þorsteinsson, Elfn Jóhannesdóttir. t Systir okkar og fóstursystir, SIGRÚN ÓLÖF TÓMASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 12. sept. nk. kl. 15.00. Sigurður Þ. Tómasson, Hailfríður Tómasdóttir, Þórný Þ. Tómasdóttir, Margrét Tómasdóttir, Jóna Friðbjarnardóttir, Baldvina Baldvinsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir, Dana Anna Sigurvinsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og lang- afa, ÞORGEIRS JÓNSSONAR bónda, frá Möðruvöllum, Kjós. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Reynir Pálmason, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Jón Þorgeirsson, Orapin Chaksukheuw, Hugrún Þorgeirsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Kári Jakobsson, Elín Ingimundardóttir, Jónmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tendafaðir, afi og langafi, ÓLAFURT. VILHJÁLMSSON Bólstað, Garðabæ, sem lést þann 3. september sl. verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, fimmtudaginn 12. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðmundur T. Ólafsson, Vilhjálmur S. Ólafsson, María Ólafsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Logi Ólafsson, Ólafur H. Ólafsson, Alda Hauksdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir Sveinn Jónsson, Gunnar Á. Arnórsson, Guðlaug Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.