Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN N U A UGL YSINGAR
Baader-mann
vantar á Hólmadrang ST-70.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 451 3209
eða 451 3180.
Vélstjóri
óskast á netabát.
Þarf að hafa 1.000 ha réttindi.
Upplýsingar í síma 421-1908.
Básúna og flauta
Sinfóníuhljómsveit íslands auglýsir lausar
eftirfarandi stöður frá 1. janúar 1997:
- Staða almenns flautu- og piccoloflautu-
leikara meðtímabundna uppfærsluskyldu.
- Staða bassabásúnuleikara.
Hæfnispróf verða haldin á tímabilinu 18.-21.
nóvember nk.
Umsóknarfrestur er til 10. október. Nánari
upplýsingar eru veittar af starfsmannastjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói og í
síma 562 2255.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Félagsmálaráðuneytið
Deildarsérfræðingur
Laus er til umsóknar 100% staða deildarsér-
fræðings í félagsmálaráðuneytinu frá 1. októ-
ber nk.
Um er að ræða vinnu við Jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga sem einkum erfólgin í útreikningum,
afgreiðslu og eftirliti vegna framlaga úr
sjóðnum.
Æskiiegt er að umsækjandi hafi menntun á
sviði viðskipta- eða félagsfræði og þekkingu
á sveitarstjórnarmálum. Góð hæfni og reynsla
í tölvunotkun er nauðsynleg. Laun eru sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín
Pálsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og starfsferil, sendist félagsmálaráðuneyt-
inu fyrir 25. september nk.
Félagsmálaráðuneytið,
9. september 1996.
Fræðslustjóri
starfsmannahald
Starfsmannahald Reykjavíkurborgar
óskar að ráða í stöðu fræðslustjóra hjá
starfsmannahaldi. Starfið er laust nú þegar.
Starfið felst í stefnumótun og yfirumsjón
endurmenntunarmála starfsmanna borgar-
innar í samráði við starfsmannastjóra Reykja-
víkurborgar.
Leitað er að einstaklingi með háskóla-
menntun og reynslu af endurmenntunar-
málum. Viðkomandi þarf að eiga gott með
að tjá sig í ræðu og riti og hafa kunnáttu í
a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og
skal umsóknum skilað á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 20. september nk.
Rétt er að vekja athygli ó að það er stefna borgaryflrvalda að
auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum
borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Guðni Jónsson
RÁDGIÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Skrifstofustarf
Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns
við embætti sýslumannsins í Stykkishólmi.
Starfið, sem er almennt skrifstofustarf, er
aðallega á sviði bókhalds.
Hér er um að ræða fullt starf og er gert ráð
fyrir því að ráðið verði í starfið frá 1. október
nk. og er ráðningartími ótímabundinn.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
skrifstofustörfum og nokkra þjálfun í tölvu-
vinnslu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðni
Friðriksson aðalbókari, sími 438 1220.
Umsóknarfrestur er til 24. september 1996
og skulu umsóknir berast til skrifstofu sýslu-
manns, Aðalgötu 7, Stykkishólmi. Þegar
ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í
starfið verður öllum umsóknum svarað.
Stykkishóimi, 9. september 1996.
Sýslumaðurinn íStykkishólmi,
Ólafur K. Ólafsson.
Störf á sviði
fjármála og
verðbréfa
Verðbréfafyrirtæki óskar eftir að ráða starfs-
menn í eftirtalin störf:
Forstöðumaður upplýsingasviðs
Forstöðumaðurinn hefur umsjón með bók-
og reikningshaldi fyrirtækisins ásamt upp-
byggingu og rekstri tölvukerfis.
Kröfur um hæfni:
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi viðskipta-
fræðimenntun og æskileg er löggilding á
sviði endurskoðunar. Reynsla í sambærileg-
um störfum er mikilvæg.
Verðbréfamiðlun/ráðgjöf
Starfsmaður mun sjá um kaup og sölu verð-
bréfa, mat á verðbréfum ásamt fjármálaráðg-
jöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Kröfur um hæfni:
Starfsmaður þarf að hafa viðskipta- eða lög-
fræðimenntun. Reynsla innan fjármálafyrir-
tækis er æskileg.
Bókhald
Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á
merkingum og skráningu bókhaldsgagna,
færslum í bókhaldi, afstemmingum og stöðu
reikninga.
Kröfur um hæfni:
Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt-
un. Reynsla á sviði bókhalds í fjármálafyrir-
tæki eða lánastofnun er æskileg.
Ofangreind störf eru öll krefjandi og er
áhersla iögð á skipuleg vinnubrögð, árang-
ur f starfi og að starfsmenn séu tilbúnir til
samstarfs og liðsvinnu þegar aðstæður
krefjast. Fyrir rétta aðila eru góð laun íboði.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið
verður með allar upplýsingar sem trúnaðar-
mál og öllum umsóknum verður svarað.
Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem
að ofan greinir, er boðið að senda inn um-
sókn til KPMG Sinnu ehf. fyrir 14. septem-
ber 1996.
Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf
Vegmúli 3 Slmi 588-3375
108 Reykjavík Fax 533-5550
KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og
starfsmannamála og einnig sórhæfða ráðningarþjónustu.
KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management
Consulting.
Lögfræðingur
óskast til innheimtustarfa í lögfræðideild
Búnaðarbankans.
Upplýsingar veitir Ársæll Hafsteinsson í lög-
fræðideild bankans.
Laun og kjör samkvæmt kjarasamningi SÍB
og bankanna.
Hafir þú áhuga á starfinu, sendu þá skriflega
umsókn með upplýsingum um nám og fyrri
störf til starfsmannahalds, Austurstræti 5,
fyrir 20. september nk.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
A
KÓPAVOGSBÆR
Þinghólsskóli
- matráður
Matráður óskast í Þinghólsskóla - fullt starf.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins
13. september.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2250
milli kl. 10 og 11 alla virka daga.
Starfsmannastjóri.
Smá ouglýsingor
t • J U
ll /I i—.
.^3
Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330
Dagsferðir 15. september
1. Kl. 9.00 Fjallasyrpan, 9. ferð,
Ok. Ekið um Þingvelli og upp á
Kaldadal og þaðan gengið á fjallið.
2. Kl. 9.00 Nytjaferð, áttunda
ferð. Fjallagrös.
Helgarferðir
13. -15. sept. Hjörleifshöfði og
Mýrdalur. Kl. 20.00 Gengið á
Hjörleifshöföa, farið upp mjalta-
stíg. Siglt að Reynisdröngum,
farið á Dyrhólaey. Gist í Vík.
14. -15. sept. Jeppaferð í Setr-
Ið. Kl. 10.00 Ferðin hefst í Ár-
nesi. Ekið upp Gljúfurleit, Dynkur
I Þjórsá skoðaður. Gist I Setrinu,
skála 4x4 sunnan undir Hofs-
jökli. Til baka er farin sk. Klakks-
leiö. Staðfesta þarf pantanir fyr-
ir 12. sept.
14.-15. sept. Fimmvörðuháls.
Kl. 8.00 Gengið frá Skógum og
gist í Fimmvörðuskála.
20.-22. sept. Grillveisla í Bás-
um. Kl. 20.00 Ein vinsaelasta
Básaferö Útivistar. Gönguferðir
fyrir alla fjölskylduna, sameigin-
leg grillveisla, varðeldur og
kvöldvaka.
Netfang:
http://www.centrum.ls/utivlst
Resilience therapy
Markvls leið til þroska og til að
losna við hlekki fortíðar.
Nlckholas Demetry brautryðj-
andi á sviöi sálrænnar sjálfskoð-
unar, geðlæknir, sálfræöingur
og miðill og Morena Costa bras-
ilískur heilari og sáltherapysti.
Þau verða með byrjenda- og
framhaldsnámskeið I Resilience
therapy.
1. hluti: Andleg hellun
• Orkustöðvar og sálfræðileg
merking þeirra.
• Frumöfl í tengslum við heilun
og sjúkdóma.
• Unniö meö samspil hugsana
og tilfinningavandamála (bjarg-
leysi, gagnrýni, ótti og sjálfsvan-
mat).
• Andleg lögmál - karma og
Dharma heilunaræfingar.
Námskeiðið er 17., 18., 19. og
20. sept. á kvöldin.
2. hluti: Heilun innra barns
• Þróun hliðarpersónuleika-
meðferöar og kort af öllum svið-
um meðvitundar æviskeiðsins.
• Heilunarferli innra barnsins;
bernska, dulið ástand, unglings-
árin, fyrstu fullorðinsárin og mið-
bik ævinnar.
• Heilun áfalla I lífinu.
• Heilun fyrstu ástarinnar.
• Þroskun (samþáttun) undra-
barnsins.
• Samvirkni-sálræn bönd.
Námskeiðið er 21. og 22. sept.
(allan daginn lau. og sun.).
Einkatímar verða 17., 18., 19.
og 20. sept. yfir allan daginn.
Skráning og nánari uppl. eru í
sima 586 1146 og 588 2722 e.h.
Staðsetning námskeiðs og
einkatima er í Mannræktinni,
Sogavegi 108, 2. hæð.
Nýbýlavegi 30, Kópavogi,
gengið inn Dalbrekkumegin
Sjálfefli auglýsir:
Þróunarhringir
Langar þig að eiga Ijúfa stund
elnu sinni I viku þar sem þú situr
í öruggu umhverfi undir hand-
leiðslu ábyrgra leiðbeinenda og
hugleiöir, ræðir við andlega
þenkjandi fólk, um þína reynslu
af andans málum, gerir æfingar
er stuðla að auknu næmi þínu
á hinum ýmsu sviðum? Ef svo
er þá höfum við kannski eitthvaö
fyrir þig.
Erum að fara af stað með þróun-
arhringi og þjálfunarhópa í þess-
ari viku og næstu. Þeir eru óóum
að fyllast svo hafðu samband
sem fyrst ef þú hefur áhuga.
Slmi 554 1107 milli kl. 9.00 og
13.00.
Námskeið
Kristín Þorsteinsdóttirog Eggert
Kristinsson verða með nám-
skeið I hugleiðslutækni laugar-
daginn 14. seþtember kl. 10.00-
17.00, verð kr. 4.000. Þetta nám-
skeiö nýtist ekki einungis til að
ná bættum árangri í hugleiðslu
heldur þjálfar upp einbeitingar-
hæfni einstaklingsins.
Skráning fer fram í síma
554 1107.
Námskeiðið er öllum opið.