Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 47

Morgunblaðið - 10.09.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 47 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar 14 líkams- meiðingamál í DAGBÓK helgarinnar er bókfært 391 mál. Af þeim eru 14 líkamsmeið- ingar, 13 innbrot, 12 þjófnaðir, 13 eignarspjöll, 5 brunar og 5 mál vegna heimilisófriðar. Afskipti voru höfð af 52 vegna ósæmilegrar ölvunar- háttsemi og þurfti að vista 46 manns í fangageymslunum, bæði vegna þess sem og ýmissa annarra mála. Sjaldn- ar var kvartað yfir hávaða og ónæði en oft áður, eða 27 sinnum. Afskipti voru höfð af 23 ökumönnum vegna hraðaksturs og 12 ökumenn, sem afskipti var haft af, eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt var um 40 umferðaróhöpp um helgina. í tveimur tilvikum urðu meiðsli á fólki. Margt fólk var í miðborginni að næturlagi. Leit var gerð að börnum og unglingum í og við miðborgina á föstudagskvöld og um nóttina. Færa þurfti 9 einstaklinga um 16 ára ald- ur í unglingaathvarfið í miðborginni og þangað voru þeir sóttir af foreldr- um sínum. Þá fóru lögreglumenn um ýmis hverfi borgarinnar, en urðu ekki varir við börn þar utan dyra eftir að útivistartímanum lauk. Á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags þurfti að hafa afskipti af 12 unglingum og færa þá í athvarfið. Um ellefuleytið á föstudagskvöld var tilkynnt um nokkra unglinga með áfengi undir höndum á barnalei- kvelli við Arnarbakka. Þeir voru sagðir vera að bjóða það sér yngri börnum. Afskipti var höfð af börnun- um og þeim komið til síns heima. Líkamsmeiðingar helgarinnar voru minniháttar. Á föstudagsmorg- un var veist að níræðum manni þar sem hann stóð við Áningu á Hlemmi og honum hrint þar á bekk. Sjónar- vottar tilkynntu um atvikið. Skömmu eftir miðnætti var veist að manni í Engjaseli. Hann hlaut mar í andlit auk þess sem gleraugu hans glötuð- ust. Árásaraðili fannst ekki. Einn maður var fluttur á slysadeild og annar í fangageymslu eftir slagsmál á veitingastað í Hafnarstræti. Þá var maður fluttur á slysadeild eftir að sparkað hafði verið í andlit hans í Austurstræti. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um að maður í bifreið á Vesturlands- vegi hefði ógnað fólki með hnífi. Hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Tveir menn voru handteknir og einn fluttur á slysa- deild eftir slagsmál á veitingahúsi við Hafnarstræti. Þá var aðili fluttur á slysadeild eftir slagsmál á veitinga- stað við Hverfisgötu. Gerandinn var handtekinn. Tilkynnt var um slags- mál utan við veitingastað við Grens- ásveg. Þar hlutust af minniháttar meiðsli. Aðili fór sjálfur á slysadeild eftir átök á Ingólfstorgi. Tveimur mönnum var ekið á slysadeild eftir líkamsmeiðingar í miðborginni. Und- ir morgun kom aðili á lögreglustöð og kærði líkamsárás. Þá veittist maður að öðrum í Lækjargötu og sló hann í andlitið, olli skemmdum á bifreið og hvarf síðan af vettvangi. Hann var handtekinn skömmu síðar af lögreglumönnum í eftirliti. Slags- mál brutust út við greiðasölu á Vatn- smýrarvegi. Tveir menn voru hand- teknir þar og þrír leituðu á slysa- deild. Loks var einn aðili fluttur á slysadeild og annar handtekinn eftir átök í Tjarnargötu. Sá misskilningur virðist ríkjandi að ekki sé hægt að hefja rannsókn ofbeldisbrots nema sá sem misgert er við vilji kæra. Refsivörslukerfið getur hafið sjálfstæða rannsókn á hveiju einstöku máli að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig þarf ekki alltaf að liggja fyrir vilji viðkom- andi til að kæra, heldur einungis að afbrotið hafi átt sér stað. Bifreið valt á Höfðabakka við Vesturlandsveg snemma á laugar- dagsmorgun. Okumaður var fluttur á slysadeild, en rneiðsli hans voru talin minniháttar. Á sunnudag varð harður árekstur með tveimur bifreið- um þegar þær mættust á Vestur- landsvegi skammt frá Úlfarsfells- vegi. Ökumenn og fjórir farþegar voru fluttir á slysadeild með sjúkra- bifreiðum. Ökumaður annarrar bif- reiðarinnar svo og farþegi í bifreið- inni voru taldir alvarlega slasaðir. Tilkynnt var um miðjan dag á laugardag að málning hefði úðast yfir 25 bifreiðir við Norðurgarð. Síðdegis á föstudag var maður handtekinn eftir að fylgst hafði verið með honum eftir að hann kom út úr tilteknu húsi við Þórsgötu. Við leit á manninum fundust ætluð fíkni- efni. Hann var færður í fangageymsl- ur og síðan til yfírheyrslu. A föstu- dagskvöld voru þrír aðilar handtekn- ir í Breiðholti vegna gnins um fíkni- efnamisferli. Húsleit var gerð í kjöl- farið og fundust þá um 90 gr af hassi. Piltur var handtekinn á Skóla- vörðustíg skömmu eftir miðnætti. Hassmoli fannst í fórum hans. Að- faranótt laugardags var maður hand- tekinn eftir aðgerðir lögreglu í húsi á Ártúnshöfða. Viðkomandi va_r grunaður um meðferð fíkninefna. Á staðnum fundust haglabyssa, skot og gasúðabrúsi. Lítilsháttar af hassi fannst í fórum farþega bifreiðar, sem iögreglumenn þurftu að hafa af- skipti af á Vatnsmýrarvegi. Höfð voru afskipti af tveimur aðilum á bifreið aðfaranótt mánudags. í bif- reiðinni fundust áhöld til fíkniefna- neyslu ásamt hassmola og álpappír með efnaleifum. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð. Aðfaranótt laugardags kviknaði í út frá fjöltengi íbúðar við Túngötu. Minniháttar skemmdir hlutust af. Á sunnudag kom upp eldur í eldavél íbúðar við Kríuhóla. Mikill reykur myndaðist og var tveimur mönnum bjargað út úr íbúðinni og þeir fluttir á slysadeild. Á laugardagskvöld þurfti að færa ökumann ásamt ijórum farþegum á lögreglustöð eftir að hafa ekið fram af kanti í Húsahverfi. Ökumaðurinn hafði tekið bifreið fjölskyldunnar í leyfisleysi. Bifreiðin var talsvert skemmd eftir óhappið. Lögreglumenn þurftu engin af- skipti að hafa af tónleikagestum hljómsveitarinnar Blur í Laugardals- höll á sunnudagskvöld. Þar skemmtu þúsundir unglinga sér án vímuefna. LEIÐRÉTT Nafn féll niður í minningargrein Jónu Kristínar Magnúsdóttur um hjónin Önnu Gunnsteinsdóttur og Sigurð Þor- steinsson á blaðsíðu 45 í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 5. september féll niður nafn elsta sonar Helgu, dóttur þeirra Önnu og Sigurðar, Niel. Þá féll niður nafn eiginkonu Sig- urðar, yngsta sonar þeirra hjóna, Önnu og Sigurðar, Ann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Nes en ekki Mýrar VILLUR slæddust inn á kort sem fylgdi grein í blaðinu á sunnudag um uppstokkun á skólastarfi í Homa- firði. í töflu kemur fram að í 1.-2. bekk Nesjaskóla séu nú nemendur af Mýr- um, Höfn og Lóni en rétt er að þar eru nemendur úr Nesjum, Höfn og Lóni. Þar stendur einnig að í 3.-7. bekk Nesjaskóla séu nemendur af Mýrum og Lóni en rétt er að þeir eru úr Nesjum og Lóni. Í Mýraskóla verður eftir sem áður kennt í 1.-7. bekk. Ennfremur er Hafnarskóli ranglega nefndur Hafnaskóli á kort- inu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hjá Hirti RANGT var farið með föðurnöfn systra í frétt um opnun húsgagna- verslunarinnar Lífslistar í blaðinu sl. laugardag. Eru þær Jóna Margrét og Agústa Hreinsdætur en ekki Frið- riksdætur eins og sagt var. Þá slædd- ist inn sá misskilningur að í verslun- inni væri á boðstólnum gjafavara frá Hirti Nielsen en átti að vera frá versl- uninni Hjá Hirti. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Námskeið í ásetningu gervinagla NAGLASTOFAN Neglur & list, sem er til húsa að Suðurlandsbraut 52, heldur í september og október tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra ásetningu gervinagla, naglaskreyt- ingu, styrkingu og umhirðu náttúru- legra nagla, ásetningu gervinagla á tær, paraffín handmeðferð og fleira sem snýr að gervinöglum og viðhaldi þeirra. Annars vegar er um að ræða 18 klst. grunnnámskeið sem verður haldið á morgnana frá kl. 9.30 til 11.30. Hins vegar er í boði 40 klst. kvöldnámskeið. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa við greinina. Grunnnámskeið mun standa yfir frá kl. 12. september til 16. október og kostar það 26.800 kr. Fagnám- skeið stendur yfir frá 12. september til 31. október og kostar 58.800 kr. Báðum námskeiðunum lýkur með prófi og fá nemendur prófskírteini frá Light Concept Nails í Þýskalandi. Kynningarfundur um námskeiðin verður haldinn 12. september nk. kl. 20. Þriðjudags- eranera í Viðey GENGIÐ verður um suðurhluta Vestureyjar Viðeyjar í kvöld, þriðjudag. Nú verður að fara fyrr en venjulega vegna skemmri birtu- tíma. Því verður farið með Viðeyj- arferjunni kl. 19. Þetta er fjórða ferðin af fimm í þriðju rað- göngunni í sumar en í fimm ferðum sjá menn alla eyjuna nokkuð vel. Þetta er líka næstsíðasta kvöld- gangan á sumrinu. Á Vestureynni er margt að sjá og íhuga svo sem steinar með áletr- unum frá síðustu öld, örnefni sem tengjast trúarbrögðum landnáms- manna, ból lundaveiðimanna og fleira. Ferðin tekur tvo tíma og er fólk hvatt til að búa sig eftir veðri. Viðeyjarstofan er opin alla daga til miðs september og hestaleigan sinnir áfram pöntunum sem hægt er að koma á framfæri við Hesta- leiguna í Laxnesi. Opinn fundur um kjaramál ALÞÝÐUBANDALAGIÐ heldur opinn fund á Kornhlöðuloftinu þriðjudagskvöldið 10. september um kjaramál á íslandi með hliðsjón af kjaramálum í nágrannalöndum okkar. í sumar hafa komið fram upp- I < Athugasemd frá bæj arstj óranum á Akranesi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi: „í tilefni sögusagna og orðróms varðandi flutning Landmælinga ís- lands til Akraness og „hlutverk" Haraldar Sturlaugssonar, fram- kvæmdastjóra og Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, í því efni vegna tengsla þeirra við Málningaþjónustuna hf. á Akranesi verður ekki hjá því komist að gera athugasemd. Allir sem til þekkja vita mæta vel að Haraldur Sturlaugsson á engin ítök í Málningaþjónustunni hf. á Akranesi og hefur aldrei kom- ið þar nærri málum á einn eða ann- an hátt. Þetta hefðu þeir sem ekki vita, en halda fram, auðveldlega getað komist að. Því er afar dapurt að þurfa að koma á framfæri at- hugasemd um svo ómerkilega frétt sem fram kemur í HP að Haraldur hafi komið til leiðar flutningi Land- mælinga íslands með því að fá eig- inkonu sína til að ræða málið við Guðmund Bjarnason, umhverfisráð- herra. Allir þeir, sem þekkja til aðdrag- anda þess að Guðmundur Bjarna- son, umhverfisráðherra, tók ákvörðun um að flytja Landmæl- ingar íslands á Akaranes, vita að upphaf þess máls var hjá Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi um- hverfisráðherra, og að bæjaryfir- völd á Akranesi hafa unnið að málinu í um þtjú ár. Þá hefur ítrek- að komið fram á liðnum mánuðum að það verða Akraneskaupstaður og Málningaþjónustan hf. í samein- ingu sem munu leigja ríkinu hús- næði í stjórnsýsluhúsinu á Akra- nesi, auk þess sem Akraneskaup- staður mun leggja málinu lið með öðrum hætti. Hvað varðar þátt Málningaþjónustunnar hf. þá hefur það fyrirtæki, vegna þeirrar um- I ræðu sem fyrrverandi umhverfis- ráðherra hleypti af stað, frestað í því að selja eða leigja það húsnæði ! sem laust er í stjórnsýsluhúsinu til ; þess að hugmyndin um flutning Landmælinga gæti orðið að veru- leika, enda er þar um stór hags- munamál bæjarins og landsbyggð- arinnar að ræða. Óábyrg skýring HP á gangi mála og tenging blaðsins á nöfnum þeirra Haraldar og Ingibjargar við málið á þann hátt sem það er gert er ósmekkleg og gerir um leið lítið úr hlut þeirra sem unnið hafa að málinu. Ætti blaðið að biðja þau hjón afsökunar á fréttinni. RLR svarað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Tómasi Jónssyni héraðsdómslögmanni: „Starfandi vara-rannsóknarstjóri ríkisins hefur sagt mig misskilja reglur sem gilda um framsal saka- manna á milli Norðurlandanna. Hér er enginn misskilningur á ferðinni. Tilefnið er framkomin gagnrýni mín á íslenska dómstóla og stjórnvöld fyrir að verða við framsalsbeiðni finnskra stjórnvalda á skjólstæðing mínum frá Sierra Leone, og úr- skurða hana lögmæta. Ummæli yf- irmanns lögreglunnar eru þess eðlis að þeim verður að svara. Eg hef gagnrýnt að Norður- landaþjóðirnar hafa undanskilið sig mannréttindagæslu gagnvart hver annarri á þessu sviði. Ég hef gagn- rýnt að samstarfið komi í veg fyrir að við getum neitað Finnum um framsalið á grundvelli þess að dóm- ur þeirra er á nánast engum sönn- unargögnum reistur, að hann stríði gegn réttlætisvitund okkar, að regl- ur um réttláta málsmeðferð hafi verið brotnar og að dómurinn hafi verið kveðinn upp að manninum fjarstöddum. Samstarfið kemur í veg fyrir að við getum stöðvað Finna í þeirra mannréttindabrotum eins og við getum ef aðrar þjóðir í Evrópu en Norðurlandaþjóðir eiga í hlut. Ég tel það upplýst að mannrétt- indi voru brotin á skjólstæðingi mínum í Finnlandi. Með því að verða við framsalsbeiðninni erum við í{ raun að leggja blessun okkar yfíri þau brot. Eg er hins vegar á þeirril skoðun að skuldbindingar okkar \ gagnvart mannréttindum almennt í heiminum eigi að vera æðri en samningskuldbindingar okkar gagnvart Norðurlöndunum, sér- staklega þegar eiga í hlut menn af öðrum þjóðernum. Það er sennilega rétt hjá lög- reglustjóranum að Finnland hafi dómstólakerfí sem sæmir réttarríki. Hins vegar var skjólstæðingi mín- um ekki gefinn kostur á að njóta þess. Efasemdir um hvort Finnland sé réttarríki verði að teljast fyllilega réttmætar í ljósi staðreynda þessa máls. Það er sannað að skjólstæð- ingur minn var neyddur til þess að yfirgefa Finnland af lögregluyfir- völdum eftir að hann áfrýjaði máli sínu. Fyrir íslenska dómstóla og ; stjórnvöld hefur verið lagt fram i bréf finnskra lögregluyfirvalda því , til sönnunar. Líkleg ástæða fyrir yfirlýsingum j rannsóknarlögreglustjórans er að • hann hafi ekki kynnt sér málstað umbjóðanda míns eða þau gögn sem lögð hafa verið fram í máli hans. Eða er það kannski misskiln- ingur að gagnrýna norrænt sam- starf. Þá erum við á villigötum því að „sá er vinur sem til vamms seg- ir“. lýsingar um samanburð á kjörum á íslandi og í Danmörku, skýrsla Þjóðhagsstofnunar sem unnin var eftir að beiðni kom frá þingflokki Alþýðubandalagsins um slíka skýrslu á sl. þingi. Einnig hefur verið unnin skýrsla um „Dulinn launakostnað" í ýmsum Evrópu- löndum. Hún var unnin af Deloitte Touche Tohmatsu International og tengiliður þeirra við skýrslugerðina var Áslaug Magnúsdóttir, lögfræð- ingur hjá endurskoðunarskrifstofu ESS. Á fundinum verða eftirfarandi framsögumenn: Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, sem fjalla mun um „Verðmæta- sköpun og lífskjör", Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ÁSÍ, sem fjallar um samanburðinn á íslandi og Danmörku, hver er munurinn, hvað er til ráða? og Áslaug Magnúsdótt- ir, lögfræðingur hjá ESS, sem mun kynna skýrsluna um dulinn launa- kostnað. Fundur í mál- fundafélagi alþjóðasinna MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna býður til fundar þriðjudaginn 10. september kl. 20 í Reykjavík að Klapparstíg 26, 2. hæð. Gestur málfundafélagsins er Laura Garza, frambjóðandi Sósíalí- skra verkamanna til varaforseta í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.