Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens \£.GtoKF/tÐSKIf>T4l \u/yi UAW\JEFTFI í (0)0 ], o Y o j s 01996 Tribune Media Services, Inc. | t AH Rights Reserved. p X / < .—Sk Grettir PmpnHsÍit BRÉF HL BLADSLNS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is MELASKÓLI. 50 ára afmæli Melaskóla Frá Rögnu Ólafsdóttur: HINN 5. október næstkomandi eru liðin 50 ár frá því að Melaskóli tók til starfa. Af því tilefni er fyrirhugað að efna til myndasýningar í skól- anum. Allmikið er til í skólanum af myndum frá þessu tímabili, en þó eru þar eyður í. Hér er fyrst og fremst átt við bekkjarmyndir og aðrar hópmyndir frá því fyrir 1960. Það væri því þegið með þökkum ef „gamlir" nemendur, kennarar og aðrir sem tengst hafa skólanum og eiga slíkar myndir vildu lána þær um tíma. Hafið samband við skóla- stjóra Melaskóla í síma 5513004 eða 5510630 milli kl. 16 og 17 síðd. RAGNA ÓLAFSDÓTTIR. Busaböl Frá Magnúsi Þorkelssyni: ÞRÁTT fyrir alvarlega og ómaklega gagnrýni hafa framhaldsskólar og framhaldsskólakennarar beitt sér fyrir ótrúlega miklum umbótum í starfí sínu og starfsumhverfí innan skólanna undanfarin ár. Eitt af því sem þeir hafa knúið á um er að svo- kallaðar busavígslur leggist af sem ofbeldishátíðir en verði fremur mót- taka nýrra félaga. í Menntaskólanum við Sund hefur þetta gengið allvel þrátt fyrir þrýst- ing ofbeldisseggja og hefur stjórn- endum skólans í góðu samstarfí við forystu nemenda tekist að breyta þessu nokkuð þó enn eigi eftir að fínpússa nokkur smáatriði. Þessi barátta er ekki síst mikilvæg vegna þeirrar miklu ofbeldis- og vímuefnadýrkunar sem í gangi er hér á landi og kynnt er undir m.a. í bíóum. Þá berast fréttir af því að slíkar vígsluathafnir séu farnar að eiga sér stað í grunnskólum. Og svo bárust fréttir af því að busum hefði verið rænt í einum framhaldsskóla borgarinnar af mönnum sem ekki voru í skólanum heldur í skemmt- iakstri og er þá farið að keyra um þverbak í þessum málum. Ef þessar vígsluathafnir hefðu eitt- hvert annað gildi en að lítillækka, meiða og skemma þá mætti án efa hyggja að þeim. í því formi sem þær birtast hins vegar ber kennurum í öllum skólum landsins að beijast gegn ofbeldi í sínum stofnunum. Það var því eins og köld vatnsgusa þegar ég fletti blaði allra landsmanna í morgun (6. sept. ’96) og sá í fólk í fréttum, dálkum sem yfírleitt eru fullir af fréttum af frægu fólki og jákvæðum atburðum, mynd af busa. Businn, sagði meðfylgjandi texti glaðhlakkalega, var frá Laugum í Reykjadal, en hafði verið fluttur inn á Húsavík, allnokkra leið, og límdur þar við ljósastaur. Þó ekki komi það fram ræð ég að það sé annaðhvort mesta niðurlæging sem Laugamenn geta hugsað sér eða Húsvíkingum til aðvörunar sem reyna að sækja að Laugum. Ef Morgunblaðið er hlynnt skóla- starfí og æskulýð þessa lands þá skora ég á það að taka með öðrum hætti á ofbeldi í skólum en hér var gert. Þegar allt kemur til ails var þetta leikur og businn á myndinni bar sig vel. En bilið á milli þessa leiks og mannráns er stutt, svo ekki sé nú talað um bilið milli leiks og meiðsla. MAGNÚS ÞORKELSSON, kennari og kennslustjóri við Menntaskólann við Sund. Hvað skal segja? 8 Væri rétt að segja: Hún varð óðara var við það? Rétt væri: Hún varð óðara vör við það. Maðurinn varð var við það. Konan varð vör við það. Bamið varð vart við það. Þeir urðu varir við það. Þær urðu varar við það. Þau urðu vör við það. Stundum dýfir fuglinn kleinuhringnum í. Stundum dýfir kleinuhringurinn fuglinum í. ■ Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.