Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 34

Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 34
34 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MIIMNINGAR MORGUNBIAÐIÐ + Jóakim Pálsson var fæddur í Hnífsdal hinn 20. júní 1915 sem ann- að barn hjónanna Páls Pálssonar út- vegsbónda og Guð- rúnar Guðleifsdótt- ur í Hnífsdal. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 8. sept- ember síðastliðinn. Systkini Jóakims voru: Páll, Helga, Leifur, Kristján og Halldór. Hinn 24. desember 1936 kvæntist Jóakim Gabríellu Jó- hannesdóttur, sem fædd var í Hlíð í Álftafirði 17. júlí 1916. Eignuðust þau hjónin sex börn: Gunnar Pál, f. 27. júní 1936, kvæntur Helgu v. Kistowski; Helgu, f. 13. desember 1940; tvíburana Kristján, kvæntan Sigríði Harðardóttur, og Jó- hönnu Málfríði, f. 7. mars 1943; Aðalbjöm, f. 12. október 1949, og Ilrafnhildi, f. 9. júní 1955, sem gift er Birgi Omari Har- aldssyni. Auk barna og tengda- barna Iætur Jóakim eftir sig 19 barnabörn og 19 barna- barnaböm. Gabríella Jóhannes- dóttir lést 2. október 1975. Frá 1977 var sambýliskona Jóakims Sigríður Sigurgeirs- dóttir frá Súðavík. Jóakim ólst upp i Hnífsdal, gekk þar í barnaskóla og stund- aði sjó með föður sínum frá fjórtán ára aldri til 1939, er Ágætur æskufélagi og vinur, Jóakim Pálsson skipstjóri og út- gerðarmaður í Hnífsdal, hefír lagt upp í siglinguna síðustu, sem okkur öllum er búin að lífínu loknu. Jóakim fæddist í Hnífsdal og þar bjó hann og starfaði til hinsta dags. Mér er ljúft að minnast samferðar sem varað hefír frá barnæsku, er við lékum okkur í fjörusandinum og horfðum á bátana koma að landi færandi björg í bú. Á þeim árum var ríkt í huga ungra drengja að feta í fótspor feðranna, fara á sjó- inn og takast á við óbtíð náttúru- öfl. Jóakim var heldur aldrei í nein- tum vafa um á hvaða vettvangi hann vildi láta að sér kveða er til þess kom að lífsbaráttan var hafín. Faðir hans og afí voru útvegs- bændur frá Heimabæ í Hnífsdal, stunduðu sjósókn á eigin útgerð af kappi og forsjálni. Strax og Jóakim varð liðtækur til þeirra starfa er sjóróðrum tilheyrðu var hafist handa og ekkert gefið eftir. Páll Pálsson faðir Jóakims var mikill sjósóknari, aðgætinn sjómaður og aflasæll. Hann var góður leiðbein- andi fyrir unga menn, sem áttu þess kost að hefja sjómennsku und- ir handleiðslu hans. Undirritaður var þeirra á meða! er ég unglingur var háseti á bát .hans Helgu á sumarvertíð fyrir 66 árum. Aðrir skipveijar voru Jóakim og eldri bróðir hans Páll. Jóakim byijaði mjög ungur á sjón- um hjá föður sínum og gekk þar í þann skóla er dugði honum vel síð- ar. Þar var ekkert gefið eftir og drengnum varð ljóst að tii nokkurs var ætlast af honum. Hann gerði hlé á sjómennskunni er hann fór til náms í Héraðsskólanum á Laugar- vatni í einn vetur, en hann fann sig ekki á þeim vettvangi, hefír senni- lega haft í huga hið foma orðtak að bókvitið yrði ekki í askana látið. 'Síðar er hann hafði aldur til aflaði hann sér réttinda til skipstjómar. Mörgum vöskum Hnífsdælingum hafði þá tekist að vinna sig upp til mannaforráða á togaraflotanum og mun Jóakim hafa haft hug á að reyna sig á þeim vettvangi, er hann gerðist háseti á bv. Tryggva gamla, þar sem landsþekktur aflamaður, Snæbjörn Olafsson, stóð við stjórn- hann stofnaði með nokkrum félögum sínum hlutafélagið Hauk til að smíða 15 smálesta bát, sem hlaut nafnið Páll Pálsson og þeir félagar gerðu út til ársins 1949. Þá var smíðaður nýr bátur, sem hlaut sama nafn og var gerður út fram á árið 1956. Nýtt hlutafélag með nafninu Ver var þá stofnað og nýr 56 smálesta bát- ur smíðaður á Isafirði, sem einnig var nefndur Páll Páls- son. Árið 1960 seldi Ver hf. þann bát og keypti Vin, 100 smálesta stálbát smíðaðan í Austur-Þýskalandi, af bróður Jóakims, Páli Pálssyni skip- stjóra. Sá bátur hlaut einnig nafnið Páll Pálsson. Árið 1964 var smíðaður nýr 264 smálesta stálbátur í Austur-Þýskalandi, sem hlaut nafnið Guðrún Guð- leifsdóttir. Til þess stofnuðu eigendur Hraðfrystihússins og Hraðfrystihúsið hf. hlutafélag- ið Miðfell, sem 1973 lét smiða togarann Pál Pálsson, sem það hlutafélag gerir enn út. Jóakim var skipsljóri á öllum bátum Hauks hf. og Vers hf. til ársins 1968, er hann fór I land og gerðist framkvæmdastjóri út- gerðarinnar. Útför Jóakims fer fram frá kapellunni í Hnífsdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. völinn. Ekki varð sú raunin á að Jóakim hefði áhuga á að vinna sér frama á þeim slóðum. Hugurinn leitaði til heimahaganna og var stofnað til útgerðar í Hnífsdal ásamt fleirum er skipasmíðastöð M. Bernharðssonar á ísafírði var falið að byggja 15 rúml. fiskibát árið 1939. Bátnum var gefið nafnið Páll Pálsson. Þar með hóf Jóakim skipstjómar- og útgerðarferil er hann starfaði að í nærfellt sextíu ár. Það var mikið lán fyrir byggð og búendur í Hnífsdal að Jóakim skyldi taka þá ákvörðun að eiga samleið með öðrum athafnamönn- um í Dalnum við uppbyggingu at- vinnutækja í byggðarlaginu. Skipin, sem Jóakim og félagar hans létu byggja, stækkuðu eitt af öðru og skipstjóm annaðist hann með farsælum hætti, var síðast skip- stjóri á mb. Guðrúnu Guðleifsdóttur er Miðfell hf. lét byggja í Austur- Þýskalandi. Hann hætti skipstjóm árið 1966 og tók þá við fram- kvæmdastjóm útgerðarinnar. Skip- stjómarferill Jóakims var farsæll og brást honum sjaldan afli. Hann sigldi skipi sínu ávallt heilu í höfn. Eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri útgerðarinnar var ekki síður haldið vel utan um hlutiría. Miðfell hf. var eitt þeirra fyrir- tækja er létu byggja skuttogara í Japan árið 1972. Skipið, sem hlaut nafnið Páll Pálsson, hefír nú verið lengt, sett í það ný aðalvél og tekið allt í gegn. Skipið hefir alla tíð verið eingöngu nýtt til þess að afla hráefnis fyrir hraðfrystihúsið. Samhliða sjómennskunni stóð Jóakim að uppbyggingu atvinnu- tækjanna í landi. Hann var einn af stofnendum hraðfrystihúss í Hnífs- dal árið 1941, var í stjórn fyrirtæk- isins og stjórnarformaður í 44 ár. Mjölvinnslan hf. var stofnuð 1970 í sameign Hraðfrystihússins hf. og íshúsfélags ísfirðinga hf. að jöfnu. Var Jóakim framkvæmdastjóri þess fyrirtækis í tuttugu og fimm ár. Þar áttum við mjög ánægjulegt samstarf þann tíma. Þeir sem stóðu að stofnun Hrað- frystihússins hf. í Hnífsdal byijuðu smátt, en fyrirtækið hefír stækkað með árunum. Húsakynni og öll að- staða er nú mjög til fyrirmyndar. Þar hefír ávallt ríkt varfæmi í með- ferð fjármuna og þess gætt að eiga helst eitthvað í varasjóðnum þegar teknar vom ákvarðanir um fjárfest- ingar hvort sem var á sjó eða í landi. Á þeim bæ hefír ekki verið ástund- að að safna skuldum, en þess í stað reynt að ná endum saman með því að fyrirtækið skilaði eigendum hóf- legum arði. Jóakim var alla jafna áhrifamik- ill innan fyrirtækjannaþegarteknar vom ákvarðanir um eitt eða annað og hlustað var með athygli á það sem hann lagði til málanna. Á síð- astliðnu ári lét hann af allri um- sýslu varðandi fyrirtækin og lagði stjórnarforræðið í hendur yngri manna í ættinni. Þeirra býður nú það hlutverk að ávaxta pundið. Því fer fjarri að í minningargrein um Jóakim Pálsson sé honum einum eignuð uppbygging og velgengni fyrirtækjanna er hann átti hlut að. Við hlið hans vom traustir aðilar sem ekki lágu á liði sínu og íbúar þorpsins studdu við bakið á þeim. Vert er að minnast þeirra sem síðast og lengst stóðu með honum í amstri dagsins. Einar Steindórs- son var framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hraðfrystihússins í þijátíu ár þar til hann lét af störfum áttræður árið 1976. Hann sá um bókhaldið og gætti þess að fjármál- in væru í lagi og gerði það á þann veg að orð fór af fyrir reglusemi og áreiðanlegheit. Ingimar Finn- björnsson, skipstjóri og útgerðar- maður, og Jóakim áttu raunar frumkvæði að stofnun Hraðfrysti- hússins. Þeir höfðu orðið að gera báta sína út frá Þingeyri á vetrar- vertíð árið 1940, þar sem ekki var fyrir hendi aðstaða í Hnífsdal til þess að losna við aflann. Eftir að Ingimar hætti skipstjórn gerðist hann verkstjóri hjá fyrirtækinu og vann við það meðan heilsan leyfði. Honum var ávallt annt um hag fyr- irtækisins og fylgdist með rekstri þess til hins síðasta er hann lést 24. október 1991 níutíu og fjögurra ára að aldri. Jóakim er síðastur frumheijanna í Hnífsdal er fellur frá. Hann var einn af þeirri kynslóð er tók við arfi feðranna, sem börðu sjóinn með árinni við upphaf vélbátaútgerðar á íslandi á árdögum þeirrar aldar, sem nú er senn til enda runnin. Hann fékk ungur það veganesti, sem dugði honum til átaka í lífsbar- áttunni, hann var „athafnaskáld" svo sem mælt hefir verið um marga hans líka. Það féll dimmur skuggi yfir fjöl- skylduna í Heimabæ þegar hún varð fyrir þeirri miklu sorg að hús- móðirin, Guðrún Guðleifsdóttir, féll frá 3. mars 1923, tuttugu og átta ára að aldri. í níu ára hjónabandi höfðu þeim Guðrúnu og Páli fæðst sjö börn. Þar af voru þá sex á lífi á aldrinum eins til níu ára. Jóakim var næstelstur þeirra systkina, þá á áttunda ári. Barnssálin er við- kvæm og móðurmissi í frumbernsku er erfítt að yfirstíga. Það er sagt að tíminn lækni öll sorgarsár. Samt er það einstaklingsbundið hve lang- an tíma það tekur. Mér er ekki grunlaust um að innra með Jóakim hafí þá opnast und sem lengi blæddi og markaði djúp spor í lífi hans. Það var lærdómsríkt og gefandi að eiga samleið með Jóakim. Hann var ekki allra, en tryggðin var ómæld þar sem hún var látin í té og við henni var tekið. Hann var fastur fyrir í skoðunum og lét ekki sinn hlut ef hann taldi sig fara með rétt mál. Einhveijum kann að hafa fundist hann hijúfur í viðmóti, en við nán- ari kynni kom hið gagnstæða í ljós. Fyrir innan skelina sló viðkvæmt og hlýtt hjarta, er lét sig eitt og annað varða er augað sá án þess að þess væri getið, þær tilfinningar voru ekki bornar á torg. Jóakim naut hamingju í einkalíf- inu, hann kvæntist æskuástinni, Gabríelu Jóhannesdóttur, á jóladag 1936, þau eignuðust sex börn. Barnabörnin eru orðin nítján og barnabarnabörnin eru einnig nítján, allt myndarfólk svo sem þau eiga kyn til. Gabríela lést langt um aldur fram 2. október 1972. Sambýlis- kona Jóakims hin síðari ár, Sigríður Sigurgeirsdóttir, hefír verið honum tryggur förunautur. Mér fínnst að Jóakim hefði átt það inni hjá forsjóninni að fá að njóta lífsins nokkur ár í viðbót við friðsæld ellinnar í nálægð ástvina. Tímaglasið var útrunnið og fyrst heilsa gaf sig með svo alvarlegum hætti sem raun varð á var hvíldin honum kærkomin. Útför Jóakims verður gerð frá kapellunni í Hnífsdal í dag. Þar eru lítil vinaleg húsakynni, sem hæfa umhverfínu. Þar innan veggja hefir nafn Jóakims fyrir löngu verið skráð á spjöld sögunnar. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hnífsdal, sem staðsettur er á sjávarkambin- um rétt innan við byggðina. Þaðan sér vítt til hafs. Þaðan gefur að líta miðnætursólina við hafsbrún er hún gyllir himinhvolfið á afmælisdag Jóakims 20. júní. Þegar stormar ganga yfir að vetrarlagi brotnar úthafsaldan við fjöruborðið með hávaða og krafti svo að jörðin skelf- ur. Þessi hvílustaður hæfír þeim vel sem á langri ævi hafa háð baráttu við vestfirsk náttúruöfl. Hvíl í friði, kæri vinur. Samúðar- kveðjur eru sendar öllum aðstand- endum. Guðmundur Guðmundsson. Andlát koma ávallt á óvart og sama var um andlát Jóakims Páls- sonar. Jóakim lagðist inn á Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði í síðustu viku og svo virtist sem hann ætlaði að yfirvinna sín veikindi en það fór á annan veg. Horfinn er á braut merkismaður. Jóakim var athafnamaður alla sína tíð. Aðeins 29 ára að aldri stofnaði hann ásamt félögum sínum hlutafé- Iagið Hauk hf. Það félag keypti nýjan 15 smálesta bát sem fékk nafnið Páll Pálsson í höfuðið á föð- ur Jóakims. Þessir ungu hugrökku menn með Jóakim í fararbroddi keyptu aðra báta en flestir þeirra stofnuðu síðar, ásamt Hraðfrysti- húsinu hf. í Hnífsdal, Miðfell hf. sem keypti ísfisktogarann og þekkt aflaskip Páll Pálsson. Þessir vösku menn fóru víða til að kaupa skip bæði til Austur-Þýskalands og Jap- ans. Jóakim vann að vegsemd síns byggðarlags, Hnífsdal, í hvívetna. Hraðfrystihúsið hf. átti að efla at- vinnu og stuðla að hagsæld í daln- um. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal er með stöndugri frystihúsum landsins. Jóakim lagði ávallt mikla alúð og vandvirkni í sitt starf sem stjórnarformaður þess. Enn er mér í minni þegar Páll Pálsson kom fyrst til landsins en þá var ég há- seti á Lagarfossi sem þá lá við akkeri utan við ísafjörð. Ég var á vakt í brúnni þann morgun árið 1973, þegar hið nýja glæsilega fley sigldi inn til ísafjarðar. Utan þess að Hraðfrystihúsið væri kjölfesta byggðarlagsins þá var fátt í dalnum sem var Jóakim óviðkomandi, m.a. annaðist hann fjármögnun og smíði orgelsins í kapellunni í Hnífsdal. Jóakim sóttist ekki eftir embætt- um eða öðrum titlum enda líklega einn af fáum sem hefur afþakkað orðu okkar lands. Hann taldi hana betur komna á öðrum einstaklingi. Slíkt svar staðfestir festu, einurð og hógværð. Mörgum þótti hann hijúfur en undir var hann ljúfur og vildi hveijum manni vel. Jóakim missti móður sína ungur, fékk berkla rétt rúmlega þritugur og kominn með fjölskyldu. Ekki er óeðlilegt að slíkt mótlæti hafi sett sitt mark á ungan mann þegar kreppan er í algleymingi. Jóakim var einstakur höfðingi heim að sækja. Börn okkar hafa ávallt litið á Bakkaveg 4 í Hnífsdal sem sitt heimili á Vestfjörðum. Margir hafa gist þar og notið vel og var þar stundum glatt á hjalla fram eftir nóttu. í júlí sl. vorum við á ferðalagi í Nova Scotia í Kanada. Þar sýndi Jóakim af sér einstakan dugnað, fylgdi okkur hjónunum eftir hvert sem farið var og oft við erfiðar aðstæður. Það var nægjanlegt fyrir hann að leggja sig í lúkarnum og JOAKIM PÁLSSON vakna síðar til þátttöku í okkar sigl- ingarævintýrum. Þarna áttum við notalegar stundir sem nú verða enn dýrmætari í hugum okkar. Jóakim gisti oft á heimili okkar í Kópavogi. Samverustundir okkar á Sæbólsbrautinni voru góðar og þar var margt rætt en þó einna helst útgerðarmál og fiskveiðar sem voru hans stærstu áhugamál. Ekk- ert var honum óviðkomandi og sterkar skoðanir hafði hann á stjórnmálum. í þessum ferðum til Reykjavíkur gleymdi Jóakim ekki þeim sem höfðu stutt hann í hans veikindum enda var hann sínum velgjörðarmönnum ævinlega þakk- látur. Ljóð Jónasar Hallgrímssonar voru Jóakim einkar hugleikin. Kannski áttu þeir útgerð og fisk- veiðar sem sameiginlegt áhugamál en í bréfi skáldsins til góðra manna dags. 15. mars 1841 biður hann um upplýsingar um nánast allt er viðkemur veiðum hérlendis. Það er því ekki ólíklegt að hann hafí sleg- ið á rétta strengi í hjarta Jóakims. Eftirfarandi erindi úr Ijóðinu ísland eftir Jónas Hallgrímsson á vel við um lífsstarf Jóakims. Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi, flutu með fríðasta lið, færandi vaminginn heim. Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar, annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið. Sambýliskona Jóakims sl. 19 ár var Sigríður Sigurgeirsdóttir. Hún reyndist honum vel og sýndi þeim sem þau heimsóttu hlýhug og vin- áttu. Ég votta Sigríði, börnum, barna- börnum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð mína. Ég veit að vel verður tekið á móti þér og eflaust fer þar fremst fv. eiginkona, sem lést langt um aldur fram, Gabríella Jóhannesdótt- ir, og aðrir ættingjar og vinir. Ég ásamt börnunum á Sæbólsbraut 36 þakka samverustundirnar og þann áhuga sem þú hafðir á velferð okk- ar. Þinn tengdasonur, Birgir Ómar Haraldsson. Sólin gyllir haf og land. í dalnum hvílir litla þorpið undir háum fjöll- unum. Ungur drengur laumar lófa sínum í styrka hönd afa síns. Hún er hijúf og sterk en umfram allt hlý og traust og drengurinn skynjar þróttinn og þá elsku sem að baki býr. Hann var sæfarinn inikli, sá sem sótti gull í greipar Ægis, vann ötul- lega að uppbyggingu lands og lýða, fjölskyldu sinnar og byggðarlags. Seinna þegar stigið var af skipsfjöl var starfinu haldið áfram í landi, uppbygging og framfarir atvinnu- lífs. Markmiðin alltaf skýr og Ieiðin ljóSj að láta gott af sér leiða. Á sama hátt og hijúf og hlý höndin sem leiddi drenginn forðum var hann sjálfur hijúfur og ákveð- inn, harður í horn að taka ef svo bar undir. Kjarkmikill og fylginn sér en um leið hlýr og göfuglynd- ur, vinmargur og vinfastur, traust- ur og heiðarlegur. Það var einmitt það veganesti sem hann gaf sam- ferðamönnum sínum. Að vera trúr og heiðarlegur, að standa við sitt. Okkur afkomendum Jóakims Pálssonvar var það mikil gæfa að mega rata veg okkar undir hand- leiðslu þessa mikla höfðingja. Megi minning hans lifa. Jóakim Hlynur Reynisson. Okkur langar í stuttu máli að minnast okkar elskulega afa Jóa- kims Pálssonar. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig, elsku afi. Við minnumst þess hve gott var alltaf að koma til þín og ömmu Ellu sem börn, og síðar Siggu ömmu. Þar voru allir jafn velkomn- ir enda oft margt um manninn á Bakkaveginum. Þú hvattir okkur alltaf til dáða,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.