Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 13 LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg TALIÐ er að a.m.k. 1.700 einstaklingar úr öllum byggðarlögum landsins hafi verið saman komnir í Laugardalshöll þegar Davíð Oddsson flutti setningarræðu sína. ÞAÐ VAR þröng á þingi í anddyri Laugardalshallarinnar þegar landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu til setningarat- hafnarinnar síðdegis í gær. Starfsmenn þingsins höfðu í nógu að snúast við að afhenda fundargögnin. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra, takast í hendur við komuna á landsfundinn í gær. Fjær má m.a. sjá Guðjón Guðmundsson alþingismann. Morgunblaðið/Sverrir LANDSFUNDARFULLTRÚAR kynntu sér fundargögnin, hlýddu á tónlist og heilsuðu upp á hvorn annan við setningarat- höfnina, áður en Davíð Oddsson flutti ræðu sína. Hjörtur Nielsen um ályktunardrög um viðskipta- og neytendamál Tekið undir gagnrýni Alþýðuflokks „MÉR finnst það ekki frétt að sjálfstæðis- menn viiji vera fijálslyndir og trúir sjálf- stæðisstefnunni. Mér finnst ályktuna-- drögin sem landbúnaðarnefnd ætlar að leggja fyrir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins miklu meiri frétt hvað varðar GATT- samninginn," segir Hjörtur Nielsen, for- maður nefndarinnar sem vann drög að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um viðskipta og neytendamál. Þar er sagt að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hafi unnið gegn anda samningsins hvað varðar land- búnaðarafurðir og þannig í raun rýrt lífs- kjör landsmanna. I ályktunardrögum landsfundarins um landbúnaðarmál segir að GATT-samningurinn hafi aukið sam- keppni á innlendum matvörumarkaði og leitt til lækkana á vöruverði. Aðspurður sagði Hjörtur að það segði sig sjálft að með þessum ályktunardrögum væru höfundar að taka undir gagnrýni Alþýðuflokksins á ríkisstjórnina vegna þessa máls en áréttaði að hann teldi ályktun- ina í samræmi við grundvallaratriði sjálfstæðisstefn- una. Hjörtur sagði að fjölmargir sjálfstæðismenn hefðu tekið þátt í störfum nefndarinnar og hefði ekki kom- ið fram ágreiningur meðal þeirra um ályktunardrög- in eins og þau liggja nú fyrir. „Menn eru óánægðir með hvernig framkvæmd GATT hefur verið hér á landi. Þess vegna vilja menn leggja það fyrir landsfundinn að framkvæmdin verði endurskoðuð í anda viðskiptafrelsis og neytenda- verndar," sagði Hjörtur Nielsen. „Við erum harðorð veg^na þess að okkur finnst þetta vera stórmál og viljum vekja athygli á því.“ Aðspurður um þau efnisatriði sem óánægja nefndarmanna varðandi fram- kvæmd GATT-samningsins beindist að, sagði Hjörtur ljóst að markmiðið með GATT-samningnum varðandi land- búnaðarafurðir hefði verið að neytendur ríkja þar sem innflutningsvernd er beitt nytu lægra vöruverðs en áður. Það hefði ekki gengið eftir hér á landi eins og til dæmis verðlag á grænmetismarkaði og óljósar reglur um innflutning á græn- meti gæfu til kynna. Misskilningur Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísar á bug þeirri gagnrýni í garð ríkissljórnar- innar sem fram kemur í ályktunardrögum starfs- hópsins. „Ríkisstjórnin stóð við allt sitt í sambandi við GATT-samninginn og vel það. Menn hafa hins vegar misskilið þetta mál og það hefur verið hafður í frammi áróður af aðilum sem síst skildi um hvað í samningnum felst en ríkisstjórnin hefur ekki brugð- ist í því í neinu. Svo geta menn aftur deilt um það hvort íslendingar eigi af eigin hvötum og sjálfs sín vegna að lækka tolla, en það hefur ekkert með GATT að gera,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði einnig að framkvæmd GATT-samningsins hér á landi hefði ekki verið frá- brugðin framkvæmd samkomulagsins meðal ann- arra þjóða. Hjörtur Nielsen lækkað um ríflega 40% og á sama tíma hefði verðlag á innlendum búvörum staðið í stað eða lækkað en þessum árangri hefði verið náð að hluta til með mikilli kjaraskerð- ingu bænda. í þann knérunn verði ekki aftur höggvið. „Samningurinn um Alþjóðavið- skiptastofnunina innleiðir nýja sam- keppni á búvörumarkaði hér og mun gera vaxandi kröfur til landbúnað- arins á næstu árum. Náttúrleg skil- yrði valda því, að íslenskir bændur geta aldrei keppt í verði við þær búvörur sem ódýrastar eru í heimin- um á hverjum tíma, og því síður við óheyrilega niðurgreiðslu og kostnað- arfölsun eins og Evrópusambandið stendur að í landbúnaðarmálum sín- um. En styrkleiki okkar felst í hreinni náttúru og heilbrigðum framleiðsluháttum, á sama tíma og mengun og hvers kyns efnanotkun í landbúnaði og matvælavinnslu víða um heim veldur vaxandi áhyggjum neytenda. Þessa sérstöðu eigum við að varðveita og leggja áherslu á við leit að nýjum sóknarfærum fyrir landbúnaðinn,“ sagði Davíð. í ræðu sinni fjallaði Davíð einnig um jafnréttismál og sagði það skoð- un sjálfstæðismanna að raunveru- legt frelsi hvers einstaklings tryggi eitt jafnrétti í reynd. Síðan sagði Davíð m.a.: „Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar og gagnlegar umræður um jafnréttismál innan Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðiskonur hafa talið mikilvægt að flokkurinn gerði áherslur sínar í þessum málaflokki sýnilegri og þær hafa fylgt orðum sínum eftir með athöfnum. Fyrir síðustu alþingiskosningar skiluðu þessar áherslur sér vel í stefnu flokksins og urðu áberandi í kosn- ingabaráttunni. Við fengum þaðan veganesti í kosningabaráttuna og fundum að sú stefna átti góðan hljómgrunn. Þessu starfi þarf að fylgja enn betur eftir innan flokksins sjálfs. Því hefur verið haldið fram að kon- ur njóti ekki nægjanlegs trausts og áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins. Um það verður að fjalla af mikilli alvöru, enda eru konur um 40% félagsmanna flokksins eða tæplega 13.000 einstaklingar. Ekki er vafi á að umræðan endurspeglar al- mennar hræringar í samfélaginu, jafnt í félagasamtökum sem at- vinnulífi. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ekki efni á að standa hjá í þeirri umræðu og því síður að nýta ekki til fulls þá krafta, sem búa í tæp- lega helmingi félagsmanna hans. Sjálfstæðismenn eiga að ræða þetta opinskátt á þessum fjölmenn- asta fundi sem haldinn er hér á landi. Umræðunni verður fylgt myndarlega eftir með fimm opnum fundum um jafnréttismál nú í kvöld. Sú staðreynd að þessi landsfundur setur málið í öndvegi mun hafa mikla þýðingni. Óþarft er þó að gleyma að mikið hefur áunnist síðustu áratugi. Kon- ur og karlar hafa nú jafnari tæki- færi en áður. Hins vegar eigum við enn nokkuð í land. Sá áfangi næst ekki nema áherslur sjálfstæðis- stefnunnar verði ofan á. Vinstri- sinnar stilla kynjunum einatt upp sem andstæðingum. Þeirri uppstill- ingu höfnum við sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn, sterkasta aflið í íslenskum stjómmálum, hlýtur að taka frumkvæðið í þessum mála- flokki og beina umræðunni í þann farveg að hún skili raunverulegum og varanlegum árangri. Sú umræða, sem fram fer á landsfundi næstu dagana mun skila okkur nær settu og sameiginlegu marki, jafnrétti í reynd.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.