Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 27

Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Sameining byggingasjóðanna Núllstefna eða öflugt lánakerfi? I KJOLFAR skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Húsnæðisstofnun ríkis- ins hafa spunnist um- ræður um framtíð og stöðu stofnunarinnar og um sameiningu Byggingarsjóðs ríkis- ins og Byggingarsjóðs verkamanna. M.a. hef- ur félagsmálaráðherra nefnt í sjónvarpsviðtali (8.10.96) að ekki þyrfti tvo sjóði til þess að gegna verkefnum stofnunarinnar. Mikið tap hefur verið á Byggingarsjóði verkamanna (BV) og hefur framlag úr ríkissjóði komið til að mæta því. Eigið fé sjóðsins var um síðustu ára- mót um 8,6 milljarðar króna og hafði á árinu 1995 rýrnað um liðlega 620 milljónir króna. Orsök tapsins er pólitísk: Sjóðurinn lánar út fé til kaupa á félagslegum íbúðum með 1,0-4,9% vöxtum, en tekur lán til að fjármagna starfsemi sína á mun hærri vöxtum. Mismunurinn er greiddur af annars vegar ríkissjóði, hins vegar eigin fé sjóðsins. Tilgang- ur þessarar vaxtastefnu er að tryggja tekjulágu fólki íbúðalán með viðráðanlegum afborgunum. Áframhaldandi rýrnun eigin fjár BV Áætlað er að um 400 milljóna króna framlag þurfi á ári úr ríkis- sjóði til þess að BV standi í stað frá ári til árs, án þess að veita nokkur ný lán. Ríkisframlagið á þessu ári er 400 milljónir, en lánað er til 250 íbúða, þannig að áframhaldandi tap- rekstur blasir við. í íjárlagafrum- varpi fyrir 1997 er gert ráð fyrir 300 milljóna króna ríkisframlagi, sem þýðir áframhaldandi rýrnun eig- in fjár BV, jafnvel þótt ekki yrði lánað til einnar einustu íbúðar. Nú telja ýmsir menn ástæðu til að hafa áhyggjur af afkomu sjóðs- ins. Þó veit löggjafinn fyllilega hvað hann aðhefst með ákvörðun sinni um fjárveitingar langt undir fjár- þörf. Ef BV á að lána til 200-300 íbúða á ári þarf hann framlag sem nemur u.þ.b. 1.200-1.400 milljónum króna. Gera verður ráð fyrir að al- þingismönnum sé ljóst, að ekki verð- ur lengi gengið á eigið fé sjóðsins, að því rekur að ríkið þarf að koma Þórhallur Jósepsson til með aukin framlög, ef halda á áfram fjár- mögnun félagslega íbúðakerfisins. Aðrir valkostir eru ekki margir. Einn er að hækka vexti af útlánum sjóðsins eftir því sem heimilt er samkvæmt ákvæðum skuldabréfa og koma þá eftir atvik- um með öðrum hætti til móts við lántakend- ur, t.d. með skattaf- slætti eða beinum fram- lögum til fjölskyldna. Varla er raunhæft að gera ráð fyrir þeim kosti, að alþingismenn séu reiðubúnir til að afnema með öllu húsnæðisaðstoð við þá sem minna mega sín. Spurningin er ein- ungis hvar þeir taki fé til þess. Gátt opnuð milli sjóðanna? Nú hefur um skeið verið nefnd sú leið, að sameina byggingarsjóðina og er að skilja á þeim frumhugmynd- um sem fram hafa komið, að nýta eigi sterka eiginfjástöðu Byggingar- sjóðs ríkisins (BR) til þess að standa undir fjárþörf BV. Hefur jafnvel verið orðað svo, að opna megi gátt milli sjóðanna (láta renna úr BR yfír í BV?). Ég hlýt að vara eindregið við þeirri leið. Eigið fé BR var um síðustu ára- mót um 16,5 milljarðar króna. Sjóð- urinn stundar nánast enga lánastarf- semi eftir að húsbréfakerfið kom til sögunnar. Lánsijárþörf hans er lítil, 1,5-2 milljarðar króna og lýkur um aldamót. Framreiknuð eiginíjár- staða eftir 20 ár er á bilinu 16-17 milljarðar króna, eða svipuð og nú. Eigið fé upp urið eftir 15-20 ár Verði sjóðirnir sameinaðir og hinn nýi sjóður látinn halda áfram starf- semi BV, þ.e. að fjármagna félags- íbúðakerfið, er afar hætt við að hratt gengi á fé hans. Það er freistandi í hinum eilífa slag um jafnvægi í ríkis- fjármálum að jafna halla á fjárlögum með því að sleppa ríkisframlagi til niðurgreiðslu vaxta af félagsíbúða- lánum. Finna má rúman milljarð á ári þar, til að stoppa í fjárlagagatið. En - það er enginn sparnaður í ríkis- rekstri. Með slíkri ákvörðun yrði gengið á eignir ríkisins (okkar allra) og það er ekki sparnaður að ganga á eign sína. Hjálparbeiðni frá Balkanskaga DAGANA 10.-11. október næstkomandi stendur _ Stúdentaráð Háskóla íslands ásamt stúdentaskiptafélögum við Háskólann fyrir söfnunarátakinu „Stúdentar hjálpi stúd- entum“. Markmið söfnunar- innar er að útvega há- skólanemum í Sarajevo bækur, kennslugögn og tæki nauðsynleg til starfrækslu háskóla, enda er þar nú fátt eitt til nema bjartsýni og góður vilji þeirra nem- Dóra Sif Tynes enda og kennara sem hafa snúið aftur að styijöldinni lokinni. Þeir aðilar sem að baki þessu átaki standa starfa allir innan alþjóðlegra samtaka þar sem mikil áhersla hef- Ég skora á landsmenn alla, segirDóra Sif Tynes,að bregðast vel við þessari hjálparbeiðni. Eftir 15-20 ár yrði eigið fé hins sameinaða sjóðs upp urið og hvað þá? Þá væri hinn skammgóði vermir fyrir bí og alþingismenn gætu ekki lengur komið sér hjá því að ákveða framlög í það félagslega íbúðalána- kerfi sem þá verður við lýði. Nema menn trúi því að alþingismenn þess tíma verði slík hörkutól að þeir af- nemi alla slíka aðstoð? Besta leiðin - bakhjarl lánakerfis Það er þó ekki með öllu óskynsam- legt að sameina byggingasjóðina. Þvert á móti, sé það gert á réttum forsendum er það besta leiðin. Sam- eiginleg eiginfjárstaða sjóðanna er nálægt 24 milljörðum króna. Það er Bezta leiðin er að sam- eina byggingasjóðina, segir Þórhallur Jósefs- son, sé það gert á rétt- um forsendum. feikna öflugur sjóður á okkar mæli- kvarða. Slíkan sjóð má nota til margra góðra verka, ef afl hans yrði virkjað. Hann gæti orðið öflugur bakhjarl íbúðalánakerfis, sem stæði undir sér sjálft og sinnti öllum íbúða- markaðnum, jafnvel einnig atvinnu- húsnæði. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að tryggja það að hann hafí tekjur á móti gjöldum. Þess vegna þarf að ganga þannig frá málum, að vaxtamunur í félags- íbúðakerfinu yrði ijármagnaður. Það er hægt með því að sjóðurinn ann- ars vegar og ríkið hins vegar gerðu samning um að ríkissjóður greiddi þennan vaxtamun frá ári til árs. Greiði ríkið ekki, hækka einfaldlega vextir félagsíbúðalána (menn gætu viljað fara þá leið til þess að veita aðstoðina með öðrum hætti, t.d. í gegn um skattakerfið). Hinn sameinaði sjóður stæði þá einnig að baki húsbréfakerfínu og veitti því jafnvel ábyrgð í stað ríkis- sjóðs að hluta eða öllu leyti. Tryggir öflugt íbúðalánakerfi Með sameiningu á þessum for- sendum yrði tryggt að áfram væri í landinu öflugt íbúðalánakerfi fyrir allan almenning jafnt sem hina tekjulægri. Samhliða sameiningu sjóðanna þarf að aðgreina félagslega starfsemi Húsnæðisstofnunarinnar frá hinni peningalegu, enda fara markmið þar illa saman (eins og Ríkisendurskoðun bendir á í skýrslu sinni). Sjóðurinn yrði rekinn sem sjálfstæð lánastofnun líkt og ríkis- bankarnir. Það yrði síðan pólitísk ákvörðun hvort sú stofnun yrði með þessu rekstrarformi eða öðru, í eigu ríkisins að öllu eða hluta eða í eigu annarra aðila að öllu leyti. Nú liggur fyrir landsfundi Sjálf- stæðisflokksins tillaga um að þessi leið verði farin. Hér hefur henni verið lýst í aðalatriðum, ekki síst af því gefna tilefni sem umræður í kjöl- far skýrslu Ríkisendurskoðunar eru og að blikur eru á Iofti um að óskyn- samleg leið verði valin. Ég vænti þess að sjálfstæðismenn beri gæfu til þess að velja þá stefnu sem líkleg- ust er til að skila góðum árangri og láti ekki blekkjast af lausnum, sem kunna að vera þægilegar á meðan á þeim stendur, þann skamma tíma, sér í lagi fyrir íjárlagagatið, en koma síðan með fullum þunga í bakið á okkur skattgreiðendum öllum. Ljóst er að verði ekkert að gert í málefnum Byggingarsjóðs verka- manna stefnir starfsemi hans, og um leið félagsíbúðakerfið allt, í óefni. Verði sjóðirnir sameinaðir í því skyni að fjármagna vaxtaniðurgreiðslurn- ar stefnir í engu minna óefni, aðeins 10-15 árum síðar. Höfundur er stjórnarmaður í Húsnæðisstofnun ríkisins og formaður málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um húsnæðismál. KYNNING á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugardaginn 12. október kl. 15 í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22 Guðspekifélagið. The Theosophical Societv. er 120 ára félagsskapur sem lielgar sig andlegri iðkun og fræðslu. Kélagið byggir á skoðana- og trúfrelsi ásamt hugSjóninni um bræðralag alls mannkyns. Starfsemi félagsins fer fram yfir vetrartímann og felst m.a. í opinberum er- inclum. opnu húsi. nám- skeiðahaldi. námi og iðk- un. Einnig býður bóka- þjónusta þess mikið úrval sölubóka og bókasafnið bækur til útláns fyrir fé- laga. I tilefni af 75 ára afmæli íslandsdeildar félagsins bvður félagið álmgafólki um andleg mál að kvnn- ast starf'i íélagsins sem er öllum opið án endur- gjalds. Einkunnarorð félagsins O eru: Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR I SVAL-bORGÁv Erlr. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 ur verið lögð á hjálpar- starf við Bosníu. Þann- ig eru um þessar mundir svipuð söfnun- arátök í gangi á vegum stúdenta víðsvegar í Evrópu. íslendingar hafa frá stofnun Sam- einuðu þjóðanna viljað vera öflugir þátttak- endur í alþjóða sam- starfi og ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess, ekki síst í kjölfar nýrrar og breyttrar heimsmyndar. Ekki er langt síðan íslendingar fundu hversu mikil- vægt það er lítilli þjóð að finna hlýhug og samkennd annarra þjóða er hörmungar steðja að. Ég skora því á stúdenta og lands- menn alla að bregðast vel við þess- ari hjálparbeiðni bosnískra stúdenta og sýna í verki að við erum þjóð sem ekki aðeins kann að þiggja heldur einnig gefa. Höfundur er forseti ELSA, félags evrópskra laganema. Námskeid um ráðningarsamninga Vinnuveitendasamband íslands gengst fyrir námskeiðum í Reykjavík og úti á landi um gerð ráðningarsamninga. Öllurn atvinnurekendum er skylt að ganga frá skriflegri staðfestingu á ráðningarkjörum starfs- manna sinna skv. EES. samningnum og samningi aðila vinnumarkaðarins þar um. VSÍ hefur geftð út leiðbeiningabækling um gerð ráðningarsamninga og gefið út form ráðningarsamninga. Næstu námskeið eru sem hér segir: í Reykjavík, Garðastræti 41: Mánudaginn 14. okt. kl. 9.30—12.00 Mánudaginn 14. okt. kl. 19.30—22.00 Fimmtudaginn 17. okt. kl. 9.30—12.00 Fimmtudaginn 17. okt. kl. 13.30—16.00 Miðvikudaginn 30. okt. kl. 9.30—12.00 Á landsbyggðinni Vestfirðir Hótel ísafjörður miðvikudaginn 16. okt. Reykjanes Flughótel Keflavík fimmtudaginn 24. okt. Vestmannaeyjar Asgarður föstudaginn 25. okt. Vesturland Hótel Stykkishólmur þriðjudaginn 29. okt. Austurland Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum fimmtudaginn 31. okt. Akureyri Hótel KEA miðvikudaginn 6. nóv. Tilkynnið þátttöku til skrifstofu VSI þar sem nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar. Námskeiðin eru auk þess kynnt félagsmönnum með bréfi og auglýst í fréttabréfi VSÍ. Þátttaka á námskeiðum um ráðningarsamninga er aðildarfyrirtækjum VSÍ að kostnaðarlausu. Þátttökugjald annarra kr. 5.000. Vinnuveitandasamband Islands, Garðastræti 41, Reykjavík, sírni 51 1 5000, fax 511 5050.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.