Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Flughöfn Reykjavíkur 1933 í DAG tekur Þjóðskjalasafn íslands í notkun nýja sýningarstofu í húsa- kynnum sínum í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Stofan er á 1. hæð í vesturenda hússins, þar sem áður var viðgerðarstofa safnsins. Fyrsta sýningin í stofunni nefnist Flughöfn Reykjavíkur 1933. Mun hún áreiðanlega vekja nokkra athygli, sér- staklega meðal áhugamanna um sögu, byggingarlist og flugmál. Til sýnis eru prófteikningar André nokk- urs Devys, sem árið 1933 var að ljúka námi í byggingarlist (arkitektúr) við Fagurlistaháskólann í París. Verkefn- ið sem hann valdi sér var alþjóðleg flugstöð á íslandi. Hafði hann þó aldr- ei komið hingað til lands. Skýringin á valinu er sú að á fjórða áratugnum var rætt um það í fullri alvöru í Evr- ópu og Bandaríkjunum að á íslandi yrði í náinni framtíð miðstöð flugs yfir Atlantshafið, norðurleiðina. Hinn ungi Devys fylgdist af áhuga með þessum umræðum, enda höfðu flug- mái um þetta leyti ekki ósvipað að- dráttarafl og til að mynda tölvutækn- in nú á dögum. Flugfélög í Bandaríkj- unum og Evrópu gerðu á fjórða ára- tugnum nokkrar athuganir á því hversu hentug flugleiðin um ísland væri. Hafði Balbo, flugmálaráðherra Ítalíu, meðal annars viðdvöl hér á landi í þessu skyni í frægu hópflugi frá Ítalíu til Bandaríkjanna sumarið 1933. Hópflug Balbos vakti heimsathygli og réð úrslitum um það að André Devys ákvað því að gera flugstöð á íslandi að prófverkefni sínu. Hann hafði fengið áhuga á norrær.um þjóð- um og málum á háskólaárum sínum. Sýning Þjóðskjalasafns- ins á teikningum af Flughöfn Reykjavíkur, segir Guðmundur Magnússon, mun áreið- anlega vekja athygli. Sótti hann m.a. námskeið í norsku og dönsku við Sorbonne háskólann og hlaut styrk frá dönskum stjóm- völdum til mánaðar námsdvalar í Kaupmannahöfn í ágúst 1933. Devys hófst handa um prófverkefn- ið í september 1933 og lauk því á nokkrum mánuðum. Hann varð sér út um landakort af Islandi og stað- setti flughöfnina í Hafnarfírði, þar sem honum virtust aðstæður heppi- legar. Flughöfnina kenndi hann hins vegar við höfuðborgina, Reykjavfk. Nútímaleg flugstöð Teikningar þær sem Devys gerði munu hafa verið 20 að tölu, en á sýningunni eru 13 þeirra. Um er að ræða teikningar af útliti, umhverfí og nágrenni flughafnarinnar og enn- fremur teikningar af innra skipulagi hennar, þ.á m. burðarþolsteikningar. Vekur sérstaka athygli þegar teikn- ingamar eru skoðaðar hve nútímaleg byggingin er, þar sem Fagurlistahá- skólinn hafði orð á sér fyrir áherslur á sígilda byggingarlist. Eftir því ber einnig að taka hve flugstöðin er í alla staði í samræmi við ýtrustu kröf- Skráning og eftirlit með vinnuvélum EITT af hlutverkum Vinnueftirlits ríkisins er að skrá og skoða vinnu- vélar sem notaðar eru við verktakastarfsemi og í fyrirtækjum, s.s. gröf- ur, ýtur, krana og lyft- ara. Lögformleg skrán- ing þessara véla hófst árið 1990 samkvæmt reglum sem tóku gildi 1. janúar sama ár. Aður höfðu ekki verið festar númeraplötur á vélam- ar, en þær skráðar í spjaldskrá eftir öðram einkennum. í dag era allar vélar skráðar í tölvu ásamt upplýsingum um eign- arhaldsferil þeirra og skoð- anaferil. A skrám Vinnueftir- litsins era nú 7.346 vélar og tæki. Séu vélar sem era af- skráðar tímabundið og vélar á forskrá taldar með þá er heildar- fjöldi rúmar 8.000 vélar. Við vélaflota landsmanna hafa bæst um 300 vélar á hveiju ári og mest fjöigun er í flokki minni lyftara. Við skráningu er vinnuvélum skipt í flokka eftir verksviði þeirra og stærð og í dag eru flokkamir 57. Stærsti flokkurinn eru lyftarar sem geta lyft hlassi sem er allt að 10.000 kg en 2.394 lyftarar era skráðir í þessum flokki. í næststærsta flokknum era traktorsgröfur og fjöldi þeirra er nú 771 vél. Vinnueftirlitið sér um að skoða þessar vélar og almenna reglan er sú að vinnuvélar á að skoða einu sinni á ári, þó er heimild í reglum að víkja frá því. Við skoðun er farið yfír örygg- isbúnað viðkomandi vélar og athuguð virkni hans. Einnig er ástand ein- stakra vélarhluta metið og slit mælt í þeim hlutum sem skipta máli vegna öryggis. Komi eitthvað athugavert í ljós við skoðun er eiganda gert að bæta úr því innan tiltekins tíma. Sé hinsvegar um að ræða vanbúnað sem ótvírætt getur haft í för með sér siysa- hættu er notkun vélar- innar bönnuð. Markmiðið með skoð- un vinnuvéla er fyrst og fremst að tryggja sem kostur er öryggi þeirra sem á vélunum vinna og starfsmanna sem eru í nágrenni við þær. Einnig hafa margar gerðir þessara véla heimild til að vera í almennri um- ferð á götunum og skipt- ir því ástand þeirra máli vegna umferðaröryggis. Þó svo Vinnueftirlitið skoði vélarnar árlega Haukur Sölvason leysir það ekki eiganda eða umráðamann undan þeirri skyldu að sjá um að ástand þeirra og búnaður sé ávallt forsvaranlegt og í samræmi við Iög og reglur. Á þeim sem stjóma vélunum hvíla einnig **'“lv**. | 19961 skyldur, m.a. þær að vinna ekki með vélunum nema allur öryggisbúnaður þeirra sé í lagi og hægt sé að stjóma þeim á öraggan hátt. Eftirlit með vinnuvél- um, segir Haukur Sölvason, þjónar öryggi starfsmanna. Til þess að stjóma vinnuvélum þarf sérstök vinnuvélaréttindi sem fást eftir setu á námskeiði og bóklegt próf. Að bóklegu prófi Ioknu verða viðkomandi að fara í starfsþjálfun og taka verklegt próf á þá tilteknu flokka vinnuvéla sem þeir hafa fengið starfs- þjálfun á. Námskeið fyrir verðandi stjómendur vinnuvéla eru haldin í flestum stærri byggðarlögum lands- ins og eru þá auglýst í fjölmiðlum. Höfundur er dcildarstjóri farandvinnuvéladeildar. ur um þægindi og greiða afgreiðslu (sbr. færibönd fyrir farangur sem var nýlunda á þessum tíma) og góða að- stöðu fyrir farþega og flugmenn. Einnig er vert að veita því eftirtekt að Devys setur þyrlu inn á eina teikn- inguna, en á þessum tíma vora þyrlur á algjöra framstigi. í raun kom not- hæf þyrla ekki fram á sjónarsviðið fyrr en með Sikorsky-þyrlunni banda- rísku árið 1939. Ekki er að sjá að teikningar Devys hafí vakið athygli hér á landi, þótt ýmsum væri kunnugt um þær vegna skrifa um þær í norska dagblaðinu Aftenposten í lok nóvember 1933. Frétt Aftenposten birtist undir fyrir- sögninni „Þegar Island verður mið- stöð flugsins yfír Atlantshafið". Jafn- framt vora sýndar tvær ljósmyndir af teikningum Devys. Stórhuga arkitekt í greininni í Aftenposten sagði: „Ungur franskur arkitekt, André Devys, hefur lagt fram_ fullgerðar teikningar af flughöfn á íslandi sem lokaverkefni við Fagurlistaháskólann í París. Flughöfnin er ekki teiknuð eftir pöntun frá íslensku flugfélagi, heldur er þetta réttnefndur loftkast- ali sem kannski á eftir að verða að veraleika. Hver veit? Þegar horft er á framvindu flugsins á okkar dögum og núverandi flugferðir yfír Atlants- hafíð er ljóst að íslendingar verða fljótlega að huga af alvöru að því að reisa flughöfn sem hæfír umferðinni. Eins og sjá má á teikningunum hefur hinn ungi arkitekt verið stórhuga - hann hefur m.a. hugsað til framtíðar. Hugmynd hans felur í sér að sköpuð verði aðstaða fyrir Jandflug jafnt sem höfn fyrir sjóflug. í hinni myndarlegu flugstöðvarbyggingu eru að sjálf- sögðu hótel og veitingahús fyrir flug- menn og farþega. Veitingasalur far- þega rúmar áttatíu manns og í vín- stúku og veitingasal flugmanna er rúm fyrir þijátíu manns. Ekki þarf að taka fram að flughótelið er fyrsta - «■ AÉROPOftT - k ■ mijiTÍK i/LA»I fACAOC ÁUD LA d AOQ-vrr. TEIKNING André Devys af Flughöfn Reykjavíkur, framhlið. Takið eftir styttunum af Ingólfi Arnarsyni við innganginn. Lengst til vinstri má greina þyrlu, nokkuð sérstæða í útliti. TEIKNING Devys af flugleiðinni yfir Atlantshaf, norðurleiðinni. Á fjórða áratugnum álitu margir að hún yrði á næstu árum aðal- samgönguleiðin flugleiðis yfir hafið. flokks með öllum nútímaþægindum." Fyrir hálfum öðram áratug var athygli samgönguráðuneytisins ís- lenska vakin á tilvist teikninga Dev- ys. Leiddi það til þess að Devys gaf teikningamar hingað til lands. Þær hafa síðan verið í vörslu ráðuneytis- ins, en komu nýlega til framtíðar varðveislu í Þjóðskjalasafn. í Ijósi þess hversu glæsilegar, skemmtilegar og vel unnar teikningamar era, þótti við hæfi að velja þær sem viðfangs- efni fyrstu sýningar safnsins í hinni nýju sýningarstofu í Safnahúsinu. Þess skal getið að höfundurinn, André Devys, lést á níræðisaldri fyrir nokkram áram. Sýningin í Safnahúsinu er opin virka daga frá kl. 10-18 og á laug- ardögum frá kl. 9-12. Höfundur er sagnfræðingur. Kristindómur hvunndags I ÖLLU því írafári sem geisað hefur í kring- um málefni íslensku þjóðkirkjunnar síðustu misserin hefur það gerst að aukaatriði era allt í einu orðin aðalatriði og öfugt. Skipulag kirkj- unnar er ekki aðalatriði kristinnar lífsskoðunar, heldur ekki hagsmunir þeirrar stéttar manna sem fengið hafa það hlutverk að stýra helgi- haldi kirkjunnar, þ.e.a.s. prestanna. Þar af leiðir að breyskleiki kirkjunn- ar þjóna - eða fullkom- leiki þeirra - er ekki það sem kristin trú snýst um, þótt seint verði gert lítið úr fordæmi þeirra sem kallast eiga hirðar og leiðtogar safn- aðanna. Um hvað snýst þá málið? Um hvað snýst kristindómurinn? Kristin trú er lífsskoðun sem hefur það í öndvegi að tilveran eigi sér til- gang. Sá tilgangur á upphaf sitt í því óræða og leyndardómsfulla sem er upphaf og endir alls. Við höfum kosið á okkar tungu að auðkenna þetta með þremur ómerkilegum bók- stöfum og köllum það Guð. Það merk- ir þó ekki að það verði skilið eða þekkt nema að svo miklu leyti sem það sjálft kýs, því við trúum því umfram annað að þetta sé vitund eða vilji - góður vilji. Aukin heldur að þessi góði vilji hafí og geri enn vart við sig í lífi mannanna og vilji beina lífí þeirra á réttan veg. Meira að segja tökum við kristnir menn svo stórt upp í okkur að segja að þessi vitund hand- an endimarka alheimsins hafi holdg- ast í manni af semtískum upprana fyrir óralöngu sem lifði út yfir mörk Halldór Reynisson lifs og dauða. Um þessa lífsskoðun snýst kristin- dómurinn. Þetta er jafn- framt gleðigjafí krist- innar trúar, hin góðu tíð- indi sem stundum eru nefnd fagnaðarerindið. Nú ættu menn kannski að vera famir að sjá að þetta mál er stærra en svo að það snúist um óbilgirni eins prests eða siðleysi annars. Prestar og trúarstofnanir era hvort eð er ekkert annað en umbúðir utan um þá lífsskoðun sem ég hef lýst að framan. Þótt umbúðimar geti verið meingallaðar mega menn ekki ætla að innihaldið sé það. Og þó vitum við sem verslum í stórmörkuðum á hveij- um degi að lélegar umbúðir geta fælt frá. Það hlýst af stærð og umfangi kristinnar lífsskoðunar að hún er vita- Kirkjan starfar alla daga, segir Halldór Reynisson, og vill þjóna öllum. skuld ætluð öllum en ekki bara fáum útvöldum, prestum eða heittrúarfóiki. Þetta sjáum við af starfí Krists, hann nálgaðist venjulegt fólk í gleði þess og þrautum en setti hvorki upp spari- fés né helgiflík handa sérvöldum sunnudagahópi. Hann var maður hvunndagsins, hins venjulega og smáa í lífínu. Sá boðskapur sem hann flutti frá hinum óræða leyndardómi var að láta hinn góða vilja, kærleik- ann, móta allt líf og starf, jafnt hvunndags sem á sunnudögum, jafnt á netagerðarverkstæðinu sem í must- erinu. Hér á Islandi telja sumir kristin- dóminn vera spariflík sem þeir klæð- ast á jólum og sérstökum ævihátíðum. Þá virðist það viðhorf ríkja hjá býsna mörgum að það sé prestanna einna að fy'alla um kristið lífsviðhorf og starf kirkjunnar, líkt og það er jarðfræðing- anna hjá Orkustofnun einna að spá í orkubúskap landsins. En kristindóm- urinn er þvert á móti lífsskoðun og lífsstíll ætlaður venjulegu fólki í venjulegu basli, breysku fólki í striti hvunndagsins. Og lífsstíllinn rúmast í einni setningu: Elskaðu Guð og elsk- aðu náunga þinn. Fagnaðarerindið er fyrir fólkið, fyrir venjulegt fólk. Nú stendur yfír kirkjuvika í söfn- uðum Reykjavíkurprófastsdæmanna undir kjörorðinu Fagnaðarerindið og fólkið. Hún er hvatning til fólks að taka þátt í starfí safnaðanna á öðram tímum en stórhátíðum. Víst er kristin- dómurinn ekki bundinn við kirkju- byggingar eða safnaðarheimili, en starf hinnar sýnilegu kirkju er þó til þess ætlað að örva fólk til að lifa í samræmi við þá lífsskoðun sem það játar velflest. I þessari kynningarviku er lögð áhersla á það að kirkjan starf- ar ekkert síður á virkum dögum en á helgidögum og hún leitast við að koma til móts við þarfír fólks á sem víðtækastan hátt. Ég hvet þá sem þetta lesa til að skoða það fjölbreytilega starf sem kirkjurnar bjóða upp á til að sjá hvort þar sé ekki eitt eða annað að fínna sem vekur áhuga þeirra. Höfundur er aðstoðarprestur við Neskirkju ogá sæti íkynningar- nefnd Reykjavíkurprófastsdæwa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.