Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherrafundur Schengen-ríkja Samstarfssamn- ingur í desember RAÐHERRAR aðildarríkja Scheng- en-vegabréfasamkomulagsins náðu í gær pólitísku samkomulagi um að ganga frá aðild norrænu ríkj- anna fimm að samkomulaginu fyrir áramót. Samstarfssamningur ís- lands við Schengen verður sam- kvæmt þessu undirritaður í desem- ber, en hann fer að því búnu til umfjöllunar Alþingis. Reuter-fréttastofan hefur eftir Marc Fischbach, dómsmálaráðherra Lúxemborgar og formanni Scheng- en-ráðsins, að samkomulag hafi náðst meðal allra ríkjanna fimmtán, sem eiga fulla aðild eða áheyrnarað- ild að Schengen-samkomulaginu um aðild Norðurlandanna. Fischhach segir að aðildarsamn- ingar Svíþjóðar, Finnlands og Dan- merkur og samstarfssamningar við Noreg og ísland verði undirritaðir á næsta ráðherrafundi Schengen hinn 19. desember. Þjóðþing allra ríkjanna þurfa síðan að fjalla um samningana og er ekki gert ráð fyrir gildistöku þeirra fyrr en síðari hluta árs 1998 eða í ársbyijun 1999. Getur þurft að bæta nýrri móðurtölvu við Enn er eftir að ganga frá tækni- legri útfærslu ýmissa atriða í sam- starfssamningunum við ísland og Noreg, einkum hvað varðar sameig- inlegar Schengen-reglur um veit- ingu hælis og vegabréfsáritanir. Fischbach segir að vegna þess að Schengen-upplýsingakerfið, sem upphaflega hafi verið hannað fyrir fimm lönd, þurfí nú að þjóna fimm- tán, geti þurft að bæta annarri móðurtölvu við með tilheyrandi kostnaði. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sat ráðherrafundinn fyrir ís- lands hönd. Ekki náðist í Þorstein í gær. Skipulagsnefnd Seltjarnarness Ekki byggt á Nýjatúni SKIPULAGSNEFND Seltjamamess hefur fallið frá tillögu um byggð á Nýjatúni og frestað ótímabundið deili- skipulagi Norðurtúns á Seltjamamesi. Bæjarstjóm bárust 900 til 1.000 áskoranir um að frestað yrði fram- kvæmdum þar til þörf safnasvæðisins væri ljós og fullkannað væri að fom- minjar væri ekki að fínna á skipulags- svseðinu. Engin athugasemd barst vegna byggingarreits Læknaminja- safns og staðfesti nefndin þann hluta deiliskipulagstillögunnar. Jón Hákon Magnússon sagði að meirihluti sjálfstæðismanna hefði með því að auglýsa deiliskipulag Norðurtúns og Nýjatúns viljað kanna afstöðu íbúanna til íbúðarbyggðar á svæðinu enda væri ekki um annað samfellt byggingarsvæði á Seltjarn- arnesi að ræða. „Viðbrögð íbúanna sýndu að vilji er fyrir því að halda áfram að sinna umhverfísmálum, draga úr byggingu og ganga frá útivistarsvæðum. Meirihlutinn hefur aldrei farið gegn vilja íbúanna enda höfum við haldið meirihluta hér um langan aldur," sagði hann og fagn- aði niðurstöðunni. Hann tók fram að um hana væri sátt. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsti snjórinn á nýja fjallinu FYRSTI snjórinn hefur fallið á nýja fjallið í Vatnajökli, sem ekki hefur enn fengið nafn. Gígurinn er í kverkinni vinstra megin við fjallið. Eins og sjá má er þar engin virkni. Sænskur taugaskurðlæknir framkvæmir aðgerðir hérlendis Morgunblaðið/Þorkell THOMAS Carlstedt skoðaði í gær Hring Hilmarsson sem gekkst undir aðgerð hjá honum fyrir tveimur árum. Með á myndinni er faðir Hrings, Hilmar Vilhjálmsson. Einka- aðilar fjár- magna ferðina SÆNSKI taugaskurðlæknirinn Thomas Carlstedt kom til lands- ins í gær og mun hann fram- kvæma þrjár bæklunar- og lýta- aðgerðir á börnum í dag. Að- gerðimar felast í að flytja vöðva og sinar í þeim tilgangi að auka hreyfigetu barna sem em með taugalömun í handlegg vegna axlarklemmu í fæðingu. Carlstedt mun framkvæma aðgerðimar í dag ásamt Rafni Ragnarssyni yllrlækni á lýta- lækningadeild Landspítalans. í gær skoðaði hann 8 börn, þar af tvö sem hann hefur skorið upp. Viðhorf TR fáránlegt Carlsted starfaði áður á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en er nú læknir á The Royal National Orthopa- edic Hospital í Englandi. Hann hefur komið hingað til lands áður, meðal annars til að fram- kvæma taugaflutning í febrúar 1994 þegar hann gerði aðgerð á Hring Hilmarssyni, sem nú er þriggja ára gamall. Foreldrar Hrings, þau Sigríð- ur Logadóttir og Hilmar Vil- hjálmsson, beittu sér fyrir komu Carlstedt hingað til lands og er stór hluti kostnaðar því samfara greiddur af einkaaðilum. Meðal annars greiða Flugleiðir far- gjald fyrir hann og Hótel Saga gistingu. „í ágúst skrifaði ég grein í Morgunblaðið þar sem fram kom að hætt hefði verið við komu Carlstedt hingað til lands í júlí, vegna kergju Trygginga- stofnunar sem sagði of dýrt að fá hann hingað. Greinin vakti töluverða athygli og viðbrögð og m.a. hafði samband við mig eldri borgari sem vildi gera allt sem í sínu valdi stæði til að hjálpa okkur. Hann stóð fyrir því að peningum var safnað til að greiða kostnað við komu Carlstedt, en stofnunin greiðir hluta. Tryggingastofnun er hins vegar tilbúin til að greiða fyrir að senda sjúklinga ásamt að- standendum til útlanda í aðgerð- ir, sem kostar að meðaltali eina milljón króna. Þetta er fáránlegt að mínu mati,“ segir Sigríður. Afar fær læknir Hún segir Carlsted einn fæ- rasta lækni í Evrópu á sínu sviði og sé mikið lán að fá hann hing- að til lands. Menn hafi verið vantrúaðir á að það tækist, en hann hafi strax lýst yfir áhuga og vilja til að heimsælga Is- lands, þegar beiðni um slíkt var borin fram. Framkvæmdastjórn Rík- isspítala þurfti að sögn Sigríðar að samþykkja komu Carlsted, þar sem aðgerðirnar eru fjár- magnaðar af einkaaðilum að hluta, og segir hún Vigdísi Magnúsdóttir framkvæmda- stjóra hafa sýnt málinu mikinn og þakkarverðan skilning. Dregið hefur úr vatnsrennsli til Grímsvatna GOSINU í Vat’.iajökli virðist vera lokið í bili að minnsta kosti og hefur orðið talsverð kólnun í gígn- um, því að vatnsrennsli til Gríms- vatna hefur minnkað verulega síð- ustu daga. Hæð vatnanna var í gær 1.505 metrar. Vatn í gos- gjánni í jöklinum hefur líka minnk- að og að öllum líkindum hefur hún eitthvað stytzt. Blaðamaður og ljósmyndari flugu í gær yfir gosstöðvarnar. Þá var gizkað á að gjáin í jöklin- um, sem er um það bil 400 metra breið, væri eitthvað á annan kíló- metra að lengd. Virðist því sem hún hafi að einhveiju leyti lokast, því að hún mældist um 3 kílómetr- ar fyrir nokkrum dögum. Smáskjálftar frá gostöðvunum Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að að- eins mældust nú smáskjálftar frá gosstöðvunum. Freysteinn Sig- mundsson jarðeðlisfræðingur kvað vatnshæð Grímsvatna hafa mælzt 1.505 metra í gær eða um einum metra hærri en deginum áður. Þetta þýddi að bráðnun jökuls- ins hefði verið mun minni og eld- stöðin hefði kólnað. Hann kvað vatnshæð Grímsvatna vera komna í þá hlauphæð, sem Helgi Bjöms- son jöklafræðingur hefði rætt um, en það er á bilinu 1.505 til 1.510 metrar. Allar þessar mælingar hafa viss skekkjumörk. Hann taldi þó að ef vatnið væri farið að ryðja sér farveg úr vötnunum gæti ein- hver tími liðið unz þess yrði vart á Skeiðarársandi. Við flug yfir eldstöðina í gær sást á gíginn í ísgjánni. Hann ligg- ur norðarlega í henni en norðan við hann virðist mikið vatn, svo og sunnan við hann og suður úr. Víða gufar upp frá heitum steinum og í gjárvatninu fljóta ískajar. Er þetta allhrikalegt á að líta. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna blað um danska daga í Nóatúni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.