Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 10

Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eigandi sleða greiði ökumanni bætur EIGANDI vélsleða, sem ekki hafði verið skráður á ökutækjaskrá og var því ekki með lögboðnar trygg- ingar, hefur verið dæmdur til að greiða þrítugri konu, sem lenti í slysi þegar hún ók sleðanum, 2,4 milljónir króna með vöxtum frá árinu 1990. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem kveðinn var upp í gær. Konan hlaut 50% varanlega ör- orku við slysið. Þar sem sleðinn var ekki á skrá eins og skylt er sam- kvæmt umferðarlögum og ekki með lögboðnar tryggingar stefndi hún eiganda hans og einnig Bifreiðum og landbúnaðarvélum, sem höfðu selt honum sleðann, og einnig manni þeim sem haft hafði milli- göngu um viðskiptin. Hæstiréttur sýknaði umboðið og milligöngumanninn en dæmdi eig- andann til þess að greiða konunni fyrrgreinda upphæð. Tjón hennar vegna slyssins er talið nema 6 millj- ónum króna en Hæstiréttur gerði henni sjálfri að taka á sig 60% tjóns- ins þar sem hún hafði neytt áfeng- is við aksturinn, þótt hún teldi sig ódrukkna, var ekki með öryggis- hjálm á höfði og hafði ekki hlítt leiðbeiningum um akstursleið. -----» » »---- VSI samþykkir nýjar verklagsreglur Ný vinnu- brögð við samning's- gerð FRAMKVÆMDASTJÓRN VSÍ hefur samþykkt nýjar reglur um undirbúning og skipulag kjaravið- ræðna vegna komandi kjarasamn- inga. Skipaðir hafa verið yfir 40 samráðshópar og samninganefndir sem er ætlað fyrir 28. október nk. að draga fram áherslur einstakra atvinnugreina við endurnýjun kjarasamninga. í samræmi við þessar nýju reglur hefur framkvæmdastjóm VSÍ skip- að sérstaka ábyrgðarmenn fyrir alla kjarasamninga og eiga þeir að tryggja tengsl við hlutaðeigandi aðildarfélög og fyrirtæki og eins að huga að því að samræmi sé í samningagerð VSÍ. Þessar nýju reglur breyta því ekki að samningaráð VSÍ fer áfram með samningsumboð fyrir hönd sambandsins. Það tekur stefnu- markandi ákvarðanir um alla meg- inþætti samningsgerðarinnar. Til- Iögur um höfuðáherslur VSÍ í kom- andi samningum verða lagðar fyrir sambandsstjóm VSÍ 30. október nk. LYNGVIK FASTEIGNASALA SIÐUMÚLA 33 SÍMI: 588 9490/T SÍMI 588 9490 Ásvallagata - hæð. Nýkomin í sölu, mjög falleg ca. 110 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýlishúsi. Þrjú rúmgóð svherbergi, tvær stofur. Útsýni. Verð 8,7 millj. (7598). Hátún - 3ja. Nýkomin í sölu góð ca 80 fm ibúð á 7. hæð I lyftuhúsi. Mikið útsýni. Parket. Verð 6,8 millj. (3591). Skipasund - 3ja. Nýkomin í sölu góð 70 fm Ibúð i kjallara. Gott þríbýlishús. Áhv. byggingarsj. ca 3,5 millj. Verð 6,3 millj. (3597) Karfavogur - 2ja. Nýkomin í sölu ca 50 fm íbúð I kjallara í tvíbýli. Áhv. húsbréf og byggingarsj. ca 2,7 millj. Verð 4,9 millj. (2599). Sex ára í bútasaumi HELGA Soffía Guðjónsdóttir, sex ára hafnfirsk hnáta, hóf ný- lega með hjálp móður sinnar að prjóna bút sem á endanum verð- ur hluti af stærsta bútateppi á íslandi. Það er Pijónaskóli Tinnu í Hafnarfirði sem stendur fyrir þessu skemmtilega verkefni en teppið er pijónað úr garni sem er í prjónapökkum sem skólinn hefur látið hanna. Pijónapakk- arnir eru ætlaðir yngsta pijóna- fólkinu og innihalda þeir pijóna, ullargarn og einfaldar leiðbein- ingar. Helga Soffía er ein af fyrstu þátttakendunum og að Iaunum fær hún fallegt viður- kenningarskjal til staðfestingar á því að hún eigi hlut í landsins stærsta bútateppi. A myndinni má sjá Helgu Soffíu með pijón- anna, en henni til aðstoðar er móðir hennar, Soffía Björnsdótt- ir, og frændi, Guðjón Geir Geirs- son. Frumvarp til laga um kirkjuleg málefni rætt á kirkjuþingi Ef til vill aukaþing í vetur Á KIRKJUÞINGI í gær var greint frá meginhugmyndum nefndar sem unnið hefur að und- irbúningi frumvarps um kirkju- leg málefni, s.s. stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Með- al annars voru lagðar fram hug- myndir um hvernig staðið skuli að ráðningu presta. Nefndin sem skipuð var af kirkjumálaráðherra, Þorsteini Pálssyni, hefur ekki lokið störf- um en ætlunin er að leggja frum- varpið fram á Alþingi í vor. Vilji kirkjuþingsfulltrúa er fyrir að kalla til aukaþings síðar í vetur til að fjalla um endanleg- ar tillögur nefndarinnar. Almenn óánægja ríkti um hve frumvarpið hefur lengi verið í burðariiðnum en það hefur verið samþykkt í svipaðri mynd á tveimur síðustu kirkjuþingum. Frumvarpið var ekki sett fram á Alþingi síðastlið- inn vetur, eins búist var við held- ur skipaði kirkjumálaráðherra neínd sem falið var að kanna málin enn frekar. Ný tillaga um prestsráðningar Prestar eru ráðnir til fimm ára samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn sem samþykkt var á Alþingi í vor. Meðal kirkjunnar manna hefur hins vegar ríkt óánægja með það fyrirkomulag en áður voru prestar ráðnir ævi- langt. Nefndin leggur til að prestar, verði fyrst settir til eins árs í nýja prestsembættið. Að ári liðnu verði þeir síðan skipaðir ævi- langt, nema fullur þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu óski þess skriflega að brauðið verði auglýst til um- sóknar. Eins og málum er nú háttað, geta 25% atkvæðisbærra sóknar- barna krafist kosninga eftir að sóknarnefnd hefur ráðið prest til starfa. Þegar prestakall er laust til umsóknar skal samkvæmt hug- myndum nefndarinnar, sérstök stöðunefnd meta umsækjendur með hliðsjón af menntun og starfsferli. Kjörmenn í viðkom- andi sókn kjósa að því loknu milli þriggja hæfustu umsækj- endanna. Nefndin leggur einnig til að ákvæði um köllun til starfa verði afnumin. Ef enginn hefur sótt um laust prestakall hefur biskup vald til að ráðstafa því starfi í eitt ár. Málefni samkynhneigðra rædd á kirkjuþingi Hugmynd um festarband könnuð ÍTARLEG greinargerð um tengsl samkyn- hneigðra og kirkju var lögð fram á kirkju- þingi i gær. Nefnd sem kirkjuráð skipaði síð- astliðið sumar skrifaði greinargerðina en þar er lagt til að samið verði bænar- og blessun- ar-ritual fyrir samkynhneigð pör sem hlotið hafa borgaralega vígslu. Jafnframt er lagt til að hugmyndin um festarband verði könnuð þ.e. að samkyn- hneigð pör geti hlotið vígslu í kirkju. Þá tel- ur nefndin nauðsynlegt að kirkjuréttarfræð- ingur komi til liðs við nefndina, þar sem hugmyndin felur í sér lagabreytingar. Nefndin áréttar að koma megi í veg fyrir fordóma í garð samkynhneigðra með aukinni fræðslu um málefni þeirra jafnt innan kirkju sem utan. Þögn kirkjunnar rofin „Aldrei fyrr hafa málefni samkynhneigðra verið rædd í stofnunum kirkjunnar," sagði Baldur Kristjánsson biskupsritari í samtali við Morgunblaðið. Ennfremur sagði hann að tillögur nefndar- innar verði teknar til síðari umræðu á yfir- standandi þingi en samþykkt var í gær að nefndin ynni áfram að málinu og skilaði til- lögum sínum til kirkjuráðs. Ef þær ná fram að ganga verður um þær fjallað á presta- stefnu I vor og á kirkjuþingi að ári liðnu. Nefndina skipa Jónína E. Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi, sr. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur, sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur og Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur. Ný göngudeild fyr- ir krabbameinssjúka GÖNGUDEILD fyrir krabbameins- sjúklinga var formlega opnuð á Landspítalanum í gær eftir flutn- ing. Göngudeildin hefur frá árinu 1982 verið til húsa í kvennadeildar- byggingu Landspítalans en er nú staðsett í aðalbyggingu við hlið legudeildar krabbameinslækninga- deildar. Á göngudeildinni er sinnt mót- töku nýrra sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Þar er einnig veitt lyfjameðferð, stoðmeðferð og líkn- andi meðferð ásamt eftirliti í fram- haldi meðferðar. Á síðastliðnu ári voru skráðar tæplega 4.200 komur á göngudeildina, flestar vegna lyfjagjafa og eftirlits. Komum hefur fjölgað að undanförnu og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi enn, þar sem' verulegur hluti lyfjagjafar muri’ flytjast frá legudeild yfir á göngu- deild. Blóðsjúkdómadeild Landspítal- ans hefur fram að þessu ekki haft sérstaka göngudeild, en hefur nú sameiginlega göngudeildarþjónustu með krabbameinslækningadeild- inni. Þórarinn E. Sveinsson, forstöðu- læknir krabbameinslækningadeild- ar, er ánægður með nýju göngu- deildina. „Með þessu móti sparast legupláss og það er auðvitað hag- kvæmt bæði fyrir spítalann og sjúkiingana, sem þurfa ekki að leggjast inn til þess að fá lyf,“ seg- ir Þórarinn. Morgunblaðid/Þorkell INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd opn- un nýrrar göngudeildar blóðsjúkdóma- og krabbameinslækninga á Landspítalanum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.