Morgunblaðið - 18.10.1996, Page 18

Morgunblaðið - 18.10.1996, Page 18
ei 3«mmrntw æjswumm 18 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SKIPAVÍK hf. í Stykkishólmi hefur lokið miklum endurbótum á Þóri SK 16, sem gerir alla vinnuaðstöðu mun betri en áður. Skipavík afhendir Þóri SK eftir miklar endurbætur Stykkishólmi. Morgunblaðið. ENDURBÓTUM var fyrir skömmu lokið hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi á Þóri SK 16 frá Sauðárkróki. Báturinn hefur ver- ið þar í slipp í nokkurn tíma og hafa verið gerðar á honum miklar endurbætur. Þórir SK 16 er nýlegur bátur og hefur verið skráður í tæpt ár. Hann er tólf tonn að stærð og var smíðaður í Njarðvík. Núverandi eigendur eignuðust hann í árs- byrjun og eftir fyrstu reynslu vildu þeir breyta honum. Skipavík í Stykkishólmi tók það verk að sér. Báturinn var breikkaður um 80 em og lengdur um 50 cm. Þá var þilfarinu lyft að hluta til, breytingar gerðar á gálga og staðsetningu spilbúnaðar. Eftir breytinguna er báturinn mun betra sjóskip og vinnurými á dekki betra eins og öll önnur að- staða. Eigandi bátsins er Þórir sf. á Sauðárkróki og verður hann gerður þaðan út, einkum á rækju. Pólar hf. á Siglufirði buðu best í innfjarðarrækju Yfirbauð FH um 25-30% Bátunum neitað um ís á Húsavík Siglufirði. Morgunblaðið. ÞRJU sjávarútvegsfyrirtæki á Húsa- vík, sem stunda veiðar á innfjarðar- rækju í Skjálfandaflóa, hafa gengið til samninga við Pólar hf. á Siglu- firði um sölu á allri þeirri rækju, sem þeir munu veiða á þessu fiskveiði- ári, en samanlagður byijunarkvóti þessarra fyrirtækja er um 700 tonn. Ætlunin er að landa rækjunni á Húsavík og flytja hana til Siglufjarð- ar og vinna í rækjuverksmiðju Póla á Siglufirði. Forsaga málsins er sú að sjávar- útvegsfyrirtækin þijú á Húsavík, sem gera út bátana Aron ÞH, Fanneyju ÞH og Guðrúnu Björgu ÞH, auglýstu sameiginlega í Morgunblaðinu eftir tilboðum í heildarrækjukvóta bátanna þriggja vegna megnrar óánægju með það verð, sem Fiskiðjusamlag Húsa- víkur bauð og bar mikið á milli í samningaumleitunum. Fjögur tilboð bárust, en Pólar hf. á Siglufirði buðu hæsta verðið eða að meðaltali 25-30% hærra verð en Fiskiðjusamlag Húsa- víkur bauð fyrir rækjuna. Ætíð landað á Húsavík Guðmundur A. Hólmgeirsson, út- gerðarstjóri Knarrareyrar ehf., sem gerir út Aron, segist hafa orðið fyr- ir miklum vonbrigðum með það verð, sem rækjuverksmiðja FH bauð mið- að við aðra tilboðsgjafa þrátt fyrir það að hún væri á staðnum og þyrfti því engan flutningskostnað að greiða. Undarlegt mætti teljast að verksmiðjan á Húsavík gæti ekki verið samkeppnishæfari í verði en tilboðin gáfu til kynna. Fram kom hjá Guðmundi að þess- ir þrír bátar væru þeir einu sem hefðu innfjarðarrækjukvóta á Skjálf- andaflóa og frá árinu 1989, þegar að leyfi var upphaflega veitt fyrir þessum kvóta, hefðu skipin ætíð landað hjá rækjuverksmiðju FH. Hefur afli þeirra verið um 20% af þeirri rækju, sem verksmiðjan á Húsavík hefur unnið árlega. Fram hefur komið að byijunarkvóti bát- anna er 700 tonn, en kannað verður með viðbót í febrúar. Ekki er talið ólíklegt að kvótinn geti teygt sig upp í eitt þúsund tonn, líkt og á síðasta fiskveiðiári. Að sögn Guðmundar ákváðu forráðamenn fyrirtækjanna þriggja að heíja ekki veiðar á inn- fjarðarrækjunni að þessu sinni fyrr en að gengið hefði verið frá verð- samningum, en bátarnir hafa að undanförnu verið á snurvoð. Þar sem samningar eru nú í höfn stefna bát- arnir að því að hefja veiðar í dag. Ánægður með samninga Einar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Póla, sagðist að von- um vera ánægður með samningana, þessir viðskiptahættir hentuðu fyr- irtækinu ákaflega vel. Þama væri einungis verið að kaupa rækju og boðið verð miðað við hvert kíló, en ekki væri í gangi alls konar brask, sem svo gjarnan hefur verið tíðkað samfara kvótakerfinu, t.d. með því að bjóða tonn á móti tonni og fleira í þeim dúr. Aðspurður um viðbrögð forráða- manna Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagðist Einar lítið hafa orðið var við þau nema hvað þeir neituðu að selja honum ís á rækjubátana þijá svo keyra þyrfti ísnum annaðhvort frá Akureyri eða frá Siglufirði í bátana. Undanfarið hefur rækjuverk- smiðjan Pólar hf. á Siglufirði ein- göngu haft einn bát í föstum við- skiptum. Það er Svalbarði SI sem hefur verið áð veiðum á Flæmingja- gmnni, en hann hefur hvorki veiði- réttindi í íslenskri landhelgi né kvóta þar sem búið var að úrelda hann. Að auki hefur verksmiðjan keypt frosna rækju eftir því sem þurft hefur svo ófrosin rækja hefur ekki verið unnin þar síðastliðna fjóra mánuði. Einar sagðist ekki gera ráð fyrir því að bæta þyrfti við starfs- fólki vegna innijarðarrækjunnar. 4 Mannskæðasta slys í sögu HM í knattspyrnu Rúmlega 80 bíða bana í troðningi Reuter SLASAÐRI konu komið til hjálpar eftir troðning á íþróttaleik- vangi í Guatemala sem kostaði tugi manna lífið í fyrrakvöld. Guatemalaborg. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 82 menn biðu bana í troðningi á knattspyrnuieik- vangi í Guatemalaborg í fyrrakvöld eftir að hópur manna, sem ekki höfðu keypt aðgöngumiða, réðst inn í eina stúkuna til að horfa á leik í forkeppni heimsmeistarakeppninn- ar. Þetta er mannskæðasta slys sem orðið hefur í sögu keppninnar. Troðningurinn hófst fyrir lands- leik Guatemala og Costa Rica og alltof margir höfðu fengið aðgang að vellinum. Talið er að sala á fölsuð- um miðum hafi stuðlað að því að svo margir fórust. Embættismenn í Guatemala sögðu að leikvangurinn tæki 45.800 áhorfendur en mun fleiri hefðu verið mættir klukkustund áður en leikur- inn átti að hefjast. Nokkrir þeirra töldu að áhorfendurnir hefðu verið allt að 60.000. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sagði að eftirlitsmaður þess hefði skýrt frá því að falsaðir miðar hefðu verið seldir á leikinn. Miða- lausir knattspyrnuáhugamenn hefðu brotist í gegnum innganginn með þeim afleiðingum að mannþröngin sem þar var fyrir ruddist niður stúk- una. Öryggisverðir opnuðu neyð- arútganga en það nægði ekki til að draga úr troðningnum. Fréttaritari Reuter-fréttastofunn- ar taldi 79 lík á staðnum, m.a. tveggja barna, en björgunarmenn sögðu að þrír eða fjórir til viðbótar hefðu dáið síðar á sjúkrahúsi. 150 manns slösuðust í troðningnum. „Andlitin á fólkinu urðu blá og íjólublá," sagði einn sjónarvottanna. „Fólkið náði ekki andanum. Ég heyrði það hrópa og öskra.“ Þriggja daga þjóðarsorg Líkin voru lögð í röð á hlaupa- braut umhverfis völlinn og hulin teppum meðan 15 slökkviliðsmenn reyndu að endurlífga fólk sem kafn- aði í troðningnum. Þeir voru alltof fáir og nokkrir áhorfendur aðstoð- uðu þá og reyndu að blása lífi í fórn- arlömbin. A stúkunni fyrir ofan voru skór og sundurtættur fatnaður fórn- arlambanna á víð og dreif innan um blóðbletti. Alvaro Arzú, forseti landsins, fór inn á leikvöllinn, tilkynnti með tárin í augunum að leiknum hefði verið aflýst og lýsti yfir þriggja daga þjóð- arsorg. Ríkissaksóknari Guatemala og dómsmálaráðherrann kröfðust ítar- legrar rannsóknar til að ganga úr skugga um hver bæri ábyrgð á at- burðinum. „Þetta er dæmigert fyrir stórslys á knattspyrnuleikvöngum," sagði Bretinn Simon Inglis, sem hefur skrifað nokkrar bækur um knatt- spyrnuleikvanga. „Þau gerast næst- um öll við útgangana eða inngang- ana. Á þessum leikvangi eru engin númeruð sæti og áhorfendurnir sitja á stöllum úr steinsteypu. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að hafa hem- il á mannijöldanum." 95 manns biðu bana við svipaðar aðstæður í Sheffíeld í Englandi árið 1989. Síðari kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum Clinton varðist fim- lega öllum árásum San Diego. Reuter. FATT er nú talið geta komið í veg fyrir að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sigri andstæðing sinn, repúblik- anann Bob Dole, í forsetakjörinu 5. nóvember. Forsetinn þótti standa sig betur en Dole í seinni kappræðunum sem voru á miðvikudagskvöld í San Diego í Kalifomíu. Dole nefndi oft ýmis hneykslismál í Hvíta húsinu í tíð Clintons og reyndi ákaft að koma höggi á forsetann sem varðist vel. Lét hann andstæðinginn ekki draga sig út í harkaleg átök en Dole sagði m.a. að 30 aðstoðarmenn forsetans væru í fangelsi eða sættu rannsókn yfirvalda. „Úrslitin eru ráðin nema eitthvað gerist - eitthvað hrikalegt sem komi eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Daniel Hallin, prófessor í tjáskiptum við Kalifomíuháskóla. Of harðneskjulegur? Clinton hreyfði sig meira um svið- ið og virtist eiga auðveldara með að ná sambandi við fólkið á staðnum; Dole hélt sig nær ræðupúltinu. Þijár kannanir sem gerðar vom eftir um- ræðurnar sýndu að 55-59% töldu Clinton hafa staðið sig betur en 25-29% nefndu Dole. Sumum fannst repúblikaninn of harðneskjulegur og neikvæður í ummælum sínum. Hann hefði gert sér far um að níða per- sónu forsetans. „Hvað ætli fólk muni af þessu? Dole sagði margt ljótt um Clinton og Clinton lét sér hvergi bregða," sagði einn að- spurðra. Dole, sem er 73 ára, ræddi í léttum dúr um aldur sinn og sagðist telja að aldrinum fylgdi meðal annars viska. Clinton sagðist alls ekki telja Dole of gamlan til að gegna forseta- embættinu en á hinn bóginn fyndist sér hugmyndir hans of gamlar. For- setinn virtist yfírleitt fullur sjálf- strausts, brosti oft en hitt fór ekki milli mála að Dole sótti af meiri krafti en í fyrri kappræðunum í Florida, var oft beinskeyttur og orðheppinn. Hann gagnrýndi harkalega meinta siðferðisbresti hjá forsetanum og að- stoðarmönnum hans, sagði Clinton hafa fyrirgert trausti almennings með því að hafa gefið ýmis kosninga- loforð 1992, þ. á m. um skattalækk- anir en ekki staðið við þau. Frammi- staðan í efnahagsmálum væri léleg og batnandi hagur í sumum efnum og lækkandi glæpatíðni væru ekki forsetanum og stefnu hans að þakka heldur duglegum ráðamönnum í ein- stökum sambandsríkjum. Clinton svaraði því m.a. til að Dole hefði sagt í febrúar að hagur landsmanna hefði ekki staðið með jafn miklum blóma 130 ár. Forsetinn benti á að fjölmargir virtir hagfræð- ingar með sjö Nóbelsverðlaunahafa í broddi fylkingar hefðu í breska tímaritinu The Economist sagt um skattalækkunartillögur Dole að þær myndu valda geysilegum ijárlaga- halla. Keppinautarnir svöruðu spurning- um valins hóps kjósenda frá San Diego og nágrenni sem ekki hafa gert upp hug sinn. Þeir gerðu lítið af því að spyija um þau málefni sem Dole hugðist leggja áherslu á en höfðu mikinn áhuga á mennta- og velferðarmálum. Frambjóðendurnir sögðust báðir vilja tryggja velferðina en deildu um leiðir til að koma í veg fyrir að kerfið lenti í ógöngum vegna fjölgunar lífeyrisþega. Áhersla á Kaliforníu Utanríkismál bar lítið á góma og keppinautarnir véku sér undan því að svara er spurt var hvort þeir myndu leggja til gæslulið í því skyni að tryggja frið milli Palestínumanna og ísraela á Vesturbakkanum. Dole, sem er stríðshetja úr seinni heims- styijöld, gagnrýndi of mikinn niður- skurð til vamarmála en samdráttur í hergagnaframleiðslu hefur komið hart niður á Kaliforníumönnum. Segja stjórnmálaskýrendur að í her- búðum Doles sé ætlunin að reyna að vinna upp forskot Clintons í Kalifor- níu sem er fjölmennsta sambandsrík- ið og því mjög mikilvægt. Dole sagði m.a. að það væri hneisa að þúsundir uppgjafahermanna væru svo illa staddir að þeir þyrftu að þiggja mat- armiða frá stjómvöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.