Morgunblaðið - 18.10.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.10.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 19 Forsetakjör í Nicaragua á sunnudag Viðbrögð Svía við inngöngu Finna í ERM Kannanir sýna auk- iðfylgi Ortega Managua. Reuter. DANIEL Ortega, forsetaefni og leiðtogi ríkisstjórnar marx- istasamtaka sandinista í Nic- aragua á níunda áratugnum, hefur unnið á í skoðanakönn- unum að undanförnu og hefur svipað fylgi og helsti keppi- nauturinn, hægrimaðurinn Arnoldo Aleman í Bandalagi frjálslyndrá.’Kosið verður á sunnudag og er 21 í framboði en aðeins áðurnefndir tveir virðast ætla að fá eitthvert fyigi- Andstæðingarnir tveir skipt- ast á hvössum skeytum og saka hvorn annan um að vera leifar liðinna ára borgarastyijaldar og einræðis. Ortega klæðist ekki lengur hermannabúningi eins og á valdaárunum og forð- ast að halda á lofti ýmsum kennisetningum kommúnism- ans en segist nú vera hófsam- ur. Andstæðingarnir eru van- trúaðir. „Við megum ekki hlusta á fölsk loforð gömlu og einbeittu úlfanna sem nú dulbúa sig eins og sauði. Það er hvorki til gríma né farði sem þeir geta notað til að dylja mistök sín,“ sagði Aleman á útifundi í höf- uðborginni Managua í vikunni. Hann var sjálfur fangelsaður í valdatíð Ortega og sagði Reuter SANDINISTAR halda fána sínum og mynd af Ortega hátt á loft á útifundi í Mana- gua á miðvikudag. keppinaut sinn myndu varpa þjóðinni aftur í „hina dimmu nótt“ blóðistokkinnar fortíðar- innar. Um 25.000 manns féllu í átökum sandinista og vopn- aðra andstæðinga þeirra, kontra-skæruliðanna er nutu stuðnings Bandaríkjamanna. Sandinistar brutu á bak aftur áratuga einræði Somoza-fjöl- skyldunnar árið 1979 en misstu síðan völdin í frjálsum kosningum í lok síðasta ára- tugar. Reuter CLINTON forseti og forsetaefni repúblikana, Bob Dole, í salnum í San Diego skömmu áður en fundurinn hófst. Svíar ákveða sjálfir hvað þeir gera Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ ákveðum sjálfir á okkar for- sendum hvað við gerum“ voru svör Göran Perssons forsætisráðherra, er hann var spurður um þá ákvörð- un Finna að ganga í evrópska geng- issamstarfið, ERM. Meðan finnska stjórnin siglir markvisst í áttina að aðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) lætur sænska stjómin ekk- ert uppi um áætlanir sínar, annað en að sænsk efnahagsstefna fylgi markmiðum EMU. Munurinn stafar meðal annars af því að afstaða Svía til ESB og þá einnig til EMU er öllu neikvæðari en Finna. Pers- son benti á að hvort sem hann legði myntbandalagsaðild fyrir þingið eða þjóðina fengi hann dúndrandi nei. Persson undirstrikar að Finnar gerist aðilar að ERM til að hafa EVRÓPA^ vaðið fyrir neðan sig og uppfylla sem flestar forsendur EMU, en sjálfir álíti Svíar mestu máli skipta að efnahagsstefna þeirra fylgi markmiðum EMU, svo þeir geti síð- ar meir tekið ákvörðun um aðild. Þótt ERM-aðild í tvö ár sé forsenda EMU samkvæmt Maastricht segist Erik Ásbrink, fjármálaráðherra Svía, líta svo á að ERM hafi breyst síðan Maastricht-sáttmálinn var gerður og þessi forsenda gildi því ekki lengur. Samkvæmt Persson er ERM bið- stofa EMU og því væri það ólýðræð- islegt fyrir sænsku stjómina að ganga í ERM, áður en ákvörðun sé tekin um EMU-aðildina. Form- lega séð eru Finnar á sama báti, því fínnska þingið hefur enn ekki samþykkt EMU-aðildina, en rök finnsku stjórnarinnar era þvert á móti að rétt sé að uppfylla allar forsendur áður en endanleg ákvörð- un verður tekin. Það er aðeins sænski Hægri- flokkurinn, sem styður sænska að- ild að gengissamstarfínu, en afstað- an á hægri vængnum er ekki ein- dregið í þágu ERM eða EMU. Þann- ig ályktar Svenska Dagbladet, sem er óháð en fylgir oft Hægriflokkn- um að málum, að leið Finna hæfi þeim, en best sé fyrir Svía að vera utan gengissamstarfsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.