Morgunblaðið - 18.10.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 25
LISTIR
DIAGRAMME
de l’espace
heitir þessi
mynd eftir list-
málarann Ro-
berto Matta
sem sýnir nú
myndir sínar á
Kjarvalsstöð-
um. Matta er
eini eftirlifandi
meistari súr-
realistahópsins
upphaflega. í
febrúar verður
svo opnuð sýn-
ing á verkum
súrrealistans,
Max Ernst, _ í
Listasafni Is-
lands en hann
var einna fjöl-
hæfastur lista-
manna í þeim
hópi.
Holan í íslenskri
listasögn
Hvers vegna kom súrrealisminn ekki til
íslands? Súrrealisminn var ein áhrifaríkasta
listastefna aldarinnar. Upptök sín átti hann
í Frakklandi á þriðja áratugnum en þaðan
——■ — > ——
barst hann víða. Til Islands kom hann hins
vegar aldrei, nema í mýflugumynd.
Þröstur Helgason leitaði að orsökum
þessarar holu í íslenskri listasögu.
FYRRl heimsstyrjöldinni hef-
ur verið borið á brýn að
hafa hringt inn þá voða-
legu öld sem við lifum nú
á; öld ójafnvægis og sundrungar,
bæði í veraldlegum og andlegum
efnum. Þannig er henni ekki síður
kennt um upplausnina sem einkennt
hefur hugsun og listir aldarinnar en
stjórnmál hennar. í bókmenntum
sáust áhrif hennar fyrst í tómhyggju
og aukinni áherslu á tilvistarlegar
spurningar. Og í myndlist varð þegar
árið 1915 til stefna sem litaðist mjög
af þeirri örvilnun sem stríðið olli, hún
kallaðist dadaismi og gerði uppreisn
gegn hinni hefðbundnu listtjáningu.
Með vélvæddum fjöldamorðum styij-
aldarinnar hafði öllum gildum, sið-
ferðislegum jafnt sem fagurfræðileg-
um, verið snúið á haus, öll tákn höfðu
tapað merkingu sinni og allur til-
gangur misst þýðingu sína.
Rugguhestur og raunsæi
undirmeðvitundarinnar
Orðið Dada þýðir á frönsku ruggu-
hestur en það völdu forsprakkar
stefnunnar af handahófi úr orðabók,
að eigin sögn. Nafnið er lýsandi fyr-
ir stefnuna sem á stuttum líftíma
sínum (1915-1922) ól á óvitinu og
því óröklega, fáviskunni, fjarstæð-
unni, fáránleikanum. Stefnan boðaði
and-list enda var hún í eins konar
krossferð gegn hinni hefðbundnu list
pg hefðbundnum viðhorfum til listar.
í herferð sinni tíðkuðu dadaistarnir
meðal annars að snúa upp á hefðina.
Einn af frægustu meðlimum stefn-
unnar, Marcel Duchamp, málaði til
dæmis endurgerð af Monu Lisu þar
sem hún var með yfirvararskegg.
Dadaisminn var þó ekki neikvæð
stefna að öllu leyti; hann opnaði
mönnum sýn inn í nýjar víddir sköp-
unargáfunnar. Einu takmarkanirnar
sem list dadaistanna voru settar var
tilviljunin. Og veruleikinn var aðeins
takmarkaður af þeirra eigin ímynd-
unarafli.
Upp úr þessum jarðvegi spratt
súrrealisminn. Hann nýtti sér einnig
nýjar kenningar í sálarfræði. Frum-
kvöðull stefnunnar, André Breton,
var læknir að mennt og hafði komist
í kynni við sálgreiningartilraunir Sig-
munds Freuds. Hann hreifst af hug-
myndum hans um að kynferði væri
aflvaki hræringa í undirmeðvitund-
inni sem birtust svo í draumum og
þráhyggju einstaklingsins. Til þess-
ara kenninga sótti Breton og fylgis-
menn hans aðferðafræði sína sem
útlistuð var í stefnuyfirlýsingu súr-
realismans árið 1924. Kafa átti niður
í undirmeðvitundina og virkja hin til-
viljunarkenndu setningabrot og of-
skynjunarmyndir sem þaðan voru
sprottin til listsköpunar; með þessu
móti birtist heimurinn mönnum í
nýju ljósi, í ljósi raunsæis undirmeð-
vitundarinnar.
Aðferðin var nánar tiltekið sjálf-
virkni. í stefnuyfirlýsingunni skil-
greinir Breton súrreaiismann sem
„hreina sjálfvirkni þar sem gerand-
inn tjáir, í orðum eða á annan hátt,
virkni hugsunarinnar. Súrrealisminn
er hugsanaflæði utan við skynsemi
og dómgreind, utan við fagurfræði-
lega og siðferðislega afskiptasemi.“
Súrrealisminn er upprunninn í
París en barst víða. Hingað til lands
kom hann þó ekki á sínum tíma,
nema í mýflugumynd hjá einstaka
rithöfundum og myndlistarmönnum.
Frægust eru sennilega dæmin af
Halldóri Laxness; Vefarinn mikli,
Unglingurinn í skóginum og Rodim-
enia Palmata. Súrrealisminn hefur
svo skotið upp kollinum í íslenskri
rit- og myndlist öðru hveiju á öldinni
þótt stundum sé hann ef til vill ekki
hreinræktaður; nefna má verk Flóka,
fyrstu verk Errós sem sýnd voru
hérlendis, ljóðabækur eftir Hannes
Sigfússon, Sigfús Daðason og Jóhann
Hjálmarsson og svo verk Medúsu-
hópsins svokallaða í upphafi níunda
áratugarins þar sem skáldið Sjón var
í fararbroddi.
Súrrealisminn er að vísu ekki eina
listastefnan sem ekki hefur náð að
nema land hér og festa rætur, ef
svo má segja. Dadaisminn kom ekki
og varla popplistinn eða konseptið,
svo eitthvað sé nefnt. Það var hins
vegar í tilefni af sýningu súrrealist-
ans, Robertos Matta, sem stendur
nú á Kjarvalsstöðum og væntanlegr-
ar sýningar á höggmyndum listbróð-
ur hans, Max Ernst, í Listasafni ís-
lands sem sú spurning vaknaði hvers
vegna súrrealisminn hefði ekki bor-
ist hingað á sínum tíma. Leitað var
álits iistamanna og listfræðinga.
Vitsmunahyggjan hafði ekki
íþyngt íslenskum listamönnum
Allir þeir sem rætt var við voru
sammála um að engin ein augljós
ástæða byggi á bak við það að súr-
realisminn kom ekki til íslands.
Flestir nefndu þó þá ástæðu að hér
hefðu ekki verið réttar þjóðfélags-
legar og hugmyndafræðilegar að-
stæður til að stefnan næði að skjóta
rótum; „súrrealisminn spratt ekki
upp úr engu í Evrópu“, sagði Krist-
ján Davíðsson listmálari. Súrreal-
isminn varð til í mjög sérstöku and-
rúmslofti sem myndaðist eftir fyrra
stríð en sömu forsendur voru ekki
hér.
Auður Ólafsdóttir listfræðingur
sagði að súrrealismanum hefði auk
þess að verulegum hluta verið stefnt
gegn vitsmunahyggju eða „rationa-
lisma“. „Og það er engin tilviljun
að hann skuli koma upp í höfuðvígi
vitsmunahyggjunnar í listum,
Frakklandi - það er jafnvel óvíst
að hann hefði getað fæðst annars
staðar. Hér á landi hafði vitsmuna-
hyggjan hins vegar ekki verið sér-
staklega áberandi; hún hafði að
minnsta kosti ekki íþyngt íslenskum
listamönnum svo mikið að þeir hefðu
þurft að gera uppreisn gegn henni
til að geta síðan kafað á djúpmið
undirmeðvitundarinnar."
Auður segir að íslenskir lista-
menn hafi oft verið gagnrýndir fyr-
ir að flytja inn ný form en ekki
hugmyndirnar á bak við þau. „í
þessu tilfelli fluttu þeir hins vegar
ekki einu sinni inn formið, sennilega
vegna þess að það var svo fram-
andi.“ Hér kemur kannski til það
sem flestir viðmælendur nefndu
einnig sem eina af aðalástæðum
þess að súrrealisminn greip ekki
hugi Islendinga meira en raun ber
vitni; súrrealisminn er stórborgar-
stefna, myndmál hans er að mestu
ættað úr henni og hin súrrealíska
hugsun einnig. Hann er afkvæmi
Parísarborgar og þreifst best í slík-
um samfélögum.
Sveitamenn
í réttri myndlist
Sjón, sem eins og áður sagði var
í hópi ungra skálda og myndlistar-
manna í upphafi níunda áratugarins
sem iðkuðu list sína í anda súrreal-
ismans, sagði að súrrealisminn
þyrfti borg til að þrífast. „Og senni-
lega hefur Reykjavík ekki náð nægi-
legri stærð fyrr en um 1980 til að
geta fóstrað þessa listastefnu. Þeg-
ar við í Medúsu vorum að byija á
þessu voru líka flestar þessar kenn-
ingar sem koma listinni við orðnar
að hiuta af eðlilegum morgunverði
ungra manna sem höfðu áhuga á
skáldskap og myndlist. Menn fengu
þetta bara í einum múslípakka;
freudismann, dadaismann, súrreal-
ismann, kommúnismann og annað
slíkt. Ég held að þeir íslendingar
sem voru erlendis í myndlistarnámi
á þriðja og fjórða áratugnum hafi
hreinlega ekki haft forsendur til að
skilja súrrealismann. Þetta voru
sveitamenn sem voru fyrst og
fremst uppteknir af því að læra
hina réttu akademísku myndlist
sem var auðvitað afstraktið á þess-
um tíma; • súrrealisminn var alger-
lega and-akademískur.“
Ekki hugmyndaleikfimi
heldur málverkið hreint
Helgi Þorgils Friðjónsson mynd-
listarmaður bendir á að smæð ís-
lensks samfélags hafi sjájfsagt
haft sitt að segja einnig. „ísland
er svo fámennt að það hefur aldrei
verið rúm nema fyrir eina stefnu
í einu. Ég held að það hafi því ein-
faldlega ekki verið rúm fyrir súr-
realismann hérna á sínum tíma
vegna þess að menn voru svo ný-
lega búnir að kynnast afstraktinu;
þeir voru að reyna að innbyrða þá
nýjung og ekki var rúm fyrir ann-
að. í því samhengi verður að hafa
í huga að myndmál súrrealismans
var annað en afstraktsins, í súr-
realismanum var aftur horfið til
fígúrunnar. Þegar menn voru að
reyna að vinna afstraktinu lið hér
með misgóðum árangri hefur
sennilega ekki verið mikið svigrúm
til annarra tiltekta."
Halldór Björn Runólfsson list-
fræðingur tekur undir það að senni-
lega hafi aðstæður hér á landi ekki
verið réttar til að taka við þeirri
nýjung sem fólst í súrrealismanum.
„En auk þess hefur viijað brenna
við á íslandi að menn vilji hafa list-
ina hreina og beina án vífilengja
og hugmyndafræðilegra útúrdúra.
Hvað þá að menn hafi viljað sætta
sig við einhver djúpsálarleg trikk
bundin kynhvötinni. Slík hug-
myndaleikfimi hefur hvorki þótt
sérlega góð né holl á meðal ís-
lenskra listunnenda, þeir vilja mál-
verkið hreint.“
S
I R N I R
SIÐASTA SYNINGARHELGI
Ulfar Örn sýnir
málverk og smámyndir
undir þökum
Húsasmiðj unnar. /Vv'\' HUSASMIÐJAN
ATHUGIÐ AÐ SÝNINGIN ER í AÐALVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR, SKÚTUVOGI 16 OG PLÖTUHÚSI SÚÐARVOGI 3 - 5.