Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 49

Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 49 % I ( i \ ( i i I I I I I ] I I | Ólympíumótið í brids hefst á sunnudag Stefnan sett á sæti í úrslitum BRIDGE Ródos, Grikklandi ÓLVMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótíð í brids verður haldið dagana 19. október til 2. nóvem- ber. Slóð mótsins á alnetinu er http://wbf.bridge.gr/Rhodes.96/ rhodes.htm ÓLYMPÍUMÓTIÐ í brids verður sett á grísku eyjunni Ródos á laugardag og spilamennskan hefst á sunnudag. íslendingar senda lið til keppni í opna flokkn- um þar sem 72 þjóðir munu reyna með sér við græna borðið. Hefur stefnan verið sett á úrsli- takeppnina en þangað hafa ís- lendingar ekki enn náð á Ólymp- íumóti. Liðunum er skipt í tvo riðla í undankeppni og verða spilaðar 35 umferðir eða fjórir sextán spila leikir á dag frá sunnudeg- inum 20. október til mánudags- ins 28. október. Fjórar efstu þjóðirnar í hvorum riðli komast áfram í úrslitakeppnina en af- gangurinn fer í monrad-keppni eða heimsmeistaramótið í bland- aðri sveitakeppni sem haldið verður í fyrsta skipti á Ródos. íslenska landsliðið er skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Matt- híasi Þorvaldssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Þorláki Jónssyni, Jóni Baldurssyni og Sævari Þor- björnssyni en Björn Eysteinsson og Ragnar Hermannsson eru liðsstjórar. Erfið byrjun íslenska liðið er sterkt og í ágætu formi um þessar mundir og að mati undirritaðs er mögu- leikinn á úrslitasæti því góður þótt við margar sterkar brids- þjóðir sé að etja. Riðill íslending- anna virðist heldur erfiðari en hinn og strax fyrsta daginn fá íslensku spilararnir verðuga and- stæðinga því þá spila þeir m.a. bæði við Bandaríkjamenn og ít- ali. Á öðrum degi mæta þeir m.a. Hollendingum og ísraels- mönnum en öll þessi lið ætla sér í úrslitin. Og fleiri sterkar brids- þjóðir eru með íslendingum í riðli, svo sem Brasilíumenn, Bretar, Indveijar, Norðmenn og Tævanbúar en þessar þjóðir hafa allar spilað í úrslitum á Ólympíu- og heimsmeistaramótum. Brasilíumenn hafa Gabriel Chagas og Marcelo Branco í far- arbroddi en þeir voru fyrir skemmstu taldir sterkasta par heims. Fyrir breska liðinu fara Tony Forrester og Andy Robson og Italir senda fjórmenningana Lauria, Versace, Buratti og Lanzarotti sem einokuðu Brids- hátíð hér heima í vetur. í norska liðinu spila Helgemo, Helness, Aa og Grötheim og Hollendingar senda heimsmeistararana Bauke, de Bauer, Westerhof og Jansen. Zia hrópaði á hjáip Bandaríkin senda hins vegar lítt þekkta spilara á Ólympíumót- ið. Það er alltaf keppt um landsl- iðssætin í Bandaríkjunum og eins og gengur gefst það ýmist vel eða illa. Að þessu sinni stóð sveit frá Chicago uppi sem sigur- vegari eftir að hafa slegið út heimsmeistarana frá síðasta ári og Rosenblummeistarana frá ár- inu 1994. Þessir spilarar heita Larry Robbins, Jerry Goldfein, Steve Garner, Jack Oest, Gerald Cara- velli og Gary Cohler. í landslið- skeppninni unnu þeir í 8 liða úrslitum sveit sem m.a. var skip- uð Peter Weicshel, Bobby Levin, Ron Rubin og Mike Becker sem allir skarta heimsmeistaratitlum. í undanúrslitum skelltu Robbins og félagar núverandi heimsmeist- urum í sveit Nicks Nickells. Og í úrslitaleiknum mættu þeir svo sveit Seymons Deutschs en með honum spiluðu Zia Mahmood, Michael Rosenberg, Chip Martel og Lew Stansby. Þessi sveit er handhafi Rosenblumbikarsins sem keppt er um á heimsmeist- aramótinu í útsláttarkeppni. Úrslitaleikurinn var jafn lengi vel en um miðbikið náðu Robbins og félagar hans skyndilega 60 impa forustu sem þeir héldu til loka. „Þeir höfðu yfirburði í úrspili, sögnum og vörn,“ sagði Zia eftir leikinn en þegar verst gekk lyfti hann upp spjaldi að myndavélun- um í sýningarsalnum þar sem stóð einfaldlega: Hjálp! Hér er ein af ástæðunum fyr- ir því: Norður ♦ 862 ♦ Á43 ♦ 3 ♦ KG10965 Vestur Austur ♦ K4 ♦ G53 ♦ D ♦ G109852 ♦ G9752 ♦ 1084 ♦ D8743 ♦ 2 Suður ♦ ÁDG97 ♦ K76 ♦ ÁKD6 ♦ Á Lokasamningurinn var 6 spað- ar við bæði borð og vestur spil- aði út laufi. Við annað borðið drap Garner heima á ás, tók tíg- ulás og trompaði tígul í borði og svínaði spaða sem vestur fékk á kóng. Hann spilaði tígli en Garn- er trompaði með 8 í borði, fór heim á hjartakóng, tók trompin og átti svo innkomu í blindan á hjartaás til að taka laufakóng- inn. Þetta virðist vera ósköp blátt áfram spilamennska og áhorf- endur áttu því ekki von á sveiflu. En við hitt borðið spilaði Rosen- berg hjarta á ásinn í blindum í öðrum slag og þar með var spil- ið tapað. Hann svínaði spaða og Robb- ins í vestur spilaði spaða til baka eftir að hafa fengið á kónginn. Rosenberg tók heima og tromp- aði loks tígul í borði en þar sem blindur var nú innkomulaus varð Rosenberg að reyna að taka lauf- kónginn. Austur trompaði og Rosenberg varð að lokum að gefa hjartaslag. Guðm. Sv. Hermannsson Morgunblaðið/Kristinn ÓLYMPÍULIÐIÐ í brids. Frá vinstri eru Aðalsteinn, Jón, Guð- mundur Páll, Sævar, Þorlákur, Matthías, Björn og Ragnar. * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar (Q) SILFURBÚÐIN VL/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - I>ar fœrfíu gjöfina - Meindl Arlberg barna- og unglingaskór Léttir gönguskór úr leðri og rúskinni með góðum sóla. -líka góðir i skólann í velur! Stærðir 28-35 Kr. 5.980,- Stærðir 36-42 Kr. 6.600,- Léttir gönguskór úr rúskinni og nyloni. Gore-tex i innra byrði. -góðirí velrarkuldanum! Dömust. 37-43 Kr. 11.190.- Stærðir 41-46 Kr. 11.690,- Léttir gönguskór úr leðri með góðum sóla. -koma sér vel i hálkunni! Stærðir 36-46 Kr. 9.600,- Gonguskor úr hágæða leðri. Gore-tex I innra byrði og góð útöndun. Vibram Multigritf sóli. -góðir í lengri göngulerðir. Dömust. 37-43 Kr. 16.640,- Herrast. 41-46 Kr. 16.900,- Stærðir 47-48 Kr. 17.900,- Léttir gönguskór úr rúskinni og nyloni -góðir lyrir veturinn! Skórnir tyrir veiðimanninn og þá sem (ara í lengri gönguterðir. Hágæðaleður, saumlaus neðri skór. Gore- tex í innra byrði, góð útöndun.Vibram Multigriff sóli. Makalu, stærðir 40-46 Kr. 18.700.- Makalu Pro, stærðir 38-46 Kr. 19.500.- Kreta Kr. 8.750,- Highway Kr. 8.980,- ferðingengur velá Meindl SMÚTILÍFfSK QLÆSIBÆ . SlMI 581 2922 Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir Brúdkaupsmyndir • Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON UÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 „Auglýsing" Hvers vegna not- ar þú Rautt Eðal Ginseng? Sigurbjörn Bárbarson, hestaíþróttamaður: Stór- mót í hestaíþróttum eru mjög krefjandi. Þess vegna nota ég Rautt Eöal Ginseng. Þannig kemst ég f andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari: Til að komast í andlegt jafnvægi og efla starfsþrek. Eyjólfur ísólfsson, tamn- ingameistari: Það heldur mér í morgunformi fram á kvöld. Rautt Ebal Ginseng skerpir athygli og eykur þol. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.