Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 54

Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Hvítlaukur (geirlaukur) Kristín Gestsdóttir segir að hér á árum áður hafí hvítlaukur verið kallaður geirlaukur, sem er mjög gott nafn og lýsir lauknum vel. Mætti vel vekja það nafn upp að nýju. * LÍKLEGA þekkja allir þeir sem koma til Miðjarðarhafs- landanna og Suður-Frakklands hina þrúgandi ógeðfelldu hvít- laukslykt í almenningsvögnum og lestum. Hvítlaukur hefur lengi verið þýðingarmikill í matargerð þeirra landa svo og í Austurlönd- um Qær. En fólk þarf alls ekki að anga af hvítlauk þótt það borði hann ef rifin eru soðin heil eða í sneiðum, en ekki borðuð og press- uð hrá. Segja sumir að hvítlauks- pressan hafi verið fundin upp til að draga fram hina vondu hliðar hvítlauksins, þ.e. beiskt bragð og sterkan óþef. Mér fínnst það nú ekki, en ég nota hvítlaukspressu talsvert og á eina mjög fallega úr smíðajámi sem er hreinasta eldhúsprýði. Betra er að merja hvítlauksgeirann í morteli eða leggja á bretti og merja með hnífsoddi. Alls ekki má brúna hvítlauk, þá verður hann rammur og mjög vondur, ekki má heldur nota grænu blöðin sem spira stundum upp úr lauknum. Hvít- laukur er í mörgum geirum og hvem geira umlykur himna sem er fjarlægð. Ekki er gott að geyma hvítlauk í ísskáp, en hann má hengja á nagla neðan í hillu eða upp á vegg á köldum stað. Kjúklingarétturinn hér á eftir er með mjög miklum hvítlauk (25 geimm), það bragð er þó ekki yfírgnæfandi en gefur réttinum mjög gott bragð. Gott er að láta hvítlauk liggja í köldu vatni í nokkrar mínútur áður en hann er afhýddur. Hvítlaukskjúklingur 3. Afhýðið lauk, hreinsið gul- rót og sellerístöngla. Skerið gul- rót og sellerístöngla í sneiðaren saxið laukinn. 4. Setjið matarolíu á pönnu og sjóðið allt grænmetið í henni 17-10 mínútur. Hafið hægan hita og brúnið ekki. Setjið í eldfasta skál með loki. 5. Leggið kjúklingabitana ofan á, kreistið safa úr sítrónu og helliðyfir. Stráið salti og pipar yfir. Afhýðið hvítlauksgeirana og stingið niður með kjúklingabitun- um. Setjið lok á skálina og hreyf- ið aldrei meðan á suðu stendur. Sjóðið þannig í 1 klst. Fleygið húðinni en berið réttinn fram í skálinni. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. Hvítlaukspiklis sá, sem hér er uppskrift að, er mjög góður með alls konar grillkjöti og fleiri steikt- um kjöttegundum. einnig er gott að saxa einn til tvo hvítlauks- geira saman við ýmiss konar salat. Hvítlaukspiklis 4-5 stórir hvítlaukar 'A dl hvítvínsedik ___________I dl eplasgfi________ ___________2 msk. sjerri________ __________2 msk. sykur__________ '/ tsk. salt 1 litill ferskur eða þurrkaður chilepipar _________6 negulnoglar__________ 1 tsk. piporkorn, helsthvíteða blönduð 1 kjúklingurum 1.250 g 1 % tsk. salt mikið af nýmöluðum pipar 2 meðalstórar gulrætur 2 meðalstórir laukar 4 selerístönglar '/ dl matarolia 25 stórir hvítlauksgeirar _________safi úr 1 sitrónu______ 1. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 180 C. 2. Sundurhlutið kjúklinginn, klippið sundur bein, takið af húð- ina en leggið yfir í kjúklinginn í suðunni. __________2 lórviðarlauf_______ 1 hrísla ferskt rósmorin (krvdd) _________'/ dl motorolíg_______ 1. Afhýðið hvítlauksgeirana, sem gætu verið 40-50 stk. 2. Setjið allt nema rósmarin og matarolíu í pott og látið sjóða upp, setjið þá hvítlauksgeirana með í pottinn og sjóðið við væg- an hita í 5 mínútur. Geymið til næsta dags. 3. Bætiðfersku rósmarini saman við og sjóðið upp. Hellið síðan í krukku og hellið matarol- íu yfir. Lokið vel og geymið í kæliskáp. Þetta geymist í um 4 vikur. skák Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í deildakeppni Skáksam- bands íslands um síðustu helgi. Áskell Örn Ká- rason (2.245), Skákfélagi Akureyrar) hafði hvítt og átti leik, en Heimir Ás- geirsson (2.185), Skákfé- lagi Hafnarfjarð- ar, var með svart. Hvítur hafði þegar fómað drottningu fyrir hrók og riddara, en lét þar ekki staðar numið: 20. Hxd5! - exd5 21.Rg5 — Dc7? (Meiri vörn var fólgin í 21. — d4 22. Rxf7 - Hh7 23. Rg5 - Hh6 24. Bf4 — c3, þótt hvítur standi til vinnings eftir 25. bxc3 - bxc3 27. Bf5!) 22. Bf4 - Hg8 23. Bxd5 — Hxg5 24. hxg5 — c3 HVÍTUR leikur og vinnur 25. bxc3 — bxc3 26. e6 og svartur gafst upp. Haustmót TR. Umferð í öllum flokkum í kvöld. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Vestur Norður Austur Suður Hörður Jón Georg Ragnar -- -- - 1 hjarta 2 lauf Pass Pass 2 spaðar 4 lauf 4 spaðar 5 lauf 5 spaðar 6 lauf Dobl Pass 6 spaðar Dobl Pass Pass Pass RAGNAR S. Halldórsson sendi þættinum hressi- legt skiptingarspil, sem kom upp í rúbertubrids í góðra vina hópi fyrir skömmu. „Suður hefur verið í stuði,“ segir Ragn- ar, „en er hann í alstuði? Nú reynir á.“ Suður gefur og báðir eiga 60 í bút á seinna geimi: Ragnar er í suður og tekur upp þessi spil: Suður ♦ D10832 ▼ ÁDG98732 ♦ - ♦ - Makker Ragnars í norð- ur er Jón Ásbjörnsson, en í AV em Hörður Arnþórs- son og Georg Ólafsson. Sagnir þróast þannig: Norður ♦ KG932 f 4 ♦ 962 ♦ D764 Vestur ♦ Á f 10 ♦ ÁK1084 ♦ ÁKG1083 Austur ♦ 76 f K65 ♦ DG753 ♦ 952 Suður ♦ D10854 f ÁDG98732 ♦ - ♦ - Hörður kom út með lauf- ás, sem Ragnar trompaði og spilaði spaða. Hörður reyndi næst tígulásinn, en hann hlaut sömu örlög og laufásinn. Ragnar fór svo í hjartað og gerði það gott með tveimur trompunum. Slétt staðið og “alstuðið fullsannað“. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið ardal. Eigandi hringi í síma 581-2201. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Olympus tapaðist laugardagskvöldið 28. september, annaðhvort á leiðinni frá ÍR-heimilinu að bensínstöðinni við Skógarsel, eða í leigubíl frá bensínstöðinni upp í Engjahverfi í Grafar- vogi. Filman í vélinni er eigandanum dýrmæt. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 557-6035. Fjallahjól fannst NÝTT svart fjallahjól fannst nálægt fjöl- skyldugarðinum í Laug- Gæludýr Connor- páfagaukur Óska eftir litlum kven- kyns connor-páfagauki. Upplýsingar í síma 587-0565. Lúlli er týndur ÞESSI ársgamli, ógelti högni er búinn að vera týndur í um tvær vikur. Hann er kallaður Lúlli. Hann á heima í Ljós- heimum 20. Var með hálsól en hún getur hafa dottið af. Þeir sem gætu hafa orðið Lúlla varir eru beðnir að hringja í síma 553-6047. Með morgunkaffinu ' > Ast er... 5 að sitja öll saman við varðeldinn. TM Reg U.S. PW. 0*1. — al rt^its rMarvsd (c) 1996 Lo* Angatos TimM Syndicats Víkveiji skrifar... NATTSPYRNUSAMBAND íslands er í ógöngum með Meistarakeppni KSI. Það getur ekki gengið að Skagamenn sem sigra þrefalt í ár séu ekki meistar- ar meistaranna. Þessi titill féll Eyjamönnum í skaut á laugardag- inn, þegar þeir unnu Skagamenn á glerhálum Laugardalsvelli. Eyja- menn töpuðu fyrir ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar eins og menn rekur eflaust minni til og urðu í 4. sæti í íslandsmótinu. Það er í lagi að svona leikur fari fram, en það lið sem vinnur alla helstu titl- ana hlýtur að fá nafnbótina meist- ari meistaranna án þess að þurfa að spila um hana. Fyrir 12 árum kom upp sama staða. Skagamenn höfðu unnið tvöfalt haustið 1983 og spiluðu vorið eftir við Eyjamenn, sem höfðu tapað í úrslitaleiknum árið áður fyrir Skagamönnum. Eyja- menn höfðu sigur í miklum polla- leik á Melavelli og voru meistarar meistaranna þótt þeir hefðu fallið í 2. deild árið áður! Það hefur einnig verið vand- ræðagangur með tímasetningu þessa leiks. Venjulega hefur hann farið fram á vorin en hefur nú verið fluttur fram á haustið. Af tvennu iílu virðist vorið heppilegri tími. Allavega er of seint að leika um miðjan október, því á þeim tíma er allra veðra von. xxx MENN hafa verið að velta fyrir sér þeim áhrifum sem Hvalfjarðargöngin munu hafa þegar þau eru komin í gagnið. í blaðinu Dagskránni var á dögun- um velt upp nýjum fleti á þessu máli. Sunnlendingar hafa nefni- Iega af því áhyggjur að tilkoma ganganna hafí í för með sér aukna samkeppni um sumarbústaðafólk eða svokallað helgarferðafólk. Sunnlendingar hafa fengið stærstan bita af þessari köku en hætt er við að Vesturland komi sterkt inn í myndina þegar vega- lengdir þangað frá höfuðborginni hafa styst um 50-60 kílómetra. Sunnlendingar vilja ekki missa tekjur af þessu fólki og eru farn- ir að ræða málið. Ein hugmyndin er að kreijast þess að vegurinn yfir Hellisheiði verði lýstur upp. „Eg tel að ljósastaurar eigi fullan rétt á sér á Hellisheiðinni, það er mikið öryggismál fyrir alla sem þekkja það að ferðast um hana á veturna og svo myndi það auðvit- að styrkja markaðsstöðu Suður- lands,“ hefur blaðið eftir Þorsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra KÁ á Selfossi. xxx RJÁR sjónvarpsstöðvar eru með sjónvarpsmarkaði. Fólki eru sýndar vörurnar á skjánum og svo getur það pantað í gegnum póstkröfu. Nú er farið að sýna ameríska þætti sem eru svo til- gerðarlegir og hallærislegir að ekki er boðið upp á verra sjón- varpsefni að mati Víkveija. Er þetta ekki of amerískt fyrir smekk Islendinga? xxx PÓLITÍSK blöð eru á fallanda fæti. Þó er að fínna í þeirri flóru eitt. blað sem hefur lengi borið af öðrum og er í háum gæða- flokki. Þetta er blaðið Vogar, sem sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa gefið út um langa hríð. Þykir Vík- veija sérstök ástæða til að hrósa Vogamönnum fyrir gott blað og hvetja þá til að halda áfram á sömu braut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.