Morgunblaðið - 04.12.1996, Page 48

Morgunblaðið - 04.12.1996, Page 48
,48 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni YE5,MA'AM..I VE BEEN D0IN6 MY RE6ULAR WORK Já, kennari, ég hef unnið verkefnin mín N0,MAAM,I WAVEN T BEEN WA5TIN6 MY TIME C0L0RIN6 IN A C0L0RIN6 BOOK.. Nei, ég hef ekki verið að sóa tima mínum í THAT5N0T MY C0L0RIN6 BOOK. IT BEL0N6S TO MY P06.. Þetta er ekki lita- bókin mín... Hann er Ég lita hrifinn af himininn það að lita í lita- bók... hundurinn minn á litabók- alltaf blá- hana... um... an. .. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tj áningar fr elsið og Rushdie Frá Páli Valssyni: í MORGUNBLAÐINU sunnudag- inn 17. nóvember gefur að lesa í yfirliti erlendra frétta liðinnar viku: „Rithöfundinum Salman Rushdie, sem kallaði yfir sig dauðadóm klerkastjórnarinnar í íran með skrifum sínum, voru á miðvikudag- inn veitt Aristeion verðlaunin í Kaupmannahöfn.“ Síðan fylgja nokkrar línur um þann vandræða- gang og klaufaskap sem olli næst- um stjórnarkreppu í Danmörku. Nú er það vel að Morgunblaðið veki athygli á því að svo ágætur höfundur sem Salman Rushdie hljóti bókmenntaverðlaun og gjarna hefði mátt koma fram að þeim deildi hann með öðrum merk- um höfundi, Christoph Rainsmayr, sem skrifaði bókina Hinsta heim sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir fáeinum árum. Orðalagið er hins vegar hæpið í meira lagi og minnir á að menn skulu fara var- lega með orð. Með því að segja Rushdie hafa kallað yfir sig dauðadóm írönsku klerkanna er Morgunblaðið að gefa þeirri túlk- un undir fótinn að Rushdie hafi sjálfur valdið sér þessum hör- mungum, hann geti að einhveiju leyti sjálfum sér um kennt. Slík túlkun er heidur ekki óþekkt, ýmsir hafa látið að þessu liggja og frægur er vandræðagangur Breta og Johns Majors vegna málsins á sínum tíma sem spratt af túlkun af þessu tagi. Þetta kann að virðast smálegt, en skiptir auðvitað gífurlega miklu máli því hér er fjaliað um sjálft tjáningarfrelsið (að ekki sé talað um líf og dauða einstaklings). Ég þykist líka vita að Morgunblaðið styðji það frelsi heilshugar og telji, líkt og vonandi flestir, að þótt per- sónur í tiltekinni bók Rushdies tali háðuglega um íranskan erkiklerk sé fráleitt að höfundurinn hafi þar með unnið sér það til óhelgi og að hann á einhvern hátt eigi sök í því einsdæmi að ríkisstjórn voldugs ríkis geri út morðingja á hendur honum. Nei, orð geta verið dýr, það hefur Salman Rushdie sannarlega fengið að reyna, og því er ástæða til að brýna fyrir blaðamönnum að umgangast þau af varúð, því eins og skáldið sagði: „þau geta sprungið". PÁLL VALSSON, lektor, Uppsölum. Hver var bakgriinmir Jóns forseta? Frá Hallgrími Sveinssyni: ÖÐRU HVORU má lesa í Morg- unblaðinu í lærðum greinum til- vitnanir ýmissa höfunda í Jón Sig- urðsson. Nýjasta dæmið um þetta er í Lesbókargrein ritstjóra blaðs- ins, Matthíasar Johannessen, en þar er umræðuefnið Jón forseti og réttur íslenskrar tungu. Matthías segir að Jón hafi varðað veginn þar sem annarsstaðar og barist fyrir vernd tungunnar og rétti ásamt samheijum sínum. Fyrir nokkrum dögum skrifar Páll Berg- þórsson í blaðið um nauðsyn auk- ins meirihluta i atkvæðagreiðslum í vissum málum á þingum og til- gang allrar stjórnar. Sama sagan þar. Þorvaldur Gylfason prófessor skrifaði nýlega um fijálsa verslun í Mbl. og sagði frá því að íbúar Hong Kong hefðu tekið upp versl- unarhætti sem Jón forseti hefði barist fyrir á öldinni sem leið. Og svona utan enda. Það er nánast sama hvaða fræðimaður eða skrif- ari tekur upp penna í blaði allra landsmanna. Alltaf geta menn vitnað í þennan makalausa Vest- firðing, brautryðjandann Jón Sig- urðsson, sem ekki var nein venju- leg þjóðhetja, heldur glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni. Prófessor Sigurður Líndal hefur varpað því fram, að gera þyrfti fræðilegan samanburð á Jóni Sig- urðssyni og frelsishetjum annarra þjóða. Margir slíkir börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og svo þegar það var búið var þeirra hlut- verki oft lokið. En Jón var á allt öðru plani og hafði lag og visku til að vísa mönnum leið í nánast öllum þjóðmálum sem einhveiju skipta. Ög nánast hvert sem litið er í íslensku þjóðféiagi í dag, má kenna áhrifa frá honum. Þessi umræða leiðir til þess að spyija má sem svo: Hver var bak- grunnur þessa manns? Hvaða arf hafði hann í genum sínum sem urðu þess valdandi að hann varð- aði veginn fyrir þjóð sina í verslun- ar- og atvinnumálum almennt, fjármálum, stjórnskipunarmálum, sögu og stjórnvísindum? Hvernig gat fátækur prestssonur úr af- skekktri sveit ofan af Vestfjörðum á Islandi sett saman svo snjallar stjórnmálagreinar sem Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur taldi jafnvel einstæðar í allri Norðurálfu á sínum tíma? Svona spurningar eru kannski út í hött. Óg þó. Er ekki löngu kominn tími til fyrir okkur íslendinga að reyna að átta okkur á þessum einstæða manni og huga að sögunni bak við sögu hans? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.