Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 1
120SIÐURB/C/D 0r0imTO&tS>i§« STOFNAÐ 1913 283. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Handtöku mótmælt í Belgrad EKKERT lát var á mótmælum serbneskra stjórnarandstæð- inga í Belgrad í gær eftir að hæstiréttur Serbíu hafnaði kröfu þeirra um að viðurkenna sigur þeirra í borgarstjórnar- kosningunum í síðasta mánuði. Um 40.000 námsmenn söfnuðust saman í miðborginni og mót- mæltu meintum pyntingum lög- reglu á 21 árs verkamanni, sem var handtekinn á f östudag eftir að hafa haldið á brúðu í fanga- klæðnaði og í líki Slobodans Milosevic forseta á mótmæla- fundi í Belgrad. Móðir mannsins sakaði lögregluna um að hafa nefbrotið hann, stungið byssu- hlaupi í munn hans og látið hann liggja nakinn á gólfi fangelsisins viðopinn glugga. Á myndinni sést lögreglumað- ur reyna að halda aftur af mót- mælendum í Belgrad. Fundur heimsviðskiptastofnunarinnar í Singapore Deilt um rétt til að stofna stéttarfélög Singapore. Reuter. TALIÐ var að nokkur árangur hefði náðst á fyrsta degi vikulangs ráð- herrafundar Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) í átt til afnáms tolla og hindrana í milliríkjavið- skiptum með töivur og búnað til upplýsingamiðlunar. Agreiningur um vinnuþrælkun barna og réttinn til að stofna stéttarfélög var þó talinn geta stofnað samkomulagi í hættu. Renato Ruggiero, framkvæmda- stjóri WTO, hvatti til þess, að aðild- arríkin legðu til hliðar ágreining um önnur deilumál svo koma mætti samkomulagi um viðskipti á sviði upplýsingatækni í höfn. Talið er að í húfi séu viðskipti sem nema þús- undum milljarða dollara. Á sama tíma og ráðherrarnir veltu fyrir sér leiðum til að blása lífi í alþjóðaverslun og lýstu við- skiptum sem drifkrafti atvinnu- sköpunar um alla veröld birti WTO tölur um vöruviðskipti sem leiddu í ljós að þau myndu aukast minna 1996 en 1995; aukningin í fyrra hefði numið átta prósentum en yrði ekki nema fimm prósent á þessu ári. Goh Chok Tong, forsætisráð- herra Singapore, lagðist fast gegn því í setningarræðu fundarins, að þróunarríkin yrðu þvinguð til um- bóta í verkalýðsmálum, þar með yrðu þau svipt samkeppnisfærni. Bandaríkjamenn, Frakkar og Kanadamenn vilja að tekið verði á málefnum ódýrs vinnuafis á fundi WTO en meðal þeirra ríkja sem vilja, að ekki verði minnst á þau mál í lokaskjali fundarins eru Ind- land, Indónesía og Malasía. Undir afstöðu þeirra taka reyndar Bretar, Ástralir og Þjóðverjar sem sögðu, að Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) væri rétti vettvangurinn til að taka á málum ódýrs vinnuafls en ekki WTO. Engar samþykktir Heimsvið- skiptastofnunarinnar öðlast gildi nema um þær ríki einhugur. Di Rupo sýkn - í bili Brussel. Reuter. HELSTU ákærununum á hendur Elio Di Rupo, aðstoðarforsætisráð- herra Belgíu, um að hann hafi haft kynmök við drengi undir lögaldri hefur verið vísað á bug. Það var hæstiréttur Belgíu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ásak- anirnar, sem hafðar eru eftir einum manni, væru tilhæfulausar en frétta- stofan Belga sagði, að hins vegar væri verið að vega og meta nýjar upplýsingar, sem réttinum hefðu borist fyrir tæpri viku. Ráðherra í héraðsstjórn frönsku- mælandi manna, Jean-Pierre Grafe, sagði af sér í gær en hann hefur einnig verið sakaður um kynmök við börn undir lögaldri. Grafe sagðist vera saklaus en hann gæti ekki leng- ur sinnt störfum sínum vegna orð- rómsins. ? ? ? Sameinuðu þjóðirnar írakar fá að selja olíu Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, staðfesti í gær samning um að írak- ar fái leyfi til að flytja út takmark- að magn af olíu til að kaupa mat og lyf- Næstu sex mánuði fær stjórn Saddams Husseins að flytja út olíu fyrir um 130 milljarða króna en verulegur hluti fjárins fer til upp- byggingar í Kúveit. Viðskiptabannið, sem öryggisráð SÞ setti á íraka eftir innrásina í Kúveit 1990, hefur valdið miklum efnahagserfiðleikum og neyð meðal almennings. Öryggisráðið sam- þykkti í fyrra að leyfa olíusölu en erfiðlega gekk að semja um skilmál- ana og er íraksher skarst í innbyrð- is átök Kúrda í norðurhéruðum Reuter STUDENTAR á mótmælafundi í gær. Stjórnin sendi lögreglu á vettvang til að stöðva aðgerðirnar. Herf oringjastjórnin í Búrma lætur loka háskólum Suu Kyi neitar ásökun um tengsl við mótmælin Rangoon. Reuter. AUNG San Suu Kyi, stjórnarand- stöðuleiðtogi í Búrma, neitaðí í gær ásökunum herforingjastjórnarinnar um að flokkur hennar væri viðriðinn mótmæli námsmanna í landinu og hvatti stjórnina til að leita nýrra leiða til að leysa deiluna. Talsmaður herforingjastjórnarinn- ar sagði að nokkrir félagar í Lýðræð- isbandalaginu, flokki Suu Kyi, auk kommúnista og útlægra náms- manna, hefðu gengið til liðs við námsmennina. „Við höfum sannanir fyrir því að menn úr Lýðræðisbanda- laginu, félagar í Lýðræðisfylkingu námsmanna (ABSDF) og leynilegir hópar úr Kommúnistaflokki Búrma hafi tekið virkan þátt í mótmælun- um," sagði hann. ABSDF er með höfuðstóðvar í Bangkok og er skipað námsmonnum sem hafa flúið frá Búrma siðan upp- reisn lýðræðissinna var kveðin niður árið 1988. Kommúnistaflokkurinn hefur verið bannaður. „Þetta er fáránlegt," sagði Suu Kyi um þessar ásakanir. „Þeir ættu að taka á vandamálum sínum í stað þess að reyna að skella skuldinni á einhverja aðra. Þessi samsæriskenn- ing er gjörsamlega úrelt. Við viljum að nútímalegri aðferðum verði beitt til að leysa vandann." Kennsla f elld niður Sjónarvottar sögðu að hermenn hefðu dreift hóp 120 námsmanna sem efndu til mótmæla í háskóla í Rangoon í gær. Ekki var vitað hvort einhverjir þeirra voru handteknir. Fregnir hermdu ennfremur að lög- reglan væri með mikinn öryggisvið- búnað við sendiráð Bandaríkjanna í borginni. Stjórnarerindrekar sögðu að námsmenn hefðu einnig efnt til mót- mæla í Mandalay, 690 km norðan við höfuðborgina, og hrópað vígorð gegn stjórninni. Námsmenn við tækniháskóla í borginni hefðu skipu- lagt mótmæli á sunnudag og örygg- issveitir hefðu umkringt byggingar læknaháskóla. Herinn jók öryggisviðbúnað sinn í Rangoon og lokaði öllum bygging- um tveggja háskóla. Kennsla var felld niður í skólunum í gær. Afganistan Bréfpokar bannaðir í Kabúl Kabúl. Reuter. TALEBAN-hreyfingin, sem ræður meirihluta Afganistans, hefur bannað landsmönnum að nota bréfpoka og amast raunar við því, að nokkru pappirssnifsi sé kastað. Er ástæðan sú, að á pappírnum geta verið áletranir eða orð, sem einnig má finna í Kóraninum, hinni helgu bók múslima, og geti það jafngilt guðlasti að henda slíku ef ni. Amir Khan Mutaqi, upplýs- ingaráðherra Taleban-stjórnar- innar, skýrði frá þessu í gær og sagði, að hér eftir yrði fólk að nota plastpoka. Á því hefur almenningur í Kabúl hins vegar engin efni og raunar lifa marg- ir á því að búa til poka úr notuð- um pappír og sejja kaupmönn- um. Þegar fréttir bárust út um fyrirhugað bréfpokabann seld- ist allur salernispappír í Kabúl upp á augabragði því að enginn vissi hve víðtækt pappírsbannið yrði. Bann á bann ofan Taleban-hreyfingin náði Kab- úl á sitt vald í september og síðan hefur konum verið bannað að vinna utan heimilis og þær mega ekki koma út undir bert Ioft nema með höfuðið hulið og grisju fyrir andliti, sem þær geta horft út um. Þá hefur öll- um opinberum starfsmönnum, sem eru að sjálfsögðu eingöngu karimenn, verið skipað að láta sér vaxa skegg og mörgum, sem hlýddu því ekki, verið sagt upp. Dans og öll tónlist önnur en trúarleg hefur verið bönnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.