Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 57 :* ) 1 i I I l I Í I Í 1 j Í i Í 4 á •3 4 4 4 4 4 4 4 MÁLVERK Sigurðar Sigurðssonar af konu sinni, Önnu Kristínu Jónsdóttur (1968). mörkuð og óskráð lög í heiðri. Betri ferðafélaga út fyrir landsteinana gat vart og því kynntist ég vel er mér tókst að fá hann með mér á Tvíæring Eystrasaltsþjóðanna í Rostock um miðjan áttunda áratug- inn. Þetta varð að tveim dýrindis vikum, jafnt í fagnaði sem við alvar- legri athafnir, fundahöld eða skoð- un merkra staða og safna. í steikj- andi sól á baðströnd nokkurri lifði alþjóðlega nefndin sig svo fullkom- lega inn í nývakin kynni að margur gleymdi sér og brann. Annaðhvort kom rauður blettur á bakið eða að framanverðu eftir því hver líkams- hluti vissi að sólu, og varð þannig samlitt mælskuflóðinu. Á yndis- fögrum degi vorum við ásamt freyj- um okkar staddir í rjóðri fyrir fram- an dómkirkjuna í Doberan, Dober- aner Múnster, er gullsmiður kom skyndilega í ljós og bar fagurlega við grassvörðinn. Mikið var heimur- inn upphafinn og magnþrunginn með slíkt djásn náttúrunnar fyrir framan okkur. - í lok maímánaðar síðastliðinn, átti sameiginlegur vinur og verð- mætur málari sjötíu og fimm ára afmæli. í tilefni dagsins bauð hann nokkrum vinum sínum í siglingu um Sundin. Fleyið bar mannskapinn víða eftir strandlengjunni um eyjar og annes, meðan innviðir þess voru vígðir glaumi og gleði. Kul í lofti en dagur annars bjartur og nutu ungir sem aldnir óvenjulegrar uppá- komu og óvæntra sjónarhorna rétt við húsdyrnar að segja má. Er leið á fagnaðinn var ég kallað- ur að einu borðinu, þar sem afmæl- isbarnið sat í hópi einkavina og hofróða og var þétt setinn bekkur- inn. Menn voru í góðu skapi og málstuði, tíminn leið hratt ein ögur- stund ei meir. Undarlegt til þess að hugsa, að tveir úr hópnum, Olaf- ur Jensson og Sigurður Sigurðsson skuli nú hafa kvatt þessa jarðvist. Ólafur til langs tíma helstur blóð- meinafræðingur hér á landi og Sig- urður sem kvaddur verður í dag í röð fremstu málara okkar á sviði landslags- og mannamynda. En allt fram streymir og þetta er víst eitt- hvað sem menn verða að sætta sig við og bíta á jaxlinn. Hjarta mitt er hjá Önnu Kristínjj. Bragi Ásgeirsson. Sigurður Sigurðsson listmálari er nú genginn á vit feðra sinna. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 1. desember sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Mér finnst það táknrænt að hann skyldi burtkvaddur þennan dag, því ég heyrði hann einhvern tíma segja að 1. desember væri hinn eini og sanni fullveldisdagur okkar Íslend- inga. Af börnum mínum, sem voru afar hænd að honum, var hann oft- ast kallaður „Siggi frændi“, sem oft lumaði á góðgæti í fórum sínum. Mér er því ljúft og skylt að skrifa nokkur minningabrot um mág minn Sigurð. Þau hjónin, Anna og Sigurður, voru mjög barngóð og stofnuðu börn frændsystkina og önnur börn í nágrenni til vinfengis við þau, enda var Siggi spaugsamur og átti til smá prakkaraskap, sem krakk- arnir höfðu gaman af. Nú eru þessi börn fullorðin, en ég er viss um að þau gleyma seint Sigga og Önnu í Fögrubrekku 5. Eg ætla að tína fram örfá minn- ingarbrot um þennan stórbrotna og skemmtilega mág minn hann Sigga frænda. Eg kynntist honum og Önnu náið árið sem þau stóðu í byggingu á húsi sínu í Fögrubrekku 5, en meðan á henni stóð bjuggu þau hjá okkur hjónum á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Það má með sanni segja að heimilislífið breyttist á marga vegu, meðan þau hjón dvöldu hjá okkur. Þau stóðu í byggingar- vinu alla daga, tóku með sér nesti, og komu svo heim um kvöldmatar- leytið. Á kvöldin, að dagsverki loknu, var spjallað og spilað og ýmislegt annað gert sér til gamans. Sem oftast slæddust einhverjir gestir í kvöldkaffi, upprennandi listamenn sem Siggi hafði kennt, listmálarar, vinir hans, systkini og frændur. Það var aldrei að vita hveija bar að garði og á stundum fannst mér heimilið vera orðið að hálfgerðri listaakademíu, þar sem rædd var málaralist, bókmenntir, stjórnmál og atburðir líðandi stund- ar. Siggi var venjulega miðpunktur þeirrar umræðu. En fyrr en varði fluttu þau Anna og Siggi í Kópavoginn, þar sem Hrólfur bróðir hans var kominn og þangað sem við hjónin fluttum síðar með barnahópinn. Önnu og Sigga varð ekki barna auðið, en þau voru svo lánsöm að eignast dugmikla og umhyggju- sama fósturdóttur, hana Stellu. Hún hefur í alla staði verið þeim góð og elskurík dóttir. Það er sárt að missa ástvini sína, en ég veit að þegar erfíðasti hjallinn er að baki þá mun birta minning- anna ylja þeim Önnu og Stellu og öðrum ástvinum Sigurðar, því þar er af nógu að taka. Far þú í friði, Sigurður vinur og mágur. Að lokum þrýtur lengstu vetramótt, og lífsins þrá er endurvakin skjótt. Sjá, - ljós á himni lágt í suðri skín, og litli geislinn kyssir augu þín. Nú ekur dapr yfir himinbraut, ungur, fagur. - Nú er vetrarþraut brátt á enda. - Blessuð hækkar sól. - Bráðum sendir Drottinn heilög jól. (Sigurður Sigurðss. frá Vigur.) Sigurlaug Sveinsdóttir. í byijun sjöunda áratugarins reis hverfi austast í Kópavoginum sem um árabil tengdist ekki annarri byggð heldur skildu að holt og móar. Kópavogur var á þessum árum eins og unglingur á gelgju- skeiði, misvaxinn og bólugrafinn og var reyndar þannig langt fram eftir aldri. Hverfí þetta var þannig eins og eyja eða annes á Digranes- hálsinum. Austan við hverfíð voru skreiðarhjallar sem teygðu sig lang- leiðina inn í Blesugrófina og að Breiðholtinu sem þá var beijaland. Að kvöldlagi við angan skreiðarinn- ar áttu Reykvíkingar gjarnan kær- leiksrík stefnumót í bifreiðum en á daginn rákum við krakkarnir kýr inn í hjallana því þar spratt grasið vel. Sunnan hverfísins tóku við móar og sandgryfjur með lakkrísgerð og frystihúsi og rann þar um lækur með miklu sæmdarheiti. Hænsna- hús og kindakofar voru nærri og í hverfínu var eldsmiður sem hamr- aði skeifur úr glóandi járni og að- ventisti, sem barði af eldmóði í okkur guðstrúna í litlu húsi við Álfhólsveginn. Engin verslun var í hverfinu lengi vel heldur braust Óli í Kóp í öllum veðrum á grænum Skoda með vörur þarna austur eft- ir. Inn úr einu kafaldinu kom hann í nóvember 1963, stóð í miðjum stiganum og hrópaði : „Þeir eru búnir að drepa Kennedy". Þannig bárust heimsfréttirnar inn á Háls- inn. Ekki fór ég varhluta af því að þetta væri óvenjulegt samfélag og ekki laust við að maður fyrirverði sig fyrir hálfkarað hverfið og Kópa- voginn eins og hann lagði sig enda vantaði miðbæ og almennilega höfn eins og flest íslensk bæjarfélög stát- uðu af - var hvorki fugl né fískur. Samgöngur voru erfíðar og tók jafn langan tíma að komast á Lækjar- torg og nú tekur að fara austur á Selfoss. Hjónin Sigurður og Anna reistu sér hús þar sem áður var rófugarð- ur ömmu minnar og afa og fljótlega kom í ljós að þar virtist jörðin fijó- samari en annars staðar. Tijágróð- ur óx þar vel sem og garðávextir. Við krakkamir vorum aufúsugestir á heimili og í garði þeirra hjóna en töluverð afföll urðu þó á upp- skerunni. Þar kom að Siggi tók mig afsíðis og bað mig að gæta garðsins því óprúttnir aðilar stælu rabbabaranum og rifsbeijunum. Ég vissi upp á mig skömmina enda fór svo að þetta embætti margfaldaði uppskeruna. Sigurður var einn af þremur sem fengust við olíumálun í hverfinu og úr vinnustofunni barst lykt af olíu- litum sem blandaðist gróður-, smur- olíu-, hænsna- og skreiðarlykt hverfísins. Hann lærði á stríðstím- um myndlist í akademíu kóngsins í Kaupmannahöfn og það var ekki fyrr en undir stúdentsprófið að ég fór að leggja eyrun við þegar Siggi sagði frá námsárunum. Þær sögur runnu svo saman við sögur af skrítnum körlum úr Skagafirði, ár- unum fyrir norðan og af dvöl hans í Unuhúsi. Þessum sögum fylgdi gjarnan viðkvæðið „sjáðu til“ eða bara „sjáðu“ á milli þess sem hann tottaði pípuna og sendi upp blámóð- una. Allt hans viðmót var ávallt þægilegt, yfírvegað og stutt í glettnina enda fylgdi þeim hjónum gjarnan barnahópur úr hverfinu. Þar fengum við í fyrsta skipti döðl- ur og gráfíkjur sem urðu einungis til þess að auka enn frekar á þann framandleika og þá menningu sem andaði af heimilinu. I endurminningunni var sú til- finning sterk að komast sem fyrst burt úr þessu hverfi og skoða heim- inn allan - ekki bara þann smáa hluta sem hverfið og Kópavogurinn afmörkuðu. Smám saman, eftir að hafa farið út í heiminn, og þegar frumbyggjar hverfisins safnast í burtu, faðir minn fyrr í sumar og Siggi núna, þá verður manni ljóst að heimurinn var ávallt þarna allur. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Önnu og Stellu, kærum bróður og mágkonu vestar í götunni sem og ættingjum öllum. Eiríkur Jónsson. Nú er fallinn í valinn „nestor" íslenskra myndlistarmanna, læri- faðirinn og ljúfmennið Sigurður Sigurðsson. Hann reyndist mér traustur vinur allar götur sjðan við kynntumst kringum 1950. Ég nem- andinn, hann kennarinn í „Handíða- skólanum“, sem svo hét þá, og var til húsa á Grundarstígnum. Skemmtilegri kennara er ekki hægt að hugsa sér, sífijór og gefandi. Þarna bar margt á góma, og tengd- ist ekki endilega ailt litum og formi á lérefti. Þó fórum við nemendur aldrei í geitarhús að leita ullar, þegar að því kom að fá tæknilegar leiðbeiningar, enda Sigurður há- lærður frá dönsku Akademíunni. Hann hafði einstakt lag á því, að beina sjónum okkar nýgræðing- anna að gildi þess, að njóta þeirra verðmæta, sem náttúran skapar í sínum óendanlega fjölbreytileik, og nýta okkur þau í verkum okkar. Hlýlegt skopskyn hans á menn og málefni þroskaði okkur og kætti. Mér urðu þessi kynni svo mikils virði, að ég hefði ekki viljað fyrir nokkurn mun draga mörk vináttu okkar við skólaárin. Enda auðnaðist mér að njóta samvista við þau hjón fram á þennan dag. Kom þar líka til að Hrólfur, bróðir Sigurðar, og Margrét kona hans urðu vinir okkar hjónanna á þessum árum, og er svo enn, þótt samverustundum hafi fækkað um of, eins og oft vill verða. Ég ætla mér ekki þá dul, að gera neina úttekt á Sigurði sem málara. Það gera eflaust aðrir. Enda fengu menn, sem áhuga höfðu á ferli hans, gott tækifæri til að kynnast honum á glæsilegri yfirlits- sýningu á verkum hans á þessu ári í „Gerðarsafni“ í Kópavogi. Hitt er víst, að heiðarlegur var hann í listsköpun sinni, svo að af bar. Það eru svo margar minningar, sem skjóta upp kollinum, þegar komið er að leiðarlokum. Yndislegar stundir í garði þeirra hjóna við Fögrubrekku. Sigurður gengur milli blómanna sinna og tijánna, og bendir stoltur á vaxtarbroddana. Gleðst eins og barn yfir fögru, óvæntu kaktusblómi heima í stofu. * Anna Kristín gefur kaffið, sögurnar tindra í leikrænum búningi hins snjalla sögumeistara. Þá eru ógleymanleg stórafmæli þeirra bræðra með svellandi harm- ónikkumúsík, gleðskap og frábær- um veitingum. Hátíðarræðunni, oft- ast flutt af Örlygi frænda í stuði og af andagift, lauk jafnan á því að afmælisgestir sungu fullum hálsi „Skín við sólu Skagafjörður". Tár- aðist þá margur stemmningsmaður- inn, en af þeim var nóg á staðnum. Allt þetta og ótal margt fleira ber að þakka nú er við kveðjum þennan öðling. Sigurður var einn þeirra fáu manna, sem var sannur fagurkeri og rómantíker, án þess að verða nokkurn tíma væminn eða melo- dramatískur. Málgefinn með af- brigðum, án þess að verða nokkurn tíma leiðinlegur eða særandi. Mann langaði til að vera persóna í ein- hverri af sögunum hans. Svo nær- færin var glettni hans í garð með- bræðra sinna. En nú er sem ég heyri minn góða vin segja: „Hættu þessu rausi, drengur, og reyndu heldur að mála almennilega mynd.“ Það er vísast best að hlýða. Mig -- langar þó í lok þessara minningar- brota að láta málarann sjálfan hafa orðið. Það eru lokaorð í góðu við- tali, sem Hannes Pétursson skáld átti við hann árið 1965. „Eitt er víst, að margt alvana- legt, sem fyrir ber í æsku, það gleymist ekki. Hvers vegna gleym- ist það ekki? Það hlýtur, að minnsta kosti sumt, að hafa skírskotað til manns innstu vitundar. Ef til vill hefur maður staðið á auðu holti og séð eitt lítið blóm - það var blátt, og maður gleymir því ekki alla sína ævi. Svo gerast skelfilegir atburðir fyrir augum manns, já heil heims- veldi líða undir lok, og það er orðið Ijarlægt áður en langt líður, en eitt lítið, blátt blóm lifir í sál manns. Við mennirnir hljótum að vera und- arlegir.“ Hafsteinn Austmann. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Sigurðsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.