Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 61
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 61 ; s : : : I < < ( ( ( < < < < i < < MINNINGAR KARL JÓNSSON + Karl Jónsson vélsmiður, fyrr- verandi starfsmað- ur Flugmálastjórn- ar, fæddist í Reykjavík 1. maí 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, f. 16.10. 1870, d. 17.12. 1955, frá Skipholti i Hrepp- um, og Valdís Jóns- dóttir, f. 14.3. 1875, d. 9.2. 1970, frá Reykjadal í Ytri-Hreppi. Börn þeirra: 1) Kristrún, f. 14.3. 1901, d. 1980; 2) Guðrún, f. 3.4. 1902, d. 1902; 3) Jóhanna Þorbjörg, f. 3.4. 1902, d. 1985, (tvíburasystir Guðrúnar); 4) Jón Guðmann, f. 3.6. 1904; 5) Kristín, f. 17.9. 1905; 6) Guðbjörg, f. 24.1.1910, d. 1921; 7) Karl, sem hér er kvaddur; 8) Þórður, f. 7.10. d. 1968; 9) Kristrún Skúladótt- ir, f. 27.12. 1927 (uppeldissystir). Hinn 4. apríl 1936 kvæntist Karl eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðfinnu Guð- jónsdóttur, f. 26.9. 1915. Hún er fyrr- verandi hár- greiðslumeistari og húsmóðir. Synir þeirra eru: 1) Jón Róbert, f. 2.1. 1941, maki Hlíf Hjálmarsdóttir og eiga þau þrjú börn. 2) Gunnlaugur, f. 5.7. 1946, maki Svava Engilberts- dóttir, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Útför Karls fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekki er ég nú viss um að Karl Jónsson hefði viljað láta skrifa um sig mikla lofræðu hvorki í lifanda lífí né nú að honum látnum, en ég á svo góðar minningar um Karl að ég get ekki látið hjá líða að minn- ast hans með nokkrum orðum. Karl var kvæntur móðursystur minni Guðfinnu Guðjónsdóttur og svo sterkum böndum var hann tengdur fjölskyldu okkar að við töluðum alltaf um hann sem Kalla frænda. Karl var mikill sómamaður og sérlega barngóður. Móðir mín Ásta Hulda minntist oft á það við okkur systkinin, að þegar hún var lítil hnáta og Guðfinna stóra systir hennar kynntist Karli, þá ætlaði mamma líka að giftast honum. Þegar við ræddum um lát Karls hér á heimilinu minntust strákarnir mínir á glettnina í honum og ýmsar sjónhverfingar sem Karl kunni, t.d. að taka af sér þumalputtann, láta naflann tísta, stokka og gefa spil. Sjálfsagt muna öll börnin í fjöl- skyldunni í gegn um árin eftir þessu og brosa líklega í huganum við til- hugsunina. Það má með sanni segja að Karl hafi verið gleðigjafi fjög- urra kynslóða, því Karl var orðinn langafi. Karl og Guðfinna hafa búið lengst af í Skaftahlíð en það hús byggðu þau í samvinnu við afa og ömmu, foreldra Guðfinnu, sem bjuggu á neðri hæðinni. Því var oft komið í Skaftahlíðina og ósjald- an staldrað við næturlangt. Ég man alltaf eftir þegar byggður var bílskúr við húsið í Skaftahlíðinni að þá var ég ásamt frændum mín- um í Grænásnum, Guðjóni og Kristbergi, að sniglast í kring um Karl þar sem hann var að vinna í byggingunni, og sjálfsagt höfum við verið að fikta eitthvað eða óþekktast. Þá spyr hann okkur hvort við viljum kannski hjálpa honum smávegis við að tína upp nagla, sópa eða þvíumlíkt. Það vild- um við gjarnan því það var nota- legt að vera í kring um Karl og ekki var nú verið að skamma mann, heldur leiða okkur til heppilegri verka. Þegar verkinu var lokið kom Karl með umslag handa hveijum okkar sem í var launaseðill þar sem tilgreindur var tíminn í dagvinnu og eftirvinnu og nokkrar krónur. Þetta voru fyrstu launin sem ég man eftir að hafa fengið greidd og sannarlega þau eftirminnileg- ustu. Karl var járnsmiður að mennt og starfaði lengst af hjá Flugmála- stjórn íslands. Eg hef heyrt það hjá starfsmönnum Flugmálastjórnar að oft hafi Karl smíðað ófáanleg stykki í tæki og búnað stofnunarinnar, sem hefur líklega oft komið sér vel. Karl var sérlega handlaginn og listasmiður og oft var leitað til hans þegar eitthvað var í ólagi eða þurfti jafnvel að smíða varastykkin sem ekki fengust. Karl og Guðfinna hafa verið ákaflega samhent hjón og alltaf hefur verið ánægjulegt að koma í heimsókn á þeirra hlýlega og fal- lega heimili. Þá ræddum við oft um okkar sameiginlega áhugamál, flugið, og iðulega spurði Karl mig hvort ég hefði eitthvað flogið nýlega og hafði áhuga á að fylgjast með. Kalli minn, nú hefur þú hafið flugið langa fyrr en við áttum von á, en síðasta útkall kemur alltaf óundirbúið. Þú lifðir í friði. Far þú í friði. Þökk fyrir samfylgdina. Elsku frænka, Jón Róbert, Gunnlaugur og fjölskyldur. Innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar. Blessuð sé minning Karls Jóns- sonar. Ásbjörn Björnsson. Það verður í mínum huga aldrei nema einn „Kalli frændi". Að leiðar- lokum fljúga gegnum hugann minn- ingarbrot sem mér eru mjög kær. Alltaf var gott að koma til Kalla og Dídíar í Skaftahlíðina þegar ég var í ísaksskóla. Þar var manni tekið eins og þeirra eigin syni. Þá eru mér ógleymanlegar veiðiferð- irnar sem við fórum saman á Þing- völl, og það var í fyrstu ferðinni þangað sem ég fékk minn fyrsta fisk og hann talaði oft um það hve ógleymanlegt það var að sjá ákaf- an, ungan dreng sleppa því að vefja inn á hjólið en hlaupa þess í stað í átt til lands. Hún móðursystir mín hefur alla tíð haldið einstaklega myndarlegt heimili og ég veit að það var mjög kært milli þeirra hjóna, söknuðurinn verður mikill. Að leiðarlokum kveð ég góðan frænda, sem nú er fallinn frá. Ég er þess fullviss að hann kveður jafnsáttur og menn geta nokkurn tíma orðið eftir langa, góða og hamingjuríka ævi. Innilegar samúðarkveðjur til Guðfínnu móðursystur minnar og fjölskyldu hennar. Guðmundur Björnsson. Upp úr 1920 fór Laugarnesið að byggjast. Karl Jónsson, renni- smíðameistari, var sonur eins þriggja bræðra, sem þama komu að austan. Þeir og ein systir ætl- uðu upprunalega að flytjast til Bandaríkjanna, en skipið kom aldr- ei og peningarnir, sem höfðu feng- ist fyrir eignir þeirra voru notaðir til að mennta sig og urðu allir vel þekktir menn og frábærir iðnaðar- menn, sem allur bærinn þekkti. Frá þessum mönnum og konum þeirra er kominn mikill ættbálkur, sem unnið hefur Reykjavík af mikl- um þegnskap og dugnaði, þ.á m. upphafsmenn Strætisvagna Reykjavíkur og forstjórar fyrir- tækja. Fólk þetta er myndarlegt og frítt fólk, þ.á m. ein fegurðar- drottning, áberandi snöggt upp á lagið og vel að manni. Einn þess- ara manna var Jónas Halldórsson sundmaður á alþjóðavísu, en gegn- um hann kynntist ég miklu af þessu fólki og tengdist vináttu- böndum, bæði konum og körlum. Karl Jónsson varð snemma hneigður til smíða og varð, eftir að hafa gengið í Iðnskólann í Reykja- vík, afburðasmiður, eins og faðir hans og afi, en þó held ég að ég geri ekki iítið úr neinum, að Karl hafi sennilega verið þeirra fremst- ur. Karl var frekar lágur vexti, hnellinn, hæglátur og skipti sjaldan skapi, en þó einarður vel, hjálpsam- ur maður, sérstaklega þegar mikið lá við og taldi þá ekki eftir tímana. í viðgerðum á flóknum tækjum var hann með afbrigðum úrræðagóður og voru tækin ósjaldan betri en ný, þegar hann hafði breytt þeim og bætt. Hann gerði við verkfæri fyrir mig og það kom fyrir, að talið var af þeim, sem best áttu að þekkja til, að þau væru óbætanleg. Þá tók Karl við verkinu, en vildi oft, að fyrst væru aðrir búnir að reyna sig. Tæki hann það að sér þá lauk hann viðgerðinni. Bæði út af þessu og því að hann var í umgengni sérstak- lega rólyndur og skapgóður, þó að óþolinmóður maður stæði yfír hon- um og ræki á eftir, þegar ekki var hægt að flýta sér, leiddi allt af sér mjög nána vináttu og samskipti, sem héldust allt til dauðadags. Við fráfall hans hef ég misst einn minna bestu vina. Það skarð stend- ur opið og ófyllt, en minningin um þennan sjaldgæfa skapgerðarmann lifir, bæði björt og ljúf. Þegar ég, Þórarinn, hóf störf hjá Flugmálastjórn árið 1956 var þar fyrir Karl Jónsson, sem hóf störf 1947 og var því einn af frumheijum hjá Flugmálastjórn. Það tók ekki langan tíma að sjá, að þar var óvenjulegur smiður við starf, það sindraði allt í hans smiðju, þar var allt fullkomið, hver hlutur á sínum stað, þar sást ekki rykkorn. Það má því segja, að þar ríkti sönn menning. Þegar tæknibyltingin í fluginu, sem fer sívaxandi, hófst, urðu mikil umsvif á sviði margs konar tækja, sem þarf að fylgjast með og lagfæra strax, ef út af ber. Þá sýndi Karl hvað í honum bjó og víst er, að hann hefir sparað Flug- málastjórn umtalsverðar fjárhæðir með sinni snilli og útsjónarsemi. Vegna þessa var Karl fluttur á radíódeild árið 1969, þar sem við unnum saman til aldursstarfsloka hans. Samviskusemi, stundvísi og snyrtimennska voru hans aðals- merki, en auk þess var Kar! í dag- legri umgengni við háa sem lága góður félagi með sérstaklega næma kímnigáfu, sem ekki gekk nærri neinum. Mér er kunnugt um, að sem heimilisfaðir var hann í engu frá- brugðinn því, sem hann var á sínum vinnustað. Þótt hann hætti störfum hjá Flugmálastjórn hélt hann nánu sambandi við sína fyrri samstarfs- menn allt til æviloka. Fyrir þetta og allt ber að þakka alveg sérstak- lega. Konu hans, Guðfinnu Guðjóns- dóttur, og fjölskyldu allri eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Missir þeirra er mikill og kom óvænt, því að Karl Jónsson hélt reisn sinni til hins síðasta. Guð blessi minningu Karls Jóns- sonar. Úlfar Þórðarson, Þórarinn Guðmundsson. pmmnr Erfidrykkjnr m P E R L A N TI Slmi 562 0200 I11X1III £ t Elskuleg dóttlr okkar, systir og mág- kona, SVEINDÍS ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, Engihjalla 11, Kópavogi, lést af slysförum 7. desember. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Sveinsdóttir, Unnar Þór Guðmundsson, Brynjar Már Guðmundsson, Gísli Freyr Guðmundsson. Guðmundur Unnarsson, Bella Gísladóttir, t Hjartkær maðurinn minn og faðir okkar, KARL JÓNSSON, Skaftahlíð 25, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 10. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líkn- arstofnanir. Guðfinna Guðjónsdóttir, Jón Róbert Karlsson, Hlíf Hjálmarsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, Svava Engilbertsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR EINARSSONAR, Sigtúni 35. Sérstakar þakkir til starfsfólks á öllum deildum Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýju gegnum árin. Maria Sigri'ður Júliusdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, sonar, bróður og mágs, RÓSMUNDAR BERNÓDUSSONAR, Seljalandi 5. Guð blessi ykkur öll. Ásdís Rósmundsdóttir, Kristrún Rós Rósmundsdóttir, Bernódus Sigurðsson, Helga Ásdís Rósmundsdóttir, Árni Daníelsson, Sigurður H. Bernódusson, Jónína R. Bernódusdóttir, Guðrún Bernódusdóttir, Ingibjörg F. Bernódusdóttir, Ólöf Hilmarsdóttir, Ómar Pétursson, Einar B. Bergsson, Valur Andersen. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐJÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Hafnarhólmi, Kleppsvegi 54, Reykjavik, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 20. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför. Hjartans þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og annarra starfsmanna á B4 - öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Foss- vogi. Finnbogi Jóhannsson, Sigfríð Lárusdóttir, Árni Jóhannsson, Eygló Sigurjónsdóttir, Ingigerður Jóhannsdóttir, Björn Sæmundsson, Hjalti Jóhannsson, Þórdís Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins I Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásarnt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.