Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR >_ ATVR ákvað að auka þjónustuna og hafa opið á laugardögum Einn viðskipta- vinur í Eyjum ÖRFÁIR viðskiptavinir voru í flest- um þeim útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sem voru opnir síðastliðinn laugardag. Þannig kom einn maður inn fyrir dyr í versl- uninni í Vestmannaeyjum, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR, en flestir voru viðskiptavin- irnir 80 talsins á útsölustað á lands- byggðinni. Höskuldur segir að ákveðið hafi verið fyrir skömmu að afgreiðslutími flestra útsölustaða næði til hádegis á laugardögum í desember, á þeim stöðum þar sem verslanir eru al- mennt opnar um helgar. Þessi ákvörðun hafí verið kynnt með aug- lýsingaspjöldum í verslununum, en greinilega ekki fangað athygli nægi- lega marga. Engfin glóra í viðskiptum „Aðsóknin í þær verslanir sem hafa haft opið á laugardögum til þessa var einnig hógvær, þannig að þessi laugardagur var greinilega ögn sérstakur. Út frá rekstrarsjónarmið- um er engin glóra að standa í þessu, þó svo að eflaust hafí þessi eini í Vestmannaeyjum fengið góða þjón- ustu og farið ánægður út,“ segir hann. Höskuldur segir ekki hafa verið tekið saman hver kostnaðurinn var samfara því að hafa þjónustu á veg- um verslana ÁTVR á laugardag, en það sé ljóst að um tap hafí verið að ræða. Hann segir fyrirtækið þó halda fast við ákvörðun um að lengja afgreiðslutímann með þessum hætti í desember, en hún verði endurskoð- uð að því loknu. Persónulega sé hann andvígur því að hafa opið á laugardögum, enda ekki sýnt að mikil viðskipti eigi sér stað á þeim tíma, aukinheldur sem starfsmenn ÁTVR eigi flestir fjölskyldur og vilji sinna þeirn. „Aðalkvörtunarefnið sem okkur berst til eyrna frá viðskiptavinum, er að afgreiðslutíminn á laugardög- um sé éklci í samræmi við verslunar- hætti fólks, sem virðist gera innkaup frá hádegi og fram eftir degi, en við verðum hins vegar að loka klukkan 12 lögum samkvæmt, og getum því 'ekki sinnt óskum um annað," segir Höskuldur. Morgunblaðið/Golli Lífrænt framleidd mjólk á markað Öll skilyrði framleiðslu uppfyllt MJÓLKURBÚ Flóamanna hyggst hefja sölu lífrænt framleiddra mjólk- urvara í byijun næsta árs og hefur þegar aflað sér vottunar til að upp- fylla skilyrði um að mega með- höndla, vinna og dreifa þeim. Birgir Guðmundsson mjólkurbús- stjóri segir þessa framleiðslu hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Fljótlega eftir áramót verði sett á markað lífrænt framleidd AB-mjólk. „Magnið verður mjög lítið þannig að ekki verður um hefðbundna neyslumjólk að ræða, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Mjólkin er framleidd við ákveðin skilyrði sem sett eru samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um lífræna framleiðslu, þar sem notkun áburðarefna er mjög takmörkuð og einskorðast í raun við lífræn efni á borð við húsdýraáburð, þangmjöl og fiskimjöl. Einnig þarf að uppfylla ákveðnar kröfur um lyfjanotkun og aðbúnað gripanna, þannig að sumu leyti er þessi ræktun afturhvarf til fortíðar og líkist meira fyrri tíma sjálfsnægt- arbúskap,“ segir Birgir. Mjólkin gerilsneydd Tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða Framsal afnumið ALÞINGISMENNIRNIR Guðmund- ur Hallvarðsson og Guðjón Guð- mundsson mæltu í gær á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breyting- ar á fískveiðistjómunarlögunum, sem miðar að því að heimildir til fram- sals og leigu á aflaheimildum verði að mestu afnumdar. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ekki veiðast á fiskveiðiárinu, verði skilað til Fiskistofu og þeim síðan úthlutað til annarra skipa gegn svokölluðu umsýslugjaldi. Jafnframt er gert ráð fyrir, að veiðiheimildum, sem ónýtt- ar séu I lok fiskveiðiárs verði úthlut- að á því næsta gegn umsýslugjaldi. Að sögn flutningsmannanna er markmið frumvarpsins að einfalda og auka skilvirkni gildandi kerfis ÁKVÆÐI í verksamningi um bygg- ingu Borgarholtsskóla í Grafarvogs- hverfí í Reykjavík, um að þakeining- ar skyldu smíðaðar hérlendis, sam- rýmdist ekki samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið sem bannar hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs. Þetta er niðurstaða Hér- aðsdóms Reykjaness sem í gær dæmdi fyrirtæki bætur fyrir að verða af verki vegna samnings- ákvæðisins. Mun þetta vera fyrsta mál hérlendis sem dæmt er í á þess- um forsendum. Byggingaframkvæmdir við Borg- arholtsskóla voru boðnar út í janúar 1995 á vegum ríkisins, Reykjavíkur- borgar og Mosfellsbæjar en verk- kaupi var Byggingarnefnd Borgar- holtsskóla. Fyrirtækið Byrgi hf. átti lægsta tilboðið sem fól í sér að fyrir- tækið Fagtún hf. myndi sjá um þak- um stjórn fiskveiða, „og renna þann- ig stoðum undir almennari þjóðar- sátt þar um.“ Miklar skuggahliðar í umræðum um frumvarpið sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, að það væri ljóst, „að það framsals- kerfi, sem hefur verið við lýði í ís- lenzkum sjávarútvegi hefur verið að ganga sér til húðar". Svo miklar „skuggahliðar" hafi komið upp á þessu kerfi, sagði Einar, að það verði ekki undan því vikizt, að taka það til endurskoðunar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra var ekki viðstaddur umræð- urnar um frumvarpið. í gær var einnig mælt fyrir öðru einingar sem undirverktaki og nota sænskar einingar. Byggingarnefnd Borgarholtskóla setti hins vegar það skilyrði að þak- einingarnar yrðu smíðaðar hér á landi. Það varð síðan niðurstaðan eftir nokkurt samningaþóf og því varð Fagtún af verkinu, 4,85 milljóna bótakrafa Fagtún stefndi Byrgi og taldi að samningur, sem byggðist á tilboði, hefði verið kominn á milli fyrirtækj- anna. Þá taldi Fagtún m.a. að ákvörðun Byggingarnefndarinnar um að breyta þakgerðinni frá verk- lýsingu ólögmæta samkvæmt EES- samningnum sem banni hvers kyns mismunun á grundvelli ríkisfangs. Krafðist Fagtún 4,85 milljóna króna í bætur, tæplega 4,3 milljóna vegna tapaðs arðs af verkinu og um 570 frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubandalags, mælti fyrir frumvarpi sem varðar úreidingarkröfur fiskiskipa. Miðar frumvarpið að því, að við fiskveiðistjómunarlögin verði bætt nýrri grein til bráðabirgða, sem gengur út á að ráðherra öðlist heim- ild til að veita skipi sem er allt að 25% stærra en það sem úreit er veiði- leyfi, að því gefnu að nýja skipið sé byggt samkvæmt nútímakröfum um aðstöðu fyrir áhöfn og búið tækjum til hágæðameðferðar hráefnis, og að þessi mörk megi ná allt að 40% ef nýja skipið er smíðað í inniendri skipasmíðastöð. ■ Tilfærslur/39 þúsund króna vegna kostnaðar við gerð tilboðsins. Dómur í málinu féll í gær í Hér- aðsdómi Reykjaness. Finnbogi Alex- andersson hafnaði aðalkröfu Fag- túns um efndabætur á þeirri for- sendu að formlegur samningur milli Byrgis og Fagtúns hafi ekki verið kominn á. En dómarinn tók undir að ákvæðið í verksamningnum bijóti gegn ákvæði í EES-samningnum. Því hafi Fagtúni verið hafnað sem undirverktaka á grundvelli ólög- mæts samningsákvæðis í verksamn- ingnum og eigi að fá bættan kostn- að við tilboðsgerð sína. Er Byrgi talið bótaskylt þrátt fyrir tilraunir til að fá Byggingarnefndina til að fallast á sænsku þakeiningarnar og það haggi ekki bótaskyldunni þótt leiða megi að því líkur að Byrgi hefði orðið af verkinu hefði það ekki Ekiðá skiltabrú EKIÐ var á skilti á skiltabrú yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í gær. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, er ótrúlega algengt að ekið sé á brýrnar og skiltin þrátt fyrir að þær séu allar vel yfir 4,20 metrar á hæð. „Þrátt fyrir það er stöðugt verið að aka þau niður,“ sagði hann. „í flestum tilfellum næst söku- dólgurinn en engu að síður er þetta óþægilegt fyrir vegfar- endur auk tjónsins sem við verð- um fyrir.“ Sigurður sagði að oftast væri það farmur sem sett- ur er ofan á gáma eða að kran- ar eru lagðir yfir farminn til stuðnings, sem síðan rekst á skiltin. gengist undir samningsákvæðið um innlendar þakeiningar. 350 þúsund í bætur Eru bæturnar ákveðnar 350 þús- und krónur en að auki þarf Byrgi að greiða Fagtúni 150 þúsund króna málskostnað. Gunnar Sturluson lög- maður Fagtúns segir að verið sé að skoða hvort ástæða sé til að áfrýja málinu. Byrgi hf. stefndi ríkinu, Reykja- víkurborg, Mosfellsbæ og Bygging- arnefnd Borgarholtsskóla til réttar- gæslu í málinu. Að sögn Andra Arnasonar lögmanns Byrgis felst m.a. í því að Byrgi áskildi sér rétt til að krefja Byggingarnefndina um það tjón sem fyrirtækið kynni að verða fyrir vegna verksamningsins. Hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Mjólkin er gerilsneydd og segir Birgir framleiðslu á borð við þetta hafa rutt sér til rúms í nágranna- löndum okkar og njóti vaxandi vin- sælda hjá ákveðnum hópi neytenda. „í Svíþjóð er því til dæmis spáð að u.þ.b. 5-10% af mjólk þar verði orðin lífræn um aldamót og Danir spá því að þetta hlutfall nemi um 20% á þeim tíma,“ segir hann. Tveir bændur á Suðurlandi hafa fengið vottað að þeir stundi lífræna framleiðslu samkvæmt áðurnefnd- um stöðlum, og nemur mjólkurfram- leiðsla þeirra um 65 þúsund lítrum á ári. Birgir segir fleiri bændur hafa áhuga á að reyna sig á þessu sviði, en um tvö ár taki að undirbúa líf- ræna framleiðslu og þurfi menn að gangast undir nokkurs konar hreins- unarferil. Lést í vinnuslysi 45 ÁRA karlmaður, Einar Ingi Friðriksson, lést í vinnuslysi um borð í ms. Silkeborg í Livorno á Ítalíu um miðnætti á sunnudag. Skip Eimskips, Silkeborg, hét áður Laxfoss og er nú leiguskip hjá danskri útgerð. Skipið hefur verið í siglingum milli Ameríku og Suður-Evrópu síðustu mánuði og var nýkomið til hafnar í Livorno þegar slysið varð. Slysið varð með þeim hætti að verið var að opna aksturshlera á skut skipsins þegar slaki kom á vír. Talið er að vírinn hafi slegist í Einar Inga með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. Einar Ingi Friðriksson var frá- skilinn og lætur hann eftir sig þrjú börn. Fyrirtæki dæmdar bætur vegna verksamnings um Borgarholtsskóla Ákvæði um íslenskt þak andstætt EES-samningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.