Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 67

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 67 I DAG BRIDS llmsjón Guömumiur Páll Arnnrson SUÐUR er sagnhafi í sex gröndum og fær út hjarta- gosa. Norður ♦ ÁD7 ¥ 76 ♦ K43 ♦ ÁG1054 Suður 4 G942 ¥ ák ♦ Á652 ♦ KD6 I öðrum slag spilar sagn- hafi spaða á drottningu, sem heldur. Vestur lætur þristinn, en austur fimmuna. Hvert er besta framhaldið? Eitt og annað kemur til greina. Einfaldast er að taka á spaðaás og spila meiri spaða í þeirri von að liturinn gefi annan slag. En það er vondur kostur, því þá fer spilið beint niður ef vestur á KlO fjórða í spaða. Annar möguleiki er að fara heim á lauf, spila smáum spaða að blindum og dúkka ef vestur 'ætur smáspil. Þannig má halda opnum þeim mögu- leika að þvinga vestur í spaða °g tígli ef hann á K108x í spaða og fjórlit í tígli. Þriðji kosturinn er að dúkka tígul. Þá er tólfti slagurinn mættur ef liturinn fellur 3-3, en ef ekki, er enn möguleiki á kastþröng. Loks er það fjórði kosturinn og sá eini sem virkar ef spilið er þannig vaxið: Vestur ♦ K1063 ♦ G1093 ♦ D10 ♦ 732 Norður ♦ ÁD7 ¥ 76 ♦ K43 4 ÁG1054 Austur 4 85 ¥ D8542 ♦ G987 4 98 Suður 4 G942 ¥ ÁK ♦ Á652 4 KD6 Sagnhafi fer heim á lauf og spilar spaðagosa að heim- an. Þannig ræður hann við allar sömu stöður og þegar ásinn er tekinn, og eina í viðbót - þegar austur á 8x. Hvaða spilamennska er best? Það er flókið reiknings- dæmi, en líklega stendur valið á milli leiða tvö og fjög- ur. Þvingunin (leið tvö) verð- ur meira freistandi ef í ljós kemur að vestur á einspil í laufi. Því er kannski góður millileikur að spila laufi tvisv- ar til þrisvar áður en ákvörð- un er tekin. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, niðjamót o.fl. lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæ- listilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Arnað heilla ember,_ er sextugur Ólafur Þór Ólafsson, bóndi á Valdastöðum í Kjós. Eig- inkona hans er Þórdís Ol- afsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Ljósmyndari Bára BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Hildur Pálsdóttir og Einar Einarsson. Heim- ili þeirra er í Bæjargili 18, Garðabæ. COSPER ÞESSUM vasa. HÖGNIHREKKVISI ♦ ~ftans) eraS veJja, sitt áíegg • SKAK limsjón Margcir Pctursson ÞETTA endatafl kom upp í Evrópukeppni skákfélaga sem fram fór í Búdapest •fyrir mánaðamót- in. Alþjóðlegi meistarinn Sergei Ionov (2.490), Rússlandi, var með hvítt og átti leik gegn ungverskum kollega sínum, Gy- ula Horvath (2.450). 38. e5! - Bxf3 39. e6! (Tryggir sér stöðuyfirburði sem nægja til vinnings í hróksendataflinu. Valdað frípeð hvíts verður fleinn í holdi svarts) 39. — Hg7 40. Kxf3 - g4+ (Skárri vörn var 40. — Ke7 en eftir 41. Hg6! — Hh7 42. Ke4! á hvítur unna skák) 41. Kg3 - Ke7 42. Hg6! — Hxg6 43. fxg6 — Kxe6 44. b4 og svartur gafst upp, því peðsendataflið er vonlaust. Hvítur vekur upp nýja drottningu. c d • f g h HVÍTUR leikur og vinnur. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur þiglítt í frammi, en afkastar miklu á bak við tjöldin. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Ágreiningur getur komið upp í vinnunni, og starfsfé- lagi er lítt samvinnuþýður. Þú hugar að jólainnkaupum síðdegis. Naut (20. apríl - 20. maí) Hikaðu ekki við að leita að- stoðar ef erfiðlega gengur í vinnunni í dag. Sýndu þolin- mæði, og láttu ekkert spilla góða skapinu. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þér gefst óvænt tækifæri til að hefja jólaundirbúninginn heima í dag, og eiga góðar stundir með ástvini þegar kvöldar. Krabbi (21. júní - 22. júli) Þú ert mjög sannfærandi og kemur vel fyrir í dag. Auð- veldar það þér að ná lang- þráðum áfanga í vinnunni síðdegis. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Láttu ekki óprúttinn sölu- mann selja þér gallaða vöru í innkaupum dagsins. Hafðu ástvin með í för ef þú sækir mannfagnað í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú vinnur vel, en ættir ekki að gera of strangar kröfur til starfsfélaga. Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa fyrir jólin. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Ástvinir vinna að því í dag að koma bókhaldinu í lag og skipuleggja jólainnkaupin. Skreppa svo út saman þegar kvöldar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ^0 Félagar vinna vel saman og ná góðum samningum um viðskipti. Þú ættir að hvíla þig heima í kvöld og sinna fjölskyldunni. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) Ástvinir eru að skipuleggja jólahátíðina, en hætt er við að útgjöldin fari eitthvað fram úr áætlun. Slakaðu á heima i kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvænt tækifæri gefst í dag til að fara út með ástvini og líta í búðarglugga í leit að jólagjöfum. Undirbúningur gengur vel. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Ef þú ætlar að ná árangri í vinnunni, verður þú að hafa frumkvæðið, en ekki ætlast til þess af öðrum. Þú færð gesti í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !nS< Tilboð um viðskipti þarfnast ítarlegrar athugunar, og þú ættir ekki að rasa að neinu. Leitaðu ráða hjá vini, sem þekkir málið. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Opið um helgar ld. 11-17 Qpið VIRKA DAGA kl. 12-18 Gott verð ..í jólapakkann hennar mömmu -k frá kr. 399,- Thailenskar nœlur kr, 450,- qeisladiskar kr. 399,- dömuskór kr. 990,- kasmírtreflar kr. 600,- gullhuðuð armbönd kr. 900,- peysur kr, 1200,- sjálflýsandi hálsmen kr. 500,- og varalitir kr. 350,- Gott verð SgÁ.Á jólapakkann ^■^hans pabba Van Gils, Blaser og Jamison jakkaföt nr. 48-54 á kr. 4900,- og stakir jakkar á kr. 3200,- Herrabuxur á kr. 1990,- og smokingskyrtur á kr. 2100,- Einnig herraskór kr. 990,- inniskór kr, 500,- 2 pólóskyrtur kr. 2500,- og geisladiskar kr, 399,- k: Gott verð ..í jólapakkann Iff lTtlTH hja ömmu og afa Kertaiólaenqlar sem snúast kr. 550,- Mikið úival af kerfaskreytingum, servéttum, kertum og kertastjökum frá kertagalleríinu Flóru þar sem þú kaupir fjóra eins hluti og fœrð þann fimmta frían. Kertaiólaseríur kr, 490,- borðklukkur kr. 1500,- og borðspeglar frá kr, 1500,- i Gotf verð * frá kr. 189,- © 0 0 ..í jólapakkann hja krókkunum Lion King inniskór kr. 650,-, fallegir jólakjólar frá kr. 1200,- bílabraut kr. 999,- Blur drengjahúfur á kr. 990,- tölvuúr kr 600,- úrval af leikföngum frá kr.l 89,- og geisladiskum frá kr. 399,-. * Gott verð ..i jolamatinn IA!I!lllgT:l?^i handa öllum Lambakjöt, svínakjöt, hangikjöt, síld, reyktur og grafinn lax, humar. rœkjur, kartöflur, laufabrauð, jólakökur, tertur, ný og kœst skata, hákarl, saltfiskur, harðfiskur og margt, margt fleira. ..og þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvalinu. Einnig antikvara A og antikhúsgögn á frábæru verði KAfliport -þar sem allt fæst í jólapakkann og jólamatinn ~k á góðuverði Jólasirkus Okeypis í frábær leiktæki alla virka daga kl. 12-18 JÓLA «9 KOLAPORTIÐ Komdu í Kolaportið -líka opið virka daga ld. 12-18 til jóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.