Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun á viðhorfum til ímyndar og þjónustu Reykjavíkurborgar Borgarbúar nokkuð ánæg’ðir með þjónustuna VIÐHORFSKÖNNUN sem sýnir skoðun og viðhorf Reykvíkinga til ímyndar og þjónustu Reykjavíkur- borgar hefur verið lögð fram í borgarráði. Þar kemur meðal ann- ars fram að þegar á heildina er litið virðast borgarbúar nokkuð ánægðir með þá þjónustu sem borgin veitir. Könnunin var framkvæmd í ágúst og september sl. og var úr- takið 1.200 manns, sem valið var af handahófi úr þjóðskrá. Endan- legt úrtak var 1.155 manns og var könnunin gerð í gegnum síma. Svör bárust frá 825 eða 71,4% úrtaksins, 14% neituðu að svara og ekki náðist í 16,6%. Niðurstöð- ur eru greindar eftir kyni, borgar- hlutum, aldri, fjölda barna, tekjum og húsnæði. Karlar voru 47,9% svarenda og konur 52,1%. íbúar í vesturbæ voru 31,2% svarenda, í austurbæ 28,7% svarenda, í Breið- holti 21% svarenda, í Árbæ 7,4% svarenda og í Grafarvogi 11,8% svarenda. Mest ánægja með menningarmál Spurt var hvort þjónusta borg- arinnar við íbúana væri góð eða slæm. Tæplega tíundi hver íbúi telur samkvæmt könnuninni að þjónustan sé mjög góð, 62% telja hana frekar góða en 7% að hún sé slæm. Spurt var um hversu ánægðir eða óánægðir borgarbúar væru með ýmsa þjónustuþætti og kom í ljós að ánægjan var mest með menningarmál, en næst koma umhverfismál og íþrótta- og æsku- lýðsmál. Lökustu útkomuna fá atvinnumál. Rúmlega helmingur svarenda er ánægður með dagvist- armál eða 11% mjög ánægð og Hvað finnst þér að mætti helst bæta varðandi yfirstjórn Reykjavíkurborgar? Fjöldi svara samtals 226 16% Minni yfirbygging - afmargir toppar, minna bákn, fækka embættum 13% Meiri samskipti við borgarana - fleiri fundi i hverfín, fara út meðal fólksins, hlusta á almenning, meiri upplýsingar til borgarbúa 7% Valddreifing - opnara kerfí, dreifing ákvarðana út i hverfín Telur þú þjónustu Reykjavíkurborgar við íbúana vera góða eða slæma? 70% Mjög Frekar Hvorki Frekar Mjög góö góð /né slæm slæm Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þessa málaflokka á vegum borgarinnar? (meðaltöl: 1=mjög óánægð(ur), 10=mjög óánægð(ur)) 0 1 2 3 4 5 6 7 Menningarmál Umhverfismál íþrótta-/ æskulýðsm. Dagvistarmál Þjónusta við aldraða Samgöngumál Félagsleg þjónusta Yfirstjórn borgarinnar Grunnskólamál Atvinnumál 40% eru frekar ánægð. Tæpur fimmtungur er mjög eða frekar óánægður með þjónustuna. íbúar í Breiðholti eru ánægðastir með dagvistarmálin en íbúar í vesturbæ óánægðastir. Rúmlega helmingur svarenda, eða 53%, er mjög eða frekar ánægður með félagslega þjónustu borgarinnar, en 20% eru frekar óánægðir. Yfir 70% eru mjög eða frekar ánægð með íþrótta- og æskulýðsmál en 14% eru frekar óánægð. Tæplega 60% eru mjög eða frekar ánægð með samgöngu- mál á vegum borgarinnar en mjög eða frekar óánægð eru 29%. Rúm- lega helmingur svarenda er mjög eða frekar ánægður með yfirstjórn borgarinnar. Þeir sem eru mjög ánægðir eru 8% og frekar ánægð- ir eru 44%. Tæpur fjórðungur er mjög eða frekar óánægður, þar af eru 5% mjög óánægð og 19% frekar óánægð. 75% svarenda eru mjög eða frekar ánægð með umhverfismál í borginni en 15% eru frekar óánægð. Þrír af hveijum fjórum eru mjög ánægð eða frekar ánægð með menningarmál á veg- um borgarinnar. Þar af eru 11% mjög ánægð og 65% frekar ánægð en 8% eru frekar eða mjög óánægð með menningarmál. 38% eru mjög ánægð eða frekar ánægðir með atvinnumál á vegum borgarinnar. Þar af eru 3% mjög ánægð og 35% frekar ánægð. Þeir sem eru mjög eða frekar óánægð með atvinnumál eru held- ur fleiri eða 42%, þar af 7% mjög óánægð og 35% frekar óánægð. Tæpur helmingur þeirra sem svara er mjög ánægður eða frekar ánægður með grunnskóla borgar- innar en fjórðungur er mjög eða frekar óánægður með þá. 53% þeirra sem svara eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu við aldraða, þar af eru mjög ánægðir 10% en 43% frekar ánægð. 26% svarenda eru mjög eða frekar óánægð með þjónustu aldraða. Ríkisendurskoðun um þrotabú Silfurlax 30 millj. krafa lík- lega töpuð AFSKRIFTAREIKNINGUR vegna lána til fiskeldis sem veitt voru samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar nam 149 milljónum kr. í árs- lok 1995 að því er fram kemur í endurskoðunarskýrslu Ríkisendur- skoðunar fyrir árið 1995. Tvö fiskeldisfyrirtæki sem voru lánþegar, voru lýst gjaldþrota á árinu 1995, Svarthamar ehf. á Húsavík og Silfurlax hf. Skv. frum- varpi til úthlutunar frá þrotabúi Svarthamars komu 861 þús. kr. upp í veðkröfur landbúnaðarráðu- neytisins. Silfurlax fékk 50 millj. kr. að láni í mars 1995 tryggt m.a. með 1. veðrétti í hafbeitar- fiski til slátrunar á árinu 1996. Skömmu síðar var félagið lýst gjaldþrota. Byggðastofnun átti fyrir hönd landbúnaðarráðuneytis- ins 30 millj. kr. veðkröfu á 1. veð- rétti en samþykkt var að gefa þann veðrétt^ eftir til endurlána ríkis- sjóðs. í júní sl. höfðaði bústjóri mál til riftunar veðkröfunni þar sem hann neitaði að viðurkenna hana sem veðkröfu. Hugsanlegt að eitthvað fáist upp í almennar kröfur „Ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör um verðmæti þess haf- beitarfisks sem veiddist á árinu 1996 en talið er að veiðin hafi verið svipuð og árið á undan. Þann- ig má telja líklegt að nokkur fjár- hæð fengist upp í kröfur ríkissjóðs ef bústjóri tapaði riftunarmálinu og veðkrafan yrði viðurkennd. Áðurnefnd krafa Byggðastofnunar fyrir hönd landbúnaðarráðuneytis- ins að fjárhæð um 30 m.kr. er h'k- lega töpuð þó hugsanlegt sé að eitthvað fáist upp í almennar kröf- ur við skipti þrotabúsins," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Athugasemdir Ríkisendurskoðunar vegna forsetaembættisins Þörf á reglurn um gjafir til forseta Islands Af skriftar eikning- ur ríkissjóðs 14,2 millj- arða skatt- kröfur tapaðar ALLS voru 14,2 milljarðar króna á afskriftareikningi rík- issjóðs í lok síðasta árs vegna skattkrafna sem taldar eru tap- aðar, samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 1995. Afskriftir á ríkissjóðstekjum hafa í heiid farið lækkandi frá árinu 1993 þegar þær náðu hámarki og voru 8,7 milljarðar. í fyrra voru beinar og óbeinar afskriftir vegna tekna ríkis- sjóðs um 5,8 milljarðar kr. að því er fram kemur í nýútkom- inni skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um endurskoðun ríkisreikn- ings 1995. Tæpur helmingur eða 48,5% af þeirri fjárhæð sem nú er á afskriftareikningi er vegna virðisaukaskatts en þar er sam- tals um rúmlega 6,8 milljarða króna að ræða. „Að hluta til skýrist þetta af því að vangold- inn virðisaukaskattur einstakl- inga hefur ekki verið afskrifað- ur nema á grundvelli fyrning- ar. Um fjórðung af niðurfærslu virðisaukaskatts má rekja til þessarar ástæðu,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. ÞÖRF er á að haldin verði skrá yfir allar gjafir sem forseta íslands eða forseteambættinu eru gefnar og skriflegar reglur verði settar um hveijar skuli teljast eign þjóðarinn- ar og hveijar persónuleg eign for- setans, að mati Ríkisendurskoðun- ar. í endurskoðunarskýrslu fyrir árið 1995 bendir stofnunin á ekki hafi gilt ákveðnar reglur um meðferð gjafa til forsetans og að forseti hafi metið hvort gjafir teljist þjóðar- eign eða persónuleg eign hans. Skv. úrtakskönnun Ríkisendur- skoðunar á fylgiskjölum hjá emb- ætti forseta kom í ljós að útgjöld væru í fullu samræmi við starfsemi embættisins. Hins vegar var frá- gangur fylgiskjala í sumum tilvik- um ófullnægjandi að mati stofnun- arinnar og ekki í samræmi við lög eða reglur. Á það sérstaklega við um útgjöld vegna ferðalaga erlend- is og risnu. Vekur Ríkisendurskoð- un sérstaka athygli á að ekki séu leyfðar greiðslur dagpeninga skv. sérkjörum til annarra en taldir eru upp í reglum Ijármálaráðuneytisins. Þá mælir Ríkisendurskoðun með að stimpilklukka verði tekin upp hjá embættinu. Athugasemdir við skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti Ríkisendurskoðun gerir fjöl- margar athugasemdir við fjárreiður og bókhald hjá ýmsum ríkisstofnun- um í endurskoðunarskýrslu sinni. Er m.a. rík áhersla lögð á skrán- ingu fjarvista starfsmanna og notk- un stimpilklukku. Ríkisendurskoðun telur að vanda þurfi betur áætlunargerð við gerð ljárlaga hjá Skógrækt ríkisins og gagnrýnir að ekki hafí verið staðið nægjanlega vel að innheimtumálum hjá Landgræðslusjóði. Gerðar eru athugasemdir við skil Landgræðslu- sjóðs á afdreginni staðgreiðslu starfsmanna og virðisaukaskattskil sjóðsins. Uppboðsandvirði óskilamuna rennur í sjóð án skýringa Gerðar voru athugasemdir hjá nokkrum sýslumannsembættum og m.a. lögð áhersla á að sýslumaður á Sauðárkróki samþykki alla reikn- inga þar sem nokkuð væri um ósamþykkta og ólögformlega reikn- inga í bókhaldi. Hjá embætti sýslu- manns á Akureyri hefur uppboðs- andvirði óskilamuna hjá lögreglu runnið í sjóð sem bókaður er hjá embættinu og sækja lögreglumenn um framlög úr sjóðnum til sýslu- manns. ítrekaði Ríkisendurskoðun fyrri óskir sínar um að sýnt yrði fram á heimildir fyrir þessari með- ferð uppboðsandvirðis, sem að öðr- um kosti ætti að renna í ríkissjóð. Við athugun á rekstri Borgar- spítala kom m.a. fram að spítalinn hefur hvorki skilað virðisaukaskatti af starfsemi mötuneytis né vinnu eigin iðnaðarmanna á seinasta ári, þátt fyrir skýr ákvæði um slíkt í lögum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að sjóður og bankareikningar í eigu ríkisskattstjóraembættisins sem nema rúmlega tveimur milljónum kr. skuli ekki koma fram í bókhaldi og að inneignum þeirra hafi ekki verið skilað reglulega til ríkisféhirð- is. Gerðar eru ýmsar athugasemdir við bókhald embættisins og gagn- rýnt að ekki hafi verið viðhaft út- boð vegna prentunar ýmissa gagna fyrir embættið. Póstur og sími dragi úr umfangi lögfræðiinnheimtu Fram kom í athugun Ríkisendur- skoðunar að staða viðskiptareikn- inga við lögfræðistofu þá sem ann- ast vanskilainnheimtu fyrir Póst og síma var í árslok síðasta árs 325 milljónir kr. og hafði aukist um tæpar 50 millj. kr. frá árinu á und- an. „Lagt er til að stofnunin skipu- leggi feril vanskilainnheimtunnar á ný með það að markmiði að minnka umfang lögfræðiinnheimtunnar. í mörgum tilvikum getur stofnunin sjálf Iokið ferlinum án lögfræðinga t.d. í gjaldþrotamálum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Vakin er athygli á að Fjarskipta- eftirlit ríkisins skilaði 28 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. „Ekki er ætlast til að stofnunin skili hagnaði eins og raun varð á. Ríkisendur- skoðun telur að gjaldskrá fjar- skiptaeftirlitsins eigi að endurskoða með tilliti til gjalda og tekna stofn- unarinnar," segir í endurskoðunar- skýrslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.