Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ EKKIDÁIN- BARAFLUTT Skerpla hefur gefíð út bókina Ekki dáin — bara flutt og með undirtitlinum Spíritismi á íslandi fyrstu fjörutíu árin. Höfundar eru þeir Bjami Guðmarsson og Páll Asgeir Pálsson. í bókinni má m.a. lesa um upphaf spíritisma hér á landi. AÐ VAR í byijun aldar- innar sem hugmyndin um að hægt væri að rannsaka lífið eftir dauð- ann með vísindalegum hætti náði fótfestu á íslandi. í fyrstu voru það fremstu borgarar þjóðarinnar, “^nenntamenn, ritstjórar og stjórn- málamenn, sem stóðu að fámennu félagi um tilraunir. Síðar breiddist starfsemin út og varð að viðfangs- efni alþýðu manna. Bókin Ekki dáin - bara flutt tekur saman heildstæða sögu spíritismans á íslandi frá aldamótum fram til stríðsára. Sagt er frá borðdansi, sambandsfundum, dularfullum handleggshvörfum og dulrænum fyrirbrigðum sem ekki hafa verið útskýrð með þessa heims þekk- ingu. Lýst er fyrstu skyggnilýsing- unum, ósjálfráðum leikfímiæfing- um, dulrænum lækningum sem náðu gríðarlegum vinsældum á - ’ijórða áratugnum og fjallað um nokkur ólík birtingarform Friðriks huldulæknis. Sagt er frá meintum svikum eins öflugusta miðils þjóð- arinnar í upphafí stríðsins og þeim áhrifum sem það hafði á málstað- inn. í bókinni er fjöldi forvitnilegra mynda, bæði af fólki sem kom við sögu, framliðnum eins og þeir komu fram í myndatökum en síð- ast en ekki síst birtast myndir teknar á miðilsfundum hjá Láru Ágústsdóttur sem hvergi hafa ^Sirst áður. Lítum á upphafið. Ódauðleikur sálarinnar Segja má með sanni að sterkir undirstraumar lékju um land og þjóð á lokaskeiði 19. aldarinnar og þjóðlífíð var allt á hverfanda hveli. Landsmenn losuðu rétt 70 þúsundin árið 1890, en næstu ár fjölgaði um nærri 1% árlega að meðaltali; um aldamótin voru ís- lendingar um 80 þúsund, fimm þúsundum fleiri árið 1910, um 95 þúsundir árið 1920 og á þriðja áratug þessarar aldar fór fjöldi íslendinga loksins yfir 100 þús- und, áreiðanlega í fyrsta sinn. Þetta var ennþá öðru fremur sveitasamfélag um 1890; enda þótt umtalsverð þéttbýlismyndun hefði átt sér stað undangengna áratugi bjuggu enn um 90% þjóð- arinnar í sveit. Þessi hlutföll breyttust ört á næstu áratugum og um aldamótin bjuggu um 20% landsmanna orðið í þorpum og bæjum, um 1930 var meirihluti íslendinga kominn á mölina. Hinn 27. júní 1903 birtist grein á for- síðu Norðurlands undir yfírskrift- inni „Ódauðleikur sálarinnar“. Höfundurinn var sjálfur ritstjór- inn, Einar Hjörleifsson. Þetta var fremur stutt grein, tveir dálkar að lengd. Þar rakti Einar efni bók- ar Meyers, Human Personality and the Survival of Bodily Death. Er greinin merkileg fyrir þær sakir að inn á milli glittir í ákafa og rannsóknarþorsta Einars sjálfs. Greinin varpar og ljósi á hvað Ein- ar vonaðist til að leiða í ljós með rannsóknum á dularfullum fyrir- brigðum. Hann segir m.a.: „Vísindamenn nútímans haga sér þann veg, að þeir leggja fyrir náttúruna spurningar alveg ástríðulaust, þolinmóðlega og eftir fastri niðurskipun; á þann hátt hafa oft lítilfjörlegustu bendingar birt mönnum að lokum hin djúp- settustu sannindi. En þessari að- ferð hefír aldrei verið beitt við rannsókn þess máls, sem mest er um vert, sem er tilvera, öfl og ákvörðun mannlegrar sálar - þangað til nú á síðustu árum.“ Einar Hjörleifsson Kvaran var einn af frumkvöðlum sálar- rannsókna á íslandi til dauðadags og var, ásamt séra Haraldi Níelssyni, __ sá sem kenndi íslendingum allt um þetta merka áhugamál. En hver kenndi Einari? Thit Jensen kemur til sögunnar Ekki leið á löngu, eftir að þau hjónin voru flutt suður yfir heiðar, áður en Einar hafði safnað um sig hópi af fólki með sama áhuga í nokkurs kon- ar sálarrannsókna- hring. Segist Einar hafa fengið til liðs við sig í þessari fyrstu atrennu hér syðra „nokkurar frúr, nokkurar stúlkur og nokkura háskóla- gengna karlmenn til þess að hjálpa til við tilraunirnar ... “ Gallinn var hins vegar sá að ekkert þeirra kunni nokkuð til slíkra mennta og þekkti sálarrann- sóknir ekki nema af afspurn eða bóklestri. Átti það jafnt við um Einar Hjörleifsson sem aðra. Þá vildi honum til happs að Einar kynntist dönsku skáldkonunni Thit Jensen sem búsett var um stundar- sakir í Reykjavík. Thit Jensen, sem raunar hét Maria Kirstine Dorothea Jensen, var um þessar mundir að hefja glæstan skáldferil sinn. Hún hafði slegið í gegn ári fyrr með bókinni To sestre og Familien Storm kom út þetta sama ár, 1904. Fyrr en varði hafði hún skipað sér í hóp áhrifamestu skáldkvenna Dana á fyrstu árum 20. aldarinnar. Fram- an af ferlinum var staða konunnar í dönsku sveitasamfélagi megi- nyrkisefni hennar. Bækur hennar frá þeim tíma vöktu ekki síst athygli fyrir glöggar lýsingar á konunni í vestrænu nútímasamfélagi, tog- streitu milli starfs- frama og hjúskapar, gildi móðurhlutverks- ins o.fl. Síðar á skáld- ferlinum sneri Thit Jensen sér í ríkari mæli að sögulegum skáldsögum, þó án þess að víkja frá meg- instefinu um stöðu konunnar. Þegar Thit Jensen kom til íslands sum- arið 1904 var hún orðin „verseraður“ spíritisti og kunni sitthvað fyrir sér í þeim efnum. Þetta barst Einari Hjörleifs- syni til eyrna og mun hann hafa lagt spilin á borðið fyrir hana: Hópur áhugamanna um dulræn fyrirbrigði, sem í væru bæði karl- ar og konur, hefði myndast í Reykjavík, en enginn kynni hins vegar nokkuð til þess að ná sam- bandi yfir landamærin. Thit Jens- en tók ljúflega í óskir um að leið- beina hópnum fyrstu sporin. Kenndi hún þeim hvernig ætti að mynda „sálarrannsóknahring" (spiritual circle), sem kallaður er, undirbúa borðdans og fleira sem gæti myndað tengsl við handan- heima. Þar með voru íslenskar sálarrannsóknir formlega hafnar og eins og gefur að skilja var þáttur Thit Jensen eigi alllítill í Einar Hjörleifsson Kvaran, einn af frumkvöðlum spíri- tismans á íslandi og ötull forseti Sálar- rannsóknarfélagsins meðan hann lifði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.