Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLIST Ilallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Reykjavíkur og Kammer- kór Grensáskii’kju undir stjóm Mar- grétar Pálmadóttur, fiuttu trúarlega söngva. Hljóðfæraleikur var í hönd- um Domenicu Cifariello á hörpu, Kristjáns Stephensen á óbó og Svönu Víkingsdóttur á orgel. Laugardagur- inn 7. desember, 1996. YFIRSKRFIT tónleikanna „Englakór frá himnahöll", er sótt í eitt lagið, sem er franskt og hefur Jakob Jónsson snarað þessum texta. Raddsetningin er eftir Willcocks og átti hann þrjár radd- setningar á efnisskrá kórsins. Þess- ar raddsetningar eru eiginlega ekki ætlaðar til flutnings á tónleikum, heldur til fjöldasöngs við messur, þar sem söfnuðurinn syngur lagið en kórinn flytur skreytiraddir á svip- aðan máta og þegar almenningur leikur sér að því að radda, eða syngja yfirrödd. Eitt þessara iaga var ein- mitt flutt á réttan máta, nefnilega, Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá, þar sem tónleikagestir sungu lagið en kórinn „raddaði“ það. Þessi aðferð Willcocks, hafði mikil áhrif á safnað- arsöng í ensku biskupakirkjunni og var t.d. hægt að nota sjálfstæðar raddir fyrir hljóðfæri, eins og t.d. trompett og þá oftast við síðasta versið, sem gerði safnaðarsönginn rismeiri en ella. Tónleikarnir hófust á 1. þætti úr partítu fyrir óbó og orgel, eftir Johann Wilhelm Hertel (1727-89), þýskan fiðlu- og cemballeikara, er var á sínum tíma frægur fyrir góð- ar sinfóníur, sónötur og kammer- tónlist en er einnig munaður fyrir merka útgáfu á ítölskum og frönsk- um tónverkum. Kristján Þ. Steph- ensen og Svana Víkingsdóttir fluttu verkið mjög fallega. LISTIR ' Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ tónleikunum í Hallgrímskirkju Englakór frá himnahöll Kvennakór Reykjavíkur hóf söng sinn með sálminum, Sjá himins opnast hlið (In dulci jubilo), í radd- setningu eftir Robert Lucas Pear- sall (1795-1856), enskan forn- minjafræðing og málafærslumann, er rúmlega þrítugur sneri sér að tónlist. Eftir hann liggja kórverk ýmist fyrir katólsku eða ensku bisk- upakirkjuna. Raddsetningin, sem er frekar smáleg í gerð, er samt endurbætt af John Rutter (1945), enskum kórstjóra, sem stofnaði og stjórnar Cambridge Singers. Auk nokkurra stærri verka, liggur eftir hann Ijöldi raddsetninga fyrir kór. í fyrstu gætti þess að sópraninn var ekki búinn að syngja sig upp, svo að hátt tóntak hjá sópran, vildi vera á köflum undir tóni og jafnvel sárt. Þetta jafnaði sig er á leið. Næsta viðfangsefni var Salve Reg- ina, mjög gott tónverk eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, sem var sériega vel sungið. I Ave Maria eftir Brahms, var tónstaðan stundum tæp en á eftir því gekk Kammerkór Grenáskirkju inn gólfið og söng María í skóginum, lag frá Austur- ríki í finnskri raddsetningu og einn- ig Maria mater gratia, eftir Fauré. Kammerkór er ef til vill ekki rétta nafnið því flörutíu og þrír söngvar- ar er svolítið umfram þá tólf til tuttugu, sem venjulega er miðað við. Hvað um það þá var söngur ungmennanna mjög fagur og þar mátti heyra hreinar og bjartar sópr- anraddir æskufólksins. Kristján Þ. Stephensen lék Ave María, sem Gounod, samdi yfir C- dúr prelúdíuna eftir J.S. Bach en með honum lék Domenica Cifariello á hörpu. Á eftir latneska laginu, Frá ljósanna hásal, í raddsetningu Willcocks, söng kvennakórinn tvö verk eftir Mendelssohn, Lautate pueri Dominum op. 39. nr. 2 og Veni Domine, op. 39. nr. 1 og voru það bitastæðustu verkin á þessum tónleikum. Þessi fallega tónlist var um margt vel flutt. Kristján Þ. Stephensen lék með Svönu Víkings- dóttur 2. þáttinn út partítu nr. 1 eftir Hertei, góð tónlist, sem var ágætlega leikin. Tvö önnur Maríuvers voru flutt, fyrst Vögguljóð Maríu eftir Reger, sem lítill kór söng þokkalega og Máríuversið, eftir Pál ísólfsson. Eitthvað vantaði á tónstillingu org- elsins, því það var óþægilega óhreint á köflum í Máríuversi Páls. Domenica Cafariello lék Hjarðljóð með tilbrigðum eftir Marcel Samu- el-Rousseau (1882-1955), fransk- an tónsmið er samdi aðallega óper- ur og balletta. Faðir hans var einn- ig tónskáld og eftir hann liggja óperur, messur og orgelverk. Hann vann Rómarstyrkinn 1878 og kenndi syni sínum, er varð nr. 2 í keppni um Rómarstyrkinn árið 1905. Tilbrigðin eru ágætlega sam- in og voru flutt af þokka, þó líklega sé ekki heppilegt að leika á hljóm- litla hörpu í hinu stóra rými Hall- grímskirkju. Á milli útsetninga eftir Willcock söng Kvennakórinn Jól, eftir Jór- unni Viðar, við ljóð eftir Stefán frá Hvítadal. Jól er falleg tónsmíð og var auk þess sérlega vel flutt. Jól i Jórunnar, Salve Regina, eftir | Hjálmar og bæði verkin eftir Mend- elssohn voru best fluttu viðfangs- efni tónleikanna og sama má segja um leik Kristjáns. Samkvæmt venju var sungið Heims um ból en á eftir því léku Kristján og Svana 3. þátt úr partítu nr. 3, eftir Hertel. Rétt hefði verið að syngja Heims um ból síðast, því tónleikagestir tóku leik Kristjáns eins og um útgöngulag eða „Postludíu" væri að ræða og I fylgdu kórnum út úr kirkjunni á } meðan þetta fallega verk var leikið. | Jón Ásgeirsson. Rokkóperan Pétur Gaut- ur í Vilnius NORRÆNI menningarsjóð- urinn veitti í fjórðu úthlutun sinni í ár tæpum 90 milljónum ís- lenzkra króna til 66 menningar- verkefna. Þar á meðal renna 4,4 milljónir króna til nútíma rokk- óperu, sem byggð er á Pétri Gaut, og verður sett upp í Vilnius í apríl n.k.. Að sögn fréttabréfsins „Norðurlanda í vikunni" standa vonir til að Björk Guðmundsdóttir verði í hópi nor- rænna listamanna, sem taka þátt í þessari óperu. Það er Kestutis Antanelis, tón- skáld í Litháen, sem stendur að rokkóperunni, en heiidarkostn- aðurinn við uppfærslu hennar er talinn verða um 17 milljónir króna. Norræni menningarsjóðurinn verður 30 ára á næsta ári og verða þá veitt sérstök afmælisframlög til menningarmála. Sett verður upp sérstök heimasíða, þar sem fólk getur komið á framfæri skoðunum sínum á sjóðnum og starfsemi hans. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu fRurðanhlntith -kjarni málsins! P APPÍRS VERK/ SKÚLPTÚR JÁRNAKUR, snjór og járn, (1995). MYNPLIST Listasafn Kópavogs PAPPÍRSVERK Alistair Macintyre. Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 15. desember. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ eru einkenni útlendra lista- manna sem hingað rekast, að þeir koma siður með sérstök myndefni í farteskinu til að vinna úr þeim í friði og ró, en að leita áhrifa i ís- lenzkri náttúru. Á það jafnt við um þá sem ástunda bundnar náttúrulýs- ingar og ftjálsa skynræna sköpun, eru hvers konar hugmyndasmiðir ekki undanskiidir. Fyrir þeim er þetta óvenjulega land ríkidómur myndefna og ekki spillir sagan né ýmsir kynlegir mannlífskvistir er á vegi þeirra verða. Þýski núlistamaðurinn Mario Reis gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum er hann staðsetti strengda dúka í íslenzka árfarvegi og lét framburð þeirra forma vatnsmyndir sínar. Og nú hefur enska listamann- inum Alistair Macintyre látið sér detta í hug að vinna úr andstæðum íslenzkrar náttúru, meðal annars með því að þekja ís og snjó með fíngerðum jarðvegsefnum og láta hann bráðna niður i pappír og mynda sjálfkrafa ákveðin form af landi. Lögmálið er, að föst efni fletj- ast út á yfirborðinu, en við bráðnun- ina falia út efni sem verða eftir sem eru jarðvegsleifar eða steingerving- ar, og endurspegla örótt ísiklætt landið þar sem teikningarnar urðu til. Það að þrívíð fyrirbæri verða flöt eða teygð af sjálfsdáðum hefur vakið forvitni listamannsins, og hann telur að þau átök eigi sér hlið- stæðu í þeim öflum sem takast á í landsiaginu sjálfu. Eitt eintak útkomunnar getur sá er les séð á myndinni sem fylgir rýninni og er númer þrettán í myndaröð sem nefnist „Jámakur", snjór ogjám“ (1995) ogvissu- lega hefur listamaðurinn nokkuð til síns máls. Svo er hliðstæð myndáröð er nefnist „Dreggjar“ þar sem ís og járn renna sam- an. Hins vegar stinga dökku myndraðirnar „Samruni“, sjór og kol (1995) og „Blár sjón- deildarhringur“, gler- brot, jám og litarefni (1994), nokkuð í stúf og eru ekki eins ótvíræðar og klárar í formi. Sátt- astur er rýnirinn þó við verkin „Fylking 1“, eldur og kol (1994), og „Torfa“, vax af gifsi (1995), fyrir markað og rökrétt myndrænt ferli og hreinleika í mynd- byggingunni. SKÚLPTÚR Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir. í MAÍMÁNUÐI fyrir ári hélt Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir sína fyrstu einkasýningu í listhúsinu Fold við Rauðarárstíg. Oll bar fram- kvæmdin svip af fágun og hand- verkslegri alúð, jafnvel svo sléttri og hnökralausri útfærslu að rýnin- um var um og ó. Helst mátti finna að því að samspili hins mótaða lím- trés og ryðgaða smíðajárns í bak- grunninum væri ábótavant, því hin fáguðu vinnubrögð í trénu stungu full mikið í stúf við hrátt jámið. Nú er Guðbjörg mætt aftur til leiks og nú í neðra rými Gerðar- safns, og verk hennar njóta sín að sjálfsögðu betur í sérhönnuðu um- hverfi, en í listmunahúsi, þar sem ekki hefur verið lögð sérstök áhersla á birtuflæðið við hönnun þess. Ekki hafa orðið umtalsverðar breytingar á myndstíl Guðbjargar, því fágunin er enn í fyrirrúmi og efnið það sama, birkikrossviður/ járn. Það er helst að gerandinn leit- ast við að gæða þau meiri mann- legri ásýnd með því að tvískipta þeim á þann veg að holrýmið verði áþreifanlegra og um leið markaðri hluti heildarinnar. Nöfnin á verkunum segja nokkra sögu um hugsunina að baki, en þau búa stundum yfir skáldlegum vísun- um; „Fró“, „Voka“ „Kerlingar", „Kynngi", „Lok“, „Hygð“ og „Fjar“. Og þótt skoðandinn eigi ekki að velta þeim of mikið fyrir sér eru þau nokkur haldfesta og koma hugar- fluginu á hreyfingu. Einnig er sterk trúar- I leg vísun í einu verk- ) anna, sem er Fró, og nafninu er fylgt eftir með nokkrum skáldlegum orðum, „Strjúktu hönd- inni yfir/ kúptan flötinn./ Við hveija stroku/ eykst afl orkunnar,/ orku hins góða. Þetta verk þarf þó L minnstrar skýringar við, því að það segir manni I svo mikið í formrænum ) tjákrafti sínum og hér gengur samruni hinna tveggja ólíku efnisþátta fullkomlega upp. Hins vegar er hönnunarþátt- urinn fullmikill í mörgum hinna verkanna, og þar fyrir utan hefur áferð Iímtrésins einhvern svip ( af gerviefni sem verður 1 enn meira áberandi fyrir I hina sterku náttúruvísun } í jáminu. Það er nokkuð langt bil frá hönnun og í blóðmikinn skúlptúr og rýnirinn er einn þeirra sem álítur hreinan og kláran hönnunarþáttinn, studdan hvers konar tillærðri hug- myndafræði og heimspeki, full mik- inn í nútíma rýmislist. Eðlilega I draga verk hinna ungu dám af þess- ari þróun, auk þess sem þeir hafa aðgang að hvers konar hjálpartækj- I um við vinnu sína, sem fyrri tíma myndhöggvarar höfðu síður, forðuð- ust jafnvel eins og heitan eld en létu hendurnar tala, en umfram allt framlengingu þeirra. Guðbjörg Hlíf býr bersýnilega yfir dugnaði, atorku og metnaði, sem er besta veganestið til afreka í rýmislist og ekki ástæða til annars en að búast við svipmeiri átökum við efni, form og rými i framtíðinni. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.