Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 66
,66 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ TíSK.UVERSLöNIN Smcrf [ GRÍMSBÆ V/BUSTAÐAVEG • SÍMI 588 8488 Gott úrval af kvenfatnaði og slæðum með sylgjum, hentugt til jólagjafa. Hagstætt verð, erum einnig með stórar stærðir. 15% afsláttur af dröktum til 20. des. 1996. gegn framvísun auglýsingarinnar. Opið virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga frá kl. 10-20. Sunnudaga frá kl.13-16. Úrval af hlýjum ogfallegumpeymm íjólapakkann hennar tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Opið mán-lau frá k/. 10-18, sun.frá kl. 13-17 EINSTAKT TILBOÐ Á JÓLABÓKA- MARKAÐI! Sígild skáldsaga Þorsteins Stefánssonar í 2 bindum HEITBAUGURINN EN ÞAÐ ER EKKI ÓKEYPIS Bæði bindin aðeins 1995 krónur. Fást í bókabúðum og hjá umboði útgefenda. Pöntunarsímar 553-6057 og 588-7536. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 25. útdráttur 1. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1991 - 19. útdráttur 3. flokki 1992 - 14. útdráttur 2. flokki 1993 - 10. útdráttur 2. flokki 1994 - 7. útdráttur 3. flokki 1994 - 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1997. I I .4 I t Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Degi-Tímanum þriðjudaginn 10. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C&I HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Q HÚSBRÉFADEILD * SUÐURLANDSBRAUT 24 * 108 REYKJAVÍK - StMI 569 690 ÍDAG Farsi „ Ep sfc/L petta. ekJd. þú. Sborar mðrk-en hefuret. babherberginu. Með morgunkaffinu Ást er... MAGNÚS hefur greinilega tekið mark á mér þegar ég sagði honum að tala bara við jurtirnar til að auka vöxt þeirra. VELVAKANDI Svarar i síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is AjFbragðs þjónusta hjá Byggt og búið MIG langar að koma fram þakklæti fyrir af- bragðsþjónustu hjá Byggt og búið í Kringl- unni. Ég keypti upplýst jóla- skraut hjá þeim fyrir nokkru. Síðasta iaugar- dag í byrjun aðventu ætlaði ég að setja skraut- ið upp, en þá kom í ljós að þeir fylgihlutir sem mér voru seldir með pössuðu ekki nema breyta festingaopinu á skrautinu. Vegna veikinda komst ég ekki neitt, og hringdi því um kl. 10 til að at- huga hvað þeir í Byggt og búið hefðu um þetta að segja. Svörin sem ég fékk voru einstök og ég beðin afsökunar á þessum óþægindum og þessu yrði komið í lag samdæg- urs_. Ég varð hissa. Eftir rúma klukkustund var komið með jólaskrautið tilbúið, aðeins þurfti að setja það í samband. Hitt var tekið til baka. Innilegar þakkir og óskir um góða verslun hjá^ykkur um jólin. Anægður viðskipta- vinur Geðdeild TIL hvers er verið að loka Arnarholti? Ég er ein af þeim sem dvel á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Hér er okkur alveg eins haldið uppi svo það fæst enginn sparnaður þó Arnarholti sé lokað. Það er verið að setja glígju í augu fólks. Ráðamenn, hættið að blekkja fólk og opnið Arnarholt ekki síðar en í janúar 1997. Gígja Thoroddsen Salatbarinn hjá Eika reyklaus í ÚTVARPINU þriðju- daginn 3. desember sl. og í Dagblaðinu fimmtu- daginn 5. desember var verið að telja upp reyk- lausa veitingastaði í Reykjavík og var talað um að þessir staðir ættu að fá fá sérstaka viður- kenningu fyrir framtaks- semi, en hvergi var minnst á salatbarinn hjá Eika, Fákafeni 9. Les- andi vildi koma þessu á frafæri. Kökubókin frá Hagkaup SIGRÍÐUR hringdi og sagði að Kökubókin frá Hagkaup sé sú albesta sem hún hefur séð og á mjög góðu verði. Tapað/fundið Pennaveski, tölvu- leikir o.fl. PENNAVESKI, tölvu- leikir og fleira í plastpoka töpuðust í Snæ- landsvídeói við Laugaveg miðvikudaginn 4. desem- ber sl. Skilvís finnandi hafi samband við starfs- fólk myndbandaleigunn- ar eða í síma 586-1289. Mappa tapaðist STÓR mappa úr rósóttu efni tapaðist í Kringlunni sl. fímmtudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552-3159. Fundarlaun. Gæludýr Kettlingar fást gefins ÞRÍR fallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Uppl. í síma 5611839. Víkverji skrifar... HIÐ íslenzka bókmenntafélag stendur fyrir sínu og vel það í bókaútgáfu. Félagið, sem nú er 180 ára gamalt, gefur út margar merkustu bækurnar, sem út koma um þessi jól. Þar má nefna, að félag- ið hefur tekið við heildarútgáfu á verkum Sigurðar Nordals af Al- menna bókafélaginu, sem hætt hef- ur allri starfsemi og koma síðustu þijú bindin í þessari merku útgáfu út nú og er safnið þá orðið samtals 12 bindi. Þá gefur Bókmenntafélagið út Maríukver, sögur og kvæði af Mar- íu guðsmóður og er sú bók í sama búningi og íslenzk hómilíubók. Ennfremur má nefna sögu Dóm- kirkjunnar í Reykjavík eftir sr. Þóri Stephensen, annað bindi af leiklist- arsögu Sveins Einarssonar og bók eftir Inga Sigurðsson um Hug- myndaheim Magnúsar Stephen- sens. Það er sérlega ánægjulegt, að þetta gamla og merka félag, sem þar að auki gefur út Skírni, elzta tímarit íslendinga, skuli haldið slík- um lífskrafti. Á enga er hallað þótt sagt sé, að þar eigi mestan hlut að máli þeir Sigurður Líndal og Sverr- ir Kristinsson. Við íslendingar eigum að halda í gamlar hefðir en Hið íslenzka bókmenntafélag er ekki bara gömul hefð, heldur virðist því vaxa þróttur með hveiju árinu, sem líður. xxx ASEINNI árum hefur töluvert verið rætt um réttindi sjúkl- inga nú síðast í háskólanum sl. þriðjudag. Það er tími til kominn og þá er ekki átt við, að réttur sjúkl- inga hafi verið fótum troðinn hing- að til. Þvert á móti. Hitt er ljóst, að menn hafa öðlast nýjan skilning á því, að fólk sem leitar af einhverj- um ástæðum til læknis eigi rétt á ýmsum upplýsingum, sem áður var ekki haft fyrir að veita því. Sem dæmi má nefna, að lyfjum, sem læknar ávísa á, fylgja oft margvíslegar aukaverkanir. I sum- um tilvikum fylgja prentaðar upp- lýsingar með lyíjunum, þar sem er að finna slíkar upplýsingar. í öðrum tilvikum ekki. Þá hefur fólk á seinni árum haft aðgang að lyijahandbók, þar sem hægt er að fletta upp upp- lýsingum um viðkomandi lyf og aukaverkanir þess. Þessi lyfjahand- bók virðist vera uppseld en þar að auki er sennilega nauðsynlegt að gefa út nýja útgáfu nánast á hveiju ári vegna þess, að ný lyf eru alltaf að koma á markaðinn. xxx EN AUK þess að upplýsingar um lyf séu aðgengileg er nú gerð meiri krafa til lækna en áður, að þeir gefi sjúklingum nákvæmar upplýsingar um það, sem hrjáir þá svo að þeir viti hvað um er að vera. Sú tíð er liðin, að sjúklingur treysti lækni fullkomlega fyrir öllu því, sem að heilsufari hans lýtur. Enda er það svo, að álitamálin eru mörg og í þeim tilvikum, að sjúklingur sé fær um að taka þátt í ákvörðunum varð- andi heilsufar hans sjálfs er eðlilegt að hann komi þar við sögu og byggi á eins nákvæmum upplýsingum og hægt er að veita honum. Þá er oft æskilegt, að sjúklingur geti leitað álits fleiri lækna en eins vegna þess, að læknar eru ekki allt- af sammála um æskilega sjúkdóms- meðferð og gagnlegt fyrir sjúkling að kynnast fleiri sjónarmiðum um aðgerð, sem getur skipt sköpum fyrir heilsu hans og farsæld í fram- tíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.