Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Di Pietro Rannsókninni lýst sem hefnd Róm. Reuter. ANTONIO Di Pietro, fyrrverandi rannsóknardómari á Ítalíu, hefur lýst ásökunum saksóknara á hend- ur sér sem „grófum lygum og sóðalegri hefnd“. „Þessi frétt er brandari," sagði Di Pietro á laugardag í fyrstu yfir- lýsingu sinni eftir að lögreglan réðst til inngöngu í heimili hans og skrifstofur á föstudag. „Þetta samsæri gegn mér og einnig fyrr- verandi samstarfsmönnum er klúður og það verður ekki erfitt að vetjast því.“ Saksóknari í Brescia fyrirskip- aði leit í húsakynnunum Di Pietros og viðskiptafélaga og lögfræðinga hans til að rannsaka ásakanir um að hann hefði gerst sekur um fjár- kúgun og misnotað aðstöðu sína sem rannsóknardómari á árunum 1992-94, að sögn ítalskra fjöl- miðla. Talinn hafa verndað bankastjóra Dagblaðið Corriere della Sera skýrði frá því að að saksóknarinn grunaði Di Pietro um hafa haft „fjárhagsleg tengsl" við banka- stjórann Pierfrancesco Pacini Battaglia, sem grunaður er um stórfelldar mútugreiðslur til ítal- skra ríkisfyrirtækja. Grunur leikur á að Di Pietro hafi haldið hlí- fiskildi yfir bankastjóranum, sem hafi í staðinn veitt honum upplýs- ingar um aðra sakborninga í spill- ingarmálinu. Pattaglia var handtekinn í september og dæmdur í stofufang- elsi í vikunni sem leið. Reuter Háskóli opnaður að nýju ÍSRAELSKUR hermaður stuggar við palestínskum stúdentum við háskólann í Hebron. Um 300 stúdentar ruddust inn á lóð skólans í gær en skólinn var þá opnaður að nýju eftir að kennsla hafði legið niðri frá því í mars. I Endurkjör blasir 1 við forseta Ghana EKKERT lát er á fjölda- mótmælum gegn stjórn Slobodans Milosevic í Serbíu. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er nýkomin heim úr tíu daga ferð til Serbíu en hún var í íbúð sem kunningjafólk útvegaði henni í borginni Nis, þar sem um 200.000 manns búa. „Ég bjó með fólkinu þama og fékk tilfinn- ingu fyrir því hvernig það upplifði þetta," seg- ir Sigríður. „Ég fór nið- ur í bæ á hveiju kvöldi og fylgdist með því hvernig þetta magnaðist upp. Ég reyndi að tala við fólkið með aðstoð túlks, þarna talar varla nokkur maður ensku, þarna er svo miklu meiri einangrun en í Belgrad. En það var mjög skrít- ið hvað þetta er bælt fólk. Það þor- ir ekkert að segja. Þama em her- menn um allt, ég sá ekki bara einn strætisvagn heldur marga fulia af hermönnum á leið niður í bæ. Þar gengu þeir um í hópum, fimm eða sex saman en þeir gerðu ekkert. Ég talaði við nokkra og þeir voru mjög vingjarnlegir en þeir hlýða þeim skipunum sem þeir fá frá Belgrad. Zagreb. Reuter. FRANJO Tudjman, forseti Króa- tíu, sæmdi um helgina ákærðan stríðsglæpamann heiðursmerki fyrir framgöngu sína er króatíski herinn náði Krajina-héraði úr höndum Serba á síðasta ári. Þá réðst forsetinn harkalega á Vest- urlönd og „innri óvini“ ríkisins, stjórnarandstæðinga, mannrétt- indasamtök og óháða fjölmiðla, sem hann sagði hafa myndað með sér bandalag. Tihomir Blaskic er ákærður fyr- ir glæpi gegn múslimum í Mið- Bosníu á meðan stríð múslima og Króata stóð yfir, 1992-1993. Hann var yfirmaður í króatíska hernum en gaf sig fram við stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í apríl sl. Verður mál hans væntanlega tekið fyrir í vor. Eigin- kona Blaskic tók við heiðursmerk- Fyrstu kvöldin var allt mjög rólegt í þess- um mótmælagöngum, fólk gekk um í róleg- heitum og engin slag- orð heyrðust. Þetta var allt mjög friðsamlegt. Með hvetjum degi sem leið fjölgaði þátttak- endum. Á föstudag fóru síðan að heyrast köll og slagorð, fólk hélt á kertum, það voru stúdentarnir. Eldra fólkið virtist standa aðeins til hliðar og fylgjast með, vera hrætt. Fólk vildi mót- mæla en var alltaf að skima í kringum sig, gá hvort það væri nú í lagi. Á laugardaginn líkleg.a um fjög- urleytið er ég á leiðinni niður í bæ og heyri þá mikinn klið og bumbu- slátt. Ég geng á hijóðið og þá var torgið yfirfullt af fólki og allar hlið- argöturnar líka. Það stóðu menn með hátalara uppi á svölum í íbúð sem snýr að torginu. Þarna var fólk á öllum aldri og það var kominn hiti í fólk. Þarna sá ég enga frétta- menn, hvergi var verið að taka myndir. Lífskjörin eru slæm, mánaðarlaun í verksmiðju eru um 100 dínarar en íbúðarleiga um 300 dínarar enda inu við hátíðlega athöfn í bænum Posusje. Ræðst á „erlenda málaliða" Á laugardag hélt Tudjman um klukkustundarlanga ræðu á þingi HDZ, flokks síns. Sagði Tudjman að Vesturlönd og „óvinir“ króa- tískra stjórnvalda hygðust koma honum frá völdum, svo og flokkn- yfirleitt þrjár eða flórar kynslóðir saman á heimili. Það er enginn vör- uskortur í verslunum sem ég fór í, t.d. vandaður fatnaður, skór og raf- magnstæki, það er allt til. En það keypti enginn neitt, það voru allir að skoða, enginn peningur til. Það eru vandaðar útstillingar í búða- gluggunum en alveg gjörólíkt inni á heimilunum. Ég fór inn á mörg heimili og þar sá ég neyðina. Matur er hins vegar mjög ódýr og ég held að fólk fái nóg að borða. Það virtist vera nægur hiti og rafmagn í húsun- um en þarna er sparað og þvegið upp úr köldu vatni. Nis er svo sunnarlega að átökin hafa verið fjarlægari en fyrir íbúa í Belgrad sem er nær Króatíu. Ég reyndi að spyija fólkið mikið um pólitík, um múslima og Króata, hvað þeim fyndist um hitt og þetta en það var mjög hrætt við að tjá sig. Ég þurfti alltaf að ganga á þá. Konur í Júgóslavíu spytja annars ekki, það eru karlar sem stjórna öllu. Þarna var Króati, sem ekki er með nein skilríki, hann sagði mér að hann fengi að vera þarna, þarna væru engar þjóðahreinsanir eins og í Króatíu, það væri verið að reka burt alla múslima og Serba í hans heimabyggð. Hann gæti hins vegar ekki fengið vinnu, þeir ættu nóg með sig.“ um. Er þetta talin harðasta árás forsetans á andstæðinga sína frá því að HDZ komst til valda árið 1990. Forsetinn sakar andstæð- inga sína um að sækja fjárhagsleg- an og pólitískan stuðning til Vest- urlanda, segir þá „erlenda málal- iða“ sem hafi notað tækifærið þeg- ar króatíska stjórnin var að beijast fyrir „króatísku frelsi og sjálf- Accra. Reuter. SAMKVÆMT fyrstu tölum virð- ist Jerry Rawlings, forseti Ghana, ætla að verða fyrsti for- seti landsins til að ná endurkjöri. Þegar helmingur atkvæða í kosningunum á laugardag hafði verið talinn hafði Rawlings 53,42% fylgi, en John Kufuor, frambjóðandi stjórnarandstöð- unnar, 43,99%. Kosningarnar fóru friðsam- lega fram og sagði Kufuor að yrði niðurstaðan sú að hann hefði tapað mundi hann virða það. Rændi tvisvar völdum Rawlings er hálfskoskur. Hann var lautinant í flugher Ghana og hrifsaði til sín völdin árið 1979. Lét hann þá taka þrjá fyrrverandi leiðtoga landsins af lífi. Hann kom á borgaralegri stjórn á ný, en rændi aftur völd- . um árið 1981. Árið 1992 efndi hann til forsetakosninga, sem voru mjög umdeildar. Stjórnar- | andstaðan var óskipulögð og fór svo að hún hundsaði þingkosn- ingar sama ár. Kufuor tókst að sameina stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú, mörgum að óvörum. Einnig var kosið til þings á laugardag. Flokkur Rawlings hafði í gær tryggt sér 53 sæti, | en kosningabandalag Kufuors 43. I Rawlings kenndi sig áður við P sósíalisma, en hefur snúið til markaðsbúskapar og hlotið lof fyrir hjá Alþjóðabankanum og Álþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hneykslismál í Finnlandi Ríkissáttasemjari hand- * tekinn fyrir ofbeldi Helsinki. Morgunblaðið. JORMA Reini, ríkissattasemjara Finna, hefur verið vikið úr starfi um stundarsakir vegna yfirvofandi ákæru um ofbeldi. Var Reini hand- tekinn á heimili sínu í vikunni. Samkvæmt skýrslu lögreglu stæði“ til að grafa undan henni. Tudjman beindi í ræðu sinni fyrst og fremst spjótum sínum að bandaríska kaupsýslumanninum George Soros, en stofnun í hans eigu, „Opið samfélag" fjármagnar nokkur fjölmiðla- og menningar- verkefni til að ýta undir lýðræði í Austur-Evrópu. Tudjman, sem er 74 ára, er sagður með krabbamein. Þá hafa raddir sem saka hann um spillingu og að misnota völd sín, gerst æ háværari. Hafa vinsældir HDZ og stjórnarinnar hrapað, ekki síst eft- ir að stjórnvöld neituðu að koma til móts við kröfur ellilífeyrisþega, járnbrautastarfsmanna og opin- berra starfsmanna um kaup- og lífeyrishækkanir. Hafa þessir hóp- ar staðið fyrir fjölmennum mót- mælum og verkföllum undanfarinn hálfan mánuð. reðst Reini á uppkomin börn sín. í íbúðinni hafí þá einnig verið kona Reinis og „annar kvenmað- ur“. Til handalögmála hafi komið þegar börnin kröfðust þess að sú | síðarnefnda hefði sig á brott. Liisa Jaakonsaari, vinnumála- k ráðherra, tilkynnti á miðvikudag að Reini hefði verið vikið úr starfí þar til lögreglurannsókninni væri lokið og ákvörðun tekin um hvort hann yrði ákærður formlega. Reini hefur verið umdeildur en nokkuð afkastamikill ríkissátta- semjari. Hann starfaði áður sem formaður einna stærstu launþega- [j samtaka Finnlands og hlaut frægð ! fyrir að vera í fararbroddi verk- k fallsmanna. Sem ríkissáttasemjari " hefur Reini hins vegar látið hend- ur standa fram úr ermum til að koma í veg fyrir verkföll. Á síðustu misserum hafa fyrr- um félagar Reinis í verkalýðs- hreyfingunni gagnrýnt hann fyrir að taka málstað vinnuveitenda. Þá hefur Reini verið bendlaður við |;, sjóslys sem varð vegna áfengis- | drykkju. Hann var hins vegar ekki l fundinn sekur í því máli þar sem P aðrir voru taldir ábyrgir. „Fólkið er hrætt við að tjá sig“ Sigríður Hrönn Elíasdóttir. Stríðsglæpamað- ur sæmdur orðu Tudjman beinir spjótum sínum gegn Vesturlöndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.