Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Grískir bændur með efna- hag landsins í gíslingu Farið að bera á vöruskorti vegna aðgerðanna Aþenu. Reuter. STJÓRN sósíalista í Grikklandi mun halda til streitu efnahagsáætlunum sínum og ætlar ekki að Iáta undan kröfum bænda, að því er efnahags- málaráðherra landsins, Yannos Pap- andoniou, segir. Farið er að bera á vöruskorti en bændur hafa lokað flestum þjóðvegum fyrir umferð í þrettán daga. Óskum forsætisráð- herrans um að aðgerðunum verði hætt, hefur verið svarað með því að loka enn fleiri vegum fyrir umferð. Hafa bændur ennfremur komið fyrir skreyttum jólatijám á vegatálmun- um til að leggja áherslu á hótanir um að aðgerðum verði haldið áfram fram yfir jól, ef þeir telji nauðsyn krefja. Papandoniou sagði að stjórnin hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við bændur og leysa vanda þeirra. Hún yrði hins vegar að halda sig innan ramma fjárhags- áætlunarinnar fyrir árið 1997 og taka tillit til efnahags landsins. Verðbólga fór úr 8,3% niður í 7,7% á ársgrundvelli í október og segir efnahagsráðherrann efnahag lands- ins á batavegi. Engan bilbug er að finna á bænd- um og vöruðu ýmis fyrirtæki og stofnanir við því að ástandið myndi valda miklum skaða á efnahagslífi landsins. í yfírlýsingu níu verkalýðs- félaga sagði að bændur væru með grískan efnahag í gíslingu. Tapið um 800 milljónir á viku Eldsneyti er á þrotum, sem veldur mörgum iðnfyrirtækjum erfiðleik- um. Þá er farið að bera á vöruskorti í verslunum og segjast kaupmenn ekki munu geta greitt út laun um jólin, láti bændur ekki af aðgerðum sínum. Menn eru ekki á eitt sáttir um hversu mikið tap hefur orðið vegna aðgerðanna, en dagblöð í Aþenu sögðu í um helgina að það hefði numið að minnsta kosti 12 milljónum dala, um 800 milljónum ísl. kr. í fyrstu viku aðgerðanna. Costas Simitis, forsætisráðherra landsins, segir að eigi að koma til móts við kröfur bænda, kosti það gríska ríkið að minnsta kosti 4 millj- arða dala, um 270 milljarða ísl. kr. en það er sú upphæð sem stjórnvöld vonast til að ná inn með nýjum skött- um og niðurskurði á útgjöldum ríkis- ins._ Óttast stjórnvöld að verkföllin muni breiðast út en ellilífeyrisþegar, framhaldsskólakennarar, starfsfólk sjúkrahúsa og byggingaverkamenn hafa skipulagt verkföll og mótmæla- göngur í þessari viku. Þá hafa opin- berir starfsmenn boðað til allsheijar- verkfalls 17. desember nk. 30 ákvarð- anir um nýja EES -loggjof SAMNINGURINN um Evrópskt efnahagssvæði er þeirrar náttúru að sífellt bætist við hann ný lög- gjöf Evrópusambandsins um mál, sem falla undir samningssviðið. Á fundi utanríkisráðherra EES-ríkj- anna síðastliðinn föstudag kom fram að á milli funda EES-ráðs- ins, þ.e. á síðari hluta þessa árs, hefði sameiginlega EES-nefndin tekið 30 ákvarðanir um nýja lög- gjöf, sem bætast skyldi við samn- inginn. Löggjöfin, sem um ræðir, fjallar um heilbrigði dýra og plantna, fjar- skipti, öryggi og hollustu á vinnu- stöðum, umhverfismál, fjármála- þjónustu, ríkisaðstoð, hugverka- réttindi, tæknilegar reglugerðir og staðla. Jafnframt hafa verið teknar ákvarðanir, sem tryggja formlega þátttöku EFTA-ríkjanna í jafnrétt- isáætlunum Evrópusambandsins og áætlunum á sviði heilbrigðis- og atvinnumála. EES-ráðið hvatti sameiginlegu EES-nefndina engu að síður til að hraða vinnu sinni við að innlima ESB-löggjöf í EES-samninginn, til þess að tryggja að sömu reglur gildi á öllu efnahagssvæðinu. íhaldsflokkurinn logar í deilum um Evrópumál London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, á erfiða viku fyrir hönd- um. íhaldsflokkur hans logar í deil- um um Evrópumál, þar sem and- stæðingar aðildar Bretlands að Evr- ópusambandinu nota nú tækifærið, eftir að flokkurinn missti þingmeiri- hluta sinn, til að krefjast breytinga á Evrópustefnunni. ESB-andstæðingar heimta ekki sízt að Major útiloki í eitt skipti fyrir öll aðild Bretlands að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Major kom hins vegar fram í sjónvarpi á sunnudag og hafnaði slíkum kröfum. Hann sagði að ESB- andstæðingar sæjust ekki fyrir og hann myndi ekki láta þá taka sig í gíslingu. Stefna ríkisstjórnarinnar, um að bíða og sjá hvernig EMU þróaðist áður en ákvörðun yrði tek- in, yrði óbreytt fram að þingkosn- ingum, sem yrðu haldnar ekki síðar en 1999. „Hvort sem við verðum aðilar að sameiginlegum gjaldmiðli eða ekki, munu áhrifin á Bretland verða mik- il. Ég tel það þjóna hagsmunum þjóðarinnar að brezka ríkisstjórnin eigi aðild að samningaviðræðunum [um undirbúning Efnahags- og myntbandalags],“ sagði Major í við- tali við BBC. Enginn möguleiki á endurkjöri Margir stjórnmálaskýrendur telja að deilurnar um Evrópumál hafi eyðilagt alla möguleika Majors á endurkjöri í þingkosningunum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var í síðustu viku, nýtur Ihaldsflokkurinn aðeins stuðnings 24% kjósenda en 61% segjast styðja Verkamannaflokkinn. Ihaldsflokk- urinn missti þingmeirihluta sinn í síðustu viku og búizt er við að hlut- ur flokksins á þingi minnki enn í vikunni, þar sem aukakosningar fara fram í Barnsley-kjördæmi í Norður-Englandi á fímmtudag. Meirihluti kjósenda virðist aukin- heldur á sömu skoðun og ESB-and- stæðingarnir, sem gera Major nú erfitt fyrir. í áðurnefndri skoðana- könnun kom fram að 64% kjósenda eru andvíg EMU-aðild Bretlands og aðeins 44% sögðust vilja að Bret- land yrði áfram aðildarríki Evrópu- sambandsins. Sótt að Major úr báðum áttum Á miðvikudag hefjast umræður um Evrópumál í þinginu, þar sem gera má ráð fyrir að fiokksmenn Majors geri harða hríð að honum fyrir að vera of hlynntur samruna- þróuninni í ESB. Þar að auki verð- ur leiðtogafundur ESB á föstudag, en búast má við að leiðtogar ann- arra ESB-ríkja sæki þar að forsæt- isráðherranum úr hinni áttinni og þrýsti á hann að láta af andstöðu sinni við umbótatillögur þeirra, sem eiga að gera ESB skilvirkara og búa það undir aðild nýrra ríkja. Ný jólaplata með söng Hamrahlíðarkórsins Islenskt í orði og tóni ÚT ER komin ný geisla- plata með söng Hamra- hlíðarkórsins. Nefnist hún íslenskir jólasöngv- ar og Maríukvæði en útgáfuna hefur Islensk tónverkamiðstöð með höndum. Að sögn Þor- gerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda Hamrahlíð- arkórsins, er að finna á plötunni jólatónlist og helgisöngva, sem lifað hafa með þjóðinni um aldir, í bland við nýrra efni eftir íslensk tón- skáld. „Elstu lögin á plöt- unni hafa lifað með þjóðinni um aldir. Sum laganna hafa borist til íslands með söngbókum kaþólsku kirkjunnar en hafa með tímanum öðlast íslensk sérkenni við það að sálmarnir voru þýddir á ís- lensku og þannig orðið okkar eigin," segir Þorgerður. „Undirstaða kirkjusöngsins í meira en tvær aldir eftir siðskiptin voru tvö rit sem Guðbrandur Þor- láksson, biskup á Hólum, lét prenta, Sálmabókin 1589 og Grallarinn 1594,“ heldur stjórnandinn áfram. „Fyrsta tóndæmið sem skrifað er í nótum í Sálmabókinni er hinn æva- forni aðventusálmur Nú kemur heimsins hjálparráð, sem við syngj- um einmitt á-plötunni.“ Hamrahlíðarkórinn sækir nokkur lög á plötunni í safn íslenskra þjóð- laga. „Sum laganna eru í afar skemmtilegum og nýstárlegum út- setningum tónskáldanna okkar, svo sem Þorkels Sigurbjörnssonar, Jóns Ásgeirssonar, Jóns Þórarinssonar og Fjölnis Stefánssonar en önnur eru hér sungin einradda á sinn einfalda hátt.“ Þá eru á íslenskum jólasöngvum og Maríukvæðum tónsmíðar eftir okkar samtíma tónskáld, en Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveins- son, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson og Jórunn Viðar eiga öll lög á plötunni, auk Sigvalda Kaldalóns. Eru Maríukvæðin þeim ofarlega í huga. „Á plötunni eru til að mynda tvö lög við mismunandi Maríuvísur eftir Atla Heimi en annað þeirra samdi hann í fyrra við kvæði Halldórs Laxness sem þá hafði ný- lega fundist. Er frum- flutningurinn á því lagi á plötunni.“ Sterkt og fagurt íslenkt jólaefni Annars segir Þor- gerður að jólin hafi ekki oft orðið íslensk- um tónskáldum að yrk- isefni. „Það hefur verið mikill uppgangur í ís- lenskum tónsmíðum undanfarna áratugi, ekki slst fyrir kóra, en jólatónlistin virðist ein- hverra hluta vegna hafa setið á hakanum. Fyrir vikið eru kórar yfirleitt að syngja ýmis erlend jólalög með misjafnlega vel gerðum text- um.“ í ljósi þessa var hugmyndin að baki plötunni, að sögn Þorgerðar, öðrum þræði sú að benda íslending- um á, að við eigum „sterkt og fag- urt efni tengt jólunum sem tilheyrir okkur í orði og tóni.“ „Við íslending- ar erum alltaf að reyna að efla þjóð- ernisvitundina og vernda okkar tungu og hvers vegna ætti sú við- leitni ekki að ná til tónlistarflutnings af jiessu tagi?“ Itarlegar upplýsingar fylgja geislaplötunni en Þorgerður segir að kostað hafi verið kapps um að þær næðu til hvers einasta lags. Náðist það takmark en leiðin að því mun hafa verið Iöng og ströng. „Einn kórfélaga, Hrafn Sveinbjarnarson, ritaði formála um jólasöng á ísiandi og skýringar við lögin. Það var lögð mikil áhersla á að hafa upp á upp- runalegum heimildum um lögin og sálmana, yrkingar og þýðingar og frumfiutning tónsmíða. Og þótt þetta hafi kostað mikla vinnu er uppskeran ríkuleg því nú er búið að safna upplýsingum um þetta efni á einum stað og það á ísland eftir að eiga héðan í frá.“ Þorgerður kveðst vera stolt af íslenskum jólasöngvum og Maríu- kvæðum - þar sé undurfagra hluti að finna. „Geislaplatan er fjölbreyti- leg, hún er hlý en líka kankvís og gamansöm. Þá er hún full lotningar fyrir helgi jólanna, sannkölluð gleði- leg jólageislaplata." Þorgerður Ingólfsdóttir Hermitage-safnið í Pétursborg Þriðja sýningin á stolnum listaverkum Pétursborg. Reuter. SÝNING á verkum eftir nokkra af mestu málurum sögunnar, var opnuð í Hermitage-safninu í Pét- ursborg í Rússlandi á þriðjudag. Er það í fyrsta sinn sem verkin verða sýnd frá því að rússneskir hermenn rændu af nasistum í lok heimsstyijaldarinnar síðari. Þýskir embættismenn, sem við- staddir voru opnunina, hörmuðu það hversu lengi verkin hefðu verið hulin sjónum almennings. Kváðust þeir myndu þrýsta á rúss- nesk yfirvöld um að skila verkun- um tií Þýskalands. Verkin eru 89 og voru úr þýsk- um einkasöfnum. Meðal þeirra eru 35 teikningar eftir Francisco Goya, verk eftir Vincent Van Gogh og vatnslitamyndir eftir Henri Toulouse-Lautrec og Eugene Delacroix. Þetta er þriðja sýning Herm- itage-safnsins á verkum sem rússneskir hermenn tóku ófijálsri hendi í Þýskalandi í heimsstyij- öldinni síðari. Sagði forstjóri safnsins, Míkail Pjotrovskí, Reuter GESTUR á sýningu virðir fyr- ir sér mynd rússneska málar- ans Alexanders Arkhipenko, „Tveir naktir líkamar". skammarlegt hversu stuttan tíma verkin væru til sýnis áður en þeim yrði að nýju komið fyrir í geymsl- um. Sagði Pjotrovskí örlög verk- anna undir rússneskum stjórn- völdum komin. Efri deild rúss- neska þingsins felldi í júlí sl. laga- frumvarp, sem hefði komið í veg fyrir að verkum sem rænt var í stríðinu yrði skilað aftur til Þjóð- veija. Ekkert hefur gerst í málinu frá þeim tíma og talsmenn menn- ingarmálaráðuneytis Rússlands segja að ganga verði til viðræðna við Þjóðveija um málið. Þeir telja hins vegar lítið á slíkum viðræð- um að græða, þar sem rússneska viðræðunefndin sé í raun valda- laus. I I } > i i i * \ > l i I . i h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.