Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 18

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Verðsamkeppni milli kjötverslana Mesta verðlækkun á jólasteikinni um 50% NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís MIKILL titringur er á kjötmarkaðnum um þessar mundir. Lægsta verð í verslunum á hamborgarhrygg og hangikjöti Svínahamborgarhryggur Nóatún MM- búðir Fjaröar- kaup Þín verslun Bónus Hagkaup 698 777 698 777 524 698 Hangilæri heilt 699 746 695 746 541 669 Hangilæri úrbeinað 795 798 728 798 524 747 : Hangiframpartur ) 449 498 385 479 ekki til 677 : Hangiframpartur úrbeinað 495 698 630 698 521 647 í VERÐ á kjötvörum hefur lækkað að undanförnu og segja kaupmenn samkeppni milli verslana sjaldan eða aldrei hafa verið harðari. Tilboð á hamborgarhryggjum og jóla- hangikjöti eru algeng í verslunum og er afslátturinn yfirleitt á bilinu 15-30%. Bónus býður lægsta verð- ið af þeim verslunum sem verðkönn- un neytendasíðunnar náði til, um 50% afslátt af hamborgarhryggjum og hangikjöti. í verðkönnuninni er einungis tekið mið af lægsta verði en ekki tekið tillit til mismunandi gæða vörunnar. Kaupmenn eru almennt sammála um að lækkunin stafi að þessu sinni af harðri samkeppni í smásölu frek- ar en milli sláturleyfishafa og kjöt- vinnslustöðva. „Baráttan á kjöt- markaðnum er að harðna og hefur sennilega aldrei verið eins mikil og í dag, “ segir Pálmi Pálmason fram- kvæmdastjóri Þinnar verslunnar. Hann segir samkeppnina stafa af því að verslunarkeðjur eru orðnar færri og stærri en fyrir tveimur árum en hins vegar hafi minni versl- unum fækkað. Hjá 18 útibúum Þinnar verslunar hefur verð á ham- borgarhryggjum og hangikjöti lækkað um 30% frá í fyrra, að sögn Pálma. I MM verslununum þremur sem voru opnaðar sl. föstudag eru ein- göngu seldar vörur frá Meistaran- um. „Viðbrögðin frá því að við hóf- um að heija á markaðinn, sýna að það er enn mikið svigrúm til lækk- unar,“ segir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri. Hún segir tilboð í öðrum verslunum yfirleitt gilda í stuttan tíma og einungis lítið magn á boðstólum. „Það er því ekki sam- bærilegt við okkar verð sem er til frambúðar." Jón Ásgeir Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Bónus segir sam- keppni í smásölu óvenju mikla. Frá því á miðvikudag hefur Bónus selt hamborgarhrygg frá Búrfelli á 524 kr. og úrbeinað hangilæri frá Kjötmiðstöðinni á sama verðj sem er um 50% afsláttur. Jón Ásgeir segir tilboðin standa á meðan birgð- ir endast. Júlíus Þór Jónsson verslunar- stjóri hjá Nóatúni segir verðstríðið árlegan viðburð fyrir jólin en nýju verslanir Meistarans eigi sinn þátt í titringi á markaðnum um þessar mundir. Lægsta verð Nóatúnsbúð- anna á hamborgarhryggjum og jólahangikjöti er frá Goða. Júlíus segir kjötvinnsluhætti vera mjög mismunandi. „Sumir selja á tilboði ódýrt vatnsblásið kjöt sem fólk kaupir sjaldnast oftar en einu sinni.“ Hjá Hagkaupi og Fjarðarkaupum nemur lækkunin um 15% frá því í fyrra. Örn Kjartansson rekstrar- stjóri Hagkaups segir sölu hafa gengið vel og vera mun meiri en á sama tíma fyrir ári. Lesendur spyrja Hvað merkja E- efni í matvælum? LESANDI hringdi og vildi fá upp- lýsingar um hvað bókstafurinn E merkir í innihaldslýsingum á mat- vælum. Kristberg Kristbergsson, dósent í matvælafræði við Háskóla ís- lands, segir að merking matvæla með E-númeri sé trygging fyrir að fjallað hafí verið um hlutaðeigandi efni með tilliti til eiturefnafræði- legra þátta. Evópusambandið setti fyrst regl- VEGNA umfjöllunar neytendasíð- unnar fyrir nokkru um jólahlaðborð veitingastaða vill Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri hjá veitingahús- inu Potturinn og pannan vekja at- hygli á jólahlaðborði sem þar er í boði, föstudags-, laugardags- og ur um notkun slíkra efna í matvæl- um að sögn Kristbergs. „Efnin eru kölluð einu nafni E-efni en bókstaf- urinn E merkir Evrópusambandið og þýðir að viðkomandi efni er við- urkennt til notkunar í löndum ESB.“ Fyrstu efni sem fjallað var um voru litarefni, sem fengu númer á bilinu 100-199 með bókstafnum E fyrir framan. „Síðar voru rotvarn- arefni, þráavarnarefni og bindiefni flokkuð á sama hátt.“ sunnudagskvöld. Á jólahlaðborðinu hjá Pottinum og pönnunni eru bæði heitir og kaldir réttir og kostar máltíðin 1.790 krónur. Innifalið í því er eftirréttur og kaffi. Verð jóla- vínsins fylgir ártalinu og er á 1.996 krónur. Rjúpan ódýrari en ífyrra FRAMBOÐ af rjúpum hefur ekki verið meira um árabil í verslunum Hagkaups, að sögn Árni Ingvars- sonar innkaupamanns. „Við lukum innkaupum um síðustu mánaðamót, sem er óvenju snemmt og ennþá eru veiðimenn að hringja, oft fímm á dag og bjóða okkur ijúpur til sölu. Hjá Hagkaupi kostar rjúpan í fíðri kr. 609, sem er um 6% ódýr- ara en í fyrra. Hamflett kostar ijúp- an 709 kr., sem er einnig betra verð en í fyrra fyrir jólin. Í Nóatúnsbúðunum er ijúpan aðeins ódýrari en hjá Hagkaupi. í fiðri kostar hún kr. 599 en kr. 699 hamflett. Hjá Fjarðarkaupum kostar ijúp- an í hamnum 620 kr. en 720 krón- ur án hans. Jólahlaðborð Verð vínsins fylgir ártalinu Ekkert lát á mótmælum stjórnarand- stæðinga í Belgrad Hæstiréttur Serbíu úr- skurðar sósíalistum í vil Kjörstjórnin áfrýjar málinu til æðsta dómstóls Júgóslavíu Belgrad. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Serbíu úrskurðaði SP á sunnudag að Sósíalistaflokkur Slobodans Milosevic forseta hefði fengið meirihluta í borgarstjórn Belgrad í kosningunum í síðasta mánuði. Kjörstjórnin í borginni kvaðst ætla að áfrýja úrskurðinum til æðsta dómstóls Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands. Leiðtogar Zajedno, kosninga- bandalags stjórnarandstöðuflokka, sökuðu serbneska dómstólinn um hlutdrægni og sögðu að mótmælun- um í Belgrad, sem hafa staðið í tæpar þijár vikur, yrði haldið áfram. Talsmenn Zajedno sögðu að sú ákvörðun kjörstjórnarinnar að áfrýja úrskurði hæstaréttar Serbíu gæti bent til þess að Milosevic kynni að efna til nýrra borgarstjórnar- kosninga í Belgrad. Rúmlega 100.000 manns efndu til mótmæla í borginni á sunnudag, 19. daginn í röð, sökuðu dómstólinn um að hafa látið undan þrýstingi stjórnar- flokksins og kröfðust þess að Milo- sevic segði af sér. Hlutdrægni fjölmiðla mótmælt Allt að 50.000 manns efndu einn- ig til mótmæla í iðnaðarborginni Nis og eyðilögðu meðal annars sjón- varpstæki til að mótmæla hlut- drægni ríkisrekinna fjölmiðla í deil- unni. Um 10.000 háskólanemar mótmæltu í borginni Novi Sad, kröfðust þess að yfirvöld viður- kenndu kosningasigra stjórnarand- stöðunnar og að ríkisfjölmiðlarnir hættu að draga taum stjómar- flokksins. Serbneska ríkissjónvarpið hélt þó áfram að gagnrýna mótmælin og sakaði stjórnarandstöðuna um að æsa til ófriðar og reyna að blekkja almenning í Serbíu. Goran Draganic, einn af leiðtog- um Zajedno, sagði ljóst að úrskurð- ur hæstaréttar Serbíu væri byggður á þrýstingi stjórnarflokksins og ekki lögum landsins. Dómstóllinn úr- skurðaði að sósíalistar og banda- menn þeirra hefðu fengið 66 sæti af 110 í borgarstjórn Belgrad. Óttast að Milosevic beiti valdi Margir stjórnarandstæðingar ótt- ast að Milosevic reyni að leiða deil- una til lykta með því að beita valdi eins og árið 1991 þegar skriðdrek- um var beitt til að kveða niður mótmæli gegn sósíalistum. „Ég býst við að Milosevic beiti lögreglunni og jafnvel hernum á Reuter UNGUR Serbi, Dejan Bul- atovic, heldur á stórri brúðu í fangaklæðum og í líki Slobo- dans Milosevic Serbíuforseta á mótmælafundi í Belgrad í vikunni sem leið. Lögfræðing- ar Zajedno, bandalags stjórn- arandstöðuflokka, segja að Bulatovic hafi verið handtek- inn og pyntaður. næstu dögum, en við gefumst ekki upp,“ sagði Vuk Draskovic, einn af leiðtogum Zajedno. Forystumenn bandalagsins hafa gert ráðstafanir til að hafa hemil á æstum mótmæl- endum og afstýra óeirðum, sem gætu orðið tilefni harkalegra lög- regluaðgerða. Lögreglan hefur lítið skipt sér af mótmælunum en serbneskir fjöl- miðlar segja að nokkrir stjórnarand- stæðingar hafi verið handteknir og sætt barsmíðum lögreglumanna. Þrír kostir Fréttaskýrendur segja að allt að vika geti liðið áður en hæstiréttur Júgóslavíu taki málið fyrir og á meðan fái Milosevic ráðrúm til að vega þijá kosti sem hann eigi í stöð- unni. Hann gæti beitt lögreglunni og hemum til að kveða mótmælin niður, eða beðið í von um að stjórn- arandstæðingamir þreytist og mót- mælin lognist út af, eða viðurkennt sigra stjómarandstöðunnar í Belgrad og fleiri borgum. Með því að velja þriðja kostinn gæti forsetinn bætt áróðursstöðu sína fyrir þingkosningarnar í Serbíu á næsta ári og sakað stjórnarand- stöðuna um allt sem miður fer í borgunum, sem eiga við mikinn fjár- hagsvanda að etja. Leiðrétting í GREIN sem birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins og nefndist „Gamall draumur um tunglstöðvar vakinn“ var að frnna rangar upp- lýsingar, sem hér með skulu leið- réttar. Það er alls staðar dagur og nótt á tunglinu og því er rangt að tala um skuggahlið þess, þar sem ríki myrkur að staðaldri, eins og gert var í greininni. Nálægt heimskaut- um tunglsins er sól hins vegar svo lágt á lofti að djúpir gígar geta verið alveg í skugga og hafa menn lengi viljað kanna hvort þar gæti leynst ís, að sögn Þorsteins Sæ- mundssonar stjömufræðings. Frá jörðu sést alltaf sama hlið tunglsins. Um þá hlið sem og hina, bakhlið tunglsins, gildir að þar getur ýmist verið myrkur eða bjart eftir því hvar tunglið er á braut umhverfis jörðu og hvemig það snýr við sólu. Á nýju tungli getur næturhlið tunglsins hins vegar ver- ið sýnileg héðan vegna endurkasts sólarljóss frá jörðu eða svokallaðs jarðskins. Hitastigið á þeirri hlið, sem snýr að sólu hveiju sinni, getur náð yfír 100°C, en farið niður fyrir -150°C, þar sem er myrkur eða nótt á tunglinu. í Schrödinger- skálinni, þar sem sagt er að ís hafi fundist, er hins vegar talið að hitastigið gæti verið um -230°C að staðaldri. Mælingar geimfarsins Ciement- ine bentu til þess að ísinn væri í Schrödinger-skálinni, sem er um 350 km í þvermál, að sögn Þor- steins Sæmundssonar. Schrödin- ger-skálin er í Suðurpóls-Aitken- dældinni, sem nær frá suðurpól tunglsins að Aitken-gígnum, nærri miðbaug. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biður lesendur velvirð- ingar á þeim. Orðalag í einni af heimildum blaðsins gaf tilefni til þessa misskilnings sem hér hefur verið rakinn. i ) I ) i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.