Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSTIRNIR YIÐ S CHEN GEN - AÐILD NOKKRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið í ljós efasemdir um fyrirhugaða aðild íslands að Schengen- vegabréfasamkomulaginu. A meðal röksemda þingmannanna er að ávinningurinn af Schengen-aðild sé ekki ljós, að óskýrt sé hversu mikið af kostnaði vegna breytinga á Flugstöð Leifs Eiríkssonar falli til vegna Schengen-aðildar, að hægt sé að stækka flugstöðina fyrir minni peninga með því að verzlunarfyrirtæki greiði leigu fyrir rými í viðbyggingunni, og að fyrirtæki í ferðaþjónustu óttist kostnað vegna aðildar að Schengen. Loks hafa þingmennirnir áhyggjur af að kostn- aður við stækkun Leifsstöðvar verði að hluta greiddur af flugmálaáætlun, sem gæti komið niður á framkvæmdum við flugvelli á landsbyggðinni. Burtséð frá því, hvort ísland gerist aðili að Schengen-sam- komulaginu eða ekki, liggur fyrir að stækka verður Leifs- stöð vegna aukinnar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Óhætt er að segja að kostnaðurinn við breytingar á fyrir- komulagi í flugstöðinni vegna Schengen-aðildarinnar sé hverfandi, einmitt vegna þess að breyta þarf Leifsstöð hvort sem er og því er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Hugmyndir verzlunarmanna um að fjármagna megi stækk- un Leifsstöðvar að miklu leyti með leigutekjum, sem fengj- ust með því að hafa viðbygginguna stærri og leggja meira rými undir verzlun og þjónustu, eru skoðunarverðar. Skoðun á slíkum kostum varðandi viðbyggingu við stöðina kemur Schengen-samkomulaginu hins vegar lítið við. ísland hefur allt að vinna með aðild að Schengen. Með henni tekst í fyrsta lagi að varðveita norræna vegabréfasam- bandið, sem hefur þjónað íslendingum vel í fjóra áratugi og er einn mikilvægasti ávinningur norræns samstarfs. í öðru lagi var gerð samningsins um Evrópskt efnahags- svæði stórt skref í átt til þess að gera ísland hluta af hinni landamæralausu Evrópu framtíðarinnar, með því að afnema skorður við frjálsu flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu á milli Evrópuríkja. Aðild að Schengen er annað skref á þessari leið; með henni er íslenzkum ríkisborgurum tryggð frjáls för, án vegabréfsskoðunar og þeirra óþæginda, sem henni fylgja, um flestöll ríki EES. Með stækkun Evrópusam- bandsins á næstu árum mun hið sameinaða vegabréfssvæði að öllum líkindum taka til æ fleiri ríkjA. í þriðja lagi tryggir Schengen-aðild íslendingum þátttöku í evrópsku samstarfi í lögreglumálum, sem beinist meðal annars gegn fíkniefnasmygli og öðrum glæpum. Um leið taka íslendingar að sér gæzlu ytri landamæra hins sameigin- lega vegabréfssvæðis. í fjórða lagi felst ávinningurinn af Schengen-aðild ekki sízt í því að með henni er ísland með vissum hætti komið inn fyrir huglæg landamæri Evrópu; sá kostur að geta ferð- azt án vegabréfs til íslands hlýtur að gera það meira aðlað- andi í augum ferðamanna frá öðrum Evrópuríkjum og koma ferðaþjónustu hér á landi til góða. Engu af þessu má stefna í voða, þótt menn hafi mismun- andi skoðanir á því fyrir hvaða peninga eigi að stækka Leifs- stöð eða hvernig viðbyggingin eigi að líta út. HÁSKÓLAR OG ATVINNA * Iathyglisverðu samtali við Stefán Ólafsson, prófessor í félagsvísindadeiid Háskóla íslands, sem birtist í Morgun- blaðinu í fyrradag kemur fram, að háskólamenntað fólk vinn- ur að langmestu leyti hjá hinu opinbera, en að miklum minni- hluta við framleiðslu- og útflutningsstörf. Segir prófessor- inn, að hlutfall langskólagenginna hjá hinu opinbera á ís- landi sé öfugt miðað við helztu iðnríki heims. Stefán Ólafsson vill efla virðingu starfsnáms með því að gera það allt að stúdentsnámi. Þannig verði menn stúdentar á starfsmenntabraut, matvælabraut, ferðaþjónustubraut og viðskiptabraut. Með því fáist allt önnur viðhorf í þjóðfélagið og fleiri fari í starfsnám. Þrjár af hveijum fjórum háskólamenntuðum konum vinna hjá hinu opinbera, en þær eru í meirihluta þeirra sem stunda háskólanám. Konur fara frekar í BA-próf en BS-próf, en hið fyrrnefnda veitir yfirleitt lægri laun en hið síðarnefnda. Hér er meginskýringin á því, hvers vegna háskólamenntun skilar konum lægri launum en körlum. í öllu því umtali, sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfar- ið um menntun og menntakerfi þjóðarinnar er framlag Stef- áns Ólafssonar afar athygiisvert, og ástæða til að staldra við þau sjónarmið, sem hann lýsir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason SMÁM saman er verið að sameina starfsemi Akranesveitu að Dalbraut 8, þar sem Rafveita Akraness var áður ein til húsa. Hér standa Magnús Oddsson veitustjóri og Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar og formaður stjórnar Akranesveitu, framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Akurnesingar eigin herrar í orkumálum í kjölfar uppstokkunar á orkumálum í Borgarfirði tóku Akurnesingar yfir sinn hluta dreifikerfis Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar og sameinuðu öll veitufyrirtæki bæjarins, áhaldahús ogtæknideild í eina stofnun, Akranesveitu. Jafnframt varð bærinn einkaeigandi Andakílsárvirkjunar. í grein Helga Bjarnasonar kemur fram að forráðamenn orku- mála á Akranesi stefna nú að því að halda Reykja- víkurverði á rafmagni og lækka heita vatnið á sama hátt til að bærinn verði samkeppnisfær við höfuð- borgarsvæðið þegar Hvalíjarðargöng opnast. Á NÆSTA ári verður hálf öld liðin frá því hafin var framleiðsla rafmagns í Andakílsárvirkjun. EFTIR langar og erfiðar samninga- viðræður tók gildi um síðustu áramót nýtt skipulag orkumála í Borgarfirði, meðal annars með því að Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar var skipt upp. Bæjarstjóm Akraness ákvað að sameina öll veitufyrirtækin ásamt tæknideild og áhaldahúsi bæjar- ins í eina stofnun, Akranesveitu. Jafn- framt keypti bærinn eignarhluti með- eigenda sinna í Andakílsárvirkjun og er nú einkaeigandi virkjunarinnar. Fyrstu vísbendingar um árangurinn af þessum skipulagsbreytingum eru að koma í ljós og telur Gunnar Sigurðs- son, forseti bæjarstjórnar Akraness og formaður stjómar Akranesveitu, að aðgerðirnar hafi heppnast. Astæða breytinganna var erfið fjár- hagsstaða Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar (HAB). Magnús Oddsson, veitustjóri á Akranesi, segir að HAB hafi verið rekin með 34 milljóna kr. tapi síðasta rekstrarárið og 60 milljóna kr. tapi árið á undan. Langtímaskuldir vegna hitaveitunnar voru komnar í tæpa 2,3 milljarða kr. og eigið fé var neikvætt um liðlega 1,2 milljarða kr. þegar saman eru lagðar skuldir HAB og Undirbúningsfélags Orkubús Borg- arfjarðar sem einnig era frá hitaveit- unni komnar. Magnús segir að þrátt fyrir hátt verð á heita vatninu hafí menn ekki séð fram á að endar næðu saman. Hitaveitunni skipt í þrennt Gunnar Sigurðsson segir að við myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags eftir síðustu bæj- arstjómarkosningar hafi vandamál hitaveitunnar verið eitt brýnasta við- fangsefnið. „Við skipuðum nefnd til að leita hagkvæmustu leiða í orkumálun- um og var mikil vinna lögð í það verk. Niðurstaðan varð sú að Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar var skipt í þrennt, Akranes og Borgarnes tóku við sínum hlutum dreifikerfisins og þeim skuldum sem þeim fylgja en HAB ann- aðist áfram orkuvinnslu og heildsölu ásamt smásölu í sveitum. Ríkið kom inn í HAB sem eigandi með 180 millj- óna kr. framlag," segir Gunnar. Þess má geta að engir starfsmenn em nú hjá HAB en bæjarfélögin tvö annast rekstur hennar með sérstökum þjón- ustusamningi. Að sögn Magnúsar var eigirifjár- staða HAB enn neikvæð um 411 millj- ónir kr. að uppstokkun lokinni en að loknu vönduðu mati á ástandi aðveit- unnar og tilheyrandi mannvirkjum og nokkuð breyttum afskriftarreglum hafi fengist sú niðurstaða að eigið fé henn- ar væri neikvætt um 63 milljónir. Seg- ist Magnús vonast til að í það styttist að aðveitufyrirtækið geti sýnt jákvæða eiginfjárstöðu i reikningum sínum. Skuldir að fjárhæð 1,1 milljarður kr. urðu eftir hjá HAB en nú hefur tekist að lækka þær um 100 milljónir kr., nokkru meira en gert var ráð fyrir, og hefur hagstæð gengisþróun hjálpað til við það. Hagræðing og samræmd vinnubrögð Bæjarstjórn Akraness ákvað eins og áður segir að sameina öll orkufyr- irtæki sín undir eina stjóm í Akranes- veitu. Yfirtók hún rekstur Rafveitu Akraness, Akraneshluta hitaveitunn- ar, Vatnsveitu Akraness og fráveit- una. Einnig var ákveðið að fella áhaldahús og tæknideild Akranesbæj- ar undir Akranesveitu. Gunnar segir að samreksturinn hafi fjölmarga kosti, unnt sé að samnýta eignir og starfs- fólk og ein stjóm sé yfir öllum þessum þáttum. Sama stjórn er einnig yfir Andakílsárvirkjun eftir að Akranes- bær keypti hana. Gunnar segir, þegar hann er spurð- ur um hagkvæmni sameiningarinnar, að umræddar fimm bæjarstofnanir verði sameinaðar á einn stað, í hús- næði Rafveitu Akraness á Dalbraut 8. Búið er að flytja þá starfsmenn sem vinna við vatnsveituna og á tækni- deildinni og hitaveitan fer þangað 1. apríl. Er búið að selja húsnæði þess- ara stofnana. Stefnt er að því að áhaldahúsið flytji þangað síðar en áður en af því verður þarf að byggja nýja skemmu á Dalbrautinni. Gunnar segir að starfsfólki muni fækka smám sam- an. Ákveðið hafi verið að segja ekki MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 39 upp fóiki en ná hagræðingunni fram á lengri tíma með því að ráða ekki fólk í stað þess sem hættir. Gunnar segir að af tæknilegum ástæðum hafi sumt gengið hægar fyrir sig en hann hefði viljað en allt væri á réttri leið. Til dæmis væri nú farið að senda út sameiginlega orkureikninga og það muni spara póstburðargjöld. Það er athyglisverð nýjung á Akra- nesi að taka áhaldahús og tæknideild inn í veitustofnun. Gunnar segir að við sameiningu veitustofnana hafi ver- ið leitað eftir hugmyndum hjá Vest- mannaeyjabæ. Þar er áhaldahús og tæknideild ekki inni í veitustofnuninni en Gunnar segir að Eyjamenn hafi séð eftir því að stíga skrefið ekki til fulls. „Þetta er mjög skyld starfsemi, meðal annars menn í útivinnu hjá áhaldahúsi og veitum. Með sameiningu á að vera hægt að samnýta mannskap og tæki og samræma vinnubrögð. Við viljum koma í veg fyrir að menn séu að moka upp úr skurðunum hver á eftir öðrum,“ segir Gunnar. Stefnt að 5% verðlækkun Fjárhagsstaða Akranesveitu er erfíð vegna þeirra miklu skulda sem hún tók yfír en hún hefur þó batnað talsvert á árinu, að sögn Magnúsar Oddssonar. Akranesveita og Andakílsárvirkjun tóku við skuldum og bættu við sig nýjum lánum, samtals að fj'árhæð 827 milljónir kr. en Akranesbær eignaðist jafnhliða virkjunina. Skuldimar hafa lækkað um 50 milljónir kr. og nema nú um 775 milljónum kr. Hefur tekist að ná skuldunum nokkru meira niður en útlit var fyrir í upphafí árs. Akranes- veita tók við talsverðum eignum, eink- um frá Rafveitu Akraness, og sam- kvæmt samstæðureikningi Akranes- veitu og Andakílsárvirkjunar er eigið fé jákvætt um liðlega 300 milljónir kr. „Þessar aðgerðir miða allar að því að lækka orkuverð til viðskiptavina okkar. Á Akranesi lækkaði gjaldskrá hitaveitunnar um 10% um leið og Akra- nesveita tók til starfa,“ segir Magnús. Heita vatnið hækkaði aftur hjá HAB og Akranesveitu um 2,8% í haust, til samræmis við verðlagsbreytingar. Magnús segir að á síðustu áram hafí vatnið lækkað um 17% að raungildi. Hann segir að ef gjaldskráin hefði fýlgt vísitölu byggingarkostnaðar, eins og hjá HAB um langt árabil, ætti verðið í dag að vera 105,30 kr. á hvem rúm- metra vatns en er nú 87,40 kr. á Akra- nesi. Stefnt er að 5% lækkun gjaldskrár hitaveitunnar eftir rúmt ár, eða 1. jan- úar 1998, en Gunnar Sigurðsson telur að það geti jafnvel gerst fyrr. Skagamenn stoltir af Andakílsárvirkjun Akraneskaupstaður tók þátt í því á sínum tíma með sýslunefndum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að virkja Anda- kílsárfossa. Sameignarfélagið Anda- kílsárvirkjun var stofnað 1. nóvember 1941 og rekstur virkjunarinnar hófst í lok október 1947. Þegar sýslunefnd- irnar vora lagðar niður færðist eignin yfír á sveitarfélögin og var virkjunin eftir það í eigu allra sveitarfélaganna í Borgarfjarðarhéraði að Akraneskaup- stað meðtöldum. I þeirri uppstokkun orkumála sem fram fór á síðasta ári skildi leiðir að mestu með Akurnesingum og Borgnes- ingum í orkumálum. Þessir bæir voru stærstu eigendur Andakílsárvirkjunar og höfðu staðið saman að uppbyggingu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Borgamesbær ákvað að selja Raf- magnsveitum ríkisins rafveitu sína og vildi í kjölfar þess selja hlut sinn í Andakílsárvirkjun til RARIK. Akumes- ingar hafa haft eitt lægsta raforkuverð á landinu, svipað og í Reykjavík til dæmis, og vildu halda þeirri stöðu. „Það var til lítils að lækka heita vatnið um nokkur prósent en lenda svo í því að hækka rafmagnsverðið um á annan tug prósenta en það hefðum við þurft að gera ef RARIK hefði eignast virkj- unina. Við urðum því að kaupa virkjun- ina til að veija rafmagnsverðið hér á Akranesi," segir Gunnar Sigurðsson. Hann segir að Akumesingar hafí alltaf verið svolítið stoltir af því að eiga hlut í virkjuninni og telur að almenn ánægja sé á Skaganum með þá ráðstöf- un að kaupa virkjunina. Heildarverð- mæti hennar er talið 450 milljónir kr., ef miðað er við það verð sem Akranes- bær greiddi sveitahreppunum fyrir þeirra eignarhluti. Aðeins tveir menn höfðu gegnt for- mennsku í stjóm Andakílsárvirkjunar áður en Gunnar varð formaður við eig- endaskiptin, báðir Skagamenn eins og Gunnar. Haraldur Böðvarsson útgerð- armaður var fyrsti formaður stjómar og síðan tók Magnús Guðmundsson fulltrúi við. Framkvæmdastjórar hafa einnig verið tveir, Óskar Eggertsson og Ásgeir Sæmundsson, en sá síðar- nefndi lætur af störfum um áramót og mun Magnús Oddsson hafa yfírumsjón með rekstrinum eftir það. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um rekstrarlega tengingu virkjunar og veitustofnunar í framtíðinni. Rætt er um nána samvinnu og jafnvel sameiningu en til hins síðar- nefnda þarf samþykki Alþingis. Magn- ús segir að rekstur Andakílsárvirkjunar hafi alltaf verið til fyrirmyndar og telur að varla verði betur gert, þegar hann er spurður að því hvort hagkvæmni aukist við nánari samvinnu þessara stofnana. Ávallt hefur verið góður hagnaður af rekstri virkjunarinnar og sem dæmi má nefna að fyrstu átta mánuði þessa árs nam hagnaðurinn um 30 milljónum kr. Samrekstur með RARIK Andakílsárvirkjun seldi Rafveitu Akraness allt það rafmagn sem notað var á Akranesi og keypti það sem hún þurfti umfram eigin framleiðslu af Rafmagnsveitum ríkisins. Virkjunin er tengd inn á landskerfíð þannig að eðlis- fræðilega séð hefur Akranes verið að fá meginhluta síns rafmagns frá virkj- unum á Suðurlandi en rafmagnið frá Andakíl hefur meira farið í Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes. Andakílsár- virkjun framleiðir að meðaltali 33 gigawattstundir á ári en Akranes þarf 37-38 GWst. Akranesveita sá því fram á að þurfa að kaupa viðbótarrafmagn af RARIK og meira en þessum mismun nemur vegna sveiflna í notkun og fram- leiðslu. Stundum er notkunin minni en nemur framleiðslu virkjunarinnar og sú umframframleiðsla hefði farið fyrir lítið ef ekki væri um samrekstur að ræða. Til viðbótar þessu má nefna að háspennulínan milli Akraness og Anda- kílsárvirkjunar er komin til ára sinna eins og sæstrengur um Hvalfjörð og háspennulína sem tengir Akranes við Korpustöð við Reykjavík. Ekki er leng- ur á þessar tengingar að treysta, að sögn veitustjórans. Akranesveita og Andakílsárvirkjun leituðu því eftir sam- starfí við Rafmagnsveitur ríkisins og nýlega var skrifað undir samninga þess efnis. Samningamir felast í því að RARIK kaupir alla framleiðslu Andakílsárvirkj- unar á Landsvirkjunarverði og Akranesveita kaupir alla sína raforku af RARIK, einnig á heildsöluverði. Jafnframt er sú stefna mörkuð að Akranes fái sitt rafmagn í framtíðinni með jarðstreng frá Brennimel sem er skammt frá Grandartanga en ekki um línurnar yfír Hvalfjörð og frá Anda- kílsárvirkjun. Einnig eru fýrirtækin sammála um að stefna að gerð þjón- ustusamnings þar sem RARIK taki að sér rekstur og viðhald á háspennulínum Andakílsárvirkjunar. Verðmæti við- skiptanna er metið á 200 milljónir kr. á ári. Magnús telur að þetta fyrirkomu- lag sé hagkvæmt fyrir báða aðila og kemur sú skoðun einnig fram í fréttatil- kynningu sem RARIK sendi frá sér um samkomulagið. Mikið framfaraspor Rætt er um að í framtíðinni muni samkeppni í orkuöflun og dreifíngu aukast. Gunnar og Magnús segja að yfírtaka Akranesbæjar á Andakílsár- virkjun stuðli ekki að aukinni sam- keppni. Þessi starfsemi hafí verið fyrir og framleiðslan sé svo lítil að ekki sé hægt að tala um samkeppni við Lands- virkjun í því sambandi. Þá sé unnið í náinni samvinnu við Rafmagnsveitur ríkisins. Gunnar telur þó mikils um vert að Akumesingar séu nú eigin herr- ar í orkuöflun og dreifíngu. „Eg tel að með þessum ráðstöfunum hafí verið stigið mikið framfaraspor fyrir byggðina hér á Akranesi," segir Magnús Oddsson. Hann segir að þótt heita vatnið sé enn dýrara á Akranesi en í Reykjavík sé rafmagnsverðið ámóta, reyndar aðeins lægra því sem munar. „Höfuðmarkmið Akranesveitu er að lækka skuldir fyrirtækisins og í framhaldi af því verður reynt að lækka gjaldskrána," segir hann. Gunnar segir að markmiðið bæjaryfírvalda með ráð- stöfunum í orkumálum sé að að tryggja að búsetuskilyrði verði sem líkust því sem er á höfuðborgarsvæðinu og því sé markmiðið að lækka heita vatnið áður en Hvalfjarðargöng verða opnuð þannig að fólksstraumurinn geti legið í báðar áttir en ekki bara suður. LANGMESTUR tilflutningur var á þorskkvóta á síðasta fiskveiðiári. Fiskveiðistj órnun Tilfærslur afla- heimilda sívaxandi Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja banna fénýtingu kvótans Tilfærslur á aflaheimildum og viðskipti með þær hafa verið að færast æ meir í aukana á síðast- liðnum árum. Þetta er ein þeirra niðurstaðna sem Guðjón Guðmundsson alþingismaður les út úr skýrslum um málið. Guðjón Guðmundur Guðmundsson Hallvarðsson LAGAFRUMVARP Guðjóns Guðmundsson- ar og Guðmundar Hall- varðssonar, sem miðar að því að afnema að mestu leyti heimildir til framsals fiskveiðikvóta, var á dagskrá Alþingis í gær. Guðjón hefur lagt sams konar fyrirspurn fyrir ráðherra á hveiju hausti undanfarin ár. Þegar svarinu um síð- astliðið fiskveiðiár var útbýtt til þingmanna í síðasta mánuði sá þing- forseti, Ólafur G. Ein- arsson, ástæðu til að átelja þetta fyrirkomulag upplýs- ingamiðlunar. Svarið er 248 prentað- ar blaðsíður. Til útskýringar segist Guðjón ekki þekkja aðra færa leið til að fá þessar upplýsingar með góðu móti nema í formi svars við fyrirspurn. Fiskistofa gefi þær ekki út. „Það sem ég er að leita eftir,“ segir Guðjón í samtali við Morgun- blaðið, „er í fyrsta lagi að sjá hvern- ig einstaka útgerðir nýta kerfið, í öðru lagi hvernig tilfærslur eru til og frá einstökum verstöðvum, sem er mjög fróðlegt, og í þriðja lagi umfang þessara tilfærslna. Á síðasta fiskveiðiári voru 335.792 tonn flutt á milli aðila, sem er reiknað í þorsk- ígildi 204.000 tonn rúm, sem er tölu- verð aukning frá árinu á undan.“ Langmesta aukningin á tilfærslum segir Guðjón hafa verið á þorskveiði- heimildum, eða úr 36.000 tonnum í 42.000 tonn. Þetta sýni að þessi við- skipti séu alltaf að aukast. Reiknað með tilliti til meðalgangverðs á leigukvóta þýði þetta viðskipti upp á meira en tíu milljarða króna á árinu. Þrír milljarðar í beinar greiðslur Stærstan hluta viðskiptanna segir Guðjón vera annars vegar vegna skipta á veiðiheimildum mismun- andi fisktegunda og hins vegar færsla á milli skipa sömu útgerðar. „En menn hafa verið að gizka á að u.þ.b. 25-30% séu bein peningavið- skipti,“ segir Guðjón, sem þýði að um þrír milljarðar kr. fari í beinar greiðslur á aflaheimildum. Erfitt er að henda nákvæmar reiður á um- fangi þessara peningaviðskipta, sem ekki er hægt að lesa upplýsingar um út úr umræddu svari sjávarút- vegsráðherra. Guðjón segir engan hafa séð þessa fénýtingu kvótans fyrir, þegar kvótakerfinu var komið á fyrir tólf árum. Hugmyndin hafi verið að menn nýttu framsalsmöguleikann til að hagræða innan útgerðarinnar með því t.d. að láta þorskkvóta fyr- ir rækju- eða ýsukvóta o.s.frv., eftir því sem bezt hentaði viðkomandi útgerð á hveijum tíma. Braskið verði bannað Til að bregðast við hinu vaxandi umfangi fénýtingar kvótans, „kvóta- brasksins“ svokallaða, sem almenn- ingsálitið sé mjög andsnúið, hefur Guðjón ásamt Guðmundi Hallvarðs- syni lagt fram frumvarp til laga á Alþingi, þar sem þeir leggja til að fiskveiðistjórnunarlögunum verði breytt þannig, að fénýting kvótans verði bönnuð. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ekki veiðast á fiskveiðiárinu, verði skilað til Fiski- stofu og þeim síðan úthlutað til ann- arra skipa gegn umsýslugjaldi. Lagt er til, að þetta umsýslugjald nemi 5% af meðalverði viðkomandi teg- undar á fiskmörkuðum innanlands. Jafnframt er gert ráð fyrir að veiði- heimildum, sem ónýttar séu í lok fiskveiðiárs, verði úthlutað á því næsta gegn umsýslugjaldi. Guðjón og Guðmundur segja markmið frum- varpsins vera að einfalda og auka skilvirkni gildandi kerfís um stjórn fiskveiða, „og renna þannig stoðum undir almennari þjóðarsátt þar um.“ „Upprunalegur andi laganna" Guðjón segir tilgang frumvarpsins " í raun vera þann, að styrkja uppruna- legan anda fískveiðistjórnunarlag- anna, sem hafi verið sá að menn skiluðu úthlutuðum aflaheimildum sem þeir nýttu ekki og þeim yrði endurúthlutað. „Þessar fénýtingar- leiðir voru aldrei inni í myndinni í upphafi," segir Guðjón og vísar því til sönnunar t.d. til umræðna sem fram fóru á Alþingi á sínum tíma. Guðjón segist ekki hafa fengið jafnjákvæð viðbrögð við nokkru öðru þingmáli um árabil. Þeir Guðmundur finndu mikinn stuðning við það með- al sjómanna og segir Guðjón að jafn- vel hafi nokkrir mætir útgerðarmenn haft samband við sig og lýst sig^, fylgjandi breytingum í þessa veru, „til að vernda kerfið“, sem muni til lengri tíma litið leiða til betri hag- ræðingar. Framsókn sagði „pass“ Aðspurður um þær hugmyndir sem Halldór Ásgrímsson viðraði um umbætur á kerfinu í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins, segir Guðjón að sér þyki þær „af- skaplega óljósar", og þær hafi verið „reknar ofan í hann“. Að hans mati hafi niðurstaða flokksþingsins verið að segja „pass“ í málinu. En bæði Guðjón og Guðmundur telja sig hafa vissu fyrir því, að tillög- ur frumvarpsins falli að skoðunum fleiri þingmanna í báðum stjórnar- flokkunum, og búast við talsverðurr umræðum um frumvarpið þegar þac kemst á dagskrá þingsins, en reiknac' er með að það verði á mánudaginrv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.