Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 59 l| í > I > ) j 3 3 i I 3 3 3 I í I < í i i í i i i -I GYÐA BRYNJÓLFSDÓTTIR + Gyða Brynjólfs- dóttir var fædd á Ormsstöðum í Breiðdal 7. október 1925. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. des. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Brynjólfur Guðmundsson bóndi á Ormsstöðum, f. 18.5 1892, d. 1975, og kona hans Guð- laug Eiríksdóttir húsmóðir, f. 19.8. 1894, d. 25.1. 1995. Systkini Gyðu voru Guðmundur Þór, f. 1920, d. 1963, Sigríður, f. 1922, búsett á Ormsstöðum, Guðný, f. 1923, búsett í Reykja- vík, gift Birni Jónssyni silfur- smið, og Guðrún, f. 1927, búsett á Reyðarfirði, gift Valtý Sæ- mundssyni kennara. Hinn 19. október 1946 giftist Gyða Skúla A. Steinssyni, síðar forsljóri hjá Sólningu hf., f. 7.12. 1924, d. 19.8. 1980. Þeim Skúla varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Bryndís, sérkenn- ari, f. 10.3.1945, gift Páli Árna- syni, framleiðslusljóra, búsett í Hafnarfirði. Þeirra börn eru Árni, f. 1966, Gyða, f. 1971, og Svanur, f. 1974. 2) Gunnsteinn, framkvæmdastjóri, f. 31.1. 1947, kvæntur Sigrúnu Gunn- arsdóttur, leirlistarkonu, bú- sett í Kópavogi. Þeirra börn eru Skúli Þór, f. 1966, kvæntur Jónínu Hlöðversdóttur, Guðný, f. 1968, Sif, f. 1972, og Hrund, f. 1974. 3) Guðlaug, skrifstofu- maður, f. 14.1.1955, gift Vilberg Skúla- syni, kjötiðnaðar- manni, búsett i Keflavík. Þeirra börn eru Arnór Brynjar, f. 1975, Gunnhildur Erla, f. 1979, og Skúli Steinn, f. 1984. 4) Sigrún, tækniteikn- ari, f. 19.2. 1956, gift Jóni Þórarni Sverrisyni, hús- gagnasmið, búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru Sverrir, f. 1984, og Hildur Björk, f. 1989. 5) Halldór, framkvæmdastjóri, f. 5.8. 1960, kvæntur Jónu Ág- ústu Helgadóttur, húsmóður, búsett í Kópavogi. Dætur þeirra eru Ingibjörg Helga, f. 1981, Gyða Arna, f. 1984, og Iris Osp, f. 1990. Barnabarna- börn Gyðu og JSkúla er þijú: Ragnar Adólf Árnason, Gunn- steinn Aron Skúlason og Darri Logi Skúlason. Gyða ólst upp á Ormsstöðum til 17 ára aldurs þegar hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan. Hún var Iengst af húsmóðir en gegndi skrif- stofustörfum síðari hluta ævi sinnar. Hún starfaði jafnframt sem sjálfboðaliði hjá Félags- miðstöðvum aldraðra auk þess sem hún var virkur félagi í Kvenfélagi Grensássóknar um áratuga skeið. Útför Gyðu verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stundu sem þessari. Eg veit varla hvar ég á að byija. Mér eru ofarlega í minni þær mörgu stundir sem við áttum saman þegar ég kom til að hjálpa þér að þrífa. Oft varð nú lítið úr verki því við sátum svo lengi og spiluðum og spjölluðum um heima og geima. Þú fylgdist alltaf vel með okkur krökk- unum og mér fannst ég alltaf geta sagt þér allt. Það var svo í febrúar að við Smári ákváðum að flytja til Danmerkur og komum til að kveðja þig. Þá sátum við inni í stofu yfir kaffibolla og þú sagðir okkur frá ævintýraferðum þínum til Afríku. Ég man að ég hugsaði á þeirri stundu; svona ætla ég að lifa mínu lífi, stolt af að eiga þig sem ömmu. Þá níu mánuði sem ég var erlendis skrifuðumst við alltaf á, alveg fram á síðasta mánuð þangað til ég kom heim til þín og þú orðin svona veik. Bréfin frá þér mun ég ávallt varð- veita og allt það sem þú kenndir mér í lífínu. Eg þakka Guði fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hjá þér síðustu dagana þína. Nú ert þú komin yfir í sælureit- inn til afa og hefur komist að leynd- ardómum þess lífs - sem við töluð- um svo oft um. Þetta er síðasta bréfið mitt til þín, elsku amma mín, og eins og þú sagðir sjálf í einu bréfínu til mín: „Við erum eitthvað svo tengdar (kannski nafnið)" þá veit ég að við hittumst aftur. Eg kveð þig með bænunum sem þú kenndir mér. Minning þín lifir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Gyða. Gyða ólst upp með foreldrum sín- um í fímm systkina hópi fram á unglingsár. Eins og hjá öllum al- múga þessa lands var lífsbaráttan hörð og nýtnin og ráðdeildarsemin var lífsnauðsyn. Heimili hennar var þó um margt sérstakt. Móðirin var sigld heimskona sem hafði forfram- ast með þjóðum, búið á heimili lands- höfðingjans og þekkti vel til siða helstu embættismanna þjóðarinnar og faðirinn kjammikill og dugandi bóndi sem þrátt fyrir harða lífsbar- áttu var einstakt ljúfmenni og hafði auk þess næmt auga fyrir hinum skoplegri hliðum mannlífsins. Gyða fór 17 ára gömul að vinna fyrir sér og fluttist þá til Reykjavík- ur, fyrst í vist til frænku sinnar, Unnar Ármanns, og síðan sem af- greiðslustúlka í Bernhöftsbakaríi. Hún hafði lokið fullnaðarprófi á Breiðdalsvík og sótt unglingaskól- ann á Djúpvogi en hún þráði alla tíð að geta gengið í Kennaraskólann og stundaði á þessum árum kvöld- nám við Námsflokka Reykjavíkur. En þrátt fyrir eindregna hvatningu kennara sinna til frekara náms gerði hún sér grein fyrir að efna- hagurinn leyfði ekki slíkan munað. Hún minntist ekki á þá drauma sína við nokkurn mann fyrr en 30 árum síðar. Það lýsir kannski best þeim viljastyrk og raunsæi sem hún bjó yfir og var alla tíð svo sterkur þátt- ur í skapferli hennar. 18 ára gömul kynnist hún Skúla Steinssyni sem varð lífsförunautur hennar æ síðan og saman hefja þau svo búskap í einu herbergi inni í Sogamýri. Þar fæðist svo elsta dóttir þeirra, Bryn- dís, árið 1945. Skúli missti móður sína kornungur, yngstur af 13 systkinum og hafði alist upp við þau kjör og aðbúnað sem við Islend- ingar viljum helst strika yfir í sögu lands og þjóðar. Hann þekkti því hina hörðu lífsbaráttu af eigin raun, var viljasterkur og ákveðinn í að koma sér áfram í lífinu. Húsnæðiseklan var mikil í bæn- um á þessum árum og þau Skúli þurftu oft að flytja milli staða, fyrst inn á Silfurteig, en þar fæðist elsti sonurþeirra, Gunnsteinn, 1947, síð- an inn í Karfavog og loks á Lang- holtsveginn. Upp úr 1950 var þeim úthlutuð lóð við Heiðargerði 19 þar sem þau byggðu sér einbýlishús sem þau fluttu inn í árið 1953 og bjuggu þar alla tíð síðan. Skúli var þúsund þjala smiður og Gyða vön erfiðis- og útivinnu, enda byggðu þau þetta hús algerlega á eigin spýtur og grófu meira að segja sjálf fyrir grunninum með haka og skóflu. Hins vegar eignuðust þau góða nágranna sem hjálpuðust að, enda voru allir að byggja þarna á sama tíma. í Heiðargerðinu fædd- ust svo yngri börnin þijú, Guðlaug 1955, Sigrún 1956 ogHalldór 1960. Skúli vann í fjölda ára hjá Korkiðj- unni og síðar hjá Sandsölunni, sem hann var raunar hluthafi í um tíma. Hann stofnaði fyrirtækið Þunga- flutningar og upp úr því Sólningu hf. 1970 sem hann rak síðan til dauðadags 1980 og enn er í fullum rekstri. Gyða mín, Það fer ekki hjá því að eftir 30 ára samfylgd í hringiðu lífsins eru minningarnar fleiri en rúmast hér í örfáum línum. Þær eru þó allar tengdar þeim eðlisþáttum sem voru svo ríkir í fari þínu, þar sem saman fór raunsæi og látleysi alþýðukonunnar og víðsýni heims- konunnar í svo eðlilegu samhengi að undrun sætti. Engin vandamál voru svo stór að þau yrðu ekki hjóm- ið eitt í þinni meðhöndlun og engin voru heldur svo smá að þau væru ekki allrar athygli verð. Þennan eiginleika kunnu barnabörnin þín að meta enda voru leyndarmálin óta.lin sem ykkur fór á milli. í fræðibókum er hugtakið greind skilgreint sem hæfileikinn til að laga sig að breyttum aðstæðum. Þann hæfileika hafðir þú sannar- lega í ríkum mæli. Þegar Skúli lá banaleguna varst þú sá styrkur sem öll fjölskyldan þurfti á að halda og eftir lát hans varst það þú sem ákvaðst að selja húsið í Heiðargerð- inu og flytja í litla blokkaríbúð inn í Gautlandi þar sem þú bjóst þér hlýtt og notalegt heimili þessi síð- ustu 15 ár. Allt viðhorf þitt til lífs- ins mótaðist svo sterkt af eðlilegum gangi náttúrunnar að jafnvel sjálfur dauðinn megnaði þar engu um að breyta. Hann kom til þín í friðsemd og fegurð og í fullu samræmi við þá lífsspeki sem þú miðlaðir til okk- ar í svo ríkum mæli. Hafðu þökk fyrir samveruna. Páll Árnason. Elsku amma. Þá er komið að kveðjustund hjá okkur í bili eftir stutt en erfitt stríð við krabbameinið sem tók þig frá okkur öilum en það er þó víst að þér hefur verið ætlað eitthvað stærra hinum megin. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þessu og sætta sig við þetta því þú varst alltaf svo góð við alla í kringum þig og þess vegna þótti öllum sem kynntust þér svona vænt um þig. Þú varst alltaf tilbúin að koma til okkar systkinanna í Keflavík til að passa okkur þegar mamma og pabbi skruppu til útlanda og þá var nú alltaf glatt á hjalla. Við biðum allt- af spennt eftir „ömmu kjötsúpunni" og tilbúin með spilastokkinn við höndina því það var eitt af uppá- haldi okkar allra. Þú settir líka allt- af sérstakan svip á jólin þegar þú varst hjá okkur en það var nú allt- af kappsmál að hafa ömmu yfir jólin því auðvitað vildu allir hafa þig. Okkur langar að þakka Guði fyrir að hafa átt svona ömmu og vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Arnór, Gunnhildur og Skúli. Gyða amma var alltaf hress og skemmtileg og til í að gera allt. Þegar við heimsóttum hana kom hún brosandi til dyra með útbreidd- an faðminn. Hún var góður vinur sem hlustaði þolinmóð á hvað sem var. Hún kenndi okkur fullt af spil- um og við eigum eftir að sakna þess þegar við sátum saman og spiluðum. Hún bjó líka til bestu kjötsúpu í heimi og alltaf átti hún ís fyrir börnin sín. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki farið til hennar og tekið utan um hana aftur. Við munum alltaf geyma minninguna um ömmu í huga okkar og hjarta. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Góður Guð, gættu ömmu vel. Ingibjörg Helga, Gyða Arna og Iris Osp. Það fækkar enn í hópi frum- byggjanna í Heiðargerði, sem upp úr 1950 mynduðu litla samfélagið sem þar hefur þróast æ síðan. Á þessum árum var það flest ungt fólk með börnin sín, sem var að koma sér upp húsnæði til að tryggja velferð fjölskyldunnar. Þetta var tilraun til að gefa fólki kost á að eignast sitt eigið húsnæði. Oft var leiguhúsnæði á þeim árum ótryggt og húsnæði yfirleitt af skornum skammti í borginni. Hér reis byggð- in fljótt með eljusemi og dugnaði fólksins, samheldni og vináttu. Hjónin í Heiðargerði 19, þau Gyða og Skúli Steinsson, urðu nágrannar okkar og hefur ætíð haldist góð vinátta með fjölskyldunum síðan þá. Skúli lést fyrir nokkrum árum og nokkru síðar flutti Gyða héðan úr hverfinu. Á fyrstu árunum hér í götunni var samgangur mikill á milli heimilanna, börnin léku sér saman og við húsmæðurnar bund- umst góðum og traustum vináttu- böndum. Gyða var ákaflega heilsteyptur persónuleiki og traustur, sem mik- ill ávinningur var að kynnast, ákaf- lega heimakær og sem öllum vildi gott gera. Við áttum mikla og góða samleið um árabil, bæði á heimilum okkar og einnig í kvenfélagi Grens- « ássóknar. Þar sem og annars staðar var Gyða traustur félagi. Fyrir stuttu áttum við Gyða indæla sam- verustund. Við töluðum um gömlu góðu dagana og glöddumst yfir þeim árum sem við vorum nágrann- ar. Það var margs að minnast og ekki var á henni að sjá, að svo stutt var í endadægur, þegar við kvödd- umst í síðasta skipti. Gyða stóð á meðan stætt var, hún bognaði ekki þó á bjátaði í lífinu, en eins og all- ir aðrir, brotnaði hún í stóra bylnum síðast, bylnum sem engum er kleift að standa af sér. Nú er gamla sam- félagið horfið í tímans rás og ný kynslóð að taka við í breyttum sam- félagsháttum. Óneitanlega fylgir söknuður því oft á tíðum þegar horft er til baka, því liðinn tími kemur aldrei aftur. Nú þegar ég kveð Gyðu vinkonu mína og nágranna um áratuga ' skeið, vil ég þakka henni samfylgd- ina og trausta og góða viðkynningu. Hvíl í friði. Aðstandendum vottar fjölskyldan innilega samúð sína. Guðrún K. Jóhannsdóttir. Hún Gyða vinkona okkar er dáin. Hún hvarf yfir móðuna miklu í upphafi aðventu, daginn sem jóla- ljósin fóru að lýsa upp skammdegis- myrkrið. Við sitjum hér eftir þijár hnípnar vinkonur og sjáum fram á framtíð mun fátæklegri en áður var. En minningarnar lifa, minningar um ferðalög, utan lands og innan, og ekki má gleyma árvissu helgar- ferðinni í Grímsnesið þar sem tíminn var notaður til fulls við spil og spjall. Þar horfðum við á sólina setjast og rísa aftur að morgni. Það voru góðar stundir. Gyða Brynjólfsdóttir var glæsileg kona, sterkur persónuleiki, glaðvær og frábær félagi. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt hana að vini. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Anna, Elsa og Guðrún. t Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar ömmu minnar, ÞÓRDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Sauðholti. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Guðmundsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLDU GUÐLAUGSDÓTTUR, Baughóli 27, Húsavik. Sérstakar þakkir til lækna og stafsfólks á deild 11E Landspftala og Sjúkrahúss Þingeyinga, Húsavík, fyrir frábæra umönnun og ástúð. Hreiðar Sigurjónsson, Ragnhildur Hreiðarsdóttir, Sveinn R. Arason, Sigurjón Hreiðarsson, Helga Árnadóttir, Hreiðar Hreiðarsson, Steingerður Á. Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GYÐU BRYNJÓLFSDÓTTUR verður lokað í dag, þriðjudaginn 10. desember, frá kl. 12.00-16.00. Sólning, Smiðjuvegi 32-34, 200 Kópavogi. 4 4 í A I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.