Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „DRAUMURINN um Gullfoss", olía á léreft, 1996 (2). FLAGGSKIPIÐ MYNPLIST Listh úsið Borg DRAUMURINN UM GULLFOSS Málverk. Karólína Lárusdóttir. Opið alla daga frá kl. 12-18. Til 15. desember. Aðgangur ókeypis. KYNSLÓÐIN, sem um miðbik aldarinnar hélt í fyrsta skipti út í heim með Gullfossi, hinu flotta svart-hvíta flaggskipi þjóðarinn- ar, gleymir því seint. Fyrir- burðurinn var alveg sérstakur og umstangið í kringum hann ólíkt meira en nú gerist, allt í senn brottförin, siglingin og koman á áfangastað. Ferðin tók þrjá daga til Leith og fimm daga til Kaupmannahafnar, sem var hæfilegur tími til að melta það sem í vændum væri. Þá var ekki ónýtt fyrir námsspírumar, sem voru á leið til Hafnar, að koma við í Leith og skreppa inn til Edinborgar, meðtaka stórborg- arbraginn við breiðgötuna og skoða kastalana á grösugum hæðunum á móti, er bar við him- ininn. Menn fengu mannkyns- söguna beint í æð, því í einum þeirra var sjálf María Stúart Skotadrottning höfð í haldi áður en hún var hálshöggvin. Visku- korn sem engnn gleymdi að víkja að hinum fáfróðari með tilheyr- andi spekingssvip. Það er ekki ofsagt, að fleyið hafi verið stolt þjóðarinnar, menn gerðu sér jafnvel ferð á hafnarbakkann í þeim eina til- gangi að blanda sér í manngrú- ann og veifa kunningjum sínum á skipsfjöl, sem þeir iðulega sár- öfunduðu. Sjá skipið mjakast hægt og tignarlega út úr hafnar- mynninu, taka á sig nokkurn boga út sundið og leggja svo í hann burt í fjarlægð. Andvarpa, og halda svo heim á leið í fá- sinnið. Allt eins hefði mátt skíra þennan sérstaka blett, þar sem skipið hélt til, Andvarpabakk- ann, sbr. Andvarpabrúna, Ponte di Sospiri í Feneyjum, en það voru annars konar og margvís- legri andvörp er þar liðu frá brjóstum manna, en þeirra ógæfusömu sakamanna er litu lífsljósið í hinsta sinn út um lít- inn ljóra á brúnni miðri. Hérlend- um listamönnum lætur ekki til- takanlega vél að mála söguna, hafí það gerst hefur það verið ósjálfrátt, því hver bjóst við þeim umskiptum sem orðið hafa til sjávar og sveita á fáum áratug- um? Ruglað hafa dómgreind fólks og mat þess á hinum eina og sanna auð hvers manns, sem er stoltið og sjálfur kraftbirting- ur opinberunarinnar að vera Is- lendingur, eiga þetta tignarlega land og þessa fögru þjóðtungu. Málarinn Karólína Lárusdóttir var einn þeirra sem lifðu tímana áður en flaggskipið var selt úr landi, og því miður ekki svo lítið af þjóðarsálinni og stoltinu um leið. Hún er minnug á fortíðina enda byggist list hennar mikið til á fortíðarþrá, nostalgíu, svo sem margur veit. Og hvað hluta viðfangsefna hennar varðar hef- ur Karólína sérstöðu, því æska hennar og þroskaár tengdust innviðum Hótel Borgar og fólk- inu sem lifði þar og starfaði. Einnig að því leyti, að hún og Louise Matthíasdóttir eru einu íslenzku málararnir búsettir er- lendis sem sækja hlutvakin myndefni sín og hughrif að meg- inhluta til heimaslóða. En and- stætt Louise er Karólína að end- urgera drauma frekar en að mála það sem fyrir augu ber þegar hún heimsækir landið. I dúkum hennar er tímaskyni og stærðarhlutföllum víxlað, fjarvídd óraunveruleg og þyngd- arlögmálið notað eftir þörfum. Að nokkru er um að ræða undir- tón alþýðulistar og nævisma, en skoðandinn skynjar hugsun hinnar menntuðu listakonu að baki þessa kunnuglega og óræða furðuheims. Kunnuglega fyrir þá sök, að margur eins og þekkir og kann- ast við hann, um leið hinar við- kunnanlegu, skrítnu og undir- furðulegu manngerðir er hrærast í honum, og kinkar kolli. Þetta er eitthvað sem var, endurminn- ing geymd, þó frekar söguper- sónur úr ævintýri en áþreifanieg- ur veruleiki. Rýnirinn hefur það hér um bil á tilfinningunni, að starfsfólkið á hótelinu forðum hafi brugðið á flakk til útlanda og tekið fjölskyldur sínar og vini með sér. Og sem fyrr er jafnan sunnudagur í myndum listakon- unnar, veður yfirleitt gott, þótt garrinn láti kræla á sér og vind- ar blási í einstaka mynd, snjóföl eða mylgringur í lofti. En voru annars ekki allir dagar á Gull- fossi sunnudagar þegar best lét og góðir félagar og viðkunnan- legt fólk í hveijum kima? Flaggskipið er orðið að ljúf- sárri þjóðsögu í hugum manna, þótt skipið hafí verið gallað og lent í ýmsum hremmingum, stundum verið með slagsíðu alla leiðina, hreppt aftakaveður á rúmsjó að vetri til og 90% far- þega sjóveikir, hinir flestir fölir og fálátir. Merkilegt að það áttu sér stað mikil hvörf í þjóðfélaginu á svipuðim tíma og skipið var selt úr landi og kynslóðin sem þá var að vaxa úr grasi að stórum hluta úr öllu sambandi við þennan kafla íslandssögunnar. Karólína er trú fyrri myndstíl, þótt tæknilega sé hún orðin sjó- aðri í olíumálverkinu, litimir fyllri, mýkri og safaríkri, þó var áberandi að margur saknaði vatnslitanna við opnunina, og þeirrar fjölkynngi blæbrigða sem þeir búa yfir í höndum hennar. Myndbyggingin er afar einföld og meira skynjuð en útfærð eftir nákvæmum lögmálum myndflat- arins. Fletir heilir og blæbrigða- litlir, litir fáir en áhersla Iögð á að millitónaheildin beri uppi nokkrar afmarkaðar og sterkar lýsandi andstæður. Sjálft mynd- efnið mun hafa verið lengi að mótast í huga listakonunnar, en hún málaði alla sýninguna á nokkmm mánuðum, sem em vinnubrögð nýja málverksins svo- nefnda, þó einungis hvað hraða snertir. Hraðinn skiptir þó ekki máli frekar en umfang dúkanna, en maður freistast til að velta því fyrir sér hvernig útkoman yrði ef hún notaði nokkra mánuði í eina mynd. Byggði hana upp á svipuðum blæbrigðum og akva- relluna, en hún kemst einna næst því í myndinni „Lagt af stað í langferð“ (27). Sýningarskrá er handhæg og látlaus og auk þess hefur verið gefínn út litprentaður bæklingur með öllum myndunum. Uppsetning hans er umdeilanleg, ekki kann ég við náhvíta umgerð- ina og gyllinguna í skriftinni auk þess sem litgreiningin er ekki upp á það besta. Maður getur tekið undir það sem fram kemur í bæklingnum, „að fólkið í mynd- um Karólínu Lárusdóttur sé á einhvem óskýranlegan en mark- aðan hátt hennar fólk og það hafi verið að skýrast og styrkjast í gegnum árin.“ Og nú virðist hún standa á tímamótum, því maður skynjar einhvem veginn fyrirboða til muna þróaðri myndheilda sem beri enn sterkari einkenni höf- undarins. Vegur listakonunnar í London hefur farið mjög vaxandi á allra síðustu ámm, jafnvel svo að mynd eftir hana prýddi forsíðu mánað- arrits um helstu viðburði borgar- innar í nóvember, sem telst dijúg- ur heiður. En hér mætir hún undarlegu fálæti meðal lista- manna og forráðamanna safna. Virðist leiðinleg saga vera að endurtaka sig, er Guðmundur Guðmundsson (Erró) var að hasla sér völl í París á sínum tíma. Þetta er einum afmörkuðum listdómi eiginlega óviðkomandi, en hafa menn virkilega ekkert lært af þeim afdrifaríku mistök- um? Bragi Ásgeirsson í shjói naetur hefur aðgeyma Ijóðrænar tón- myndir eftir tenór- og sóp- ransaxófónleik- arann Stefán S. Stefánsson. ígid á ijódid Flosa- son bregst ekki væntingum að- dáenda sinna nú fremur en fyrri daginn með kröfugri sveiflu og mögnuðum ballöðum Jazz í Á þessum disk- um (2 cd) er ferli okkar fyrsta alþjóð- lega jazzleikara Gunnars Orm- slev, gerð góð skil. ómiss- andi diskar í söfn jazz- áhugafólks. Vðndud tonfisr i flutningi fðgfólks LIST OG HÖNNUN Listhorn Sævars SKART Harpa Kristjánsdóttir. Opið frá 10-18 alla virka daga, laugardaga frá 10-14 tíl 12. desember. ÞAÐ er dijúgur svipur fágunar og verkkunnáttu sem mætir gestinum er hann kemur inn í hið vistlega listhorn Sævars Karls, og sjaldan hefur rýmið verið jafn lif- andi. Þá er líkast því sem vinnu- brögð yngstu kynslóðarinnar séu að taka nokkrum breytingum sé tekið mið af tveim síðustu sýning- um. Þannig voru teikningar Sig- rúnar Ólafsdóttur rýmislista- manns afar kröftugar og vel frá þeim gengið. FÁGAÐ Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu Kristjánsdóttur á íslandi, en áður hefur hún tekið þátt í þrem samsýningum og þar af tveim í útlandinu. Hún lauk B.Ed. prófí frá hannyrðadeild Kennara- háskóla íslands vorið 1984 og stundaði síðan nám í gull- og silf- ursmíði við „Den Tekniske Skole“ í Kaupmannahöfn og samhliða því verknám hjá meistara Birger Pell- as í Malmö. Sótti námskeið við „Ecole des arts décorativs" í Genf á árunum 1993-94, þar sem áhersla var lögð á hönnun skart- gripa. Lauk sveinsprófi í gullsmíði frá fyrrnefndum skóla í Kaup- mannahöfn í mai 1994 og strax í júnímánuði sveinsprófi í silfur- SKART smíði frá „Företagarnas Riksorg- anisation“ Svíþjóð. Harpa hefur þannig verið áratug að fullnuma sig eftir Kennaraháskólann, sem sýnir hvað menn verða að leggja á sig í alvöru listnámi, og hafa raunar alltaf þurft að gera. List- spíran lætur þarnæst tvö ár líða áður en hún kemur fram með einkasýningu sem telst eðlileg þró- un. Eftir jafnlangt nám í skólum tekur það iðulega mörg ár að losa sig við áhrif skólanna og marka sér persónulegan farveg í vinnu sinni, en af því skulu menn ekki hafa minnstu áhyggjur. Öll sýning Hörpu ber vott um góða undirstöðumenntun og verk- kunnáttu og einnig að hún ætli sér sitthvað fleira en að halda sig við það sem hún hefur lært á námsferli sínum. Þannig er hún með þreifingar til margra átta um leið og hún vinnur í sígildum form- um, þar er áberandi hve munirnir eru einfaldir og formhreinir, sbr. helgigripina; kaleik, oblátuöskju, könnu og patínu nr. 31-34. Þá er Silfurpeli (1) afar skemmtileg og hugmyndrík formun, sömuleiðis „silfurkanna“ (2). Þá eru þarna í aðskiljanlegustu formunum arm- bönd, hringar, hálsfestar ásamt nælu og eyrnalokkum og efnið silf- ur, stál, gull, járn, messing, kop- ar, blaðagull og perlur. Sýningin er þannig afar fjöl- þætt og jafnframt vel fyrir komið í rýminu og má telja nokkuð ör- uggt, að hér hafi stétt metnaðar- fullra gull- og silfursmiða bæst framúrskarandi liðsmaður. Bragi Ásgeirsson • Á NÝRRI geislaplötu flytja píanóleikarinn Örn Magnússon og söngkonan Marta Guðrún Hall- dórsdóttir 35 laga safn Engel Lund. Árið 1960 kom út hjá Al- menna bókafélaginu nótnaheftið Islensk þjóðlög, valin og búin til prentunar af EngelLund. Ferdin- and Reuter útsetti lögin. I formála bókarinnar ritar Engel Lund m.a.: „Þaðerekki alltafauð- Nýjar plötur Söngbók Engel Lund velt að gera sér grein fyrir því hvers vegna þjóðlög og textarnir við þau, gömul kvæði og stef, skuli vera svo falleg og mikils virði sem þau eru. Stundum getur verið að lagið sé ekkert sérstaklega merkilegt og orðin dálítið fátækleg og samt er það hvort tveggja saman góður skáldskapur og gott lag. Maður verður að gefa sér góðan tíma til þess að lifa sig inní þetta, hlusta vel, ekki einungis eftir því, sem í laginu býr, heldur líka því sem er á bak við orðin. Þá getur það gerzt, sem er svo skemmtilegt, að litla lagið og látlausu orðin verði saman lifandi og máttug." Upptökur fóru fram íDigranes- kirkju íjúlíogágúst síðastliðinn. Útgefandi er Smekkleysa. Verð 1.999 kr. I I i > > i i l t' i i £ i \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.