Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 11 FRÉTTIR Sophia Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar í Tyrklandi um helgina „ Virðir ekki nema í mesta lagi dóma og valdbeitingu“ HALIM AL kom ekki með dætur þeirra Sophiu Hansen, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegúl, á fund móður þeirra um helgina eins og um hafði verið samið á fundi þeirra mæðgna, Halims Al, Ólafs Egilssonar sendiherra og lögreglustjórans í Bakirköy í Istanbúl fyrir rúmri viku. Um það var samið að mæðgurnar myndu vera saman á hóteli í Istanbúi á laugardag og sunnudag frá klukkan tólf á hádegi til sex síð- degis báða dagana. „Þegar til kom sveik Halim A1 loforðið og kom hvorugan daginn. Það náðist til hans á laugardagsmorgun og þá var ljóst að hann hugðist ekki standa við það sem gengið hafði verið frá. Síðan fór hann í felur og telpurn- ar reyndust ekki vera á heimili sínu Jíegar kann- að var um verustað þeirra," sagði Ólafur Egils- son í samtali við Morgunblaðið í gær. „Lögreglan fylgist áfram með málum, enda voru það henni vonbrigði að samkomulagið sem gert var í skrifstofu lögreglustjórans í Bakirköy skyldi ekki halda. Halim A1 verður því inntur rækilega eftir því hvað hafi valdið. Það sem er hinsvegar ljósara en nokkru sinni fyrr er að ekki er hægt að treysta orðum Halims A1 og hann virðir ekki nema í mesta lagi dóma og valdbeitingu." Niðurstöðu áfrýjunarréttar í Ankara að vænta innan viku Ólafur sagði ennfremur að búist væri við því að niðurstaða áfrýjunarréttarins í Ankara í for- ræðismáli þeirra Sophiu Hansen og Halims A1 yrði kunngerð innan viku. Sakamálið sem höfð- að var vegna ítrekaðra brota Halims A1 á um- gengnisrétti verður tekið fyrir næst 23. þessa mánaðar. „Þá er hugsanlegt að verði kveðinn upp dómur, og yfirgnæfandi líkur þykja á að um verði að ræða fangelsisvist í einn til sex mánuði." Aðspurður um ummæli Halims A1 þess efnis að þar sem samkomulagið hefði ekki verið skrif- legt, þá væri það ógilt, sagði Ólafur að þau væru ekki annað en ómerkilegur útúrsnúning- ur. „Þetta var alveg deginum ljósara fyrir öllum sem voru viðstaddir og eins og allir vita þá er munnlegt loforð jafn bindandi og skriflegt." Ekki maður til að standa við sín fyrirheit Ólafur sagði að á fundi þeirra í Bakirköy fyr- ir rúmri viku hefði meðal annars verið rætt um að ef Halim A1 sýndi fram á vilja til þess að eðlilegt samband kæmist á milli mæðgnanna, þá kæmi til greina að fá sakamálunum þremur sem ákæruvaldið hefur höfðað á hendur honum frestað og síðan hugsanlega felld niður ef allt gengi að óskum. „Þar var bent á að ekkert myndi gerast í sakamálinu fram til 23. þessa mánaðar og væri það kjörinn tími til þess að hann gæti látið koma í ljós að hann vildi raun- verulega snúa við blaðinu. Það sem gerst hefur um þessa helgi sýnir hinsvegar átakanlega vel að hann hefur ekki verið maður til að standa við sín fyrirheit." Sautján stútar undir stýri SAUTJÁN ökumann, sem afskipti voru höfð af í Reykjavík um helg- ina, eru grunaðir um ölvunarakst- ur. Lögreglan hefur áhyggjur af fjölgun ölvunaraksturstilfella í desember sem oftar en ekki má rekja til drykkju á jólaglögg eða öðrum árstíðarbundnum drykkj- um. Um helgina höfðu lögreglu- menn á Suðvesturlandi afskipti af tæplega 30 ökumönnum sem grunaðir eru um að hafa ekið und- ir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar munu lögreglumenn á Suðvesturlandi fylgjast sérstaklega með hugsan- legum ölvunarakstri í desember- mánuði, ekki síst fyrir og í kring- um jól og áramót. Geta þurft að borga tjónið í desembermánuði í fyrra voru 94 ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæmi lögreglu á Suðvesturlandi. Þá lentu 12 ölvaðir ökumenn í um- ferðaróhöppum. Lögreglumenn vonast til að þeir þurfi að hafa afskipti af sem fæst- um ölvuðum ökumönnum í desem- ber á þessu ári. Afleiðingar ölv- unaraksturs geta verið alvarlegar og ölvaðir ökumenn eiga það á hættu að verða sjálfir að greiða tjón það sem þeir valda, auk ann- ars kostnaðar er af þvi kann að hljótast. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kirkjuvígsla fyrir fullu húsi GRENSÁSKIRKJA var vígð á sunnudag að viðstöddu fjöl- menni. Talið er að um 700 manns hafi fylgst með athöfninni og var kirkjan full út úr dyrum. Athöfn- in hófst á því að sóknarnefnd, safnaðarfulltrúi, prestar og bisk- upar gengu í skrúðgöngu inn í kirkjuna. Fremstur fór Birkir Jóhannsson með kross, en Birkir mun fermast næsta vor. Að lokn- um sálmasöng og ritningarlestri vígði Ólafur Skúlason biskup kirkjuna. Við hlið hans á mynd- inni stendur séra Halldór Grön- dal sóknarprestur en lengst til vinstri eru vígslubiskuparnir séra Sigurður Sigurðsson og séra Jónas Gislason. Lögðu haldá hálft kíló af hassi FÍKNIEFNI komu við sögu í sex málum sem lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af um helgina. í þeim var m.a. lagt hald á um 500 grömm af hassi, auk annarra efna. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefni í íbúð við Snorrabraut síðdegis á föstudag. Á laugardagsmorguninn fund- ust u.þ.b. 100 grömm af hassi, 10 E-töflur, áhöld til fíkniefna- neyslu og fleira í fórum manna eftir að kvartað hafði verið yfir hávaða frá íbúð þeirra við Njáls- götu. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslunum. Síðdegis á laugardag voru tveir menn handteknir á Baldursgötu. í framhaldi af því var hald lagt á 363 grömm af hassi, auk 5 slaga eða skammta af amfetamíni. Mennirnir voru vistaðir fanga- geymslunum. Eitt slag af amfetamíni fannst í fórum tveggja manna er stöðvað- ir voru á bifreið á Bræðraborgar- stíg á laugardagskvöld. Okumaður var stöðvaður í akstri aðfaranótt sunnudags. Hann er grunaður um fíkniefna- misferli. Þá fundust meint fíkniefni í fór- um ökumanns sem stöðvaður var í akstri í Fellsmúla um nóttina. Loks lögðu lögreglumenn hald á tæki til 'fíkniefnaneyslu í húsi við Laugaveg á sunnudag. -----» ♦ ♦---- Tafðist vegria óhapps ÞOTA Flugleiða tafðist í nokkrar stundir á Heathrow-flugvelli við Lundúnir á sunnudag vegna óhapps sem þar varð, þegar Fok- ker 50 City Hopper frá hollenska flugfélaginu KLM rann út af vell- inum. Hjólabúnaður flugvélarinnar bilaði og fóru hjól öðru megin ekki niður, með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan flugbrautar. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða segir að af þessum sök- um hafi þurft að loka flugbrautum á Heathrow sem olli seinkunum á öllu flugi til og frá Lundúnum á sunnudag. Um óviðráðanlegar að- stæður hafi verið að ræða og hafi farþegar almennt sýnt töfunum I skilningu. Landlæknisembættið ráðleggur óbreytta notkun f lúors Lítil hætta á ofnotkun LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ telur ekki rétt að breyta stefnu sinni hvað varðar notkun flúors til varnar tannskemmdum. Vegna umræðu og efasemda sem uppi hafa verið að undanförnu um ágæti flúors til for- i varna hefur embættið sent dreifi- ■ bréf til yfirlækna og hjúkrunarfor- i stjóra á heilsugæslustöðvum, - barnalækna og tannlækna, þess - efnis að ekki sé rétt að breyta til- í mælum um notkun flúors til varnar - tannskemmdum. Landlæknir ráðleggur því, að höfðu samráði við tannverndarráð og yfirtannlækni í heilbrigðisráðu- neytinu, að börnum verði áfram gefnar flúortöflur, allt frá tann- töku til skólaaldurs. Hámarks- skammtur er ein tafla á dag fyrir börn að þriggja ára aldri og tvær töflur fyrir þriggja til sex ára börn. Frá því að skólaganga hefst er ráðlagt að skola tennurnar með flúorlausn á hálfsmánaðarfresti, en slíkt er í boði á vegum skóla- heilsugæslu í flestum skólum landsins. Auk þess eru allir aldurs- hópar áfram hvattir til að nota tannkrem með flúor. í dreifibréfinu frá landlækni seg- ir að notkun flúors sé áhrifaríkasta, ódýrasta og öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Hættumörkin séu há, þannig að lít- il hætta sé á að um ofnotkun verði að ræða. Þannig þurfi þriggja ára barn til dæmis að innbyrða innihald úr einni til tveimur túbum af barna- tannkremi eða 120 töflur af algeng- ustu stærð af flúortöflum í einu til þess að eitureinkenni komi í ljós. Flakkferðir Jafningjafræðslunnar Dagsferð til Dublin á tæpar 7 þósund krónur FARIN verður dagsferð til Dublin þann 20. desember á veg- um Flakkferða Jafningjafræðsl- unnar og kostar flugmiðinn 10.800 kr. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Flakkferðum að Euro- card bjóði Atlaskort með 4.000 króna ferðaávísun sem má nota upp í farið og þeir sem gangi í Námsmannalínu Búnaðarbank- ans og eru orðnir 18 ára geti fengið 50 þúsund króna yfir- dráttarheimild til sex mánaða. Því geti þeir sem fái sér Atlas- kort og skrái sig í Námsmanna- línuna fengið ferðina lánaða í 6 mánuði á 6.800 krónur. Lagt verður af stað kl. 6.30 og komið aftur heim um mið- nættið. M.a. verður farið í skoð- unarferð um Trinity College. Flakkferðir eru samstarfs- verkefni Jafningjafræðslunnar, Samvinnuferða-Landsýnar, Bún- aðarbankans og Euroeard og er markmiðið að hvetja ungt fólk til vímulausra ferðalaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.