Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 63
FRETTIR
FRÁ afhendingu hangilæranna til Mæðrastyrksnefndar f.v.: Bryn-
dis Guðmundsdóttir, Guðlaug L. Runólfsdóttir, Unnur Jónasdótt-
ir, formaður, Ingvar Helgason og Sigriður Guðmunnsdóttir.
Færði Mæðrastyrks-
nefnd 300 hangilæri
Dagbók Lögreglunar í Reykjavík
Fjöldi óhappa í
hálku helgarinnar
ALLT frá árinu 1928 hefur
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
styrkt efnalitlar mæður í Reykja-
vík. Hin siðari ár hefur jólasöfn-
un Mæðrastyrksnefndar verið
hornsteinn starfseminnar. Jóla-
söfnunin í ár hófst á aðventunni.
Einstaklingar og fyrirtæki
hafa ævinlega sýnt málefninu
stuðning. Ingvar Helgason hf.
hefur nú þriðja árið í röð fært
Mæðrastyrksnefnd 300 hangi-
læri. Þeir hjá IH telja að anda
jólanna sé betur náð með þessari
matargjöf en með því að senda
Jólastrætó
um mið-
borgina
SÉRSTAKUR miðborgarvagn ekur
frá 9. desember fram til jóla frá
kl. 13 til almenns lokunartíma versl-
ana í miðborginni, mánudaga til
laugardaga.
Þessi jólastrætó verður með jóla-
skreytingar í gluggunum og fánum
prýddur. Miðborgarvagninn er sam-
eiginlegt framtak samstarfsnefndar
miðborgaraðila og SVR til að auka
á jólastemninguna í miðborginni.
Farið kostar ekki neitt.
Akstursleið vagnsins er: Hlemm-
ur, Laugavegur, Bankastræti,
Lækjargata, Vonarstræti, Suður-
gata, Aðalstræti, Vesturgata, Gróf-
in, Tryggvagata, Kalkofnsvegur,
Hverfisgata og Hlemmur.
Vagninn hefur ekki sérstakar
biðstöðvar á Laugavegi og í Banka-
stræti. Fólk veifar og er tekið upp
í vagninn hvar sem er þar. Á sama
hátt er stoppað hvar sem er til að
hleypa fólki út úr vagninum. Vagn-
inn stoppar á horni Grófar og
Tryggvagötu og í Tryggvagötu ofan
Pósthússtrætis. Einnig í Kalkofns-
vegi við skiptistöðina. Að öðru leyti
er stoppað á merktum biðstöðvum
SVR á leiðinni.
Færðu Hafnar-
fjarðarkirkju
gjafir
KVENFÉLAG Hafnarfjarðarkirkju
færði kirkjunni nýlega að gjöf sjón-
varp og myndbandstæki til notkun-
ar í Vonarhöfn í safnaðarheimilinu
Strandbergi.
Gjöf þessa afhenti formaður
kvenfélagsins, frú Margrét Guð-
mundsdóttir, á fundi félagsins þann
7. nóvember sl. og tók formaður
safnaðarnefndar, hr. Sigurjón Pét-
ursson, á móti gjöfinni. Á þeim
fundi voru gestir kvenfélagsins frá
Kvenfélagi Hallgrímskirkju.
Jólafundur kvenfélagsins verður
í Skútunni 8. desember nk. og hefst
kl. 20.30. Meðal dagskráratriða
dagatöl og jólakort til viðskipta-
vina sinna, segir i fréttatilkynn-
ingu.
Um mánaðamótin nóvember -
desember sendi Mæðrastyrks-
nefndin gíróseðla til fyrirtækja
og einstaklinga.
Skrifstofan að Njálsgötu 3
verður opin frá kl. 14-18 alla
virka daga til jóla. Fataúthlutun
fer fram að Sólvallagötu 48 og
þar verður opið 9., 11. og 18.
desember frá kl. 14-18. Póst-
gírónúmer Mæðrastyrksnefndar
er 36600-5.
verða skemmtiatriði, jólahapp-
drætti og sr. Þórhallur Heimisson
flytur jólahugvekju. Konur úr kven-
félaginu hittast nú á miðvikudögum
kl. 20 til þess að undirbúa jólahapp-
drættið.
Fagfólk og yfir-
völd sameinist
í baráttu gegn
barnaklámi
SAMTÖKIN Barnaheill hafa sent
frá sér eftirfarandi:
„Fulltrúaráðsfundur Barnaheilla
haldinn í Reykjavík 5. desember sl.
vekur athygli á vaxandi fjölda kyn-
ferðisafbrotamála gegn börnum.
Fundurinn hvetur alla, og einkum
foreldra, til að halda vöku sinni og
tilkynna barnayfirvöldum um allan
grun um illa meðferð á börnum,
um barnaklám eða aðra misnotkun,
og fylgja því eftir að slík mál verði
könnuð. Fundurinn brýnir fyrir fag-
fólki og yfirvöldum að sameinast í
baráttu gegn útbreiðslu barnakláms
og skorar á Alþingi að veita slíkri
vinnu forgang.
Vegna þessa máls sem nýlega
komst upp á Akureyri vilja samtök-
in Barnaheill ítreka rétt þolenda
kynferðisglæpa til sérfræðiaðstoðar
í kjölfar slíkra áfalla. Fundurinn
skorar á yfirvöld og fagólk að sam-
stilla alla krafta til að styðja börnin
og aðstandendur þeirra, sem og
nágranna og skóla sem tengjast
slíkum málum.“
Kvöldvaka
Amnesty
ALÞJÓÐLEGUR mannréttindadag-
ur er í dag, 10. desember. Af því
tilefni stendur íslandsdeild
Amnesty International fyrir kvöld-
vöku á Sólon íslandus kl. 20.
Þar koma fram m.a.: Hörður
Torfason, Davíð Þór Jónsson og
Elísabet Jökulsdóttir. Nýhafin
Tyrklandsherferð verður kynnt og
jólakort og ýmis annar varningur
verður seldur til íjáröflunar. Að-
gangur er ókeypis og allir eru vel-
komnir.
Fræðslufundur
og myndband
um astma og
ofnæmi
ASTMA- og ofnæmisfélagið (áður
Samtök gegn astma og ofnæmi)
halda almennan fræðslufund um
ofnæmi og astma þriðjudaginn 10.
desember í Þjóðarbókhlöðunni við
Birkimel.
Fundurinn hefst kl. 20 og er öll-
um opinn meðan húsrúm leyfir.
Frumsýnt verður nýtt myndband
um astma og Unnur Steina Björns-
dóttir, ofnæmisfræðingur, mun
flytja erindi um ofnæmi og ofnæm-
isvanda í hýbýlum manna.
Myndbandið Líf með astma var
framleitt að frumkvæði Vífilsstaða-
spítala og lyfjafyrirtækjanna
GlaxoWellcome og Astra. Auk þess-
ara aðila styrktu heilbrigðisráðu-
neytið og Lyfjafræðingafélag ís-
lands gerð og fjölföldun mynd-
bandsins.
160 manns á
fundi um of-
beldi unglinga
FORELDRAFÉLÖG Öldusels- og
Seljaskóla, Seljakirkja, SAMFOK
og Heimili og skóli gengust fyrir
opnum fundi um ofbeldi meðal
barna og unglinga hinn 27. nóvem-
ber sl. og sóttu hann yfir 160
manns.
í upphafi fundarins fluttu Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barna-
verndarstofu, Gerður G. Óskars-
dóttir, fræðslustjóri í Reykjavík,
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri
í Reykjavík, Daníel Gunnarsson,
skólastjóri og Jónína Bjartmarz,
formaður Heimis og skóla stutt
framsöguerindi. Einnig sátu fyrir
svörum Sigrún Magnúsdóttir, for-
maður Fræðsluráðs Reykjavíkur,
og Guðbjörg Björnsdóttir, formað-
ur SAMFOK í Reykjavík.
í fréttatilkynningu segir:
„Á fundinum lýstu foreldrar og
skólamenn eftir úrræðum til að
takast á við ýmiskonar ofbeldi og
vanlíðan meðal barna og unglinga
og töldu þörf fyrir aðstoð bæði við
þolendur og gerendur ofbeldis-
verka.
Skólayfírvöld í Reykjavík gerðu
á fundinum grein fyrir tillögum um
fjölgun námsráðgjafa og uppeldis-
fulltrúa í grunnskólum. Töluvert
var rætt um aukna þörf fyrir sál-
fræðiþjónustu í skólum.
Hjá fulltrúum félagsmálayfir-
valda kom fram að brotalöm er í
kerfínu gagnvart unglingum sem
bijóta af sér, þ.e. lagaheimild skort-
ir til að taka þá úr umferð.
Almennt voru fundarmenn þeirr-
ar skoðunar að orsakir vandans
væru margvíslegar og ekki tækist
að snúa við blaðinu nema allir
tækju höndum saman við lausn
hans.
í fundarlok var borin upp og
samþykkt ályktun í nokkrum liðum
þar sem m.a. er skorað á dóms-
málaráðherra og félagsmálaráð-
herra að kalla saman fulltrúa þeirra
stofnana sem þessi mál heyra und-
ir, m.a. til að gera tillögur af laga-
breytingum sem tryggja markviss-
ari vinnubrögð í ofbeldismálum.“
LEIÐRÉTT
Leiðrétting á bókarverði
í FRÉTT í blaðinu um útkomu bók-
arinnar Vatnajökull frost og funi
(Ice on Fire) sunnudaginn 8. desem-
ber sl. var sagt að verð bókarinnar
væri 1.990 kr. (ísl. útg). og 2.075
kr. (ensk útgáfa). Hér er um rang-
ar tölur að ræða. Verð bókarinnar
í verslunum er enn sem komið er á
bilinu 2.590-2.850 kr. enda álagn-
ing mismikil og virðisaukaskattur
á bækur á enskri tungu er hærri
en á íslenskri útgáfu. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Yfirlit helgarinnar.
Um helgina var tilkynnt um
10 líkamsmeiðingar, 18 innbrot,
8 þjófnaði og 4 eignarspjöll.
Fíkniefni komu við sögu í 6 mál-
um, sem lögreglumenn þurftu að
hafa afskipti af. í þeim var m.a.
lagt hald á u.þ.b. 500 gr. af hassi.
Á sama tíma og lögreglumenn
þurftu að kæra 40 ökumenn fyr-
ir of hraðan akstur var tilkynnt
um 54 umferðaróhöpp til lög-
reglu. Talverð hálka var á götum
borgarinnar, auk þess sem fór
að snjóa á sunnudag. Sautján
ökumann, sem afskipti voru höfð
af, eru grunaðir um ölvunarakst-
ur. Meiðsli á fólki urðu í 3 óhapp-
anna. Afskipti þurfti að hafa af
26 ölvuðum einstaklingum er
ekki kunnu fótum sínum forráða.
41 þurfi að vista í fangageymsl-
unum vegna ýmissa mála. Margt
fólk var í miðborginni að nætur-
lagi um helgina.
Innbrot
Á föstudag var m.a. tilkynnt
um innbrot í leikskóla og grunn-
skóla í Austurborginni, söluturn
við Réttarholtsveg, verslun við
Grensásveg, íbúð við Arahóla,
geymslur við Gyðufell, fyrirtæki
við Skeifuna og í bifreið við Suð-
urlandsbraut. Á Iaugardag var
tilkynnt um innbrot í bifreið við
Álfheima og geymslur við Rjúpu-
fell og á sunnudag var tilkynnt
um að farið hefði verið inn í fyrir-
tali við Hverfisgötu, bifreiðir við
Amtmannsstíg, Flyðrugranda og
Hverafold, verslun við Laugaveg,
verslun við Klapparstíg og fyrir-
tæki við Vatnsstíg. Á síðast-
nefnda staðnum hafði verið brot-
ist inn í 3 fyrirtæki og skemmd-
ir unnar á hurðum. Þýfi úr inn-
brotinu fannst við leit í nágrenn-
inu.
Líkamsmeiðingar
Maður var laminn í höfuðið
með flösku á skemmtun í félags-
aðstöðu við Hverfisgötu á föstu-
dagskvöld. Um nóttina voru tveir
menn fluttir á slysadeild, annar
með áverka á nefi eftir átök á
Grettisgötu við Klapparstíg og
hinn eftir slagsmál í húsi í Mos-
fellsbæ. Veist var að manni á
Ingólfstorgi. Þá komu tveir menn
á lögreglustöð með áverka í and-
liti eftir átök í miðborginni. Und-
ir morgun kærði maður annan
eftir að sá hafði slegið hann í
andlitið á veitingastað í miðborg-
inni. Stympingar urðu með aðil-
um á veitingastað við’ Ingólfs-
stræti aðfaranótt sunnudags. Um
nóttina var einn aðili fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið eftir
slagsmál utan við veitingahús í
Austurstræti.
Slys
Á föstudagsmorgun varð
gangandi vegfarandi fyrir tveim-
ur bifreiðum á gatnamótum
Fundur um
launa- og
starfsmanna-
stefnu í opin-
berum rekstri
BIRTING - Framsýn efnir til op-
ins fundar í kvöld, þriðjudaginn
10. desember, kl. 20 í safnaðar-
heimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi
Fellsmúla og Grensásvegar.
Meiðslin urðu minniháttar, en
hann var þó færður með sjúkra-
bifreið á slysadeild til rannsókn-
ar. Eftir hádegi meiddist öku-
maður lítilsháttar í árekstri
tveggja bifreiða á gatnamótum
Bíldshöfða og Höfðabakka. Síð-
degis á laugardag varð harður
árekstur tveggja bifreiða á Bú-
staðavegi við Bústaðabrú.
Maður meiddist í fiskvinnslu-
fyrirtæki á Granda á föstudag
þegar kar fullt af fiski féll ofan
af lyftara og utan í hann. Maður-
inn meiddist á fæti og var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild.
Fulltrúi FBI í heimsókn
Stuart Sturm, yfirmaður í
deild alþjóðatengsla Alríkislög-
reglu Bandaríkjanna (FBI) kom
í heimsókn hingað til lands um
helgina á leið sinni til Evrópu.
Deildin mun á næstu mánuðum
opna nokkrar nýjar skrifstofur
FBI víðs vegar í heiminum,
þ.á m. í Evrópu. Markmiðið með
þeim er m.a. að efla tengsl lög-
gæslustofnana, samnýta þekk-
ingu á sviði löggæslumála, tækni
og aðra möguleika, auk þess sem
tilgangurinn er að skapa grund-
völl fyrir víðtækara samstarfí
heimsálfanna í baráttunni gegn
skipulagaðri glæpastarfsemi,
hryðjuverkum, fíkniefnadreif-
ingu og öðrum afbrotum óháðum
landamærum.
Slys og óhöpp
Við hálkuaðstæður þær, sem
sköpuðust um helgina verður
ávallt mikið um slys og óhöpp.
M.a. fannst maður fótbrotinn í
biðskýli við Gullinbrú á föstu-
dagskvöld. Hann var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið. Á
laugardag féll kona utan dyra
við Barónsstíg svo flytja varð
hana á slysadeild. Maður féll
þann dag utan dyra á Hrísateig
og kona féll í hálkunni á Lauga-
vegi og handarbrotnaði. Á síð-
asta ári rituðu lögreglumenn í
Reykjavík 386 skýrslur á slys og
óhöpp önnur en umferðarslys,
vinnuslys, sjóslys, flugslys eða
líkamsmeiðingar. I þessum
óhöppum voru 377 einstaklingar
fluttir á slysadeild eða 98%. Fólk
var ölvað í 143 tilvikum (37%).
Algengast var fólk dytti í hálku
eða félli við á annan hátt. Karl-
menn voru 185 talsins, konur 151
og 50 börn. Af þeim slösuðust
161 innan dyra, en 225 utan
dyra. Af 201, sem slasaðist að
næturlagi og 185 að degi til, slös-
uðust 167 um helgi og 219 á
virkum degi eða nóttu. Af 386
meiddust 108 í miðborginni, auk
53 er slösuðust þar á eða við
veitingahúsin. Einungis 6 meidd-
ust á veitingahúsum annars stað-
ar en í miðborginni. I langflestum
tilvika var um að ræða lítil
meiðsli, eða í 91.5% tilvika.
13, um launa- og starfsmanna-
stefnu í opinberum rekstri.
Helgi Hjön'ar, formaður Birt-
ingar - Framsýnar, setur fundinn
og frummælendur verða Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri
Reykjavíkur og Ögmundur Jónas-
son, alþingismaður og formaður
BSRB. í fundarhléi kynnir Hildur-
Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi
Reykjavíkurborgar, jafnlauna-
verkefni.
Að framsöguerindum loknum
gefst fundarmönnum kostur á að
bera fram spumingar við fram-
sögumenn og skiptast á skoðunum
um þau atriði er fram koma.