Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Lykílatriði í menntun þjóðarinnar SKÓLI er snar þáttur í öllum vestrænum samfélögum, og allir hafa einhverja skoðun á því starfi sem þar fer fram. Það er líka að vonum, og það er nauðsynlegt að skólinn sé sífellt til umræðu, því að hann á að vera lifandi hluti af samfélaginu, síbreytilegur til að ^ svara nýjum kröfum, stuðla að framförum og festu í þjóðfélaginu. Skattgreiðendur veija árlega miklu fé til skóla, en betur má ef duga skal. Það er rétt sem fram kom í leiðara Morgunblaðsins á fullveldisdaginn að stjórnvöld og skattgreiðendur verða að átta sig á því, að veija þarf meira fé til menntamála. Á næsta ári verða um það bil 17.000 nemendur í framhaldsskól- um landsins við margbreytilegt nám. Mikill meirihluti þeirra er í skólum sem skipulagðir eru með áfangakerfi. Helstu markmið með kerfinu eru þessi: • Reynt er að hafa námshraða við hæfi hvers nemanda. Menn eru misfljótir að tileinka 'sér námsefni, og í áfangakerfi hafa þeir meira undir sem eru fljótir til, en hinir minna. • Að hafa námsefni í sem bestu samræmi við það sem nemandi hefur áður lært. Allir vita, sem reynt hafa, að nemendum leiðist ef námsefni er of létt, og að sama skapi verður lítið úr námi ef efni er of þungt. Nám á sér stað þegar ’j’nemandi tekst á við það sem kalla má hæfílega ögrandi efni. • Að nám úr öðrum skólum nýtist sem best. í áfangakerfi er hægt að meta til eininga ýmiss konar nám og réttindi sem nem- endur hafa aflað sér í öðrum skól- Sölvi Ingvar Sveinsson Ásmundsson um. Með því móti verð- ur komist hjá margvís- legri endurtekningu, en ómarkviss endur- tekning er til skaða. • Að stuðla að því að nemendur verði sjálfstæðir einstakl- ingar sem beri sem mesta ábyrgð á eigin námi. Sú reynsla á að nýtast þeim þegar þeir hefjast handa í at- vinnulífinu að námi loknu. Reynsla Áfangakerfi var tek- ið upp í Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1972, og óhætt er að fullyrða að reynslan hafí verið góð. Ofangreindum markmiðum verður sjálfsagt aldrei náð til fullnustu, en stöðugt er unn- ið að þeim út um allt land. Sífellt reyna menn að gera betur í dag en í gær. Vinnufriður ríkir í áfanga- skólum, agavandamál eru þar hverfandi lítil. Þetta hefur vakið athygli útlendinga sem heimsótt hafa íslenska skóla undanfarin ár. Svíar hafa verið mest áberandi í þeim hópi, enda eru þeir nú að taka upp áfangakerfi í öllu framhalds- skólakerfi sínu. Símenntun Símenntun er lykilatriði í um- ræðu um menntamál, því nú er lið- inn sá tími að menn gátu lært í eitt skipti fyrir öll það sem þeir ætluðu að leggja fyrir sig. í áfangakerfi stunda menn samtímis nám í nokkrum námskeiðum. Hvert námskeið er nefnt áfangi, og þegar námi lýkur hlýtur nem- andinn einingar ef hann stenst próf eða annars konar námsmat. Lokapróf er miðað við tiltekinn ijölda eininga í kjamagreinum og valgreinum. Þetta fyrirkomulag hentar einkar vel til símenntunar, því að nemendur geta komið og tekið þann fjölda áfanga sem þeim hentar, horfið frá námi og komið aftur síðar. Það er því engin tilvilj- un, að allar öldungadeildir í fram- haldsskólum landsins eru með áfangasniði. Hagkvæmni Nemendur sem stunda nám á ólíkum brautum eru oft í sömu áföngum, til dæmis í móðurmáli, erlendum málum, raungreinum og fleira. Þar með næst hagkvæmni og sparnaður. Þetta gefur einnig möguleika á ákveðinni fjölbreytni innan þess fjárhagsramma sem hveijum skóla er settur. Þetta hef- ur komið sér einkar vel í þeim skólum sem bjóða fram fjölbreytt- asta námið. í Iðnskólanum í Reykjavík hefur kostnaður á hvern nemanda lækkað um 40% á nú- virði frá árinu 1980. Verulegur hluti þeirrar lækkunar kom fram þegar áfangakerfí var tekið upp við þann skóla árið 1982. Þessi hagræðing hefði aldrei náðst án þessara skipulagsbreytinga. Kennslukostnaður í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla er litlu hærri en í hefðbundnum menntaskólum þótt þar séu fjölmennar starfs- menntabrautir. Stærðfræðin Umræða um skólamál í þessu skammdegi snýst ekki síst um lé- lega útkomu unglinga í alþjóðlegri könnun á kunnáttu í stærðfræði og raungreinum. Vafalaust má tína til ýmsar skýringar, en eitt er aug- ljóst: Skólinn endurspeglar það þjóðfélag sem umhverfis hann stendur, og úrbætur eru á ábyrgð heildarinnar. Ein leið til umbóta hlýtur nú að koma til umræðu; að taka upp áfangakerfí í efstu bekkj- um grunnskóla, ekki endilega í öll- um greinum, en að hluta til. Nem- endur ættu eftir sem áður eins konar heimahöfn þar sem þeir hittu sameiginlegan umsjónarkennara. Áfangakerfi á að taka upp í efstu bekkjum grunnskóla, segjaþeir -----------?--------------- Ingvar Asmundsson og Sölvi Sveinssson. Auðvelt er að skipa námsefni í til- tekna áfanga og nemendur fengju síðan mismarga tíma í greinum og hinir hraðfæru fengju meira náms- efni, hinir minna. Með þessu móti fengju allir hæfilega ögrandi við- fangsefni. Hinir hraðfæru gætu til dæmis lokið fyrstu áföngum í náms- efni framhaldsskóla og þannig sparað sér tíma og þjóðfélaginu fé. Félag áfangaskóla Áfangaskólar í landinu hafa með sér félag og skólameistarar þeirra hittast sex sinnum á ári til þess að bera saman bækur sínar. Til- gangurinn er að samræma starfs- og skipulagshætti sem best og styrkja samvinnu skólanna. í fé- laginu eru Borgarholtsskóli, Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti, Fjöl- brautaskólinn við Ármúla, Iðnskól- inn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Vélskóli íslands, Fjöl- brautaskóli Vesturlands á Akra- nesi, Framhaldsskóli Vestljarða á ísafirði, Fjölbrautaskóli Norður- lands vestra á Sauðárkróki, Verk- menntaskólinn á Akureyri, Fram- haldsskólinn á Húsavík, Fram- haldsskólinn á Laugum, Verk- menntaskóli Austurlands á Nes- kaupstað, Menntaskólinn á Egils- stöðum, Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu, Framhaldsskól- inn í Vestmannaeyjum, Fjölbrauta- skóli Suðurlands á Selfossi, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja í Keflavík, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Iðnskólinn í Hafnarfirði og Menntaskólinn í Kópavogi. Gallar kerfisins Auðvitað er áfangakerfi ekki gallalaust fremur en önnur mann- anna verk. Rekstur þess er fiók- inn, því að stundaskrá er gerð í samræmi við námsval og óskir hvers nemanda. Skólarnir þurfa því flókinn og dýran tölvubúnað, en kostnaður við hann er óveruleg- ur miðað við hagræðið sem vinnst. Sumir nemendur líta líka þannig á nám, að þeim þykir ekki tiltöku- mál að hætta í einstökum áföng- um. Áfangakerfi hentar líka síður þeim sem eru óráðnir og ósjálf- stæðir. Best lætur það sjálfstæðum og ákveðnum nemendum sem stefna markvisst að námslokum sínum. Höfundar sitja í sijórn Félags áfangaskóla. Vímuvandi barna og meðferðarþörf Nýtt og betra meðferðarkerfi EINS OG fyrr var . vikið að var lokun Tinda liður i eðlilegri breytingu og þróun meðferðarkerfis rík- isins fyrir börn og unglinga. Markmið breytinganna var betri nýting fjár- muna, árangursríkara meðferðarstarf og fjölgun rýma. Nú sér fyrir endann á þessum breytingum. Ríkis- reknum stofnunum með vaktavinnufyrir- komulagi hefur fækk- að og í þeirra stað koma fjölskyldurekin i meðferðarheimili, sem flest eru rekin skv. þjónustusamningum, t.d. Torfastaðir, Árbót, Sólheimar 17 og Geldingalækur. Þetta sameinar tvö markmið: hámarks- nýtingu fjármuna og aukin gæði meðferð- ar. Bætt nýting fjár- muna hefur gert kleift að fjölga þeim veru- lega sem eru í með- ferð á hveijum tíma. Meðferðarrýmum hef- ur fjölgað um nærri þriðjung, úr 33 í 42, frá því barnaverndar- málin fluttust undir félagsmálaráðuneytið 1993 og frekari fjölg- un fyrirsjáanleg. Meiru skiptir þó að nýting þessara rýma hefur gjörbreyst. Með alnýt- ingin var t.d. aðeins 17,5 rými árið 1992 en hefur nú rúmlega tvöfaldast. Þrátt fyrir staðhæfingar um að börn í vímuefnavanda eigi ekki aðgang að meðferð er staðreyndin sú að aldrei áður hafa þau verið jafnmörg í meðferð og nú þegar þetta er skrifað. Mergurinn máls- ins er sá að brotthlaup úr meðferð er nánast hverfandi miðað við það sem áður var. Bragi Guðbrandsson Nýjungar í meðferð Barnaverndarstofa hefur lagt áherslu á íjölbreytni við uppbygg- ingu hins nýja meðferðarkerfis. Sérhæfð vímuefnameðferð verður að standa til boða í samræmi við þörf. Hluta af því fjármagni sem sparaðist með lokun Tinda verður varið til slíks heimilis fyrir allt að sex unglinga, sem mun hefja starf- Stofnanir fyrir börn og ungmenni 1992-1996 Menntamálaráðuneytið- Félagsmálaráðuneytið- UHR Barnaverndarstofa Stuðlar 12 Tindar Efstasund 86 6(12) Árbót 6 6 Sólheimar 17 4 Sólheimar 7 5 Bakkaflöt (+Laugamýri) Torfastaðir 8 6 Sólheimar17 4 Torfastaðir 6 Geldingalækur fi Rými alls 27 (33) Rými alls 42 Nýtt meðferðarheimili 1997: 5 semi eftir nokkra mánuði. Í tengsl- um við það heimili er ráðgert að verði öflug fjölskyldumeðfcrð. Ráðinn hefur verið rekstraraðili að því heimili sem hefur víðtæka reynslu af vímuefnameðferð. Hinum hlutanum af rekstrarfé Tinda var varið til byggingar og reksturs Stuðla þar sem 12 ungl- Þrátt fyrir staðhæfingar um að börn í vímuefna- vanda hafi ekki aðgang að meðferð, segir Bragi Guðbrandsson, í síðari grein sinni, hafa þau aldrei verið fleiri í með- ferð en nú. ingar njóta nú meðferðar auk þess sem aðstaða er til íjölskylduinn- lagnar. Á Stuðlum er veitt grein- ingarmeðferð og neyðarvistun í bráðatilvikum. Framboð rýma í greiningarmeðferð tvöfaldast miðað við það sem áður var. Sama á við um rými í neyðarvistun, sem eru nú fjögur í stað tveggja áður. Á Stuðlum er vímuefnavandi barna greindur sérstaklega og meðhöndlaður. Haldnir eru AA- fundir sem unglingarnir eru dug- legir að sækja. Stuðlar eru faglega sterkara meðferðarheimili en nokkru sinni fyrr hefur verið rek- ið hérlendis, en þar starfa fleiri sérfræðingar en áður hafa þekkst. Og í fyrsta sinn fer meðferðin fram í húsnæði sem er hannað með þarfir starfseminnar í huga en meðferðarstarf hefur oft goldið óhentugra húsakynna, eins og var t.d. á Tindum. Þótt forvarnir séu verkefni sveitarfélaga hefur Barnavernd- arstofa leitast við að leggja sitt af mörkum. Á vegum hennar eru nú í gangi í tilraunaskyni nám- skeið fyrir börn sem búið hafa við alkóhólisma og fíknisjúkdóma inn- an fjölskyldu sinnar. Börnin eru á aldrinum 6-10 ára, og eru þetta fyrstu námskeiðin hérlendis svo vitað sé. Rannsóknir sýna að þess- um börnum er allt að fimm sinnum hættara við að ánetjast vímugjöf- um en öðrum börnum. Nú eru hátt í tuttugu börn á þessum nám- skeiðum, og er heildarkosnaður jafnhár því sem kostaði að vista einn ungling á Tindum í rúma viku. Til umhugsunar Barnaverndarstofa mun áfram kappkosta að veita börnum og unglingum meðferð þegar á þarf að halda. Eftirspurn eftir meðferð hefur farið vaxandi og því er oft nokkur biðtími eftir meðferð þrátt fyrir Ijölgun meðferðarrýma und- anfarið. Hóflegur biðtími getur haft jákvæð áhrif því reynslan kennir að oft losna þá úr læðingi kraftar flölskyldunnar og oft koma í ljós bjargir sem duga. Varast ber oftrú á stofnanadvöl, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut og gleymum ekki að ijölskyld- an er oft árangursríkasta meðferð- arheimilið. Þess vegna skiptir máli að hún hafi aðgang að stuðningi og ráðgjöf á vegum sveitarfélaga. Hins vegar megum við ekki ganga of nærri foreldrum og systkinum þegar ekki fæst við neitt ráðið. Þá þarf að beita stofnanameðferð óhikað og viðeigandi meðferðarúr- ræði að vera til staðar. Barna- verndarstofa tekur ekki pólitískar ákvarðanir um ijárveitingar til meðferðarmála. Hins vegar er henni trúað fyrir ráðstöfun þess ijár sem til þessara mála er veitt. Þeim trúnaði hyggst stofan ekki bregðast. Höfundur er forsljóri Barnaverndarstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.