Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 43 HESTAR Gæðinga- keppni Sleipnis opnuð? SAMÞYKKT var á aðalfundi Sleipnis, sem haldinn var nýlega, heimild til mótsnefndar Murneyr- ar að opna gæðingakeppni félags- ins fyrir utanfélagsmönnum. Ef þessi heimild verður nýtt er Sleipnir fyrsta félagið sem opnar gæðingakeppni með þessum hætti. Er þetta tvímælalaust í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin og liklega tímaspurs- mál hvenær lokuðu mótin leggjast af. Nýkjörin formaður félagsins, Sverrir Ágústsson, sagðist ekki sjá að heimild þessi verði notuð nema í fullu samráði við smáramenn sem halda Murneyrarmótin með sleipnismönnum, en þessi mögu- leiki væri nú fyrir hendi. „Hugmyndir um opna gæðinga- keppni voru á sveimi meðal manna á síðasta móti, sem haldið var á Murneyri, en þar var boðið upp á opna töltkeppni sem reyndist vel. Rekstur mótsins var á réttum kili í sumar og kom fram almennur viyi fundarmanna að halda áfram þessum mótum,“ sagði Sverrir ennfremur. Nú er að sjá hvernig félagar í Smára bregðast við þessari sam- þykkt aðalfundar Sleipnis því ólík- legt má teljast að af þessu verði nema bæði félögin opni gæðinga- keppnina. Gera má ráð fyrir að sleipnisfélagar keppi áfram um Sleipnisskjöldinn, sem veittur er fyrir sigur í A-flokki gæðinga, þótt félagið opni gæðingakeppn- ina. Á myndinni hampar Hallgrím- ur Birkisson skildinum á síðasta sumri eftir sigur Asks frá Hofi. Morgunblaðið/Valdimar SILFURMERKI félagsins og þjálfaranafnbót hlutu Tómas Snorrason, Elvar Einarsson, Halldór Gíslason, Hermann Þ. Karlsson, Eysteinn Leifsson og formaður félagsins, Trausti Þór Guðmundsson. Aðalfundur Félags tamningamanna Meistarar og þjálfarar í saumaskapinn ÖFUGT við það sem stjórnarmenn höfðu ætlað verða það þjálfarar og meistarar sem þurfa að taka fram nál og tvinna og sauma nýja kraga á jakka sína en ekki frumtamninga- menn eins og ráð hafði verið fyrir gert. Tillaga stjórnarinnar um breyti- legan lit á jakkakrögum til aðgrein- ingar var samþykkt með breytingum á þann veg að frumtamningmenn eru með óbreyttan kraga, það er bláan eins og jakkinn er sjálfur. Þjálfarar verða með rauðan kraga og meistarar með svartan kraga. Nokkrar umræður urðu um jakka- málin og ljóst að þau skipta félags- menn talsverðu máli. Af öðrum málum sem tekin voru fyrir má nefna að nýjar og endur- skoðaðar agareglur voru samþykkt- ar. Meðal þess sem var bætt inn í reglurnar var ákvæði um óheiðarleg viðskipti sem tengjast faginu. Er þar verið að tala um hrossasölu. Mega félagsmenn eiga von á aðgerðum af hálfu félagsins verði þeir uppvísir að óheiðarleika í viðskiptum með hross, svo dæmi sé tekið. Mikilvægasta málefnið var án efa samþykkt þess að flytja nám og próf vegna inngöngu í félagið að FORMAÐURINN veitti Berglindi Ragnarsdóttur, Sveini Ragn- arssyni og Sólveigu Ásgeirsdóttur bronsmerki félagsins og eru þau þar með frumtamningamenn samkvæmt skilgreiningu félagsins. VEL VAR mætt á fundinn og meðal þeirra má þekkja Jóhann „vakra“ Þorsteinsson og Eyjólf Isólfsson. Einnig var þar mætt- ur Gunnar Thorsteinsson en allir teljast þeir til eldri kynslóðar félagsmanna. mestu leyti inn á Bændaskólann á Hólum. Var sú tillaga samþykkt með megin þorra atkvæða. Fram kom að fjárhagsleg staða félagsins er góð um þessar mundir og stendur til að auka fræðslustarfíð verulega á næstu mánuðum. Mikill tími stjórn- armanna hefur á undanförnum árum farið í menntunarþátt nýrra félaga og samstarfið við Hóla en nú þykja þau mál komin í góðan farveg og sagði formaður félagsins, Trausti Þór Guðmundsson, að nú væri gott svigrúm til efla aðra þætti í félags^- starfinu. Eru fyrir huguð námskeið á vegum félagsins í vetur. Eins verð- ur boðið upp á umræðufundi þar sem tekin verða ýmis mál til umræðu. Hestur sem fengið hefur lyf taki ekki þátt í keppni UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur sett reglugerð um notkun lyfja og meðferð á sýningar- og keppnis- hrossum. Samkvæmt henni er óheimilt að láta hest taka þátt í sýningu eða keppni hafi hestinum verið gefið lyf og/eða lyf greinist í lyfjasýni sem tekið hefur verið úr hestinum. Einnig er óheimilt að láta hest taka þátt í sýningu eða keppni ef hesturinn er staðdeyfður. Reglugerðin er sett í samræmi við lög um dýravemd og drög að henni vom samin af stjórnskipaðri nefnd, þar sem áttu sæti m.a. fulltrúar Dýravemdarráðs, yfirdýralæknis og Landssambands hestamanna. I reglugerðinni era tilgreind þau lyf sem óheimilt er að gefa hestum fyr- ir keppni eða sýningu og einnig sá tími sem þarf að líða frá því að hesti er gefið lyf vegna sjúkdóms eða meiðsla þar til hann má taka þátt í sýningu eða keppni. í flestum tilvik- um gidir þar almennur íjögurra sól- arhringa frestur, en í öðram tilvikum gilda önnum tímamörk, skemmri eða lengri, eftir því um hvaða lyf eða meðferð er að ræða. Þegar dýralæknir er kvaddur til hests vegna sjúkdoms eða meiðsla er knapa eða ábyrgðaraðila skylt að veita honum upplýsingar um hvort og þá hvenær ætlunin sé að hesturinn taki þátt í keppni eða sýningu. Dýralækni sem stundar keppnis- eða sýningarhest er skylt að kynna sér hvort læknismeðferð hans fellur undir ákvæði reglugerð- arinnar. Á skipulegum sýningum eða mót- um skal reglubundið taka lyfjasýni. Yfirdýralæknir getur falið fulltrúa sínum að taka lyfjasýni. Hafi móts- haldari, yfírdómnefnd eða dómarar á mótum eða sýningum, grun um brot á ákvæðum reglugerðarinnar, er þeim heimilt í samráði við trúnað- ardýralækni eða fulltrúa hans að láta taka lyfjasýni úr viðkomandi hesti. Komi í ljós við rannsókn lyfja- sýna að þau innihaldi lyf sem bijóta í bága við reglugerðina og leiki grunur á því að ákvæði laga um dýravemd hafí verið brotin, skulu viðkomandi samtök umsvifalaust til- kynna það til lögregluyfírvalda og Dýraverndarráðs. Reglugerðin hefur þegar öðlast gildi. Dómunim fækkað — samráð leyft FAGRÁÐ í hrossarækt samþykkti nýlega á fundi verulegar breytingar á starfsfyrirkomulagi við dóma kyn- bótahrossa. Dómurum verður fækk- að úr þremur í tvo og dæma þeir sjálfstætt en mega bera saman bæk- ur sínar að lokinni sýningu á hveijum hesti. Þá verður hrossum aðeins stillt upp einu sinni við byggingardóm og dómararnir tveir dæma samtímis. Bergur Pálsson, formaður fag- ráðs, sagði að um þetta mál hafí nánast ríkt einhugur. Þetta myndi þýða veralegan spamað við dóm- störfin og tölvuinnsláttur yrði mun fljótlegri, þar sem nú yrði aðeins ein tala slegin inn fyrir hvert dómsatriði í stað þriggja í fyrrasumar. Af öðram málum, sem tekin vora fyrir á fundi ráðsins, má nefna að lágmarksein- kunnir kynbótamats vegna sölu kyn- bótagripa úr landi voru hækkaðar í 130 stig á ósýndum hrossum og 125 stig á sýndum hrossum. Sagði Berg- ur að mjög lítið hefði verið spurt um þau hross sem auglýst voru sam- kvæmt reglum um lágmarkseinkunn- ir og ekki hefði þótt ástæða til að hafa hömlur á útflutningi hrossa undir þessum einkunnum. Þá var reglum um fótabúnað kyn- bótahrossa breytt á þann veg að leyfi- leg hóflengd er nú 9,5 cm úr 10,5 áður. Er þetta gert til samræmingar við reglur Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta (FEIF). Þá upplýsti Bergur að ákveðið hefði verið að taka hærra gjald af þeim hrossum sem sýnd eru í kynbótadómi og ekki hafa verið grannskráð hjá Bændasamtök- unum fyrir 1. apríl. Væri þessi ráð- stöfun gerð til að hvetja menn til að grannskrá hross. Vinna við grunn- skráningu væri mjög tafsöm við und- irbúning kynbótasýninga og þykir mjög til bóta ef aðeins væra skráð hross sem væri búið að grunnskrá. Þá sagði Bergur að komin væri af stað umræða um að breyta hlut- verki stofnverndarsjóðsins. Telja margir að hægt væri að nýta þá fjár- muni sem koma inn í sjóðinn á skyn- samari máta. Taldi Bergur að úthlut- anir úr sjóðnum hafí um langan tíma verið á gráu svæði því í lögum um hann segir að veita eigi styrki úr honum til kaupa á þeim hrossum sem annars yrðu seld úr landi. Era uppi hugmyndir um að breyta lögum um sjóðinn á þann veg að nýta megi fjár- muni úr sjóðnum til styrktar ýmsum rannsóknarverkum og öflun markaða erlendis. - Gœðavara Gjdfdvaid mdldi og kdffistell Allii verötlokkdr. Heimsfrægir hönnuöir m.d. Gidnni Versdce. _______-\vvV VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68. Simi 568 4240 . Austurver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.