Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 64

Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 64
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Gjald fyrir afnot auðlinda Frá Guðbirni Jónssyni: ÞAÐ ER nánast skelfilegt að verða var við röksemdafátækt þeirra sem berjast gegn því að útgerðir greiði eðlilegt afnotagjald til þjóðarinnar, fyrir þann afla sem veiddur er inn- an lögsögunnar. Eina röksemdin sem þeir færa fram, aftur og aftur, rétt eins og biluð plata sem spilar sömu rásina í sífellu, er að sjávarút- vegurinn greiði sína skatta til sam- félagsins, eins og önnur atvinnu- starfsemi. Mér vitanlega hefur enginn dreg- ið það í efa. Þó væri að sjálfsögðu hægt að færa rök fyrir því að þeir skattar hafí verið mun minni en eðlilegt gæti talist, vegna stjórn- lausrar fjárfestingarvitleysu. Fjár- magnskostnaður er nefnilega frá- dráttarbær frá tekjum, áður en til skattlagningar kemur. Þá má einn- ig minna á að afskriftir fjárfestinga í fiskiskipum eru umtalsverðar upp- hæðir, sem einnig koma til frádrátt- ar áður en til skattlagningar kem- ur. Margir milljarðar í óraunhæfum fjárfestingum rýra því einnig skatt- tekjur þjóðfélagsins verulega. Það má því segja að vegna óeðlilegrar notkunar afskriftareglunnar og of mikils fjármagnskostnaðar, greiði sjávarútvegurinn verulega mikið lægri skatta til ríkisins en eðlilegt gæti talistj væri beitt skynsamlegu aðhaldi og hamlað gegn óraunhæf- um fjárfestingum. Gjald fyrir nýtingu Ef einhver skynsemi á að fást í umræðu um gjald fyrir afnot af þessari auðlind þjóðarinnar, verða veijendur núverandi kerfis að treysta sér í rökfræðilegar umræður um þessi mál á þeim grundvelli sem umræðan er opnuð á. Það lýsir ekki mikilli skynsemi að geta ekki gert greinarmun á skattgreiðslum af rekstrarstarfsemi annars vegar, en hins vegar gjaldi fyrir afnot af auð- lind. Slíkt gjald er samnefnari hrá- efniskostnaðar í framleiðslugrein- um. Engum dettur í hug að segja að framleiðslugreinarnar eigi ekki að greiða hráefniskostnað vegna þess að þær greiði eðlilega skatta til ríkisins. Ég vil skora á fylgjendur núver- andi fyrirkomulags að tilgreina þær auðlindir sem hægt er að fá að nýta ókeypis til tekjuöflunar. Geti þeir það, eru þeir komnir með ákveðin rök fyrir því að útgerðin greiði ekki afgjald fyrir afnot af takmörkuðum afla fiskimiða þjóðar- innar. Að tefla því fram sem rökum að útgerðin greiði eðlilega skatta til ríkisins, eins og önnur atvinnu- starfsemi í landinu, og eigi þess vegna ekki að greiða gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, eru ekki rök. Slíkur málflutningur er móðg- un við þjóðina og nánast yfirlýsing um að hún sé álitin svo lítið skyn- söm að hún skilji ekki um hvað málið snýst. Nei, þjóðin er ekki svo illa gefin, þó kannanir sýni engan afburðaárangur menntunar. Bendið því á aðrar auðlindir, sem hægt er að fá að nýta til tekjuöflunar, án þess að greiðsla komi fyrir. Getið þið það, erum við komnir með um- ræðugrundvöll. Fram að því verður að skoðast sem þið finnið engin rök gegn kröfum um gjaldtöku og það sé þess vegna sem þið kjósið að tala um óskylda hluti, til að koma umræðunni burt frá þessari við- kvæmu réttlætiskröfu. Við bíðum eftir upptalningu ykkar með eftir- væntingu. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. „ Stj örnulíffræði - hvað er nú það“? Frá Þorsteini Guðjónssyni: ÞESSA fyrirsögn („Just what is „Astrobiology"?) fann ég á alnetinu með því einu að siá inn tilvísunar- orð. Starfsmaður hjá NASA segist hafa heyrt orðið í fyrsta sinn snemma á árinu 1995, og þá í sam- bandi við endurskipulagningu hjá stofnuninni; var það orð gert að nafni á einni af höfuðdeildum NASA, þeirrar sem fæst við rann- sókn á lífi á öðrum stjörnum. Mér hló hugur í bijósti, því þetta orð hefur verið mér munntamt í nær 50 ár og fyrir 20 árum gaf ég út bók með þessu nafni - Astrobiology - og hefur hún dreifst víða um lönd. En þó eru hin íslensku upptök orðs- ins mun eldri, eins og mörgum er kunnugt um. Nú er það sjálft NASA sem hefur tekið upp þetta íslenska orð, og mundi slíkt einhverntíma hafa þótt tíðindum sæta. Það að „astrobiology“ eða stjörnulíffræði sé nú komin til slíks vegs og virðingar, þykir mér mikii tíðindi og góð. Hugaraflinu er beint í þessa átt, og þótt enn séu þau vísindi stunduð undir leiðsögn eins- konar þreifiskyns meir en opinnar sjónar, greiðir sjálft nafnið fyrir því að augu manna fari að sjá. Leiðir hugtakanna eru margvís- legar, en um 75 ára skeið hefur verið unnið að því frá íslandi að útbreiða hugtakið stjörnulíf- fræði/Astrobiology, innan iands og utan. Þau eru næsta áhrifagóð hugtök- in hans Helga - hjá þeim sem koma til móts. Þau mundu geta unnið bug á helstefnunni og beint mannkyninu á braut farsældar, en frá þeim hel- vegi sem farinn er nú. En til þess þarf menn, að feta sig fyrstu spor- in á nýja veginum, og hvar eru þeir menn? Vitið þér enn eða hvað? var spurt fyrir 1000 árum. Spurt er enn, og hveiju svara menn nú? ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.