Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ eða hljóðkerfi eiga ekki að geta gerst en þrátt fyrir allt var dagurinn ákaf- lega hátíðlegur og skemmtilegur, þó ekki væri hann hnökralaus. Húsið var ákaflega glæsilega skreytt og eiga Haukamenn þar hrós skilið eins og aðrir starfsmenn keppninnar. Eg held að allir gestir og keppendur hafi skemmt sér konunglega á laug- ardaginn og hlakka til næsta Norður- landamóts, hér á landi, sem verður eftir fímm ár, en á næsta ári fer keppnin fram í Noregi. ÚRSLIT Flokkur 11 ára og yngri 1. Sonny Fredie-Petersen/Jeanne Aunel Danmörk 2. Davíð Gill Jónsson/Halldóra Sif Halldórsdóttir Island 3. Toni Rasimus/Laura Haapaniemi Finnland 4. Anton Kurttila/Annika Junnonaho Finnland 5. Kasper Færk/Jeanette Asmussen Danmörk 6. Sigurður Á. Gunnarsson/Guðbjörg Þrastardóttir ísland Flokkur 12-13 ára 1. Joachim Dahlström/Stine Dalsgaard Danmörk 2. ísak Nguyen Halldórsson/Halldóra Ósk Reynisdóttir ísland 3. Marc Christensen/Catharina Wieth Danmörk 4. Gunnar Hrafn Gunnarsson/Ragnheiður Eiríksdóttir ísland 5. Juha Vainionpaa/Elina Vaatovuo Finnland 6. Kim Vaataja (Miijami Iskulehto Finnland 7. Benjamin Karlsson/Carin Da Silva Svíþjóð Flokkur 14-15 ára 1. Morten Larsen/Mette Sörensen Danmörk 2. Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsdóttir ísland 3. Rasmus Hougaard/Tina Kehlet Danmörk 4. Markku Hyvarinen/Disa Kortelainen Finnland 5. Jani Torkko/Emili Kallio Finnland 6. Tom Jarle Sunde/Kathrine Naaden Noregur Flokkur 16-18 ára 1. Mads Abildstrup/Mie Moltke Danmörk 2. Thomas Börresen/Lene Karlsen Noregur 3. Brynjar Örn Þorleifsson/Sesselja Sigurðardóttir ísland 4. Petri Torkko/Caroline Laitala Finnland 5. Aleksi Seppenen/Elina Keskitalo Finnland 6. Thomas Kagnes/Mette Nilsen Noregur Flokkur 19 ára og eldri, 10 dansar 1. Peter Stokkebro/Kristina Juel Danmörk 2. Rene Christensen/Camilla Egstrand Danmörk 3. Sami Yli-Pipari/Karita Lehto Finnland 4. Andreas Dale/Michelle K.C. Lindöe Noregur 5. Björn Törnblom/Katarina Tömblom Svíþjóð 6. Geir Gundersen/Ingunn Sörlie Noregur Flokkur 19 ára og eldri, Standard 1. Brian Eriksen/Marianne Eihilt Danmörk 2. Jens Roithner/Merete Roithner Danmörk 3. Jan Erik Hansen/Marianne Næss Larsen Noregur 4. Stefan Assow/Frida Bergström Svíþjóð 5. Michael Burton/Camilla Laitala Finnland 6. Santtu Otsamo/Susanne Matson Finnland Flokkur 19 ára og eldri, suður-amerískir dansar 1. Holger Nitsche/Charlotte Egstrand Danmörk 2. Steen Lund/Mie Bach Danmörk 3. Jussi Vaananen/Katja Koukkula Finnland 4. Dermot Clemenger/Diana Karlson Svíþjóð 5. Thomas Cleve/Therese Cleve Noregur 6. Jan Tore Jacobsen/Lena Granaas Noregur Flokkur 35 ára og éldri 1. Jouko Leppala/Helja Leppala Finnland 2. JuhaKanto/LeenaKanto Finnland 3. Bjarne Lefholm/Kirsten Gordon Danmörk 4. Thomas Czekanski/Maija Ihatsu Svíþjóð 5. Sten Ryander/Jytte Ryander Danmörk 6. Jón Stefnir Hilmarsson/Berglind Freymóðsdóttir ísland 7. Bjöm Sveinsson/Bergþóra M. Bergþórsdóttir ísland Jóhann Gunnar Arnarsson FINNARNIR Toni Rasimus og Laura Haapaniemi unnu til bronsverðlauna í flokki 11 ára og yngri. BRYNJAR Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir. Þau stóðu sig vel um helg- ina og unnu til bronsverðlauna í flokki 16-18 ára. NORÐMENNIRNIR Geir Gundersen og Ingunn Sörlie, en þau kepptu í flokki 19 ára og eldri. Danir signrsælir á Norður- landameistaramótinu í dansi DANS íþróttahúsið við Strandgötu NORÐURLANDAMEIST- ARAMÓTIÐ í DANSI Norðurlandameistaramót í dansi r fór fram i Iþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði sl. laugardag. Er þetta í fyrsta sinn sem Norðurlanda- mótið er haldið hér heima og var það Dansíþróttasamband Islands sem hélt keppnina. UMGJÖRÐIN um keppnina var öll hin glæsilegasta og var mikill hátíðarbragur yfir henni enda voru hér samankomnir margir af beztu dönsurum í heiminum í dag. Dag- skráin hófst á því að allir keppendur marseruðu inn á gólfið, með þjóðfán- ana í fararbroddi og svo risu gestir úr sætum og hylltu islenzka fánann og þótt viðstaddir hafi margir hveij- ir oft áður upplifað athöfn af þessu tagi er hún alltaf jafn hátíðleg og ‘kemur við viðkvæmustu strengi í okkar litla og stoita þjóðarhjarta. Að því loknu setti formaður Dans- íþróttasambandsins, Birna Bjama- dóttir, keppnina. Þá var komið að skemmtiatriðunum og fyrstur á gólf- ið sté Páll Óskar Hjálmtýsson. Það dylst engum sem sér og heyrir að Páll Óskar er skemmtikraftur af guðs náð og ávallt líf og fjör þar sem hann er, og kom hann ærlegu stuði í mannskapinn. Á eftir fylgdi atriði úr Keflavíkurnáttum og dans sem Helena Jónsdóttir samdi og dansaði. Þau atriði hefðu gjarnan mátt vera á undan Páli Óskari. Áður en keppn- in hófst voru heiðursgestir mótsins kallaðir fram á gólf, en það voru þau Hermann Ragnar Stefánsson og frú Unnur Arngrímsdóttir og hylltu gest- ir þau hjón ákaft. Fljótlega eftir að keppnin hófst kom í ljós vandamál með hljóðkerfið, sem er mjög bagalegt, því tónlistin er svo stór hluti af dansinum. Því miður tókst ekki að laga það fyrr en röskur klukkutími var liðinn af keppninni, en eftir það var hljóðið eins og það bezt gat orðið. Keppnin var ákaflega hörð allan tímann og sást og fannst að geysileg spenna var í keppendum og gestum. Keppendur létu það þó ekki mikið á sig fá og dönsuðu með fádæmum vel og sum íslenzku paranna hafa að mínu mati aldrei dansað betur. í flokki 11 ára og yngri voru ein- ungis 6 pör, þar af tvö íslenzk. Sonny Fredie-Petersen og Jeanne Aunel báru sigur úr býtum og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórs- dóttir unnu til silfurverðlauna. Sonny og Jeanne eru ákaflega heillandi og skemmtilegt par og nokkuð jafnvígt GLÆSILEG pör í keppni 12-13 ára, frá vinstri Halldóra Ósk Reynisdóttir, ísak Nguyen Halldórsson frá íslandi. Joachim Dahlström og Stine Dalsgaard frá Danmörku. Catharina Wieth og Marc Christ- ensen frá Danmörku. Ragnheiður Eiríksdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson frá íslandi. Elina Vaatovuo og Juha Vainionpaa frá Finnlandi. Mirjami Iskulehto og Kim Vaataja frá Finnlandi. Carin Da Silva og Benjamin Karlsson frá Svíþjóð. á bæði standarddansa og suður- ameríska dansa, þó fannst mér þau bera af í standarddönsunum. Fágun og stíll eins og bezt verður á kosið. Davíð Gill og Halldóra Sif eru einnig ákaflega glæsilegt danspar með gott vald á því sem þau eru að gera og hafa greinilega lagt mikla vinnu í ýmis smáatriði, sem eru í raun mjög stór, eins og t.d. handahreyfingar. Þau eru sterkari í suður-amerísku dönsunum, en standarddansarnir hafa verið á hraðri uppleið hjá þeim aðundanfömu. í flokki 12-13 ára áttum við ís- lendingar 2 af 7 pörum sem tóku þátt. Sigurvegarnir komu frá Dan- mörku, þau Joachim Dalström og Stine Dalsgaard. Tæknilega frábært par, sérstaklega í standarddönsun- um. Þau dönsuðu latin-dansana mjög vel, sérstaklega sömbuna, þar voru pelvis-hreyfingarnar hjá_ þeim sér- staklega vel útfærðar. í öðru sæti var par frá íslandi, þau ísak Nguyen og Halldóra Ósk, þau áttu frábæran dag og heilluðu mig upp úr skónum í latin-dönsunum, þar var svo mikil gleði og stíll í dansinum hjá þeim. Þau hafa ekki gert betur áður. Stand- arddansana dönsuðu þau einnig mjög vel, sérstaklega enska valsinn. Gunn- ar Hrafn og Ragnheiður áttu ágætan dag og enduðu í fjórða sæti. I flokki 14-15 ára sigruðu Danir nokkuð örugglega. Morten Larsen og Mette Sörensen eru frábærir dansarar, sér í lagi í standarddöns- um, þau vinna fádæma vel með fót- unum, sway og swing hjá þeim er einnig einstaklega vel unnið. Þeim hefur farið mikið fram í suður-amer- ísku dönsunum og er mikill munur á þeim nú og fyrir 8 mánuðum er ég sá þau í Blackpool. Benedikt og Berglind unnu til silfurverðlauna. Þau eru með glæsilegri pörum sem sjást á gólfi og á góðum degi hefðu þau getað haft þetta. Suður-amer- ísku dansarnir eru enn þeirra sterka hlið, þó hefur þeim farið mikið fram að undanförnu í standarddönsunum. Þó þau væru ekki að dansa sitt allra bezta er það samt mín skoðun að þau hafi verið bezta latinparið á gólfinu, í þessum flokki á laugardag- inn. Á sunnudaginn kom svo í ljós að þau leiðu mistök höfðu átt sér stað, við útreikninga, að rangt par fór í úrslit, í stað tveggja annarra para. Annað þessara para er Haf- steinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir, sem áttu góðan dag, og áttu svo sannarlega skilið að dansa í úrslitunum. Það voru svo Danir sem sigruðu í flokki 16-18 ára. Mads Abildstrup og Mie Moltke, eru eins og mörg dönsku paranna, afskaplega gott standardpar, en að mínu mati vantar mikið upp á suður-amerísku dans- ana, sérstaklega hjá dömunni. í þriðja sæti var íslenzkt par, þau Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir. Þau hafa verið í mik- illi uppsveiflu og tekið miklum fram- förum frá því í fyrra. Þau fóru hægt af stað en dönsuðu frábærlega vel í úrslitunum, sérstaklega suður-amer- ísku dansana, enda kom á daginn að þau höfðu unnið þá alla. Hitt ís- lenzka parið, Sigursteinn og Elísa- bet, komust því miður ekki í úrslit, þau áttu það samt skilið. Þau voru fyrst kölluð inn, en nokkru síðar var látið dansa aftur vegna mistaka og þá voru þau ekki með. Svona mistök eru afskaplega slæm og hafa ekki góð áhrif á keppendur né heldur áhprfendur. í flokki áhugamanna komst ekkert íslenzkt par í úrslit og eru það nokk- ur vonbrigði því búist var við því að við ættum þar pör í úrslitum, sérstak- lega í suður-amerísku dönsunum. Mér finnst í raun ósanngjarnt að hvorugt íslenzka parið skuli hafa komist í úrslit í suður-amerísku döns- unum, þau hefðu jafnvel átt að vera þar bæði, það kom svo í ljós að Árna og Erlu vantaði einungis einn kross, til að komast í úrslit. í suður-amer- ísku dönsunum sigruðu Holger Nitsc- he og Charlotta Egstrand frá Dan- mörku mjög verðskuldað og silfur- verðlaun hlutu landar þeirra, Steen Lund og Mie Bach. í standarddöns- unum sigruðu Brian Eriksen og Marianne Eihilt og silfurverðlaun hlutu Jens Roithner og Merete Roith- ner, bæði frá Danmörku. í 10 döns- unum sigruðu Peter Stokkebro og Kristina Juel og silfurverðlaun hlutu Rene Christensen og Camilla Eg- strand frá Danmörku. I flokki 35 ára og eldri sigruðu Finnarnir Jouko Leppala og Helja Leppala. Þau báru af í standarddöns- unum, en þessi aldursflokkur dansar bara standard. í öðru sæti komu einnig Finnar, þau Juha Kanto og Leena Kanto. Mistök, hvað varðar reiknireglur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.