Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 44

Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Yeiðileyfagjald? ÞAÐ hefur verið mikil umræða um það í þjóð- félaginu sl. misseri að sjávarútvegurinn greiði veiðileyfagjald. Að mínu mati er þessi umræða aðallega til- komin vegna þess að afkoma greinarinnar hefur verið betri sl. 2-3 ár, en mörg ár þar á undan. Núllstefna I gegnum árin var opinber stefna sú að sjávarútvegur skyldi rekinn sem næst núlli. Svokölluð núllstefna. Þetta gerði það að verkum að mörg fyrirtæki í grein- inni voru rekin með umtalsverðu tapi. Aðallega voru þetta fyrirtæki sem voru með blandaða vinnsiu. Til þess að halda þeim gangandi var veitt fé úr ýmsum sjóðum og nýir sjóðir voru stofnaðir. Auk þess lögðu mörg sveitarfélög umtalsvert fé til þessara fyrirtækja. Eftir sem áður stóðu fyrirtækin á brauðfótum, sveitarfélögin fjárvana og atvinnu- ástandið var ótryggt. Stefnubreyting Fyrir um fimm árum varð stefnu- breyting af hálfu ríkisvaldsins varð- andi aðstoð við fyrirtæki. Hinum ýmsu gjöldum var létt af sjávarút- veginum og skapaðist þar með betri rekstrargrundvöllur. Jafnframt því urðu fyrirtæki að standa á eigin fótum með sinn rekstur. í framhaldi af þessu fóru mörg sjávarútvegsfyr- irtæki á hausinn. Samruni fyrir- tækja varð að veruleika og mikil '-jhagræðing og endurskipulagning fór af stað. Segja má að sjávarútvegur- inn hafi gengið i gegnum algjöra uppstokkun. Framsalsrétturinn í þessari uppstokkun skipti framsalsréttur á kvóta miklu máli, það er að segja að geta skipt á aflaheimildum. Þeir sem fengu úthlutað aflaheimildum, gátu skipt á fisktegundum innbyrðis, þannig að með framsalsréttinum var hægt að ná meiri hagræðingu í vinnslu og veiðum. Til dæmis getur þú skipt út þorskkvótan- um þínum fyrir síld ef það hentar betur. Betri afkoma Öll þessi endurskipulagning hefur gert það að verkum að fleiri fyrir- tæki í sjávarútveginum skila hagn- aði, heldur en áður. Staða þjóðarbús- ins hefur ekki um langan tíma verið betri. Atvinnuleysi hefur minnkað verulega, og frá landsbyggðinni heyrist aldrei þessu vant ekkert nema gott. Þjónustufyrirtæki blómstra. Skipasmíðaiðnaður sem nánast var aflagður fyrir nokkrum árum virðist vera á uppleið. Fyrir- tæki, einstaklingar og sveitarfélög, sem í gegnum árin lögðu fram hlut- afé í sjávarútveginn, nauðug viljug, mörg hver, sjá nú loksins arð af sínu fé. Skattlagning En hvað gerist þá? Stjórnmála- menn, forystumenn í stéttarfélögum og hin ýmsu samtök, eru æfír yfir þeim óskapa peningum sem eru í sjávarútveginum. Mat þeirra er að lengra veðri ekki gengið í því mis- rétti sem þar viðgengst og skatt- leggja verði greinina með því að leggja á hana „svokallað" veiðile}rfa- gjald. Sj ávarútvegurinn, segir Olafur Ragnars- son, er stóriðja okkar íslendinga. Stóriðja landsmanna Eðlilegt hlýtur að teljast að sjáv- arútvegur greiði gjöld eins og aðrar greinar atvinnulífsins. Jafnframt hlýtur það að vera réttlætiskrafa að sjávarútvegurinn sitji við sama borð og önnur stóriðja varðandi t.d. verð á raforku. Við sem eigum allt okkar undir sjávarútveginum, skiljum illa það skilningsleyi sem virðist vera ríkjandi meðal margra áhrifamanna í þjóðfélaginu gagnvart mikilvægi sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn er stóriðja okkar íslendinga. Ofgalaus endurskoðun Eðlilegt er að sjávarútvegsstefnan sé í reglulegri endurskoðun. Mikil- vægd er þó að sú endurskoðun fari fram með öfgalausum hætti. Skoða mætti t.d. hvort eðlilegt sé að þeir sem ekki nýta sér þann veiðirétt sem þeir fá úhlutað, án þess að fá aðrar aflaheimildir á móti, á kvótaárinu, hafi ekki þar með fyrirgert rétti sín- um til að fá úthlutað aflaheimildum. Verði það niðurstaðan að lagður verði auiðlindaskattur á þessa grein, eins og mikið er talað um, þá er það mitt mat að það þróunarstarf sem hafið er í sjávarútvegi, verði að engu. Hefðbundin fiskvinnsla leggist af og eftir stöndum við með atvinnuleysi og verri kjör þjóðarinnar. Höfundur er sveitarstjóri á Djúpa vogi og er í stjórn Búlandstinds hf. Ólafur Ragnarssoi. Islenskum sjúklingum mismunað á Islandi í LÖGUM um al- mannatryggingar (1. nr. 117/1993), sem 7 tóku gildi 1. janúar 1994, er að finna eft- irfarandi ákvæði í 32. gr.: „Sá sem átt hefur lögheimiii í iandinu í sex mánuði, sbr. 1. gr. laga um lögheim- ili, nr. 21/1990, og 1. mgr. 5. gr. laga um tilkynningar að- seturskipta, nr. 73/1952, með síðari breytingu, telst sjúkratryggður, nema annað leiði af milliríkjasamningum. Heimilt er að greiða nauðsynlega þjónustu í ■ skyndilegum sjúkdómstilvikum þótt biðtíminn sé ekki liðinn.“ í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að biðtíminn væri eitt ár. En ástæða fyrir því að þetta ákvæði var sett í lögin var sú að koma í veg fyrir að Islendingar búsettir erlendis kæmu til landsins í læknis- aðgerð eða flyttu tímabundið heim til þess að gangast undir aðgerð á kostnað íslenska ríkisins. Var talið að 6 mánaða biðtími væri nægjanlega langur til þess að girða fyrir misnotkun. Ástæður þessarar breytingar eru ekki til komnar vegna krafna frá hinum Norðurlöndunum eða að þess sé krafist í EES-samningnum. Hér er eingöngu litið svo á að verið sé að stemma stigu við ákveðnu mis- ferli sem menn töldu að hefði viðgengist um ára- bil. Ekki iiggur fyrir svo vitað sé nokkuð mat eða úttekt á þessu meinta misferli. Reglur um sex mánaða biðtíma hafa hins vegar valdið mikilli óvissu um stöðu íslenskra ríkisborgara við flutning til landsins. Margir hverjir, ef ekki flestir, hafa verið alveg ómeðvitaðir um að þeir væru ekki sjúratryggðir fyrstu sex mánuðina, hvorki á Islandi eða í því landi sem þeir fluttu frá. í sumum tilvikum þar sem fólk hefur orðið fyrir slys- um, áföllum eða fengið sjúkdóma og lent á sjúkrahúsi, hefur það þurft að borga háar upphæðir vegna meðferðar og vistunar. Jafn- vel eru dæmi þess að fjársjúku fólki hafi verið synjað um þjónustu hér á landi vegna þess að það hafði ekki sjúkratrygginguna í lagi. Þá hafa viðkomandi einstaklingar oft- ast ekki átt í önnur hús að venda en að halda úr landi á ný án þess þó að hafa nokkra tryggingu fyrir að fá viðeigandi þjónustu erlendis. Þess ber einnig að geta að veitt- ar hafa verið undanþágur frá skil- yrðinu um 6 mánaða lögheimili, Þessum geðþóttalögum verður að breyta, segir --*------7------------- Olafur Olafsson, og það sem allra fyrst. sbr. reglugerð nr. 261 frá 21. apríl 1996 um undanþágur frá lögheimil- isskilyrði almannatrygginga. Ná þær undanþágur einkum til náms- manna og þeirra sem búið hafa stutt erlendis. Ennfremur hafa þeir, sem við flutning til landsins hafa haft með- ferðis svokailað vottorð E 104 fyrir sjúkratryggingar, sem gildir innan EES-svæðisins, fengið aðgang að sjúkratryggingum hér án tafar. Þessi vottorð eru til komin vegna aðgerða til þess að tryggja rétt launþega og sjálfstætt starfandi manna á EES-svæðinu, sem búa og starfa í öðru jandi en þeirra eig- in heimalandi. í raun og veru er hér aðeins um að ræða vottorð um samanlögð trygginga-, starfs- og búsetutímabil í viðkomandi löndum. Á Islandi virðast þau hafa fengið víðtækari notkun en annars staðar og eru nú notuð af einstaklingum bæði við flutning til og frá landinu. Þetta er skrifað meðal annars vegna þess að hér á landi er iila haldinn íslenskur sjúklingur í með- ferð sem eins er ástatt fyrir. Erfitt reynist fyrir lækna að halda sjúkl- ingi á sjúkrahúsi en hann hefur ekki í önnur hús að venda. Þessum geðþóttalögum sem sett voru 1993 þrátt fyrir mótmæli fagaðila verður að breyta hið bráðasta. Höfundur cr landlæknir. Ólafur Ólafsson Skattar- skerðingar- jaðarskattar SKATTUR er orð sem fer illa í munni, en öll höfum við búið við það frá því fyrst við fórum að vinna fyrir launum og mátt skila hluta þeirra tii samfélagsins. Skattar eru í aðalatriðum tvenns konar: 1) Frá fjármála- ráðuneytinu sem hlut- fall er stjórnvöld hvers tíma ákveða. 2) Sveitarfélög um land allt ákveða hversu mörg prósent af tekjum er greitt af hverjum einstaklingi. í okkar þjóðfélagi eru um 26 þúsund eldri borgarar og á milli 8 og 9 þúsund öryrkjar, en af þess- um hópi hafa yfir 20 þúsund ein- hveija tekjutryggingu eða aðrar bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Allir þessir aðilar hafa unnið fyrir launum, mismunandi lengi eftir aðstæðum. (Vil meina að heimavinnandi húsmæður séu í þeim hópi.) Ekki er of mikið að áætla að meðaltali á milli 40 og 50 ár, það er að segja auðvitað þeir sem í dag eru enn lifandi! Elli- og örorkulífeyrisþegar Samkvæmt reynslu síðastlið- inna 2-3 ára er þetta að verða nokkuð erfiður hópur! Miðað við aðgerðir ríkisstjórna er eins og þetta fólk sé fólkið með „breiðu bökin“, því látlaust eru búnar til af ríkisstjórnum og ráðuneytum reglugerðir, sem eru til þess að skerða afkomu þessa fólks hér og þar, og tekjutengja þetta og hitt þannig, að flestir geta ekki fram- fleytt sér frá mánuði til mánaðar. Samkvæmt útreikningi frá ijár- málaráðuneytinu greiða þeir sem eru 67 ára og eldri 4,5% af skött- um einstaklinga í landinu. Eftir 1. sept ’96 verður aukning á þess- um skattgreiðslum, þar sem frá þeim degi var lagður fjármagns- tekjuskattur á alla elli- og örorku- lífeyrisþega, - 4 mánuðum á und- an „hinu“ fólkinu í landinu. Eldri borgarar búa við a.m.k. 4 skattkerfi • 1. Skattar frá fjármálaráðu- neytinu. • 2. Skattar frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Reglugerð- ir hafa komið þaðan á færibandi sl. 2-3 ár, sem hefur verið beint að elii- og örorkulífeyrisþegum í formi skerðingar bóta frá Trygg- ingastofnun ríkisins, lækkun tekjutryggingar, lækkun heimilis- uppbótar, skerðing sérstakrar heimilisuppbótar, krónu fyrir krónu, fái viðkomandi félagslega aðstoð. Þessu næst kom reglugerð sem gekk í giidi 1. maí 96, tveim mánuðum áður en fólk gat lagt reikninga inn til endurgreiðslu í lyfjadeild TR vegna lyfja og lækn- iskostnaðar. Með reglugerðinni var felld niður öll endurgreiðsla á verkja-, róandi- og svefnlyfjum. Reglugerð nr. 59/1996 er mjög athyglisverð, þar eru ákvæði um 75.000 kr. brúttótekjur á mánuði og/eða 2 'h. milljón í banka eða í verðbréfum skerða elli- og örorku- lífeyri um allt að 10.000, kr. = 120.000 á ári. Við þetta bætist niðurfelling á afslætti af síma og sjónvarpi. Það er of langt tnál að fara dýpra í þetta í stuttri grein, en tímabært að einhver færi í út- reikning á afieiðingum þessarar reglugerðar. - Sjötíu og fimm þúsund krónu viðmiðunin er fyrir skatta! Lífeyrisþegar eru búnir að vinna sér inn lífeyrisréttindi samkvæmt kjara- samningum í gegnum mörg ár og hafa lífeyr- isréttindin farið eftir launum fólks á hvetj- um tíma. Þarna er verið að fara aftan að fólki sem hefur unnið í 40-50 ár og greitt allan tímann sín 4% í lífeyrissjóð. • 3. Jaðarskattar gagnvart öldruðum og öryrkjum er að meðaltali 77%, en geta orðið yfi 100%. 4. Fjármagnsskattur er flatur 10% skattur á ávöxtun inneignar í banka eða í verðbréfum. Ef eldri Miðað við aðgerðir ríkis- stjórna, segir Guðrún Einarsdóttir, mætti ætla að elli- og örorku- lífeyrisþegar væri fólkið með breiðu bökin. borgari eða öryrki er svo „lánsam- ur“ að eiga, - þ.e. í flestum tilfell- um að hafa sparað og eiga í banka peninga eða verðbréf, (hvað með ríkisverðbréf?) þá er flatur 10% fjármagnsskattur - og takið eftir, skerðing á tekjutryggingu hjá Tryggingastofnun ríkisins og nið- ur felldur afsláttur af síma og sjón- varpi. Þannig er þetta ekki bara „flatur" skattur vegna elli- og örorkulífeyrisþega, - þetta er bara „plat“. Hneykslanleg reglugerð Svo kom aðalhneykslið 28. des. 95, þegar út kom reglugerð með stoð í 65. gr., sbr. 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatrygg- ingar, með síðari breytingum og 13. gr. laga nr.l 18/1993 um fé- lagslega aðstoð, með síðari breyt- ingum. Þessi reglugerð er nr. 678, 28. desember um hækkun bóta almannatrygginga og er eftirfar- andi orðrétt upp úr henni: „Fjár- hæðir eftirtalinna bótaflokka, samkvæmt lögum um almanna- tryggingar nr. 117/1993 og lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993, skulu hækkafrá 1. jan- úar 1996 að telja um 3,5% frá því sem var 1. nóvember 1995.“ - Upptalið er: a) ellilífeyrir, b) ör- orkulífeyrir, c) fæðingarstyrkur og fæðingardagpeningar, d) sjúkra- dagpeningar, e) tekjutrygging og f) heimilisuppbót. Til fróðleiks má geta þess að almennir launþegar fengu 5% kauphækkun frá kjarasamning- unum sem gerðir voru í febr. 1995, _en „erfiði hópurinn" fékk 3,5%. Öryrkjar fengu eingreiðslu 3,5%. Á sama tíma, eða 28. des. 1995, var samþykkt í svokölluðum „bandormi“ að elli- og örorkulíf- eyrir myndi ekki fylgja almennum kauphækkunum, heldur færi eftir ákvörðun fjárlaga á hveiju ári. í fjárlagafrumvarpi fyrir 1997 er 2% hækkun til þessa fólks. Höfundur erf.v. iðnrekandi. Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.