Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESÉMBER 1996 27 Nýjar bækur • BARNABÓKIN Matthildur eftir Roald Dahl hefur nú verið gefín út í kilju í tengslum við kvik- mynd sem gerð er eftir sögunni og verður fljótlega sýnd í Stjörnubíói. Bókina myndskreytti Quentin Blake en kápumynd er af Mara Wilson sem leikur hlutverk sögu- hetjunnar í myndinni. I kynningu segir: „Matthildur er óvenju gáfuð stúlka sem foreldrar og skólastjóri fara illa með en fljót- lega kemur í ljós að hún býr yfir hæfileika sem getur haldið full- orðna fólkinu á mottunni." Árni Árnason þýddi ogMál og menninggefur út bókina sem er 240 bls. ogkostar 890 kr. Hún var prentuð íDanmörku. Fyrstu 200 kaupendur bókarinnar í verslunum Máls og menningar fá boðsmiða fyrir tvo á forsýningu myndarinnar 8. desember. Ný myndbönd • LÍFSSKÓLINN, Vesturbergi 73, Reykjavík, hefur gefið út á myndbandsspólu Jólasveinasögurn- ar, Stúfur stelur skíðum og Bjúgnakrækir. Þetta eru sögur eftir Selmu Júlíusdóttur. Sögu- maður er Selma en börn eru þátt- takendur í gerð myndbandsins. Einnig er á þessari söguspólu kynnt stafaspil sem eru hönnuð af Selmu. Voru þau notið til kennslu í Fönd- urskólanum sem hún rak til margra ára. Sagðar eru sögur um stafi og reynt að kenna á einfaldan hátt nöfn þeirra og hljóð. Þetta er fyrsta myndbandið af mörgum sem Lífsskólinn ætlar að gefa út með sögum og stöfum. Reynt verður að koma sem flestu að sem gætu uppfrætt börnin á auðveldan og skemmtilegan hátt. Stafaspilin fást einnig. Gallerí hornið Ella Magg „með veislu fyrir augað“ ELLA MAGG (Elín Magnúsdóttir) opnar þrettándu einkasýninguna í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, fimmtudaginn 12. desember. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Nætur til þess að njóta“ og undirtitillinn „Ella Magg með veislu fyrir augað í farangrinum" og vísar til þess að listakonan er nýkomin til landsins en hún hefur starfað að list sinni í Austurríki síðustu árin. Verkin eru unnin með olíu á striga og vatnslit á pappír. Sýningin stendur til 30. desem- ber og verður opin alla daga kl. 11-23.30 utan aðfangadag og jóla- dag. Annan í jólum verður opið frá kl. 14-18. Magnús les úr „Latibær á Olympíu- leikum44 MAGNÚS Scheving kemur í Borg- arbókasafn næstu daga til að lesa úr nýju bókinni sinni: „Latibær á Ólympíuleikum". Hann heimsækir meðal annars börnin í Grafarvogi í hið nýja útibú Borgarbókasafns, Foldasafn í Grafarvogskirkju, sem opnað var 7. desember síðastliðinn. Magnús verður í Borgarbókasafn- inu sem hér segir: Borgarbókasafnið í Gerðubergi þriðjudaginn 10. des- ember kl. 14, Bústaðasafn í Bústaða- kirkju þriðjudagin 10. desember kl. 15.15, Foldasafn í Grafarvogskirkju mánudag 16. desember kl. 14, aðal- safn, Þingholtsstræti 29a, þriðju- daginn 17. desember kl. 14 og Sól- heimasafn, Sólheimum 27, miðviku- daginn 18. desember kl. 10. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nýjar plötur Jólalög • ÚT er komin geislaplatan „Á jól- unum ergleðioggaman“með Gradualekór Langholtskirkju. Á plötunni eru eftirfarandi jólalög; 1. Jól - Lag: Jórunn Viðar/Texti: Stef- án frá Hvítadal. 2. í Betlehem er barn oss fætt - Danskt lag/Texti: Valdimar Briem. 3. Heims um ból - Lag: Franz Gruber/Texti: Svein- björn Egilsson. 4. Hátíð fer að hönd- um ein - íslenskt þjóðlag/Texti: Þjóðvísa, 2.-5. erindi: Jóhannes úr Kötlum. 5. Bjart er yfir Betlehem - Lag: Úr Piae Cantiones 1582/Texti: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. 6. Frá ljósanna hásal - Lag: Úr Vant- us Diversi 1751/Texti: Jens Her- mannsson. 7. Þá nýfæddur Jesús Lag: W.J. Kirkpatrik/Texti: Björgvin Jörgensson. 8. Vögguljóð (3:14) Ur „Bernska Krists" eftir Hector Berli- oz - Texti: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. 9. Ájólunum ergleði og gaman - Franskt lag/Texti: Frið- rik Guðni Þórleifsson. 10. Boðskapur Lúkasar - lag frá V-Indíum/Texti: Haukur Ágústsson. 11. Skín í rauðar skotthúfur - Franskt þjóðlag/Texti: Friðrik Guðni Þórleifsson. 12. Far, seg þá frétt á fjöllum - Negrasálm- ur/Texti: Kristján Valur Ingólfsson. 13. Betlehem hjá blíðri móður - Franskt jólalag/Texti: Ingólfur Jóns- son frá Prestbakka. 14. Kemur hvað mælt var - Franskt þjóðlag/Texti: Þorsteinn Valdimarsson. 15. María í skóginum - Austurrískt lag/Texti: Sigríðurl. Þorgeirsdóttir. 16. Syng, barnahjörð - Lag: G. Fr. Hánd- el/Texti: Jóhann Hannesson. 17. Skreytum hús - Jólalag frá Wales/Texti: Elsa E. Guðjónsson. 18. Það á að gefa börnum brauð - Lag: Jórunn Viðar/Texti: Þula. Hljóðfæraleikarar: Anita Briem á flautu og Lára Bryndís Eggertsdótt- ir á orgel og píanó, en þær eru báð- ar úr röðum kórfélaga. Auk þeirra leika Daði Kolbeinsson og Hólmfríð- ur Þóroddsdóttir á óbó og Monika Abendroth á hörpu. Einsöngvarar: Úr röðum kórfé- laga eru: Arný Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Guðrún Helga Steinsdóttir, Ragnheiður Helgadóttir og Stefán Siguijónsson. Stjórnandi kórsins er Jón Stefáns- son. Upptakan var gerð í Studio Langholtskirkju 21., 23. og27. jan- úar 1996 og upptökustjóri var Bjarni Rúnar Bjarnason. Dreifíngu annast Japis. Verð 1.999 kr. yfirburða hljómtæki RflDIÖBÆR ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 Blað allra landsmanna! -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.