Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ARNFRÍÐUR MATHIESEN + Arnfríður Math- iesen var fædd í Hafnarfirði 12. júlí 1931. Hún lést 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Arn- fríðar voru Svava Guðrún Mathiesen, húsmóðir, og Guð- mundur Sigurðsson, vélstjóri. Þau eru bæði látin. Systkini Arnfríðar eru Nína S. Mathiesen, f. 29.1. 1943, og Matt- hias A. Mathiesen, f. 2.10. 1945. Amfríður giftist 12. júlí 1953 Jóni K. Halldórssyni, vélstjóra, f. 9.12. 1925, d. 9.7. 1978. Þau eiga fimm böm: 1. Guðmundur, býr í Hafnarfirði og á þijá syni. 2. Svavar, býr í Kópavogi og á tvo syni. 3. Sigurður, lést 30. maí 1996. 4. Erla Hildur, býr í Njarðvík og á tvær dætur og einn son. 5. Kristó- lína, býr í Hafnar- firði og á þijár dæt- ur og einn son. Einnig ólst upp hjá Amfríði og Jóni systursonur Arn- fríðar, Árni, hann býr í Reykjavík og á tvær dætur og einn son. Hinn 25. ágúst 1979 giftist Arnfríður seinni manni sinum, As- geiri Gíslasyni, húsasmíðameistara, f. 22. febrúar 1931. Arnfriður stundaði skóla- göngu í Hafnarfirði og varð gagnfræðingur frá Flensborg. Hún vann mestan sinn starfs- aldur við heimilið. Utför Arnfríðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma. Það er svo skrýtið að þurfa að ganga í gegnum þetta allt aftur á svo stuttum tíma. Þegar Siggi var jarðaður stóðst þú þig eins og hetja. Þú varst hetja í allra augum, þó sérstaklega hjá okkur systkinunum. Þú gerðir allt til að stytta okkur stundir en við kunnum kannski ekki alltaf að meta allt sem þú gerðir þá. En núna sjáum við hvað þú varst að gera okkur gott. t Ástkær sonur minn, EINAR INGI FRIÐRIKSSON, lést af slysförum þann 7. desember. Fyrir mína hönd og annarra aðstand- enda, Málfríður Ólafsdóttir. t Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir og systir, ELÍN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR, lést af slysförum þann 7. desember. Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Páll Aðalsteinsson, Ágúst Aðalsteinsson, Þorsteinn Ólafs, Lára Kristjánsdóttir, Þór Steinar Ólafs, Björg Magnea Ólafs, Kristján Már Olafs. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTBERG JÓNSSON frá Kjólsvík, sem lést fimmtudaginn 5. desember, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember. kl. 13.30. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ástkærs eiginmanns míns og fósturföður, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR listmálara, Fögrubrekku 5, Kópavogi, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 10. desember, kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Anna Kristin Jónsdóttir, Stella Kluck. MINNINGAR Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman ég, þú, mamma, Una og Jóna til Ólafs inn á háls-, nef- og eymadeild. Þú varst orðin fasta- gestur þar alltaf á miðvikudags- morgnum og við á vissan hátt líka með þér. Á eftir fómm við í Nesti og keyptum okkur krembrauð og kók. Þú varst veik og við vissum það alveg og Siggi varð líka veikur og auðvitað vissum við að þið yrðuð ekki hér alltaf hjá okkur. En þið áttuð bara að vera hjá okkur en okkur datt ekki í hug að einhver annar gæti þurft á ykkur að halda og það sérstaklega ekki einhver sem væri ekki hér á jörðinni. Það sem er mér efst í huga er þakklæti til afa fyrir að vera hjá ömmu. Þó hún væri veik var hann alltaf hjá henni og lét aldrei bugast. Afi minn og allir hinir, við verð- um bara að standa saman og þurrka tárin því ömmu fannst svo leiðinlegt ef einhver var að gráta. Sólin er hnigin, sest bakvið skýin. Og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin. Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og striðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og ég þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. - Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Þín nafna, Arnfríður Mathiesen. Amma Fríða. Ég sakna þín svo mikið. Takk fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Það er stutt síðan við kvöddum Sigga minn. Við munum hafa minningu ykkar fasta í huga okkar. I önnum dagsins öndin mín með ást og trausti leitar þín, sem gefur veikum þor og þrótt og þunga léttir sorgamótt. Lát hjarta og starf mitt helgast þér, í harmi og freisting lýs þú mér, og leið mig heim, þá líf mitt þver. (Sig. Vigfússon frá Brúnum). Þín Una. Amma mín, nú kveð ég þig, stutt er síðan Sigga ég kváddi. Almættið nú geymi þig í frelsarans Jesú nafni. Þinn ^ \ Ásgeir Sigurður. Minning þín lifír hér eftir hjá okkur er þú hvarfst á braut. Nú hefur Guð loksins læknað þig og leyst þína miklu þraut. Guð geymi þig, amma mín, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Elsku afí, Guð styrki þig og okkur öll hin á þessum erfiðu stund- um. Þín Jóna Kristín. Ég orðvana eftir þeim horfði, sem unni ég heitast og þráði og mest, - þeim ég trúlyndu ástvinum öllum, sem óskirnar gátu við hjarta mitt fest. Að skilnaði hörpum hóf ég. Mér hljómur hver brást líkt og markfípuð ör. Þeir ómar, sem börðust í bijósti, með bjargþunga féllu um stirðnaða vör. Að vetrarins víðlendu auðnum ris vermandi sól yfir foldir og haf - svo omar mér ókomna daga hver unaðarminning, sem líf þeirra gaf. (Jón Magnússon) Elsku amma, hafðu bestu þökk fyrir allar samverustundirnar. Anna Steinunn, Helga og Egill. BALDUR JÓNASSON + Baldur Jónas- son fæddist 1. september 1920 á Akureyri. Hann lést 2. desember síðast- liðinn i Sjúkrahúsi Reykjavíkur. For- eldrar hans voru Jónína Jónsdóttir, f. 16. júní 1891, og Jónas Jónsson, f. 18. apríl 1893. Þau eru bæði látin. Bræður hans voru Siguijón Jónasson og Hannes Jósúa Jónasson, _ báðir látnir, og Óli Ragnar Jónasson. Baldur kvæntist 28. nóvem- ber 1942 Láru Árnadóttur frá Vestmannaeyjum, en hennar foreldrar voru Sigurbjörg Sig- urðardóttir, f. 25. júní 1883, og Árni Oddsson, f. 6. maí 1888. Þau eru bæði látin. Dóttir hans fyrir hjónaband er Mary, gift Jóni Sæmundssyni, eiga þau fimm börn. Baldur var mikið til sjós á yngri árum. Hann tók mótorvélstjórapróf Fiskifélags íslands 1945, var í lögreglu Reykjavíkur í þrjú ár í kringum 1950. Hann var einn af stofendum Sendi- bílastöðvarinnar hf. 1949 ásamt öðr- um og stundaði rekstur sendibíls í tvo áratugi, en var oft til sjós á sumrin. Hann vann hjá vöru- afgreiðslu Eimskips síðustu tuttugu ár starfsævinnar og var verkstjóri síðustu fimm árin. 'Útför Baldurs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Baldur var giftur móðursystur minni Láru. Hann var hár og mynd- arlegur maður og kom norðan frá Ólafsfirði. Hann var barngóður og kíminn og hændumst við systkinin að honum. Mörg voru þau jól þegar hann birtist á aðfangadag í gervi jólasveins til að gleðja smáfólkið, ekki aðeins okkur systkinin heldur til að gleðja öll bömin í húsinu. Einhvern veginn minnist ég alltaf þeirra beggja í senn, Löllu og Balla eða Rabba eins og ég kallaði hann alltaf. Alltaf var vel þegið að dvelja helgarlangt hjá þeim og oft var íbúðin við Snorrabrautina sem ann- að heimili mitt. Alltaf hafa þau gefíð sér tíma til að ná athygli bam- anna. í gegnum árin hafa fleiri bæst í hópinn sem hefur haldið tryggð við þau og sama gegnir um mín börn nú og eiga þau góðar minningar frá heimsóknum á Afla- granda. Margar minningar tengjast sendibílum hans. Stundum fékk ég að fljóta með við aksturinn og stóð þá strákur stundum frammi við mælaborðið og fylgdist með. Margt var gert á þeim árum. Nokkur minningarbrot sitja í huganum frá ferð fimm ára drengs með þeim hjónum norður til Ólafsfjarðar. Allt- af var stutt í kímnina og auðvelt var að misskilja þegar kallað var á Balla til að gera eitthvað. Seinni árin var hjartað farið að bila og þegar hann lagðist inn á spítalann í nóvember var hann viss um að nú væri stutt þangað til kallið kæmi. Allt til hins síðasta var kímnin í lagi þó stutt væri í alvör- una. Baldur Jónasson. Elsku Baldur. Mig langar til þess í nokkrum orðum að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég og fjölskylda mín höfum átt með þér. Það eru nú orðin tæplega 30 ár síðan ég tengdist fjölskyldu þinni og alla tíð höfum við átt vísan sama- stað hjá ykkur Láru, er leið okkar lá suður. Alltaf var hjartarúmið Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. stórt, þó húsplássið væri lítið og okkur tekið eins og við værum að koma í foreldrahús. Marga morgna höfum við setið yfir kaffinu og þú hefur sagt okkur frá bamsárunum á Oddeyrinni, er þú varst að alast upp. Þú þekktir þar hvert hús, vissir hver bjó hvar og lýstir öllu svo vel að ég sá það ljóslifandi fyrir mér og kannaðist við marga, því ég átti líka mín bernsku- spor á Eyrinni, þó seinna væri. Ólafsijörðurinn var þér líka kær og þú sagir okkur margt frá þeim árum er þú bjóst þar. Lífsbaráttan var ekki auðveld á þessum árum, en minningarnar eru perlur í lífsins ólgusjó. Á síðastliðinu ári áttum við með ykkur Láru yndislega viku í sumar- bústað á Suðurlandi. Þar var haldið upp á 75 ára afmælið þitt með góðum vinum, en hinum dögunum eyddum við saman, fórum í skoðun- arferðir og áttum saman ógleyman- legar stundir sem ég mun geyma í hjarta mér. Elsku Balli frændi. Nú er leið þinni lokið á þessari jörðu. Ég trúi að þú hafir orðið hvíldinni feginn, því heilsan var orðin bágborin. Við þökkum af alhug alla þína umhyggju og hlýju og erum sann- færð um að ættingjar og vinir taka vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Elsku Láru og ættingjum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum algóðan guð að veita þeim huggun. Fríða, Jónas og börn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig. Kolbrún, Sigríður og allir strákarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.