Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 19

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 19 ERLENT Kommún- istar auka fylgi sitt KOMMÚNISTAR juku mjög fylgi sitt í sveitastjórn- arkosningum sem fram fóru í nokkr- um héruðum í Rússlandi um helgina. Kosið var um héraðsstjóra í tíu héruðum og unnu kommúnist- ar í fjórum héruð- um auk þess sem frambjóðandi þeirra var efstur í tveimur af þeim héruðum sem kjósa þarf aftur í. Frambjóðendur sem njóta stuðnings Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, hlutu þó nauman meirihluta í kosn- ingunum þegar á heildina er litið. Þingið andvígt líknardrápi NEÐRI deild ástralska þingsins, samþykkti í gær frumvarp sem kveð- ur á um bann við hinum umdeildu lögum um líknardráp, sem tóku gildi í nokkrum héruðum fyrr á árinu. Ekki er búist við að efri deild þings- ins taki málið fyrir fyrr en á næsta ári. Þingið getur fellt lög í héruðum úr gildi en ekki lög í ríkjunum sex. Mary Leakey látin HINN heimsþekkti fornleifafræðing- ur, Mary Leakey, lést á sjúkrahúsi í Kenýa í gær, 83 ára. Leakey hlaut frægð fyrir rannsóknir á uppruna mannsins og hlaut fjölda viðurkenn- inga fyrir þær, var m.a. heiðursdokt- or við níu háskóla, t.d. Cambridge, Oxford og Yale. Leakey, sem fædd var í Bretlandi, bjó lengst af í Afr- íku, Kenýa og Tansaníu, þar sem hún stundaði fornleifauppgröft. Jeltsín flytur sig um set BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fékk í gær að fara í sumarhús sitt, um 100 km vestur af Moskvu, þar sem hann mun dvelja næstu daga. Segja talsmenn forsetans að í og við sumar- húsið séu mun betri aðstæður til endurhæfíngar en þar sem forsetinn hefur dvalið að undanfömu. Hann gekkst undir hjartauppskurð í nóvem- ber og er búist við að hann hefji störf að nýju undir lok mánaðarins. Tíu látnir úr matareitrun TÍUNDA fórnarlamb skæðrar matar- eitrunar í Skotlandi lést á sjúkrahúsi í Glasgow í gær. Um var að ræða matareitrun af völdum E Coli-gerla sem skaut fyrst upp kollinum á elli- heimili og var rakin til kjötbaka sem fólkið snæddi í hádegisverð. SKIPHOLT117 -105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622 aco Elsta tölvuíypirtæki á Islandi pentium* Iprocessor Pentium 133 MHz Verð aðeins: 129.900, - MÓfÖLD Verð frá: 6.900, - Einn frír mánuður á INTERNETI cd 1 O ■ 16 MB vinnsluminni ■ 1275 MB Seagate, harður diskur (3ja ára ábyrgð) ■ 15" litaskjár ■ Windows '95 ■ 105 hnappa Win'95 lyklaborð ■ 3ja hnappa mús ■ 8x geisladrif ■ Soundblaster hljóðkort ■ Hátalarar I •0 Unnar Jónsson frá Búna&arbankanum og Sigurður Erlingsson frá Securitas handsala samninginn. BúnaÓarbankinn myndavélavœðis Wm m mwM wm m 8U? wm m m mm m m m m m m & m W m m wm wm W m wm W m mM 1 igiHi Securitas og Búnaðarbankinn gerðu nýlega samning um að myndavélavœða útihú bankans. WWW Securitas býður mjög öruggar lausnir á viðráðanlegu verði. mmm Öryggi í viðskiptum í Búnaðarbankanum hefur verið aukið til muna með myndavélaeftirliti Veldu öryggi í stað áhættu ■ veldu Securitas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.