Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 16

Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Símarisa Japana skipt í 3 deildir Endurskipulagning NTT sætir þó harðri gagnrýni Tókýó. Reuter. JAPANAR hafa skýrt frá endurskipu- lagningu fjarskiptarisans NTT (Nipp- on Telegraph & Telephone Corp) eft- ir margra ára deilur og hik, og verð- ur komið á fót fyrirtækjaflölskyldu undir stjórn eignarhalldsfélags. Sérfræðingar gera lítið úr áætlun NTT og kalla hana „hálfvolga mála- miðlun," sem sé lítt til þess fallin að örva innanlandssamkeppni og muni etv. ekki auðvelda samkeppni stærsta símafélags heims við erlenda aðila. Samkvæmt áætluninni rætist gam- all draumur NTT um að keppa á al- þjóðamarkaði, þótt nokkur ár kunni að vera þangað til. Upplausn Nippons hefur verið á dagskrá í meira en áratug og hafa stjómendur NTT barizt tyiir því að fyrirtækið verði varðveitt sem ein heild. Tveggja ára áætlun Áætlun japönsku stjórnarinnar og NTT gerir ráð fyrir að fyrirtækinu verði breytt í tvö svæðafélög og eitt langlínufyrirtæki er heyri undir eign- arhaldsfélag. NTT segir að endur- skipulagningin muni kosta 450 millj- arða jena eða 4 milljarða dollara og taka að minnsta kosti tvö ár. „Japanar ættu ekki lengur að standa öðrum að baki á sviði alþjóðafj- arskipta," sagði Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra. Sérfræðingar láta sér fátt um finnast og telja að lítið verði gert með áætluninni til að innleiða sam- keppni á japönskum fjarskiptamark- aði sem standi öðram að baki. Þeir segja enn fremur að áætlunin muni ekki auðvelda NTT að beijast við sí- fellt öflugri mótheija erlendis. „Nýja áætlunin táknar að NTT verður eftir sem áður eitt stórt fyrir- tæki,“ sagði japanskur sérfræðingur. „Við getum ekki búizt við lægri símreikningum, samkeppni og sóma- samlegri þjónustu. Það era góðar fréttir fyrir BT (British Telecom- munications) og stórfyrirtæki heims að japanski markaðurinn verður eftir sem áður óvirkur í mörg ár,“ sagði heimildarmaðurinn. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti úrskurð Samkeppn- isráðs í máli Útfararstofu Kirkjugarðanna Fyrirmæli um stjómunar- legan aðskilnað óhögguð ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur úrskurðað að íyrirmæli Samkeppnisráðs um stjómunarlegan aðskilnað milli starfsemi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og Utfar- arstofu Kirkjugarðanna skuli standa óhögguð. Þá skuli standa óbreytt þau fyrirmæli að tengsl í kynningar- og markaðsstarfi skuli rofín. Hins vegar feildi áfrýjunamefndin úr gildi þau fyrirmæli að Útfararstofan skyldi breyta heiti sínu á þann veg að tengsl fyrirtækisins við Kirkjugarðana séu ekki sjáanleg í nafni þess. Upphaflegir kærendur í þessu máli vora Líkkistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar sf. og Útfararþjónustan hf. Árið 1993 óskaði Verslunarráð íslands, f.h. þessara fyrirtækja um að Samkeppnisráð tæki af öll tví- mæli um lagalega skyldu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma til að skilja á milli lögbundins hlutverks stofnun- arinnar og starfsemi hennar á sam- keppnissviði. Samkeppnisráð ákvað að aðhafast ekkert í málinu á þeim tíma, þar sem tekið höfðu gildi ný lög um kirkjugarða, greftran og lík- brennslu. Síðari hluta ársins stofnuðu Kirkjugarðarnir sérstakt einkafyrir- tæki um rekstur útfararþjónustu und- ir nafninu Útfararstofa Kirkjugarð- anna. Ágreiningur hefur hins vegar stað- ið yfir milli aðila um hvort fullnægj- andi hafi verið staðið að aðskilnaði Útfararstofunnar og Kirkjugarðanna. í september sl. úrskurðaði Samkeppn- isráð um hvemig bæri að standa að þessum aðskilnaði. Þar kom m.a. fram að Kirkjugarðsstjóm skyldi skipa sér- staka framkvæmdastjórn fyrir Útfar- arstofuna sem hefði m.a. með höndum ráðningu framkvæmdastjóra til fyrir- tækisins. Hins vegar má ekki skipa sömu menn í framkvæmdastjóm Útf- ararstofunnar og framkvæmdastjórn Kirkjugarðanna. Einnig má sami maður ekki gegna stöðu fram- kvæmdastjóra Kirkjugarðanna og Útfararstofunnar. Þá var einnig kveðið á um að Útfararstofan skyldi breyta heiti sínu, eins og fyrr segir. Útfararstofan skaut málinu til Áfrýjunamefndar samkeppnisráðs í framhaldi af úrskurði Samkeppn- isráðs. Taldi fyrirtækið að ákvæðum samkeppnislaga og laga um kirkju- garða væri þegar fullnægt og heimild- ir væru ekki fyrir hendi í samkeppnis- lögum til að úrskurða á þann veg sem gert er í ákvörðunarorðum Sam- keppnisráðs. Samkeppnisráð hefði hvorki heimild til að mæla fyrir um stjómunarlegan aðskilnað né að úr- skurða að fyrirtækisheiti áfrýjanda skuli breytt. Áfrýjunamefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hinum form- legu skilyrðum fyrir íhlutun sam- keppnisyfírvalda væri fullnægt að því er varðaði stjórnunarlegan aðskilnað og aðskilnað í kynningar- og mark- aðsstarfí. Hins vegar skorti ótvíræða lagaheimild til að mæla fyrir um brejdingu á heiti fyrirtækisins eins og gert hefði verið í ákvörðun Sam- keppnisráðs. TILKYNNIN G UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA HLUTABRÉF í ÍSLENSKA HLUTABRÉFASJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 300.000.000.- kr. Sölugengi á útgáfudegi: 1,96 Fyrsti söludagur: 26. nóvember 1996. Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Skráning: Sótt verður um s^ráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Islands. Utboðs-og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. , LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. mm / ....... LOGGILT VERÐBREFAFYRIRTÆKI, AÐILI AO VERÐBREFAÞINGIISLANDS. Morgunblaðið/Stefán Ólafsson FRIÐDÓRA Kristinsdóttir, skrifstofumaður, og Egill Jón Krist- jánsson, framkvæmdastjóri, undirbúa fyrsta uppboðið í nýjum húsakynnum. ) ) ) \ \ \ Fiskmarkaðurinn á Hornafirði fer í eigið húsnæði NÝTT hús í eigu Fiskmarkaðar Hornafjarðar, FISH, hefur form- lega verið tekið í notkun. Fjölmenni var við athöfnina og lýstu þeir sem til máls tóku ánægju með þessi tímamót í sögu fyrirtækisins. Með þessu skrefi hafi markaðurinn fest sig enn betur í sessi á Hornafirði auk þess sem stöðugt akist umsvif- in á Austfjarðahöfnum. í tilefni tímamótanna fundaði stjórn Reikni- stofu fiskmarkaða hf. á Höfn. Fyrst í stað í leiguhúsnæði Það sýnir e.t.v. trú manna á fijálsum uppboðsmörkuðum að þeir hófu gjarnan starfsemi sína í leigu- húsnæði. Þannig hóf Fiskmarkaður Hornafjarðar, FISH, göngu sína í leiguhúsnæði og hefur verið svo allt frá því að hann var stofnaður snemma árs 1992. Vöxtur FISH hefur verið ör. Fyrsta starfsárið seldi markaðurinn 723 tonn, 1993 voru seld 2.797 tonn, 1994 seldust 2.682 tonn, 1995 voru boðin upp 5.694 tonn og í ár er salan orðin 9.146 tonn að verð- mæti 720 milljónir. Segir fram- kvæmdastjóri FISH, Egill Jón Kristjánsson, að þessi söluaukning sýni ákveðna þróun sem ekki sjái fyrir endann á. Kvíarnar færðar út í upphafi var starfsemi FISH fyrst og fremst bundin við Höfn en fljótlega voru færðar út kvíarnar austur á bóginn. Haustið 1993 hófst samstarf við Skipaafgreiðslu Sig- urðar Þorgeirssonar um rekstur útibús á Fáskrúðsfirði. Þar hafa viðskiptin aukist stöðugt og eru þau mest þegar línuflotinn heldur sig á austurslóð. Einnig er algengt að togarar landi afla þar á markaði. Þá hafa viðskipti vaxið verulega á Eskifirði en þar er markaðurinn í samstarfi við Hraðfrystihús Eski- fjarðar. Mest fer á Faxaflóasvæðið Stærsti hluti þess sem FISH sel- ur fer til fiskverkenda við Faxaflóa þar sem veruleg sérhæfing í bolfisk- verkun hefur átt sér stað undanfar- in ár. Auk þess fer nokkurt magn norður, einkum á Eyjafjarðarsvæð- ið. Hornfirsk fyrirtæki kaupa til- tölulega lítið af markaðnum en þau leggja nú mesta áherslu á verkun uppsjávarfiska. Seljendahópurinn er breytilegur. Nokkrir heimabátar eru fastir viðskiptavinir en einnig eru ákveðin viðskipti árstíðabundin. Þannig eykst salan verulega á haustin þegar línuflotinn heldur sig við Suðaustur- og Austurland og virðist afnám línutvöföldunar hafa lítil áhrif á framboðið í haust. Sala á Fiskmarkaði Hornafjarðar 1992-96 1992 1993 1994 1995 1996 Áhersla á gæðin Upp úr miðju þessu ári keypti markaðurinn fiskverkunarhús sem nú hefur verið endurbætt mikið. Er það hið glæsilegasta og stenst fyllilega kröfur um hreinlæti og vinnuaðstöðu sem til fiskvinnslu- húsa eru gerðar. Húsnæðið er um 500 ferm. auk skrifstofu- og hrein- lætisaðstöðu. Má segja að húsið sé sem nýtt eftir breytingarnar. I vígsluræðu sinni lagði Egill Jón Kristjánsson mikla áherslu á gæða- málin sem töluvert hafa verið til umræðu undanfarnar vikur. Fisk- markaðimir mættu ekki vera veik- asti hlekkurinn í þeirri keðju sem liggur frá veiðiskipum til neytenda. Þvert á móti ættu þeir að vera fremstir meðal fiskvinnslufyrir- tækja. Ör þróun Um þróun fiskmarkaða á íslandi sagði Egill: „Þróunin á þessum mörkuðum hefur verið ör. Vígsla á þessu húsi er eitt innlegg inn í þessa þróunarsögu. Það hlutverk og markmið sem nú bíður okkar stjóm- enda og starfsfólks FISH er að uppfylla óskir og þarfir viðskipta- vina okkar eins vel og við kunnum. Á milli fiskmarkaða ríkir ákveðin samkeppni. Okkar markmið er í sjálfu sér einfalt, þ.e. að við hér á Hornafirði ætlum að vera í fremstu röð.“ Þegar ýtt var úr vör árið 1992 voru uppi efsasemdir um nauðsyn fiskmarkaðar á Höfn. Viðhorf manna breyttust þó fljótlega og í dag telja flestir, sem fást við at- vinnurekstur í sjávarútvegi, að markaðurinn sé ómissandi. í \ ! i > l I I I t » l í i { I I i I \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.