Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.12.1996, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar plötur • BOTNLEÐJA verður með nýja plötu fyrir jólin sem hlotið hefur nafnið Fólk er fífl. Upptöku- stjórn var í höndum Rafns Jónsson- ar er upptökumenn voru Ken Thom- as og Páll Borg en þeir sáu einnig um hljóðblöndun. Japis sér um dreifingu fyrirR&R Music. 0 KK & Magnús Eiríksson senda frá sér 12 laga plötu sem heitir „Ómissandi fólk“. Báðir eru þekkt- ir fyrir störf sín sitt í hvoru lagi, en starfa nú í fyrsta skipti saman. Japís gefur út. 0 Bossanova er 8 manna hljóm- sveit af Seltjarnarnesinu sem varð til fyrir tilstilli kennara Tónlistar- skóla Seltjarnarness um áramótin 1990 og 1991. Þá voru liðsmenn Boissanova á aldrinum 8 til 12 ára. Bossanova hefur meðal annars leik- ið á á Rúrek-jazzhátíðinni og í Finn- landi, Danmörku og Svíþjóð. Hljómalind sér um dreifingu. Verðkr. 1.999. 0 Komin eru út á vegum Spors á geislaplötu og snældu leikritin um Karíus og Baktus annarsvegar og Síglaða söngvara hinsvegar eftir Thorbjöm Egner. Einnig hefur Spor sent frá sér geislaplötu og snældu með söng félaganna Hatts og Fatts, en þeir eru hugarfóstur Ólafs Hauks Símonarsonar, sem skapaði þá félaga fyrir sjónvarp á sínum tíma. í sjónvarpsþáttunum sungu þeir ýmis skemmtilega lög og bröll- uðu sitt af hveiju. Þessi plata hefur verið ófáanleg í fjölmörg ár. • HUGURJMV heima hefur að geyma lög í flutningi Páls Óskars Botnleðja Hjálmtýssonar, Stefáns Hilmars- sonar o.fl. og Ijóð í flutningi leikar- anna Jóhanns Sigurðarsonar og Hinriks Ólafssonar. Á diskinum eru 6 lög og 10 ljóð með undirleik. All- ir söngtextar, ljóð og mörg laganna eru eftir Hallgrím Óskarsson, verk- fræðing og skáld. Þijú systkini Hallgríms, Ásta, Fanney og Gunnar, aðstoða hann við flutning laganna, syngjaog leikaá fiðlu, slagverk og trommur. Auk Páls Óskars Hjálm- týssonar og Stefáns Hilmarssonar koma að disknum Gunnlaugur Briem, Eva Ásrún Albertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir auk þess sem Jon Kjell Seljeseth útsetti bæði lög og undirleik við ljóðin. Útgefandi er Hallgrímur Óskars- son. Dreifingu annast Skífan. 0 STRIPSHOWheim gefið út plötuna „Late Nite Cult Show“. Hljómsveitin hefur verið starfandi í nokkur misseri. Höfuðpaurar og Hallgrímur Óskarsson prímus mótorar eru bræðurnir Ing- ólfur og Sigurður Geirdal, ásamt Bjarka Þór Magnússyni. Fjórði meðlimurinn er söngvarinn Guð- mundur Aðalsteinsson, en hann hefur starfað með Stripshow í tæpt ár. Hljómsveitin sá að nokkru um hljóðritun sjálf, en naut einig dyggr- ar aðstoðar Ingvars Jónssonar og Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem ennfremur sá um hljóðblöndun. Hljóðritun fór fram í Gijótnámunni í Rejkjavík vor og sumar 1996. Útgefandi er Spor ehf. með Stripshow. Sony DADC annaðist framleiðslu. Umslagshönnun varað mestu íhöndum hljómsveitarmeð- lima sjálfra, t.d. teiknaði Ingólfur Geirdal forsíðumynd geisla- plötubæklings. Úm uppsetningu, grafíska hönnun ogfrágang um- slagsins sá hinsvegar Eiríkur Sig- urðsson á auglýsingastofunni 1, 2 og 3. Offsetþjónustan sá um filmu- vinnslu. Verðkr. 1.999. • NYR Stone Free-geisladiskur hefur verið gefinn út. Þetta er nýr diskur sem inniheldur ballöðuna Love eftir John Lennon auk þriggja A AUÐLIND H F. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sölutímabil: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. 10. desember 1996 - 10. júlí 1997 500.000.000 2,14 Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf og afgreiðslur sparisjóðanna. Eldri hlutabréf Auðlindar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á hlutabréfunum sem verða gefin út í þessu útboði. Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirlœki Ármúla 13 A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, telefax 515-1509 laga sem tekin eru upp á sýningum í Borgarleikhúsinu. Lögin eru Rainy Day Women (everybody must get stoned) eftir Bob Dylan, Barabajag- al (love is hot) eftir Donovan Leitch og I’ve Got a Feeling eftir Lennon og McCartney. Diskurinn er tekinn upp á sýningu á leikritinu að Love undanskildu. Japis dreifir. 0 PALL Rósinkranz fyrrverandi söngvari Jet Black Joe hóf upptökur á fyrstu sólóplötu sinni í september síðastliðnum. Hann fékk Þorvald Bjarna Þorvaldson úr Todmobile í lið með sér til að stýra upptöku- vinnslunni, sem fór fram í Grjót- námunni á tímabilinu frá september og fram í miðjan nóvember. Félagar Páls í Christ Gospel Band, þéir Guðni Guðnason, Emil Santos og Pétur Erlendsson, koma mjög við sögu á plötunni. Einnig nýtur Páli liðsinnis ýmissa tónlistar- manna og má þar nefna trommarann Ólaf Hólm, bassa- leikarann Eið Arn- arsson, Þóri Baldursson sem leikur á Hammond-orgel í flestum lögun- um, KK sem leikur á hljómgítar í nokkrum lögum, Pálma Sigurhjart- arson sem leikur á píanó, Mána Svavarsson sem einnig leikur á píanó, auk þess sem Þorvaldur Bjarni leikur á gítar og hljómborð. Við raddaðan söng nýtur Páll lið- sinnis Eyjólfs Kristjánssonar, Stef- áns Hilmarssonar, Andreu Gylfa- dóttur og Sólveigar Guðnadóttur. • MERMAN er önnur sólóplata Emilíönu Torrini. Platan er að því leyti frábrugðin síðustu plötu Emili- önu að á henni er að finna frumsam- ið efni til móts við efni eftir erlenda höfunda. Emilíana sýnir á sér nýja hlið sem texta- og lagahöfundur í samstarfi við Jón Ólafsson á öðrum helmingi plötunnar. Á hinum helm- ingnum (5 lögum) má finna lög eftir Stevie Wonder, Tom Waits, Melanie Safka, Lou Reed og Joni Mitchell. • JÓLAPERLUR er í flutningi ýmissa söngvara í útsetningum Péturs Hjaltested. Söngvarar á plötunni eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, María Björk, Guðrún Gunnarsdóttir, Rut Regin- alds og Sara Dís Hjaltested ásamt Barnakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Útgefandi er Hljómsmiðjan. Dreifingu annast Japis. Verð á geislaplötu kr. 1.999, kasetta kr. 1.499.'' • „GÖMLU dansarnir ogsér- dansarnir líka“ er ný geislaplata og snælda með harmonikuleikar- anum Garðari Olgeirssyni. Plata þessi inniheldur 19 danstegundir. Á meðal laga sem Garðar leikur eru: Svensk Maskerade, Napoleonspolki, Dala Hambo, Skoski dansinn og Adios Muchachos. Undirleik annast: Gunnar Jónsson trommur, Smári Kristjánsson, kontrabassi, Loftur S. Loftsson kontrabassi, Helgi E. Kristjánsson gítar/hljómborð. Útgefnadi og framleiðandi er Almenna umboðsskrifstofan. Dreif- ingu annast Skífan. 0 „NEISTAFLUG" er geis\ap\a.ta. með Karli Jónatanssyni harmon- ikuleikara og hljómsveitinni Neist- um sem er skipuð Pétri Urbancic á kontrabassa, Edwin Caaber á gítar og Inga Karlssyni á trommur. Snældan kom fyrst út fyrir um 4 árum og hefur verið ófáanleg um árabil. Á meðal laga sem Karl leik- ureru: Minning, Norðannepja (harmonikukvartett), Dúr og moll (harmonikukvartett), Cabarett (söngleikjasyrpa) og Harbour lights. Karli til aðstoðar í kvartett- unum eru Einar Friðgeir Björnsson, Sveinn Rúnar Björnsson og Örn Arason. Útgefandi og framleiðandi er Almenna umboðsskrifstofan. Dreif- ingu annast Skífan. 0 SPILVERK þjóðanna hélt sína fyrstu opinberu hljómleika utan Menntaskólans við Hamrahlíð í Norræna húsinu laugardagskvöldið 24. maí 1975 kl. 20.30. Fengu hin- ir 174 tónleikagestir sem mættir voru í Norræna húsið m.a. að heyra forsmekkinn að þeim lögum sem áttu eftir að prýða fyrstu plötu Spilverksins. Upprunalegar umbúðir hannaði Úlfar Örn, en við endurgerðina var það Örn Smári sem hafði það verk með höndum. Reynt var að fylgja frumgerðinni eins og kostur var. Sony DADC í Austurríki fjölfaldaði geislaplöturnar og Sony Music í Hollandi annaðist prentun bækl- inga. Útgefandi er Spor ehf. sem ann- ast einnig dreifingu. Verðkr. 1299. 0 „DA WN ofthe Human Revol- ution “ heitir geisladiskur með Her- berti Guðmunds- syni, en ákveðið var að endurútgefa þessa hljómplötu sem kom fyrst út um jólin 1985, vegna vinsælda lagsins Can’t Walk Away. Útgefandi er H.G. hljómplötur. Skífan annast. dreifingu. • INFERNO 5 hefur sent frá sér hljómdisk með leiðbeiningum í and- legri tækni, í sjö þrepum. Diskurinn nefnist „Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli sunt“. Japis annast dreifingu. Verð kr. 1.999. 0 ÝR frá ísafirði gaf út hljómplöt- una Ýr er skýr í desember árið 1975, en platan var hljóðrituð í New York í september 1975 undir stjórn Jakobs Magnússonar. Platan er nú komin út í formi geislaplötu og kallast hún nú Ýr var það heillin! Meðlimir hljómsveitarinnar Ýr eru allir ísfirðingar þó að enginn þeirra búi þar lengur. Rafn Jónsson trommuleikari hefur leikið með ýmsum hlómsveitum t.d. Grafík, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns og gefið út tvær sólóplötur, Andartak og Ef ég hefði vængi!, ásamt því að stjórna upptökum hjá mörgum tónlistarmönnum af yngri kynslóðinni, m.a. Botnleðju, Önnu Halldórsdóttur og Sixties. Reynir Guðmundsson söngvari hefur leikið með ýmsum hljómsveitum síðan hann lék með Ýr, m.a. BG, og um þessar mundir syngur hann með hljómsveitinni Saga Class á Hótel Sögu. Hálfdán Hauksson bassaleik- ari og söngvari býr nú í Noregi og hefur leikið með ýmsum hljómsveit- um þar um slóðir síðan hann flutti. Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleik- ari býr á Nýja-Sjálandi og rekur þar kúabú ásamt því að spila um helgar. Rósi tók þátt í uppsetningu á söngleiknum Hárinu í Áuckland á Nýja-Sjálandi sl. sumar sem gítar- leikari. Útgefandi erR&R músík. Japis annast dreifingu. 0 „ÍSLENSK poppsaga - Úrval af þvíbesta 1972-1977“ er geisla- plata með mörgum af vinsælustu hljómsveitum og listamönnum þess- ara ára, s.s. Svanfríði, Magnúsi og Jóhanni (The Pat Brothers), Change, Jóhanni G. Jóhannssyni, Pelican, Magnúsi Thor, Paradís, Celsíus og Póker. Útgefandi er Tónaflóð ísam- vinnu við flytjendur. Dreifingu ann- ast Tónaflóð/ Undraland ehf. Verð kr. 1.999. 0 JÓLABAÐIÐ erjólageisladiskur og kassetta með Ólafi Þórarinssyni (Labba) sem byijaði feril sinn með hljómsveitinni Mánum fyrir 30 árum. Frá því að Mánar hættu fyrir um 20 árum hefur Ólafur starfað með ýmsum, nú hljómsveit sinni Karma. Félagar hans úr hljómsveit- inni aðstoðuðu hann við hljóðfæra- leik á plötunni, ásamt þeim Kristni Svavarssyni saxófónleikara og Ás- geiri Óskarssyni sem sá um slag- verk. Ólafur fékk m.a. til liðs við sig söngvarana Halla og Ladda, Kristjönu Stefánsdóttur og Guð- laugu dóttur sína en báðar hafa þær. staifað sem söngkonur í hljómsveit- inni Karma. Auk þess aðstoðaði fríð- ur hópur söngvara við bakraddir. Á þessum geisladiski eru 12 jólalög eftir Ólaf og fleiri hljómlistarmenn. Páll Rósinkranz Herbert Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.