Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8
% 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ U pplý singar ^ um 604 þingmenn Ulfc ÚT ER komið Alþingismannatal ) i/Jif með upplýsingum um 604 al- <1/ þingismenn sem setið hafn A Al- þingi frá 1845-1*“' * ' ' DÚSU-KRÆKIR var fyrstur jólasveina til að gefa í skóinn að þessu sinni . . . Héraðsdómur Vesturlands um mál gegn Sjúkrahúsi Akraness Sýknað af kröfu Kæru- nefndar jafnréttismála HERAÐSDOMUR Vesturlands hef- ur sýknað Sjúkrahús Akraness af kröfu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar karlmanns í stöðu skrifstöðumanns við sjúkrahúsið sumarið 1993, en meðal 25 um- sækjenda var kona sem kærunefnd- in taldi hæfari til starfsins. Taldi NIÐURSTOÐUR úr könnun, sem samstarfshópur um stefnumótun í ferðamálum í vesturhluta Rangár- vallasýslu lét gera, sýna, svo ekki verður um villst, að erlendir ferða- menn vilja sjá ósnortna náttúru á hálendinu. Samstarfshópurinn er skipaður fulltrúum sveitarstjórna og fyrir- tækja í ferðaþjónustu í Rangár- vallahreppi, Holta- og Landsveit, Djúpár- og Ásahreppi. Ákveðið var sl. sumar að ráðast í viðhorfskönn- un meðal innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu en Rögn- valdur Guðmundsson ferðamála- fræðingur annaðist undirbúning hennar og talnalega úrvinnslu. I haust voru kannanir einnig lagðar fyrir leiðsögumenn, bílstjóra, sveit- arstjórnarfólk, forsvarsmenn fyrir- tækja og félaga og starfsfólk í ferðaþjónustu. Niðurstöður úr fyrri könnuninni voru kynntar hópnum nýlega en lokaskýrsla mun liggja fyrir í byrjun janúar nk. Verða þá jafnframt lagðar línur um hvernig nefndin að með ráðningunni hefði stjórn sjúkrahússins brotið gegn jafnréttislögum og að sjúkrahúsinu bæri að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur með vöxtum frá 1. ágúst 1993 og málskostnað. í dómi Héraðsdóms Vesturlands kemur m.a. fram að í auglýsingu skýrslan skuli nýtt til áætlanagerð- ar eða hugsanlega stofnunar hags- munasamtaka á svæðinu. Vantar helst upplýsingaskilti I könnuninni eru margvíslegar spurningar til ferðamannanna, en alls svöruðu 219 innlendir og 165 erlendir gestir. Þar að auki voru sérstakar kannanir á hestamanna- móti, töðugjöldum, torfærukeppni og við Veiðivötn. Margt fróðlegt og lærdómsríkt kemur fram en athyglisvert er að skoða niðurstöð- ur frá erlendum gestum varðandi hálendi íslands. 89% vilja ekki sjá malbikaða vegi eða virkjanir þar, 79% vilja ekki sjá hótel eða gisti- heimili né háspennu- og símalínur. 76% vilja ekki bensínsölur og 70% finnst uppbyggðir malarvegir óþarfir. Rúmlega helmingur vill ekki hafa áningarstaði á hálendinu en 65% vilja samt fá tjaldstæði, 76% fjallaskála og 79% ferðamann- anna fannst vanta upplýsingaskilti á svæðið. um stöðu skrifstofumanns hjá Sjúkrahúsi Akraness hafi verið talið æskilegt að umsækjendur um stöð- una hefðu stúdentspróf eða hlið- stæða menntun og þekkingu á bók- haldi og reynslu í notkun tölvu. Báðir umsækjendurnir sem um ræðir hefðu uppfyllt menntunar- kröfurnar og bæði verið hæf, en konan hefði hins vegar óvefengjan- lega lengri starfsreynslu og m.a. reynslu af bókhaldsstörfum. Ekki sannað að kynferði hafi ráðið ráðningu í starfið Bent er á það í dómnum að til- gangur laga nr. 28/1991, jafnréttis- laganna, sé að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. í 2. gr. laganna segir að konum og körlum skuli með stjórn- valdsaðgerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar, og í 5. gr. segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstak- lega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Þá segir í dómnum að fram hafi komið að á skrifstofu Sjúkrahúss Akraness hafi fyrir utan skrifstofu- stjórann einungis starfað konur, eða fjórtán konur á móti einum karlmanni. „Umrætt starf var al- mennt skrifstofustarf. Með hliðsjón af því og að framangreindu virtu telst ekki sannað að kynferði hafi ráðið ráðningu í starfið og stefndi þar með brotið gegn lögum nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir þó að málskostnaður milli aðila falli niður. Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Erlendir ferðamenn um hálendið 89% vilja ekki malbikaða vegi Hella. Morgunblaðið. Umferð og umferðaröryggi Vill kanna sál- fræðiþátt í slysum ungra ökumanna Valdimar Briem VALDIMAR Briem hefur tekið þátt í fjölda rannsókna í Svíþjóð, þar sem hann hefur einkum skoðað samband á milli hugsunar manna og atferlis. í seinni tíð hafa þær beinst inn á svið umferðar- öryggis, m.a. áhrif notkun bílasíma á frammistöðu ökumanna. Hann leiðir hóp rannsóknarmanna sem vinna að öryggi barna í umferðinni og hefur nýlega fengið 20 m.kr. styrk frá sænska ríkinu til þessa verkefnis. Ásamt þremur öðrum íslenskum sérfræð- ingum hefur hann nú hug á að gera rannsókn á sál- fræðilegum þáttum um- ferðarslysa ungra öku- manna. Hafa þeir sótt um styrk til Rannsóknarráðs ríkisins og Umferðarráðs. Reiknað er með að rannsóknin standi yfir frá mars 1997 til mars 1998. - Hver voru tildrög þess að þið ákváðuð að fara út í þessa rann- sókn? „Það kemur ýmislegt til. Ég hef um árabil verið í sambandi við sálfræðingana Ásþór Ragnarsson og Kjartan Þórðarsonm sem starf- ar hjá Umferðarráði, en báðir vinna þeir að málefnum ungra ökumanna. Þegar við hittumst á ráðstefnu fyrir umferðarsálfræð- inga á Spáni sl. vor ákváðum við endanlega að ganga frá umsókn um þetta vekefni. Órn Þorvarðar- son stjórnmálafræðingur, sem starfar hjá Umferðarráði, mun einnig taka þátt í rannsókninni, en Umferðarráð hefur um árabil safnað nákvæmum gögnum um umferðarslys. Gefur þetta góðan grunn til að byggja rannsóknina á.“ - Geturðu sagt aðeins frá rannsókn sem þú gerðir í Svíþjóð á atferli ungra ökumanna? „Sú rannsókn, sem gerð var í ökuhermi, beindist einkum að notkun bílasíma við akstur. Við athuguðum hæfni fólks í að stýra bíl við mismunandi aðstæður." - Hverjar voru helstu niður- stöður? „I ljós kom að notkun símans og annarra tækja olli alvarlegum truflunum í akstri og leiddi til verri frammistöðu, en einungis við erfið- ar aðstæður. Ymislegt annað kom í Ijós, m.a. að enginn marktækur munur var á ökuhæfni 18-26 ára ökumanna og 41-50 ára. Aftur á móti kom í ljós munur á frammi- stöðu karla og kvenna!" - Hvor hópurinn stóð sig betur? „Karlarnir.“ - Hefur ekki verið sýnt fram á að konur lenda síður umferðar- slysum en karlar? „Jú, það er rétt. Það var hins vegar ekki það sem mælt var, held- ur hvemig viðkomandi tókst að halda bílnum á veginum við mismun- andi aðstæður, s.s. á þurrum og hálum vegi. Konur áttu erfiðara með að halda bílnum á vegin- um þegar hálka var. Aftur á móti kom í ljós að mestur munurinn milli karla og kvenna að þessu leyti hvarf þegar tekið var tillit til öku- vana einstaklingsins." - Komu konur verr út í báðum aldurshópum? „Munurinn var meira áberandi í eldri aldursflokkunum, en ég vil leggja áherslu á að hann var ekki ► Valdimar Briem fæddist á Stokkseyri 1.2.1942. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964, BA(Honours)-gráðu i sál- fræði háskólanum í Wales 1969, MSc-gráðu frá sama skóla 1975, Diplómu í tölvu- tækni frá London 1976 og doktorsgráðu frá Lundi 1987. Hann hefur unnið sem skóla- sálfræðingur á íslandi og í Svíþjóð. Hann hefur stundað kennslu og rannsóknir í sál- fræði við ýmsa háskóla, s.s. HI, í Lundi, Halmstad og Krist- ianstad. Undanfarin ár hefur hann starfað sem rannsóknar- dósent við háskólann í Lundi. marktækur þegar tillit var tekið til að konur keyrðu minna en karl- ar. Karlmenn hafa óneitanleg oft meiri áhuga á bílum og ein skýring á mismun aldurshópanna gæti ver- ið að fyrir 20-30 árum var ekki eins algengt að konur tækju bíl- próf. Einnig kom fram að konurn- ar voru mun gætnari í akstri og keyrðu sjaldnar á hindranir á þurr- um vegi. Ég gæti trúað að skýring- in á því að konur lenda sjaldnar í árekstrum sé sú, að þær eru hrein- lega gætnari en karlmenn.“ - Að hvers konar rannsóknum hefur þú aðallega unnið? „Fyrst og fremst rannsóknum á sambandi atferlis og hugsunar barna um umferð og öryggi og hvernig þessir þættir þróast fram á unglingsárin." - Hverjar voru helstu niður- stöður? „Börn virðast yfirleitt ekki hafa þroska til að tengja saman hina ýmsu þætti umhverfisins og gera sér nægilega góða heildarmynd af því fyrr en við 13-14 ára ald- ur. Þau ráða þar af leiðandi ekki fyllilega við þær flóknu aðstæður sem oft koma upp í umferðinni. í Svíþjóð lenda flest fótgangandi börn í slysum 6-8 ára gömul og á hjóli 9-11 ára. Um 80% barna 7-14 ára eru á hjóli þegar þau lenda í slysum." - Að hvaða rann- sókn ert þú að vinna að núna? „Ég hef nýlega sett í gang rannsókn á umferðaröryggi barna við Háskólann í Lundi. Við vinnum nú að gagnasöfnun í tveimur verkefnum, því fyrra um áhrif hugþroska og kunnáttu á atferli 5-11 ára barna og því síð- ara um ákvörðunargetu og við- brögð 8-14 ára barna á hjóli, en fleiri verkefni eru í bígerð." Notkún bíla- síma veldur alvarlegum truflunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.