Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 8

Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 8
% 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ U pplý singar ^ um 604 þingmenn Ulfc ÚT ER komið Alþingismannatal ) i/Jif með upplýsingum um 604 al- <1/ þingismenn sem setið hafn A Al- þingi frá 1845-1*“' * ' ' DÚSU-KRÆKIR var fyrstur jólasveina til að gefa í skóinn að þessu sinni . . . Héraðsdómur Vesturlands um mál gegn Sjúkrahúsi Akraness Sýknað af kröfu Kæru- nefndar jafnréttismála HERAÐSDOMUR Vesturlands hef- ur sýknað Sjúkrahús Akraness af kröfu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar karlmanns í stöðu skrifstöðumanns við sjúkrahúsið sumarið 1993, en meðal 25 um- sækjenda var kona sem kærunefnd- in taldi hæfari til starfsins. Taldi NIÐURSTOÐUR úr könnun, sem samstarfshópur um stefnumótun í ferðamálum í vesturhluta Rangár- vallasýslu lét gera, sýna, svo ekki verður um villst, að erlendir ferða- menn vilja sjá ósnortna náttúru á hálendinu. Samstarfshópurinn er skipaður fulltrúum sveitarstjórna og fyrir- tækja í ferðaþjónustu í Rangár- vallahreppi, Holta- og Landsveit, Djúpár- og Ásahreppi. Ákveðið var sl. sumar að ráðast í viðhorfskönn- un meðal innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu en Rögn- valdur Guðmundsson ferðamála- fræðingur annaðist undirbúning hennar og talnalega úrvinnslu. I haust voru kannanir einnig lagðar fyrir leiðsögumenn, bílstjóra, sveit- arstjórnarfólk, forsvarsmenn fyrir- tækja og félaga og starfsfólk í ferðaþjónustu. Niðurstöður úr fyrri könnuninni voru kynntar hópnum nýlega en lokaskýrsla mun liggja fyrir í byrjun janúar nk. Verða þá jafnframt lagðar línur um hvernig nefndin að með ráðningunni hefði stjórn sjúkrahússins brotið gegn jafnréttislögum og að sjúkrahúsinu bæri að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur með vöxtum frá 1. ágúst 1993 og málskostnað. í dómi Héraðsdóms Vesturlands kemur m.a. fram að í auglýsingu skýrslan skuli nýtt til áætlanagerð- ar eða hugsanlega stofnunar hags- munasamtaka á svæðinu. Vantar helst upplýsingaskilti I könnuninni eru margvíslegar spurningar til ferðamannanna, en alls svöruðu 219 innlendir og 165 erlendir gestir. Þar að auki voru sérstakar kannanir á hestamanna- móti, töðugjöldum, torfærukeppni og við Veiðivötn. Margt fróðlegt og lærdómsríkt kemur fram en athyglisvert er að skoða niðurstöð- ur frá erlendum gestum varðandi hálendi íslands. 89% vilja ekki sjá malbikaða vegi eða virkjanir þar, 79% vilja ekki sjá hótel eða gisti- heimili né háspennu- og símalínur. 76% vilja ekki bensínsölur og 70% finnst uppbyggðir malarvegir óþarfir. Rúmlega helmingur vill ekki hafa áningarstaði á hálendinu en 65% vilja samt fá tjaldstæði, 76% fjallaskála og 79% ferðamann- anna fannst vanta upplýsingaskilti á svæðið. um stöðu skrifstofumanns hjá Sjúkrahúsi Akraness hafi verið talið æskilegt að umsækjendur um stöð- una hefðu stúdentspróf eða hlið- stæða menntun og þekkingu á bók- haldi og reynslu í notkun tölvu. Báðir umsækjendurnir sem um ræðir hefðu uppfyllt menntunar- kröfurnar og bæði verið hæf, en konan hefði hins vegar óvefengjan- lega lengri starfsreynslu og m.a. reynslu af bókhaldsstörfum. Ekki sannað að kynferði hafi ráðið ráðningu í starfið Bent er á það í dómnum að til- gangur laga nr. 28/1991, jafnréttis- laganna, sé að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. í 2. gr. laganna segir að konum og körlum skuli með stjórn- valdsaðgerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar, og í 5. gr. segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstak- lega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Þá segir í dómnum að fram hafi komið að á skrifstofu Sjúkrahúss Akraness hafi fyrir utan skrifstofu- stjórann einungis starfað konur, eða fjórtán konur á móti einum karlmanni. „Umrætt starf var al- mennt skrifstofustarf. Með hliðsjón af því og að framangreindu virtu telst ekki sannað að kynferði hafi ráðið ráðningu í starfið og stefndi þar með brotið gegn lögum nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir þó að málskostnaður milli aðila falli niður. Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Erlendir ferðamenn um hálendið 89% vilja ekki malbikaða vegi Hella. Morgunblaðið. Umferð og umferðaröryggi Vill kanna sál- fræðiþátt í slysum ungra ökumanna Valdimar Briem VALDIMAR Briem hefur tekið þátt í fjölda rannsókna í Svíþjóð, þar sem hann hefur einkum skoðað samband á milli hugsunar manna og atferlis. í seinni tíð hafa þær beinst inn á svið umferðar- öryggis, m.a. áhrif notkun bílasíma á frammistöðu ökumanna. Hann leiðir hóp rannsóknarmanna sem vinna að öryggi barna í umferðinni og hefur nýlega fengið 20 m.kr. styrk frá sænska ríkinu til þessa verkefnis. Ásamt þremur öðrum íslenskum sérfræð- ingum hefur hann nú hug á að gera rannsókn á sál- fræðilegum þáttum um- ferðarslysa ungra öku- manna. Hafa þeir sótt um styrk til Rannsóknarráðs ríkisins og Umferðarráðs. Reiknað er með að rannsóknin standi yfir frá mars 1997 til mars 1998. - Hver voru tildrög þess að þið ákváðuð að fara út í þessa rann- sókn? „Það kemur ýmislegt til. Ég hef um árabil verið í sambandi við sálfræðingana Ásþór Ragnarsson og Kjartan Þórðarsonm sem starf- ar hjá Umferðarráði, en báðir vinna þeir að málefnum ungra ökumanna. Þegar við hittumst á ráðstefnu fyrir umferðarsálfræð- inga á Spáni sl. vor ákváðum við endanlega að ganga frá umsókn um þetta vekefni. Órn Þorvarðar- son stjórnmálafræðingur, sem starfar hjá Umferðarráði, mun einnig taka þátt í rannsókninni, en Umferðarráð hefur um árabil safnað nákvæmum gögnum um umferðarslys. Gefur þetta góðan grunn til að byggja rannsóknina á.“ - Geturðu sagt aðeins frá rannsókn sem þú gerðir í Svíþjóð á atferli ungra ökumanna? „Sú rannsókn, sem gerð var í ökuhermi, beindist einkum að notkun bílasíma við akstur. Við athuguðum hæfni fólks í að stýra bíl við mismunandi aðstæður." - Hverjar voru helstu niður- stöður? „I ljós kom að notkun símans og annarra tækja olli alvarlegum truflunum í akstri og leiddi til verri frammistöðu, en einungis við erfið- ar aðstæður. Ymislegt annað kom í Ijós, m.a. að enginn marktækur munur var á ökuhæfni 18-26 ára ökumanna og 41-50 ára. Aftur á móti kom í ljós munur á frammi- stöðu karla og kvenna!" - Hvor hópurinn stóð sig betur? „Karlarnir.“ - Hefur ekki verið sýnt fram á að konur lenda síður umferðar- slysum en karlar? „Jú, það er rétt. Það var hins vegar ekki það sem mælt var, held- ur hvemig viðkomandi tókst að halda bílnum á veginum við mismun- andi aðstæður, s.s. á þurrum og hálum vegi. Konur áttu erfiðara með að halda bílnum á vegin- um þegar hálka var. Aftur á móti kom í ljós að mestur munurinn milli karla og kvenna að þessu leyti hvarf þegar tekið var tillit til öku- vana einstaklingsins." - Komu konur verr út í báðum aldurshópum? „Munurinn var meira áberandi í eldri aldursflokkunum, en ég vil leggja áherslu á að hann var ekki ► Valdimar Briem fæddist á Stokkseyri 1.2.1942. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964, BA(Honours)-gráðu i sál- fræði háskólanum í Wales 1969, MSc-gráðu frá sama skóla 1975, Diplómu í tölvu- tækni frá London 1976 og doktorsgráðu frá Lundi 1987. Hann hefur unnið sem skóla- sálfræðingur á íslandi og í Svíþjóð. Hann hefur stundað kennslu og rannsóknir í sál- fræði við ýmsa háskóla, s.s. HI, í Lundi, Halmstad og Krist- ianstad. Undanfarin ár hefur hann starfað sem rannsóknar- dósent við háskólann í Lundi. marktækur þegar tillit var tekið til að konur keyrðu minna en karl- ar. Karlmenn hafa óneitanleg oft meiri áhuga á bílum og ein skýring á mismun aldurshópanna gæti ver- ið að fyrir 20-30 árum var ekki eins algengt að konur tækju bíl- próf. Einnig kom fram að konurn- ar voru mun gætnari í akstri og keyrðu sjaldnar á hindranir á þurr- um vegi. Ég gæti trúað að skýring- in á því að konur lenda sjaldnar í árekstrum sé sú, að þær eru hrein- lega gætnari en karlmenn.“ - Að hvers konar rannsóknum hefur þú aðallega unnið? „Fyrst og fremst rannsóknum á sambandi atferlis og hugsunar barna um umferð og öryggi og hvernig þessir þættir þróast fram á unglingsárin." - Hverjar voru helstu niður- stöður? „Börn virðast yfirleitt ekki hafa þroska til að tengja saman hina ýmsu þætti umhverfisins og gera sér nægilega góða heildarmynd af því fyrr en við 13-14 ára ald- ur. Þau ráða þar af leiðandi ekki fyllilega við þær flóknu aðstæður sem oft koma upp í umferðinni. í Svíþjóð lenda flest fótgangandi börn í slysum 6-8 ára gömul og á hjóli 9-11 ára. Um 80% barna 7-14 ára eru á hjóli þegar þau lenda í slysum." - Að hvaða rann- sókn ert þú að vinna að núna? „Ég hef nýlega sett í gang rannsókn á umferðaröryggi barna við Háskólann í Lundi. Við vinnum nú að gagnasöfnun í tveimur verkefnum, því fyrra um áhrif hugþroska og kunnáttu á atferli 5-11 ára barna og því síð- ara um ákvörðunargetu og við- brögð 8-14 ára barna á hjóli, en fleiri verkefni eru í bígerð." Notkún bíla- síma veldur alvarlegum truflunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.