Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HORN stöpulsins undir brúnni í Kópavogi er nokkuð hvasst, eða um 60 gráður. Kannað
verður hvort setja eigi vörn framan við það og framan við klöppina.
Vegríð eða
styrktarsteinar
við Kópavogsbrú
JÓNAS Snæbjörnsson, forstöðu-
maður Vegagerðarinnar i Reykja-
nesumdæmi, kannaði í gær að-
stæður við umferðarbrú í Kópa-
vogi, en alvarlegt slys varð þar á
föstudag, þegar bíll skall á brú-
arstöpli. Jónas segir að kannað
verði hvort minnka megi hættu á
svo alvarlegum slysum með því
að setja vegrið eða styrktarsteina
meðfram akbrautinni. Horn brú-
arstöpulsins, sem bíllinn skall á,
er óvenju hvasst.
„Nú er frost í jörðu og því
gæti verið að við settum styrktar-
steina við akbrautina fram á vor-
ið, þegar hægt væri að ganga frá
vegriði til frambúðar,“ segir Jón-
as. „Við lítum þá sérstaklega til
hornsins á brúarstöplinum, auk
þess sem setja þarf vörn norður
með kiöppinni sem þarna er.“
Horn brúarstöpulsins er nokk-
uð hvasst, eða um 60 gráður, að
mati Jónasar. „Brúin var teiknuð
upp úr 1970 og mér vitanlega
hefur aldrei verið gerð athuga-
semd við þetta horn. Það er hins
vegar óheppilegt að hafa jafn
hvasst horn á svona stað.“
Formaður VR um breytingar á lífeyrismálum ríkisins
Stefnumarkandi ákvörð-
un og forskrift fyrir aðra
MAGNÚS L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
segir að mjög alvarleg staða sé að
koma upp viðræðunum um gerð kja-
rasamninga vegna frumvarps fjár-
málaráðherra um breytingar á lífeyr-
isrétti opinberra starfsmanna.
„Þar er gert ráð fyrir að lífeyris-
prósentan verði hækkuð upp í 15,5%
og framlag vinnuveitandans hækkar
úr 6% í 11,5%. Við verðum að líta
á þetta sem stefnumarkandi ákvörð-
un og forskrift fyrir aðra lífeyris-
sjóði,“ segir hann. Magnús segir að
félög á almenna vinnumarkaðinum
hljóti nú að stoppa og spyija sig
hvort ekki sé eðlilegt að aðrir launa-
menn geri kröfu um hliðstæð rétt-
indi, enda séu það þeir sem muni
þurfa að greiða reikninginn vegna
aukinna útgjalda ríkisins af þessum
sökum. „Þetta mun tvímælalaust
hafa áhrif á viðræðurnar um gerð
kjarasamninga. Þetta eru stórtíðindi
í kjaramálum."
Ekki samið fyrir áramót
Nær allir kjarasamningar í landinu
eru lausir frá og með næstu áramót-
um. Aðspurður um stöðuna í kjaravið-
ræðunum sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri VSÍ, að til-
fínning flestra væri nú sú að menn
næðu ekki saman fyrir jól og það
setti sitt mark á ganginn í viðræðun-
um þessa dagana. Þórarinn á ekki
von á að línur fari að skýrast fyrr
en eftir áramót.
„Menn gera sér almennt grein
fyrir því að samningar takast ekki
fyrir áramót,“ segir Magnús L.
Sveinsson. Hann kveðst gera ráð
fyrir að viðræðum við atvinnurek-
endur verði haldið áfram fram í
miðjan desember. Þeim verði síðan
frestað fram yfir áramót en verði
þó ekki vísað formlega til ríkissátta-
semjara.
Nýtt kortatímabil
hefst á fimmtudag
NÝTT kreditkortatímabil hefst
fimmtudaginn 12. desember hjá
þeim verslunum og þjónustuað-
ilum sem hafa svonefnt breytilegt
kortatímabil. Mest verslun er á
þessu tímabili ár hvert, endá
þurfa viðskiptavinir ekki að borga
reikninginn fyrr en í febrúar.
Að sögn Andra Vals Hrólfs-
sonar, forstöðumanns þjónustu-
sviðs söluaðila hjá VISA ísland
eru tvenns konar timabil í gildi
í kreditkortaverslun hérlendis,
föst og breytileg. Föst tímabil
miðast við 18. hvers mánaðar en
breytileg tímabil færast þessir
dagar fram fyrir helgi.
Meirihluti verslunar með
breytileg kortatímabil
Að sögn Andra Vals Hrólfs-
sonar er meirihluti verslunar í
landinu, að magni til, í höndum
fyrirtækja með breytileg korta-
tímabil, en ef litið er til Qölda
verslana eru þær fleiri sem nota
föst tímabil og miða ávallt við
18. hvers mánaðar.
Þær verslanir sem nota breyti-
leg tímabil koma, að sögn Andra,
fyrir í húsakynnum sínum áber-
andi skiltum frá kreditkortafyrir-
tækjunum tveimur þar sem til-
kynnt er að nýtt kortatímabil sé
hafið.
Litlar
breytingar
á bensín-
verði
TILKOMA þriggja nýrra sjálfsaf-
greiðslubensínstöðva ÓB, sem
stendur fyrir Ódýrt bensín, hefur
ekki valdið verðstríði á bensínmark-
aði. Stöðvarnar, sem hófu starfsemi
síðastliðinn fimmtudag, selja lítrann
af 95 oktana blýlausu bensíni á 72
krónur.
Eina breytingin sem orðið hefur
síðan er sú að sjálfvirkar bensín-
stöðvar Orkunnar hafa lækkað verð
á 95 oktana bensíni um 40 aura,
eða úr 72 krónum í 71,60 á lítrann.
Bensínstöðvar Olís, Skeljungs og
Esso selja lítrann af 95 oktana blý-
lausu bensíni eftir sem áður á 75
krónur í sjálfsafgreiðslu og 77 krón-
ur með þjónustu.
EES-reglur um umbúðamerkingar teknar upp á íslandi um mitt næsta ár
Þekkt vörumerki hverfa
úr verslunum eða hækka
STEFÁN Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra stórkaup-
manna, segir að svo virðist sem ís-
lensk yfirvöld og eftirlitsaðilar ætli
sér að verða kaþólskari en páfinn
og ganga lengra en Eftirlitsstofnun
EFTA krefst til þess að framfylgja
reglum EES. Hann telur t.d. hæpið
að íslenskt gvendarbrunnavatn frá
íslenska fyrirtækinu Thorspring fái
að óbreyttu að standa í íslenskum
verslanahillum þar sem það er fram-
leitt fyrir bandaríkjamarkað og með
bandarískum innihaldslýsingum.
Meðal þess vamings sem EES-
reglurnar ná til éru niðursuðumatur,
Op ið í dag
10- ld:30
Sumar verslanir opnar iengur
KRINGMN
frci niorgni líl kvölcls
Hætt er við að ýmiss konar bandarísk mat-
vara hækki talsvert í verði eða hverfí jafn-
vel úr hillum íslenskra verslana í kjölfar
þess að reglur EES um umbúðamerkingar
matvæla verða teknar upp hér á landi um
mitt næsta ár.
pakkamatur, ávaxtasafi og barna-
matur. Margar bandarískar fram-
leiðsluvörur undir vörumerkjum á
borð við Hunt’s, Gerber, McCormick
og Uncle Ben’s, uppfylla ekki kröfur
um næringarinnihaldslýsingar miðað
við 100 gramma skammta sem gerð-
ar eru á Evrópska efnahagssvæðinu.
Sumar bandarískar vörur eru
framleiddar undir bandarískum vöru-
merkjum á Evrópska efnahagssvæð-
inu og uppfylla kröfurnar, t.d. Heinz-
barnamatur.
Sumar þeirra, t.d. Cheerios morg-
unkorn og Hunt’s tómatsósa, eru sér-
staklega merktar fyrir íslenskan
markað en Stefán Guðjónsson segir
að það liggi fyrir að flestir aðrir fram-
leiðendur en þeir sem þegar merkja
vaminginn sérstaklega muni ekki
taka á sig kostnað til að vemda hlut-
deild sína á íslenskum markaði; til
þess sé hann of lítill og í hugum
margra þeirra sé jafnvel Norðurlanda-
markaður of lítill til að slíkt borgi sig.
Kaþólskari en páfinn?
Reglurnar leiða til þess, að sögn
Stefáns, að annaðhvort íslenskir inn-
flytjendur verða að greiða hærra
verð fyrir vörurnar sérstaklega
merktar eða þá að innflutningur
leggst af.
Hann segir að sér virðist íslensk
stjómvöld og eftirlitsaðilar ætla sér
að ganga mun lengra við túlkun
þeirra reglna sem taka eiga gildi á
næsta ári hér en eftirlitsaðilar ann-
ars staðar á EES.
Hann segist síðast í gær hafa
fengið þær upplýsingar hjá Birni
Friðfínnssyni eftirlitsfulltrúa hjá
Eftirlitsstofnun EFTA, að ESA
mundi sætta sig við hillumerkingar
í verslunum með innihaldslýsingum
fyrir bandarísk matvæli ef íslensk
eftirlitsyfirvöld teldu það fullnægj-
andi. Hins vegar hafi komið fram
hjá Guðmundi Bjarnasyni, umhverf-
isráðherra, í Morgunblaðinu á laug-
ardag að hillumerkingum væri hafn-
að hér á landi.
„Okkur finnst að þarna eigi að
ganga fulllangt. Við hefðum viljað
sjá hvort ekki mætti setja tvöfaldar
reglur sem viðurkenna bæði evrópsk-
ar og bandarískar umbúðareglur að
gefnu því skilyrði að það sem er flutt
inn til Islands verði ekki endurútflutt
innan EES,“ segir Stefán.
Evrópskir iðnaðarhagsmunir?
„Það eru undanleg neytendasjón-
armið að útrýma fjölmörgun tegund-
um úr verslunum sem hafa verið
hér áratugum saman á markaði og
hafa náð markaðsfestu og vinsæld-
um út á gæði og hagstæðara verð
en vörur frá Evrópu.” Stefán sagði
að málið snerist ekki um það að
engar reglur giltu í Bandaríkjunum;
þarlendar reglur um innihaldslýs-
ingar væru strangar og nýlegar og
gefnar út af Matvæla- og lyfjaeftir-
liti Bandaríkjanna (FDA) í samræmi
við neytendahagsmuni sem væru í
hávegum hafðir í Bandaríkjunum.
Þess vegna séu ekki sjáanlegir aðrir
hagsmunir í húfi en hagsmunir evr-
ópskra iðnaðarfyrirtækja af því að
útiloka bandaríska samkeppnisaðila.
„Mér finnst með ólíkindum að ís-
lensk stjórnvöld ætli sér að ganga
svo langt í að veija iðnaðarhags-
muni Evrópuþjóðanna," sagði Stef-
án.
1,1 milljardur í inn-
flutningsverðmæti
Hann segir að innflutningur mat-
væla frá Bandaríkjunum sé 18% af
veltu innfluttra matvæla í smásölu-
verslun. Innflutningsverðmæti við-
skiptanna, þ.e. án virðisaukaskatts,
tolla og annarra gjalda, nam 1,1*
milljarði króna árið 1994. Af um 70t
fyrirtækjum sem eru skráðir matÁ
vælainnflytjendur flytja 35 inn fra
Bandaríkjunum, allt frá broti af veltu
sinni og upp í 60% af veltu.